Fréttablaðið - 22.10.2014, Side 2

Fréttablaðið - 22.10.2014, Side 2
Flugfélag fólksins WOW air – Lægra verð 0 200.000 400.000 600.000 800.000 1.000.000 1.200.000 nóv jan mar maí júl sep nóv jan mar maí júl sep nóv jan mar maí júl sep 2011 2012 2013 2014 Kæru vinir, ég vil byrja á að þakka fyrir þær frábæru mót - tök ur sem WOW air hefur fengið frá fyrsta degi. Við vorum með háleit markmið þegar við fór um í fyrsta flugið í maí 2012 en vöxturinn og móttökurnar hafa verið framar okkur björtustu vonum. Sumarið er búið að vera frábært, við seld - um milljónasta farmiðann fyrir skömmu og það styttist í að milljónasti gesturinn stígi um borð. Það var alltaf draumur okkar að fljúga einnig til Norður-Ameríku og við erum því afar stolt af því að geta kynnt Ameríkuflugið okkar í dag og þar með látið draum okkar rætast. Það er ljóst að mikil þörf var á því að lækka fargjöld og efla heilbrigða samkeppni í flugi til og frá Íslandi. Okkar markmið er að bjóða ávallt lægstu fargjöldin sem við mögulega getum og erum við því mjög ánægð með að kynna hér með mun lægri fargjöld til Norður-Ameríku en áður hafa þekkst. Hvernig förum við eiginlega að þessu, kann einhver ef til vill að spyrja. Jú, með því að að nota nýrri Airbus -flugvélar sem eru mun sparneytnari, vera með mun minni yfirbyggingu og með því að selja okk ar fargjöld fyrst og fremst milliliðalaust í gegn um Netið á wowair.is. Með nýrri flugvélum og frábæru starfs fólki höfum við jafnframt náð því að vera stund vísasta flugfélagið á Íslandi 2013 og það sem af er ári 2014. Allt leiðir þetta til hagkvæmari reksturs sem skilar sér í lægri fargjöldum til gesta okkar. Við ætlum svo sannarlega að halda áfram á þeirri braut með bros á vör! Í dag starfa 175 manns hjá WOW air og með Ameríkustækkuninni og tveim Airbus A321 flug - vélum til viðbótar við núverandi flugflota okkar má búast við því að við verðum yfir 200 brosandi WOWarar sem hlakka til að bjóða ykkur vel komin um borð. Takk kærlega fyrir traustið. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air Við hækkum flugið og lækkum verðið! B oston hefur um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í Bandaríkjunum. Hlýtt sumarið dregur fólk út undir bert loft en kaldur veturinn er engu minna fjörugur. Nóg er um að vera í Boston á hvaða tíma árs sem er. Matur, menning, verslanir og næturlíf Boston svíkja engan. Sæl kerar og menn ingarvitar eru í essinu sínu í þessari fjölskrúðugu hafnarborg enda er þar að finna ótrúlegt úrval fyrsta flokks veitingastaða og heimsþekktra listasafna. Háhýsi og hafnabolti Vinsælt er að heimsækja hinn sögu - fræga Fenway Park, og ekki verra ef hægt er að verða sér úti um miða á einn hafnarboltaleik og sjá The Red Sox á heimavelli. Viljirðu sjá borgina frá besta stað er kjörið að heimsækja Top of the Hub en útsýnið þaðan þykir einstakt, sérstaklega eftir að snjór hefur fallið á borgina. Í Cambridge í Boston er einn virtasti skóli heims, Harvard-háskóli, og gaman að skoða háskólasvæðið sem hefur birst í kvikmyndum á borð við Good Will Hunting og Legally Blonde. Auðvelt er að bregða sér í stuttar skoð unarferðir frá Boston og nálægðin við Atlantshafið þýðir að stutt er á ströndina. Alltaf útsala Boston er þekkt fyrir huggulegar versl unargötur og gott úrval versl unar - miðstöðva. Sé takmarkið að gera góð kaup má nefna að enginn söluskattur er á fötum undir $175 dollurum og aðeins 6,25% skattur á annarri vöru. Það má því segja að í Boston sé útsala á hverj um degi og ekki skemmir ríkulegt úrvalið fyrir. Árið um kring Yfir sumar mánuðina er hitinn yfirleitt í kring um 20°C en getur farið í 30°C. Vetrar dag ana er hitinn við frostmark en vel klæddir Íslendingar ættu ekki að láta það á sig fá og borgin er svo heillandi að auðvelt er að gleyma kuldanum. Gott er þó að skipuleggja ferðina vel og pakka niður þægilegum skóm því margt er að sjá og upplifa. Ómögulegt væri að telja upp alla þá spennandi staði sem Boston hefur upp á að bjóða en hvort sem þú vilt ferðast um sumar eða vetur þá tekur Boston vel á móti þér. Alltaf blíða í Boston! Iðandi mannlíf, heillandi menning og einstök borgarmynd. Airbus A321 flugvélar WOW air munu fljúga á alþjóð lega Boston Logan-flugvöllinn fimm sinnum í viku allt árið um kring. Lendingartími WOW air á Logan-flugvelli verður 17:30 að staðartíma og lítið mál að ná tengiflugi til annarra áfangastaða. Nóg er um að vera í Boston á hvaða tíma árs sem er. Matur, menn- ing, verslanir og næturlíf Boston svíkja engan. WOW air býður upp á yfir 160 hótel og gisti mögu - leika í Boston í samstarfi við Booking.com. ashington, D.C. er án nokkurs efa draumaborg þeirra sem vilja drekka í sig menningu Bandaríkjanna. Hafirðu séð fleiri en eina Hollywood- bíómynd ættirðu að kannast við um hverfið enda er borgin eitt vinsæl - asta sögusvið pólitískra átaka og valda tafla, bæði á hvíta tjald inu og í raunveruleikanum. Mannkynssagan er bæði skrifuð og geymd í þessari höfuðborg Banda - ríkjanna, sem er líklega hvað frægust fyrir Hvíta húsið, Lincoln-minnismerkið og aðra sögufræga staði. D.C. státar einnig af frábærum veitingahúsum, skemmtilegum verslunarhverfum og líflegu næturlífi. Veturinn í Washington, D.C. þykir nokkuð svalur, u.þ.b. 3°C, en yfir sumarmánuðina er meðalhitastigið yfir 26°C og því um að gera að pakka sólarvörninni. Menning, saga og minnisvarðar Stærsta safn heims, Smithsonian- safn ið, var stofnað árið 1846 og hefur síðan þá heillað unga jafnt sem aldna safn gesti. Safnið, sem stundum er kall- að „háa loft þjóðarinnar“, geymir um 137 milljón verðmæta og aldagamla safn - hluti. Frítt er inn á safnið til að tryggja jafnan aðgang allra að hin um merku munum. Einnig er frítt í dýragarð inn en þar er að finna yfir 400 dýra tegundir. Það er vissara að hlaða myndavélina og símann en fáir staðir hafa verið myndaðir jafn oft og sögufrægir staðir Washington, DC. Ekki er verra að berja minnismerkin augum þegar kvölda tekur. Þá eru þau fallega upplýst og upplifunin allt önnur en að deginum til. Borgin er stór en hægt er að sjá margt með því að ganga um National Mall en svæðið samanstendur af görðum, trjám, minnismerkjum og gosbrunnum og teygir sig rúma 3 km frá Þinghúsinu að Lincoln-minnismerkinu. Má þannig, í einum göngutúr, sjá Þinghúsið, Víetnam-vegginn og Washington- minn is merkið og Hvíta húsið. Fyrir þá sem hugsa út fyrir kassann er tilvalið að bóka kajakferð, kíkja í mini-golf, heimsækja njósnasafnið eða taka þátt í óformlegum trommuhring í Meridian Hill garðinum. Góðir dátar og Georgetown Til að brjóta upp annars hefðbundna heimsókn til Washington er tilvalið að kíkja á skrúðgöngu landgönguliðanna við sólsetur en hún þykir eitt af því flottasta sem hægt er að sjá og upplifa í Washington. Í Georgetown má gera góð kaup auk þess sem vert er að skoða hvort boðið sé upp á áhugaverða tónleika í Kennedy Center á meðan dvalið er í þessari fjölbreyttu og áhuga - verðu borg. Villt gleði í Washington, D.C. Drekktu í þig bandaríska sögu og menningu og njóttu þess að rölta um þessa flottu höfuðborg. Flogið verður um Alþjóðlega Baltimore-Washington flugvöllinn, BWI, fjórum sinnum í viku yfir sumartímann. Þaðan er einfalt að fljúga á fjöldamarga áfangastaði innan Bandaríkjanna, til dæmis með lággjaldaflugfélaginu Southwest Airlines. BWI er í raun þrír áfangastaðir, enda Washington, D.C., Baltimore og Annapolis allar í aðeins klukkutíma fjarlægð frá flugvellinum. Lendingartími verður 17:55 að staðartíma. Washington, D.C. er án nokkurs efa draumaborg þeirra sem vilja drekka í sig menningu Bandaríkjanna. WOW AIR HEFUR FLUG TIL WASHINGTON, D.C., 4. JÚNÍ 2015! WASHINGTON, D.C., FRÁ 14.999 kr. WOW AIR HEFUR FLUG TIL BOSTON 27. MARS 2015! BOSTON, FRÁ 14.999 kr. WOW air býður upp á yfir 480 hótel og gisti - möguleika í Washington, D.C. og nágrenni, í sam- starfi við Booking.com. Tengiflug frá BWI-flugvelli: Frá BWI til Los Angeles 18. júní 2015 29.754 kr.* með Delta Airlines Frá BWI til Las Vegas 18. júní 2015 25.944 kr.* með Spirit Airlines Frá BWI til Miami 18. júní 2015 19.067 kr.* með American Airlines WOW air býður flug til Boston Logan International og Baltimore Washington International frá 14.999 kr. en frá báðum flugvöllum er einfalt að finna tengiflug til annarra áfangastaða í Bandaríkjunum. Er tími til kominn að tengja? Tengiflug frá Boston Logan-flugvelli: Frá BOS til Chicago 18. apríl 2015 11.176 kr.* með Spirit Airlines Frá BOS til Las Vegas 18. apríl 2015 24.443 kr.* með Spirit Airlines Frá BOS til Los Angeles 18. apríl 2015 26.653 kr.* með Virgin America Sætasala WOW air frá upphafi. *Samkvæmt leitarvél Dohop 21. október 2014.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.