Fréttablaðið - 22.10.2014, Síða 42
| 8 22. október 2014 | miðvikudagur
„Þetta er spennandi starfsvett-
vangur í smásölugeiranum sem ég
þekki vel og tengist líka ferðalögum
og ferðamönnum sem er mjög vax-
andi markaður á Íslandi,“ segir Þor-
gerður Þráinsdóttir, nýráðin fram-
kvæmdastjóri Fríhafnarinnar.
Þorgerður starfar í dag sem for-
stöðumaður verslana- og markaðs-
sviðs Lyfju en mun fara yfi r til Frí-
hafnarinnar á næstu vikum.
„Þetta er afar athyglisverður
starfsvettvangur og velta Fríhafn-
arinnar hefur vaxið á undanförn-
um árum og stefnir í að fara upp
í átta milljarða króna á þessu ári.
Farþegum um Kefl avíkurfl ugvöll
er að fjölga mikið og það er áskor-
un fyrir Fríhöfnina sem verður
spennandi að takast á við,“ segir
Þorgerður.
Hún er stúdent frá Framhalds-
skólanum á Húsavík og með BA-
og Cand.psych-gráður í sálfræði
frá Háskóla Íslands. Einnig lauk
hún PMD-stjórnendanámi frá Opna
háskólanum í Reykjavík í fyrra.
„Ég starfaði sem fl ugfreyja hjá
Atlanta með námi og á sumrin frá
1998-2003,“ segir Þorgerður þegar
blaðamaður spyr um hennar fyrri
störf. Hún nefnir einnig starf við
ráðgjöf hjá fyrirtækinu IBM Con-
sulting Services sem er í dag hluti
af PwC á Íslandi.
„Svo var ég ráðin starfsmanna-
stjóri Lyfju árið 2003 og ég sinnti
því starfi í sjö ár eða þangað til ég
tók við verslana- og markaðssvið-
inu,“ segir Þorgerður.
Hún hefur nú yfi rumsjón með
daglegum rekstri verslana Lyfju,
Apóteksins og Heilsuhússins og
sér því um öll innkaup, samninga
við birgja og auglýsinga- og mark-
aðsmál.
Þorgerður er gift Ingvari
Jóhanni Kristjánssyni viðskipta-
fræðingi og þau eiga þrjú börn á
aldrinum fi mm til sjö ára.
„Frítíminn fer mikið í fjölskyld-
una. Ég eignaðist þrjú börn á innan
við tveimur árum sem var pínu erf-
itt en það er allt að verða mun ein-
faldara núna,“ segir Þorgerður og
hlær.
„En ég hef einnig áhuga á lík-
amsrækt og ýmiss konar hreyfi ngu.
Ég þarf líka að fara að dusta rykið
af golfkylfunum. Þær fóru aðeins
á hilluna þegar ég eignaðist börn-
in. Svo fi nnst mér gaman að elda og
spá í uppskriftir og gera eitthvað
nýtt og spennandi í þeim málum.“
Vann um tíma
sem flugfreyja
hjá Atlanta
Þorgerður Þráinsdóttir var nýverið ráðin
framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Hún er
fædd og uppalin á Húsavík, lærði sálfræði við
Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Lyfju frá
2003. Ætlar að dusta rykið af golfkylfunum.
SVIPMYND
Haraldur Guðmundsson
haraldur@frettabladid.is
TEKUR VIÐ FRÍHÖFNINNI Þorgerður er fædd og uppalin á Húsavík og segist vita fátt betra en
að eyða sumarfríinu fyrir norðan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Þorgerður, eða Dæja
eins og ég kalla hana,
er nagli, traust, klár,
skemmtileg, pottþétt
og svo miklu meira til.
Hún er einhver skipu-
lagðasta manneskja sem ég þekki og
það er draumur hverrar „þetta redd-
ast“-týpu að ferðast með henni. Löngu
fyrir brottför er hún búin að mastera
lestakerfi áfangastaðanna og er orðin
vel upplýst um bestu verslanirnar og
lagerstöð þeirra (í alvöru). Dæja er
fáránlega tæknivædd og hugsar vel um
sitt, hún verður komin með Apple-
úrið á úlnliðinn áður en við vitum
af og á sennilega einn snyrtilegasta
fjölskyldubíl á landinu. Hún hefur alla
tíð stefnt hátt og ég held að við séum
rétt að byrja að fylgjast með flottu flugi
hennar.“
Kolbrún Þorkelsdóttir
lögfræðingur hjá Völvu lögmönnum
„Við Þorgerður höfum
verið samstarfsaðilar
og vinkonur í ein níu ár
eða allt frá því hún réð
mig til Lyfju árið 2005.
Þorgerður er ein-
staklega greind kona, hefur gríðarlegan
metnað í að gera vel og á mjög auð-
velt með að setja sig inn í nýja hluti
og tileinka sér ný störf. Ég veit ekki
hvort það liggur í grunnmenntuninni
eða ekki, en ég held að störf hennar
í hinum ýmsum menningarheimum
og heimshlutum fyrir háskólaárin hafi
kennt henni að lesa vel í umhverfi
sitt og skilja aðstæður betur en aðrir.
Hún er algjört tækjanörd og mikill
fagurkeri, finnst gott að borða góðan
mat, drekka eðalvín og kaupa falleg
föt, elskar allt með glimmeri. Frábær
manneskja sem verður sárt saknað!“
Unnur Steinsson
vörustjóri Lyfju
TÆKJANÖRD SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á
Sérfræðingar þér við hlið