Fréttablaðið - 22.10.2014, Page 31

Fréttablaðið - 22.10.2014, Page 31
WOW air – Breiðasta brosið HÉR ERU NOKKRAR GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ FERÐAST Fyrsti Íslendingurinn í Ameríku! E ftir vetrardvöl í Vínlandi hélt Leifur heimleiðis og sagan hermir að á leiðinni hafi hann bjargað fimmtán skipsbrotsmönnum frá drukknun og þá hlotið viðurnefnið „hinn heppni“. Flest höfum við farið í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Leifsstöð – og öll þekkjum við styttuna af Leifi heppna sem prýðir Skólavörðuholtið í Reykjavík. Styttan var reist árið 1932 og var gjöf frá Bandaríkjunum í tilefni af Alþingishátíðinni 1930. En færri vita kannski að svipaðar styttur af Leifi heppna eða „Leif the Lucky“ er að finna víða í Bandaríkjunum, í borgum eins og Boston, Seattle og Chicago. Hetjulegt orðspor Leifs heppna hefur borist víða og það er meira að segja stytta af Leifi í Duluth, Minnesota og heill garður nefndur eftir honum þar. Í Banda- ríkjunum er Leifur heppni nefnilega táknmynd norrænu innrásarinnar í Ameríku og landafundur hans talinn mikið þrekvirki. WOW! Leif the Lucky – All American Hero! Leifur heppni ruddi brautina og nú fylgjum við honum vestur um haf og viljum fá þig með! Fetaðu í fótspor Leifs Eiríkssonar og hafðu heppnina með þér. Fljúgðu með WOW air til Boston þar sem fyrsta styttan af Leifi var reist árið 1887. Já, hvernig væri að skella sér í ekta amerískt „road trip”? Keyra Bandaríkin þver og endilöng, heimsækja Wisconsin, Minnesota, South Dakota, Illinois, Colorado, Washington og Kaliforníu, þar sem dagur Leifs Eiríkssonar er haldinn 9. október ár hvert. Aldeilis verðugt verkefni fyrir ferðaþyrsta nútímavíkinga. Leggstu í víking með WOW air! M yn d: K ris tin n M ag nu ss o n Flugstjórar WOW air eru allir sérvaldir vegna þess að það er okkar trú að gestir WOW air eigi aðeins skilið það besta! D ömur mínar og herrar, þetta er flugstjórinn, Robert Ödlund, sem skrifar en ég vinn sem yfir- flugstjóri hjá WOW air og er algjörlega í skýjunum með þá stöðu. Ég hef unnið hjá WOW air frá því í janúar 2014 og alla daga, meira að segja þá daga sem ég þarf að vakna vel fyrir sólarupprás eða fyrr, hlakka ég til að mæta í vinn- una og hitta allt frábæra fólkið sem ég fæ að vinna með. Fyrir hönd okkar allra í þessari ein- stöku WOW áhöfn vil ég bjóða ykkur velkomin að þessum pistli. Ég vona að þið veitið áhöfninni fulla athygli þegar farið verður yfir helstu áfangastaði WOW air en fyrst vil ég nýta tækifærið til að segja ykkur frá flugstjórunum okkar. Flugstjórar WOW air eru allir sérvaldir vegna þess að það er okkar trú að gestir WOW air eigi aðeins skilið það besta! Tvisvar á ári, að lágmarki, gangast þessir flugmenn undir hæfnis- próf í flughermi þar sem farið er yfir öll helstu atriði. Ég er viss um að ykkur langar að vita hvað það er í raun og veru sem fram fer í svona flughermi og hér kemur það: Við fljúgum! Þetta er bara eins og venjulegur dagur „á skrifstofunni“ hjá okkur, með öllum þeim atvikum sem flugstjórar geta þurft að leysa úr. Það er mikilvægt að setja öryggi gesta og áhafna í fyrsta sæti, og það er það sem WOW air gerir 100%. Við hjá WOW air leggjum okkur öll fram um að vera flugfélag fólksins. Allir sem koma um borð eru gestir okkar. Við njótum þess í botn að fá að hanga með ykkur í 35.000 fetum og lofum að leggja okkur öll fram um að gera flugferðina sem þægilegasta fyrir ykkur. Áhafnir WOW air eru þéttur hópur. Við vinnum ekki bara saman heldur hittumst við oft utan vinnunnar, borðum saman, förum á tónleika o.fl. Þetta á allt sinn þátt því hvernig við vinnum saman sem ein heild. Nú er víst komið að lokum pistilsins, ég vona að þið eigið öll frábæran dag og að ég sjái ykkur fljótlega um borð hjá WOW air. Með kveðju, Robert Ödlund, yfirflugstjóri WOW air Fólk sem ferðast á auðveldara með að kynnast nýju fólki. Þetta er mikilvægur kostur hjá þeim sem ferðast mikið einir, ef maður talar ekki við neinn þá kynnist maður engum. Ferðalög hjálpa okkur að komast út úr skelinni. Fólk sem ferðast er sjálfsörugg- ara. Sú dýrmæta reynsla sem fæst með ferðalögum um ókunn lönd fyllir okkur meira sjálfsöryggi. Fólk sem ferðast hefur meiri aðlögunarhæfni. Þegar maður er búinn að lenda í því að missa af lestinni, að leigubíllinn er fastur í umferðarteppu, að fá ekki matinn sem maður vill eða að það er eðla á hótelherberginu verður maður einhvern veginn tilbúnari til að takast á við hvaða aðstæður sem er með fullkomnu æðruleysi. Fólk sem ferðast er gáfaðra. Ferðalög gefa okkur tækifæri til að kynnast heiminum, fólkinu, sögunni og menningunni. Við öðl- umst aukinn skilning á því hvernig heimurinn virkar. Leifur Eiríksson var fyrsti Evrópumaðurinn sem steig fæti á Norður-Ameríku og nefndi hann landið Vínland. Það var árið 1000 eða fimm öldum áður en Kristófer Kólumbus kom fyrst til Ameríku. Flugfélag fólksins Flugstjóraávarpið Robert Ödlund, yfirflugstjóri hjá WOW air. Fólk sem ferðast er hugmynda- ríkara. Heima er hugur okkar bundinn fjötrum hins kunnuglega en um leið og við skiptum um um- hverfi slaknar á þessum fjötrum og lausnirnar virðast liggja ljósar fyrir. Svo er líka miklu skemmtilegra að velta fyrir sér hlutunum á kaffihúsi við Signu en heima á skrifstofunni. Fólk sem ferðast er hamingju - samara. Á ferðalögum lærum við að komast af með minna, við slökum á og sjáum heiminn í nýju ljósi. Það er ekki hægt annað en að verða hamingjusamari eftir gott ferðalag. Jáhh! Fólk sem ferðast er einfaldlega flottast. Hjá WOW air trúum við því að ferðalög ættu að vera fyrir alla. Þetta er ekki bara lúxus. Ferðalög gera okkur að betri manneskjum og víkka sjóndeildarhringinn. Allir ættu að ferðast Sú dýrmæta reynsla sem fæst með ferðalögum um ókunn lönd fyllir okkur meira sjálfsöryggi. Eigum við að skreppa? Það er gaman að vera ungt flugfélag í mótun, sérstaklega þegar við getum nýtt þennan sveigjan leika og glatt Íslendinga með sérferðum á landsleiki erlendis. Já, stundum erum við í boltanum! Í fyrra skruppum við til Króatíu, fyrr á þessu ári fóru Silfur - skeiðarnar saman til Mílanó og sunnudaginn 16. nóvember n.k. verður farin sérferð á vegum Gaman Ferða til Prag til að fylgjast með íslenska fótboltalandsliðinu leika gegn því tékkneska. Stemningin sem myndast um borð þegar farið er í svona sérferðir er eiginlega ólýsanleg en oftast er um að ræða skrepp-ferðir þar sem ekki þarf að bóka gistingu. Af hverju ekki að skreppa?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.