Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2014, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 22.10.2014, Qupperneq 41
 7 | 22. október 2014 | miðvikudagur fé, þar með talið andvirði seldra eigna, til kröfuhafanna. Við þurf- um að vega og meta hvenær er besti tíminn til þess að selja eign- ir sem við eigum. Ef við umbreyt- um eign sem við eigum nú þegar yfi r í peninga, þá horfum við fram á að þeir peningar eru einhvers staðar á reikningi með tiltölulega lágum vöxtum á meðan eignin er kannski að skila góðum arði í því formi sem hún er í í dag. Auðvit- að hefur þetta allt saman áhrif og það er líka fl ókið að fi nna rétta tímann til að selja eignir,“ segir Jóhannes Rúnar. Hann segir að það sé víðar en hér sem vextir af bankareikning- um eru lágir. „Okkur ber skylda lögum samkvæmt til að hámarka virði eignanna. Við værum að bregðast þeirri skyldu okkar ef við seldum eign sem skilar búinu góðri ávöxtun og legðum andvirði hennar inn á reikning með tiltölu- lega lágri ávöxtun, vitandi það að það getur liðið nokkur tími þar til við getum úthlutað andvirðinu til kröfuhafa. Fyrir utan það að við erum með mikið af eignum sem hafa skilað okkur góðri afkomu,“ segir Jóhannes Rúnar. Í skýrslunni kemur fram að búin hafa nú umbreytt um 2/3 af heildareignum í laust fé. Hefur það gerst nokkuð jafnt og þétt yfi r tíma hjá öllum búunum. Þá segir jafnframt að ólíkur hraði á lausa- fjársöfnun milli búanna skýrist að verulegu leyti af eignasam- setningu þeirra. Bú Kaupþings eigi hlutfallslega mun meira af eignum sem samanstanda af eiginfjárhlutum en eignir hinna búanna eru meiri í skuldaskjöl- um. Eftir því sem líður á slitameð- ferðina verður sífellt erfi ðara að umbreyta þeim eignum sem eftir standa í laust fé því að auðseljan- legustu eignir losna fyrst. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, segir að af heildareignum búsins sé búið að koma u.þ.b. 70% af eign- um í verð. Hún segir að viðskipta- leg sjónarmið ráði ákvörðun um ráðstöfun eigna. „Ef hagkvæmara er að bíða með ráðstöfun um sinn, til dæmis til að njóta arðs af eign eða bíða betri sölutíma, þá er það gert enda er það ein af skyldum slitastjórnar að hámarka verð- mæti eigna.“ Hún vill ekki greina frá því hverjar eru síðustu eignir sem bankinn seldi. „Vísa til þeirra opinberu upplýsinga sem tiltækar eru um Glitni,“ segir hún í svari við fyrirspurn um málið. Eignirnar nema einni og hálfri landsframleiðslu Í skýrslu fjármálastöðugleika segir að eignir Glitnis, Kaup- þings og LBI séu nú metnar á um eina og hálfa landsfram- leiðslu. Þar af eru innlendar eign- ir um 38% en hlutfall innlendra krafna er einungis tæplega 6%. Að öðru óbreyttu muni tæplega hálf landsframleiðsla af innlend- um eignum koma í hlut erlendra kröfuhafa. Viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins veiti ekki svigrúm fyrir útfl æði krónueigna búanna og hindra verði fyrirsjáanlegt ójafnvægi í greiðslujöfnuði þjóð- arbúsins af útgreiðslum þeirra með því að draga úr vægi inn- lendra eigna í eignasöfnum þeirra. Engar ákvarðanir liggja fyrir um framhald slitameðferðar búanna og raunar segir að fram- hald slitameðferðar föllnu bank- anna sé verulegri óvissu háð. SLITASTJÓRN LANDSBANKANS Herdís Hallmarsdóttir og Halldór Backman mynda slitastjórn Landsbankans ásamt Kristni Bjarnasyni. Slitastjórn Landsbankans heldur fund með kröfuhöfum á morgun, fimmtudag. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi LBI, vildi af þeirri ástæðu ekki svara fyrirspurn Frétta- blaðsins um það hverjar helstu eignir kröfuhafanna væru eða hvaða eignir bankinn hefði síðast selt. Þá var einnig spurt hvort slitastjórnar- menn hefðu samið um einhverjar aukagreiðslur frá kröfuhöfum ef nauðasamningar myndu nást. Slíkir fundir eru haldnir reglulega en þar er meðal annars farið yfir slita- ferlið og á morgun verður farið yfir reikninga fyrir þriðja fjórðung. Einnig verður rætt um samninga vegna skuldabréfs Landsbankans hf. Eins og kunnugt er bíða samningsaðilar þess að Seðlabanki Íslands veiti svar um það hvort undanþágubeiðni, sem er forsenda samningsins, verði samþykkt. Frestur til að gefa svar rennur út á morgun. KRÖFUHAFAR FUNDA Á MORGUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.