Fréttablaðið - 22.10.2014, Page 25
FERÐAMENN EFTIR ÞJÓÐERNI
Flestir ferðamenn sem fóru um Keflavíkurflugvöll sumarið 2013 komu frá
Bandaríkjunum (16,1%), þá Þýskalandi (13,2%), Frakklandi (8,5%), Bret-
landi (7,9%), Danmörku (5,4%), Noregi (5,4%), Svíþjóð (4,3%), Ítalíu
(3,3%), Hollandi (3,2%) og
Spáni (3,1%).
Aldalöng hefð er fyrir hummus í Mið-Austur-löndum og er það hluti af Miðjarðarhafs-mataræði sem margir telja vera mjög
heilsusamlegt,“ segir Laufey Sigurðardóttir næringar-
rekstrarfræðingur.
Sómi setti hummus á markað fyrir um tveimur
árum og hafa vinsældir þess farið sívaxandi á þessum
tíma. „Hummus er að mestu úr kjúk-
lingabaunum, þær eru maukaðar og
blandað við þær tahini, sem er mauk
úr sesamfræjum, sólþurrkuðum tóm-
ötum, sítrónusafa og ólífuolíu,“ lýsir
Laufey. Hún segir hummus því góðan
valkost. „Í hummusi er prótein, kalk
og einómettaðar fitusýrur. Þá er það
einnig glútenlaust, hnetulaust, án
eggja og mjólkurvara.“
Laufey segir hummus upplagt fyrir
þá sem vilja auka hlut grænmetis í mat-
aræðinu. Þá sé hummus einnig afar
fínn próteingjafi fyrir grænmetisætur.
Hummus er mjög bragðgott og gefur ýmsa mögu-
leika. „Algengast er að nota það ofan á brauð,“
segir Laufey og mælir með því að smyrja hummusi
á tvær grófar brauðsneiðar, setja ferska papriku og
salatblöð á milli.
Þá má nota hummus í æði margt annað. Laufey
nefnir sem dæmi að hummus
sé mjög fín ídýfa með gulrót-
um, kexi eða hverju sem er.
„Hummus má líka nota í vefjur
og svo er það mjög góður
próteingjafi í salatbakkanum
og fínt að skipta út til dæmis
kjúklingnum fyrir hummus.“
Verðið á hummus frá Sóma
er mjög sambærilegt við önnur
salöt frá fyrirtækinu. „Hummus er
framúrskarandi valkostur í skóla-
nestið, í vinnuna eða gönguferðina.“
HUMMUS ER
GÓÐUR KOSTUR
SÓMI KYNNIR Hummus er frábært sem álegg, ídýfa og meðlæti. Upplagt til að
auka hlut grænmetis í mataræði og er að auki glúten-, mjólkur- og eggjalaust.
M
Y
N
D
/G
V
A
GOTT ÁLEGG
Laufey segir
hummus njóta
sívaxandi
vinsælda ofan á
brauð og í salöt.
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga
Laugadag opið frá kl 10-14
NÝKOMIÐ
teg TONI
- mjög haldgóður og
flot tur í stærðum
75-95 DEF á
kr. 7.995
- buxurnar á
kr. 3.995
Opið:
Mán - Fös: 10:00 - 18:00
laugard: 10:00 - 14:00Sími 551 2070
Teg: ARISONA Stærðir: 35 - 48
Verð: 12.885.-
Erum á facebook
Hugsaðu vel um fæturna
Hágæða skófatnaður í hálfa öld