Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 10
22. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Komdu og kynntu þér hvernig við tengjum Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun
Næstu misserin verður unnið við gufulögn sem mun tengja
jarðhitasvæðið í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun.
Þetta verkefni verður kynnt á opnum fundi í höfuðstöðvum
okkar að Bæjarhálsi 1, fimmtudaginn 23. október, kl.17.00.
Allir velkomnir
OPINN KYNNINGARFUNDUR Á MORGUN
ORKA NÁTTÚRUNNAR
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna
á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð
og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.
LÖGREGLA Embætti ríkislögreglu-
stjóra hefur eignast 150 lítið notaðar
MP5 hríðskotabyssur. Hluti þeirra,
eða 35, er kominn í notkun á æfinga-
svæði lögreglunnar á Suðurnesjum,
hinar eru enn í umsjón embættisins
og verða þangað til lögreglustjórar
landsins óska eftir afnotum af þeim.
„Þetta eru byssur sem stóð til að
afleggja hjá lögreglu og heryfir-
völdum í Noregi og þau buðust til
að gefa okkur. Norðmenn voru að
skipta um byssutegund og við þurf-
um líklega ekki að borga annað en
sendingarkostnaðinn,“ segir Jón F.
Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá
Embætti ríkis lögreglustjóra.
Jón segir ekki nýtt að lögreglan
búi yfir hríðskotabyssum, það hafi
hún gert frá því í síðari heimsstyrj-
öldinni. Þau hríðskotavopn, sem lög-
reglan átti, hafi hins vegar verið úr
sér gengin og þurft að endurnýja.
Jón segist ekki vita til þess að
lögreglan hafi keypt nýjar skamm-
byssur síðustu misserin eða önnur
vopn. Menn geti séð hvaða vopn
lögreglan eigi með því að rýna í
skýrslu sem gerð var um stöðu lög-
reglunnar árið 2012.
DV sagði frá því í gær að lögregl-
an væri að vopnast með leynd og að
brátt yrðu allar lögreglubifreiðar
á Íslandi búnar MP5-hríðskota-
byssum og Glock 17, hálfsjálfvirk-
um skammbyssum.
Að sögn Jóns er ekki verið að
vopna lögregluna umfram það sem
verið hefur síðustu ár. Lögreglan
hafi alltaf haft vopn og lögreglu-
menn fengið þjálfun í að nota þau.
„Nú er verið að efla vopnaþjálfun
samhliða handtöku og sjálfsvarnar-
þjálfun. Lögreglumenn þurfa að
standast próf til þess að fá vopna-
skírteini.“
Jón segir almennu regluna þá að
vopn séu geymd á lögreglustöðvum
en einstakir lögreglustjórar hafi
tekið sjálfstæða ákvörðun um að
hafa vopn í lögreglubifreiðum.
„Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu er ekki með vopn í bílum hjá
sér,“ segir Jón og bendir á að sér-
sveit lögreglunnar sé staðsett á höf-
uðborgarsvæðinu en hún er vopnum
búin. Hið sama gildir hins vegar
ekki úti á landi þar sem fjarlægðir
eru miklar. Þar hafi hafi sumir lög-
reglustjórar ákveðið að hafa vopn í
lögreglubílum. Ekki fæst uppgefið
hvers konar vopn eru í lögreglubíl-
unum en á meðan MP5-hríðskota-
byssurnar eru enn í vörslu ríkislög-
reglustjóra eru þær ekki í bílunum.
Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á
Ísafirði, segir að vopn séu í öllum
lögreglubílum embættisins.
„Við erum ágætlega vopnum
búin,“ segir Úlfar. Hann segir það
hafa verið ákveðið að setja vopn
í bílana af öryggissjónarmiðum,
fjarlægðir í umdæminu séu miklar
og það taki sérsveitina langan tíma
að komast vestur komi upp alvarleg
atvik í umdæminu.
„Lögreglumenn hér fá markvissa
og stöðuga þjálfun í notkun skot-
vopna,“ segir Úlfar.
Fréttaflutningur af vopnaeign
og vopnaburði lögreglunnar kom
til umræðu á Alþingi í gær. Helgi
Hjörvar, þingflokksformaður Sam-
fylkingarinnar, fór fram á það við
forseta Alþingis að hann gerði við-
eigandi ráðstafanir til að þingfund-
ur í dag hefjist á sérstakri umræðu
um vopnavæðingu lögreglunnar.
„Það er ekki hægt að láta þenn-
an orðróm eða fréttaflutning vera
óstaðfestan,“ sagði Helgi.
Bjargey Gunnarsdóttir, þingmað-
ur Vinstri grænna, gerði sama mál
að umtalsefni og kallaði eftir fundi
í allsherjar- og menntamálanefnd.
Hún vill innanríkisráðherra og rík-
islögreglustjóra á fund til að svara
fyrir málið. johanna@frettabladid.is
Norðmenn gáfu ríkislögreglustjóra
150 gamlar MP5-hríðskotabyssur
Norska lögreglan og herinn voru hætt að nota 150 hríðskotabyssur og buðu þær ríkislögreglustjóranum á Íslandi að gjöf. Borgum aðeins
sendingarkostnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með vopn í lögreglubílum. Vopn eru geymd í lögreglubílum á landsbyggðinni.
Samkvæmt skýrslu sem gerð var um stöðu lögreglunnar árið 2012 kemur
fram að lögregluembætti landsins búa yfir 254 skammbyssum. Lang-
flestar þeirra eru hjá ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða
78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti 28 skammbyssur og lögreglan á
Suðurnesjum 42.
Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Lögreglan á 37 riffla og eru
30 þeirra hjá ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lög-
reglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá ríkislög-
reglustjóra eða sérsveitinni en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni
á Suðurnesjum. Síðan skýrslan var gerð hafa 150 hríðskotabyssur bæst í
vopnabúr lögreglunnar.
Lögreglan á um 500 skotvopn
Norð-
menn voru að
skipta um
byssutegund
og við þurfum
líklega ekki að
borga annað
en sendingarkostnaðinn.
Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn
hjá ríkislögreglustjóra.
ÓVOPNAÐIR Samkvæmt upplýsingum frá Embætti ríkislögreglustjóra eru ekki vopn
í lögreglubifreiðum á höfuðborgarsvæðinu.