Fréttablaðið - 22.10.2014, Síða 4
22. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
NOREGUR Dómstóll í Ósló hefur
úrskurðað að norsku öryggis-
lögreglunni sé heimilt að frysta
tímabundið bankainnistæður
tveggja manna á þrítugsaldri sem
farið hafa frá Noregi til að berj-
ast fyrir samtökin Íslamska ríkið
í Sýrlandi.
Aftenposten hafði eftir yfir-
manni öryggislögreglunnar í
september að rannsóknir hefðu
sýnt að einn af hverjum níu sem
berjast erlendis með vígahópum
taki þátt í hryðjuverkum í heima-
landinu eftir að þeir hafa snúið
aftur. - ibs
Viðvörun öryggislögreglu:
Innistæður í
bönkum frystar
UMFERÐ Fjölmargir sátu fastir í umferðarteppu í Vatnsenda- og Kóra-
hverfum í Kópavogi í gærmorgun þegar fyrsti vetrarsnjórinn á höfuð-
borgarsvæðinu lét sjá sig. Áttu margir í erfiðleikum með akstur vegna
færðar og voru ýmsir allt upp í tvo tíma á leið til vinnu. Mikil hálka
var á götum í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ
urðu mannleg mistök við útkall til þess að leiðir voru ekki saltaðar
nægjanlega snemma um morguninn.
Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar,
segir verklagsreglur í tengslum við mokstur gatna og söltun verða
yfirfarnar hjá Kópavogsbæ vegna ástandsins sem skapaðist. - hó
Mannleg mistök leiddu til umferðaröngþveitis í Kópavogi:
Umferðartafir vegna hálku
GÆGST ÚT UM GLUGGA Margir sátu allt að tvo tíma í umferðarteppu í gærmorgun
í Vatnsenda- og Kórahverfum í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þórunn, náið þið ekki eyrum
stjórnvalda?
„Við tölum allavega fyrir daufum
eyrum.“
Heyrnartæki eru allt of dýr fyrir efnaminni
eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir er
formaður Félags eldri borgara.
DÓMSMÁL Stjórn Faxaflóahafna
heldur til streitu fyrri ákvörðun
um að Björgun ehf. víki af lóð á
Sævarhöfða en gefur félaginu tvö
ár til að rýma svæðið.
Björgun leigði lóðina á Sævar-
höfða til 40 ára árið 1969 og átti
samningurinn að renna út 2009.
Stjórn Faxaflóahafna segir að
viðræður um flutning á starfsemi
Björgunar af lóðinni ásamt könn-
un á möguleikum þess að koma
starfseminni fyrir á öðrum stað
hafi staðið allt frá árinu 2004 án
árangurs.
Björgun segir hins vegar í bréfi
til Faxaflóahafna að þegar viðauki
hafi verið gerður við leigusamn-
inginn árið 2004 í tengslum við
landfyllingu hafi félaginu verið
tryggður leiguréttur til 25 ára
umfram árið 2009 – það er allt til
ársins 2034.
„Hægt er að hafa mörg orð um
augljósa hagsmuni Björgunar af
því að farsæl lausn verði fundin
í máli þessu. Þá eru ótalin atriði
sem varða námavinnsluna sjálfa
og hversu umhverfisvæn hún er
miðað við aðra valkosti í stöðunni,
sem hlýtur að skipta borgaryfir-
völd miklu að fái að halda áfram
í óbreyttri mynd,“ segir í bréfi
lögmanns Björgunar sem kveður
fyrir ætlanir stjórnar Faxaflóa-
hafna gagnvart félaginu ekki geta
náð fram að ganga, „að minnsta
kosti ekki bótalaust“.
Björgun segir að mikilvæg
atvinnuréttindi félagsins njóti
verndar stjórnarskrárinnar og
félagið hafi gríðarlega fjárhags-
lega hagsmuni í málinu.
„Allur réttur er áskilinn af hálfu
Björgunar, þar með talinn réttur
til að krefja sérstakra bóta fyrir
þá verðmætarýrnun á félaginu
sem ótímabær fjölmiðlaumræða
hefur þegar haft í för með sér
vegna áforma Faxaflóahafna um
uppsögn leigusamningsins,“ segir
í bréfi Björgunar sem stjórn Faxa-
flóahafna tók fyrir á síðasta fundi
sínum.
Hafnarstjórnin segir fullyrðing-
ar Björgunar um að með viðauk-
anum frá 2004 hafi verið samið um
25 ára leigurétt til handa félaginu
frá 2009 vera „haldslausar hug-
leiðingar“. Þótt getið sé um for-
leigurétt nái hann aðeins fram
að ganga ef leigusalinn vill leigja
lóð sína áfram. Það vilji Faxaflóa-
hafnir ekki.
Að auki segir hafnarstjórnin að
þegar NBI hf. hafi sett Björgun í
sölu árið 2010 hafi komið fram í
útboðsgögnum að leigusamningur
um lóðina væri útrunninn. „Núver-
andi eigendum Björgunar ehf. var
því fullkunnugt um að engin lóða-
réttindi fylgdu félaginu er þeir
keyptu það af NBI hf.“
gar@frettabladid.is
Krefjast fébóta vegna
fjölmiðlaumfjöllunar
Faxaflóhafnir hafna tilkalli Björgunar til áframhaldandi leigu á lóð á Sævarhöfða.
Félagið segir rangt að leigusamningur hafi runnið út 2009 heldur gildi hann til
2035. Verðmæti Björgunar hafi rýrnað vegna „ótímabærrar fjölmiðlaumfjöllunar“.
Í SÆVARHÖFÐA Faxaflóahafnir ætla að gefa Björgun tvö ár til að flytja starfsemi
sína úr Sævarhöfða og þrífa eftir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hægt er að hafa
mörg orð um augljósa
hagsmuni Björgunar af
því að farsæl lausn verði
fundin í máli þessu.
Lögmaður Björgunar ehf.
PÓLLAND, AP Radek Sikorski, fyrrverandi
utanríkisráðherra Póllands og núver-
andi þingforseti, var gagnrýndur í heima-
landi sínu í gær fyrir ummæli í banda-
rísku blaðaviðtali, þar sem hann fullyrðir
að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi
árið 2008 boðið Pólverjum helminginn af
Úkraínu.
Rússar hafi þá ætlað sér hinn helminginn.
Hann fór undan í flæmingi þegar hann
var spurður út í þetta í gær, sagðist hafa
þetta eftir öðrum og sagði að þetta meinta
boð Pútíns hefði verið tekið sem hálfgerður
brandari á sínum tíma.
Talsmaður Pútíns sagði ekkert hæft í
þessu.
Ewa Kopacz forsætisráðherra, sem er
flokkssystir Sikorskis, gagnrýndi hann
fyrir að koma sér undan því að svara spurn-
ingum um málið á blaðamannafundi í gær.
„Ég mun ekki líða hegðun af þessu tagi,“
sagði hún, og krafðist þess að Sikorski
svaraði nú spurningum blaðamanna
undanbragðalaust.
Stjórnarandstæðingar krefjast þess að
hann segi af sér, ekkert pláss sé lengur
fyrir ábyrgðarleysi af þessu tagi í pólsk-
um stjórnmálum. - gb
Fyrrverandi utanríkisráðherra Póllands gagnrýndur fyrir ummæli í blaðaviðtali:
Sagði Pútín hafa boðið hálfa Úkraínu
RADEK SIKORSKI Fór undan í flæmingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Dæmt hefur verið
í 105 málum í héraði af þeim
málum sem sérstakur saksókn-
ari hefur ákært í frá því að emb-
ættið var stofnað í byrjun árs
2009.
Embættið heldur ekki tölfræði
yfir það hversu mörgum málum
lýkur með sakfellingu og hversu
mörgum lýkur með sýknu.
Heildarfjöldi mála sem hefur
verið í ákærumeðferð hjá emb-
ættinu að lokinni rannsókn voru
185 en alls er búið að ákæra í
147 málum. Um síðustu mánaða-
mót voru 96 mál á rannsóknar-
stigi hjá embættinu.
Þau mál embættisins sem
hafa verið hvað mest áberandi
í fjölmiðlum eru þau sem eru
rekin gegn fyrrverandi stjórn-
endum föllnu bankanna. Í gær
var dæmt í einu þeirra þegar
þau Sigurjón Árnason, fyrrver-
andi forstjóri Landsbankans, og
Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi
framkvæmdastjóri hjá bankan-
um, voru sýknuð af ákæru um
umboðssvik vegna svokallaðrar
Panamafléttu. Það er í annað
sinn sem þau tvö eru sýknuð í
málum sem höfðuð hafa verið
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ólafur Þór Hauksson, sér-
stakur saksóknari, segir í svari
við fyrirspurn Fréttablaðsins að
það sé í höndum ríkissaksókn-
ara að taka ákvörðun um hvort
því máli verði áfrýjað.
- jhh
Í höndum ríkissaksóknara að taka ákvörðun um áfrýjun Landsbankamálsins:
Dæmt hefur verið í 105 málum
SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Ólafur Þór
Hauksson segir að af þeim 185 málum
sem hafi verið til rannsóknar sé búið að
ákæra í 147 málum.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KJARAMÁL Verkfall tónlistar-
kennara skellur væntanlega á
í dag af fullum þunga. Enginn
árangur varð af samningafundi,
sem haldinn var í gær og átti
verkfall þá að hefjast á mið-
nætti.
Um 500 tónlistarkennarar
leggja því niður störf, en ekki
hafði verið boðað til annars
sáttafundar.
Samninganefnd sveitarfélag-
anna lagði í fyrradag fram til-
boð, sem að mati samninga-
nefndar tónlistarkennara var
lakara en eldra tilboð. - gb
Tónlistarkennarar í verkfall:
Fundað í gær
án niðurstöðu
SPURNING DAGSINS