Fréttablaðið - 22.10.2014, Side 17

Fréttablaðið - 22.10.2014, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 22. október 2014 | SKOÐUN | 15 www.opera.is 2. sýning 25. október kl. 20 3. sýning 1. nóvember kl. 20 4. sýning 8. nóvember kl. 20 Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 Giuseppe Verdi – RÖP, Mbl. Glæsileg uppfærsla – Jónas Sen, Fbl. Fimmstjörnu-kvöld í Íslensku óperunni. Hver stórsöngvarinn toppar annan í glæsilegri og þaulunninni sviðsetningu. Kristinn rís bókstaflega í shakespearskar hæðir í nístandi og hrollvekjandi túlkun sinni … – Jón Viðar Jónsson Stórviðburður í íslensku menningarlífi … Stórkostleg sýning – Óðinn Jónsson, RÚV Kristinn söng svo vel að jöklar bránuðu – Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is Hitti mig í hjartastað – Bergþór Pálsson, óperusöngvari Hrein unun! – Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri hjá Rvk. Gaman að sjá stjörnu fæðast … – Magnús Ragnarsson, kórstjóri Var að koma af flottustu óperusýningu sem ég hef séð á Íslandi – Hildigunnur Rúnarsdóttir, tónskáld Ég fór í Óperuna. Það var geggjað. Drífið ykkur. – Sigríður Thorlacius, söngkona Tónlistin úr útvarps- viðtækinu í bílnum, úr tölvunni eða af geisla- plötunni verður ekki til í tækjunum. Hún verður til í hjarta og huga fólks sem oftast á langt tónlist- arnám að baki. En hver yrðu viðbrögð okkar ef hennar nyti ekki lengur við? Fyrirlestur Dr. Roberts Faulkner á málþingi Tón- skóla Sigursveins í fyrri viku verður mér minnisstæður. Hann stýrir tónlistarskóla fyrir á annað þúsund nemendur í Ástr- alíu en er öllum hnútum kunn- ugur hér eftir áratuga störf í Hafralækjarskóla í Þingeyjar- sveit. Skilaboð hans voru að tónlistarnám efli námsgetu og almenna samfélagslega virkni og vitund ungs fólks. Tónlistar- iðkun bæti fólk og færi þeim eig- inleikann til að njóta vel mikil- vægra lífsgæða, tónlistarinnar. Verðmæt var framtíðarsýn Gylfa Þ. Gíslasonar sem í emb- ætti menntamálaráðherra skap- aði grunninn með lagasetningu að uppbyggingu núverandi kerfis um miðja síðustu öld. Tónlistar- skólarnir hafa fært Íslendingum tónlistarlíf sem hefur gert mörg- um lífið á þessari harðbýlu eyju þess virði að lifa því. Svo einfalt er málið í mínum huga. Tónleikar íslenskra hljóm- sveita erlendis eru taldir í hundr- uðum og hafa tónlistarskólarn- ir sjálfir brotið múrana milli sígildrar tónlistar og hryntón- listar. Tvær sinfóníuhljómsveitir æskufólks starfa í Reykjavík og nýjustu landvinningar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á Proms í haust sýna okkur hvert tónlistar- lífið hér á landi er í raun komið. Árangurinn er frábær. Rekstrarvandamál Stórgallað samkomulag um fjár- mögnun framhaldsstigs í tón- listarnámi og framhalds- og mið- stigsnámi í söng frá árinu 2011 hefur enn ekki verið endurskoð- að frekar en gengið hafi verið frá nauðsynlegri lagasetningu varðandi starfsemi skólanna. Framlög ríkisins nægja ekki til að fjármagna kennsluna á þessum stigum og því hafa flest sveitarfélög á landinu brúað bilið; öll nema Reykjavík raunar. Ekki dugir að fækka nemendum því að þá lækkar framlag svo- kallaðs Jöfnunarsjóðs til skól- anna og þar með eiga skólarn- ir ekki neitt frekar fyrir þeirri kennslu sem þeir veita. Fyrir vikið hefur fjárhagsleg staða tónlistarskólanna versn- að til muna og glíma þeir allir við rekstrarvanda- mál. Sumir eru upp á lán komnir og með hliðsjón af árferðinu má í raun segja að þeir séu þegar gjaldþrota. Útlit er fyrir að verk- fall hefjist hjá Félagi tónlistarkennara í dag. Þótt fyrir að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninga- nefnda langt undir samningum við aðra félaga í KÍ. Bregðist for- eldrar tónlistarnemenda við með því að láta þá hætta í námi fer illa fyrir skólunum sem þegar eru í slæmri stöðu vegna gallaðs samkomulags um fjármögnun. Það er ekki tónlistarkennslan sem er að hruni komin heldur er það bakhjarlinn að hinu öfl- uga kerfi sem bregst. Á sama tíma keppast stjórnmálamenn við að hæla því á uppskeru hátíð tónlistarskólanna „Nótunni“ í Hörpu, hinu glæsilega húsi tón- listarinnar. Hressileg var því áminning Faulkners og ekki síst hvatning, þar sem hann sagði: Það má aldrei leyfa stjórnmála- mönnum að komast upp með að hlaða starfsemi lofsorði öðruvísi en fylgi gerðir í samræmi. Ég krefst því þess af borgar- stjóra og menntamálaráðherra að þeir leysi deiluna um fjár- mögnum skólanna. Ég krefst þess af sveitarfélögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri. Björgum því sem bjargað verður MENNTUN Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari ➜ Ég krefst þess af sveitar- félögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri. Hnignun heilsugeirans Á markmiðið að vera eingöngu að gera þá ríku ríkari eða að bæta hag alls almennings og sameigin- lega þjónustu í heilbrigðis- og menntamálum? Ég gef mér að meirihluti sé fyrir seinna markmiðinu. Það þarf að móta trúverðuga stefnu um að snúa þróuninni við sem allra fyrst. Leggja fram ítarlega tímasetta áætlun um enduruppbyggingu og úrbætur, ásamt vandaðri útfærslu á því hvernig greiða eigi fyrir endur- reisnina. Aukin notendagjöld eru ekki ásættanleg leið. Ekkert er þjóðinni mikil- vægara en traust og gott heil- brigðiskerfi. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum verða að rísa undir nafni og sýna að þeir geti gert eitthvað gagnlegt á þessu sviði. Sýna að þeir vilji virkilega gera eitthvað í málinu. http://blog.pressan.is Stefán Ólafsson AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.