Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 26
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 RANNSAKAR MOSANN „Í mastersverkefni mínu prófaði ég að blanda mosa í súr- mjólk til að græða mosa á moldar- undirlag. Mold- in getur nefnilega verið erfið þar sem mikil hreyfing er á henni og mosinn á erfitt með að fest- ast við hana. Súr- mjólkin gerði yfir- borðið stöðugra, klessti mosann við moldina og var auk þess fín næring.“ Við erum að byrja á framkvæmd sem snýst um að tengja gufu-holurnar í Hverahlíð við Hellis- heiðarvirkjun. Í því verkefni sem og öllum öðrum reynum við að halda til haga gróðurþekjunni sem við nýtum svo til að ganga frá annaðhvort eftir við- komandi verkefni eða á öðrum röskuðum svæðum,“ segir Magnea Magnúsdóttir landgræðslustjóri hjá Orku náttúrunnar. Oftast eru notaðar vélar til verksins en sums staðar er undirlagið óslétt og mosa- þekjan þunn. „Því vantaði okkur hendur til að safna mosanum. Mér datt í hug að bjóða björgunarsveitum að gera þetta í fjáröflunarskyni,“ segir Magnea. Þrjár björgunarsveitir hafa komið að verkinu ásamt hópi nemenda úr Landbúnaðar- háskólanum og úr hjúkrunarfræði. 300 FERMETRAR AF MOSA „Þetta var heilmikið verkefni. Sérstaklega fyrri helgina þegar snjóað hafði nótt- ina áður, en við náðum samt heilmiklum mosa og dustuðum bara snjóinn af. Seinni helgina gekk þetta ótrúlega vel. Við skófluðum mosanum með göfflum upp í jarðvegsdúk, fluttum hann í frystigám og náðum að fylla hann,“ segir Magnea glaðlega en hún býr nú að því að eiga 300 fermetra af mosa sem hún getur notað til uppgræðslu. „Þessir 300 fermetrar nýtast á mun stærra svæði því mosinn getur nýst í uppgræðslu á margfalt stærra svæði,“ segir Magnea. Mosinn í gámnum bíður nú vors. „Þegar búið er að ganga frá svæðinu við Hverahlíð ætlum við að nota þennan mosa til að leggja í svæðin og endur- heimta þannig mosaþembuna.“ MOSABLÖNDUÐ SÚRMJÓLK TIL LANDGRÆÐSLU Magnea lærði landgræðslufræði í Land- búnaðarháskóla Íslands og lagði áherslu á endurheimt mosaþembu. „Mosinn er þrautseigur og vex við mjög erfiðar að- stæður. Hann hefur ekkert eiginlegt róta- kerfi heldur aðeins rætlinga sem festa sig við yfirborðið og því þolir hann þessa meðferð að vera rifinn upp og frystur,“ segir Magnea og greinir frá því að á Suðurskautslandinu hafi fundist mörg þúsund ára mosi sem hafði lifað frosinn í ísnum. Hún hefur sjálf gert ýmsar tilraunir. „Í skólanum tíndi ég mosa og geymdi í frystikistunni heima í átta mánuði. Þegar ég tók hann út var hann lifandi,“ segir Magnea sem í M.Sc-verkefni sínu skoð- aði hvernig hægt væri að dreifa mosa og nýta í landgræðslu. Hún hafði séð á bandarískri garðyrkjusíðu aðferð til að gera steina gamla í útliti. „Það var gert með því að maka á þá mosa sem bland- aður hafði verið í svokallaða buttermilk.“ Magneu datt þá í hug að nota súrmjólk hér heima. „Í mastersverkefni mínu próf- aði ég að blanda mosa í súrmjólk til að græða mosa á moldarundirlag. Moldin getur nefnilega verið erfið þar sem mikil hreyfing er á henni og mosinn á erfitt með að festast við hana. Súrmjólkin gerði yfirborðið stöðugra, klessti mosann við moldina og var auk þess fín næring,“ lýsir Magnea. Þessi aðferð hefur síðan verið notuð nokkuð í landgræðsluverkefnum Orku náttúrunnar. „Ég keypti súrmjólk hjá MS í þúsund rúmmetra vís. Þeir spurðu mig hvort ég væri að reka sumarbúðir,“ segir hún glettin. MIKIL VERÐMÆTI Í MOSA Enn er nokkur mosi eftir á framkvæmda- svæðinu á Hellisheiði og stefnt er að því að fara í frekari aðgerðir til að bjarga honum. „Það liggja mikil verðmæti í mosa. Þetta eru eldgamlar plöntur sem vaxa mjög hægt og alveg þess virði að leggja smá pening í að bjarga honum,“ segir Magnea. ■ solveig@365.is BJARGA MOSA AF HELLISHEIÐI LANDGRÆÐSLA Síðustu helgar hafa björgunarsveitir og fleiri hópar unnið að því að tína mosa á Hellisheiði og frysta. Orka náttúrunnar stendur fyrir verkefninu sem er hluti af landgræðsluaðgerðum fyrirtækisins. BJÖRGUN Í SNJÓ Mosabjörgunarfólkið lét snjóinn ekki aftra sér. SÚRMJÓLKURMOSI Magnea blandar stundum mosa við súrmjólk til þess að hann festist betur við undirlagið. MOSABJÖRGUN Mosanum var mokað á jarðvegsdúka og hann var síðan fluttur í frystigám til geymslu fram á vor. Þá verður mosinn notaður til að græða upp svæðið á ný eftir að framkvæmdum lýkur. Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING! AF VINSÆLU KULDASKÓNUM MEÐ MANNBRODDUNUM FYRI R DÖ MUR OG H ERRA Verð :24.0 00.- Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Við skutlum Júlíu heim Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Júlíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.