Fréttablaðið - 22.10.2014, Síða 36

Fréttablaðið - 22.10.2014, Síða 36
Blómabúðin í Portinu flutti nýverið á Nýbýlaveg 8 en hún var áður á Garðatorgi (Blómabúðin Sóleyjarkot). „Þar vorum við til húsa í tæp fimm ár,“ segir eigandinn og blómaskreytirinn Jóhanna Einarsdóttir. Hún hefur alla tíð átt heima í Kópavogi og kann afar vel við að vera komin heim. „Hér verður ríkulegt úrval af blómum og hægt að fá allar gerðir skreytinga, svo sem fyrir útfarir, brúðkaup og svo framvegis. Við erum líka með sérvalda og fallega gjafavöru. Um þessar mundir eru jólavörurnar frá House Doctor einmitt að tínast inn og þá er nóvemberkaktusinn kominn í hús.“ Jóhanna segir áfram verða lagða áherslu á persónulega þjónustu og notalegt viðmót. Hún býður sína gömlu og góðu viðskiptavini í Garðabæ velkomna og segir blómabúðina nú í alfaraleið enda Nýbýlavegurinn vel staðsettur. „Það var á árum áður blómabúð hér á Nýbýlavegi en nú hefur aðgengi og umhverfi breyst til hins betra.“ Jóhanna býður alla velkomna í formlega opnun í dag, fimmtudag, 23. október. Það verða spennandi tilboð og opið til klukkan 22. Blómabúð í alfaraleið Blómabúðin í Portinu var áður á Garðatorgi, hét Blómabúðin Sóleyjarkot en gekk ávallt undir nafninu Blómabúðin á Garðatorgi. BES TA PIKKÖPP-LÍNAN KYSSTU MIG ÉG FÉKK MÉR SERRANO SERRANO ER GOTT FYRIR ÁSTINA Verið velkomin á nýjan og glæsilegan veitingastað okkar á Nýbýlavegi 6-8.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.