Fréttablaðið - 22.10.2014, Side 46

Fréttablaðið - 22.10.2014, Side 46
USD 120,1 GBP 193,99 DKK 20,59 EUR 153,52 NOK 18,29 SEK 16,66 CHF 127,02 JPY 1,12 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 6.372,33 +105,26 (1,68%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti STJÓRNAR - MAÐURINN @stjornarmadur 20.10.2014 Hættan er nefnilega fyrir hendi. Hér liggja enn þá alveg gríðarlegar eignir, bæði til lengri tíma og skemmri tíma þótt, eins og ég hef skilið það, tekist hafi að losa um skammtímakrónueignir. Þær hafa minnkað úr 700 milljörðum í 350 milljarða en samt liggja enn gríðarlegar langtímaeignir og skammtímaeignir þannig að losun hafta getur á mannamáli skapað rými fyrir stóra aðila til að fara með eignir sínar úr landi sem getur skapað verulega hættu fyrir almennt launafólk. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG Hrefnu Ösp Sigfi nnsdóttur hjá Landsbankanum þætti skyn- samlegt að sjá stjórnvöld beita skattaafslætti til að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. HLUTABRÉFAMARKAÐURINN man sinn fífil fegurri. Viðskipti í ár eru minni en í fyrra og langt frá því sem var fyrir hrun. Vonandi stend- ur það til bóta enda skilvirkur hlutabréfamarkaður nauðsynlegur. Stjórnarmaðurinn er sammála Hrefnu um aðkomu almennings að hlutabréfamarkaði en ósam- mála þeirri leið sem hún leggur til. Markaðurinn er hærra verðlagður en helstu samanburðarmarkaðir og varhugavert að keyra upp eftir- spurn með skattafslætti og valda innistæðulítilli verðhækkun og viðkvæmum pappírsgróða. En mætti ekki veita skattafslátt til fjárfestingar í frumkvöðlastarf- semi? SPROTAFYRIRTÆKI eiga erfitt upp- dráttar í núverandi rekstrarum- hverfi. Ofan á þau vandamál sem erlendir kollegar þeirra þurfa að yfirstíga, búa íslenskir sprotar við haftastefnu sem gerir nær ómögu- legt að sækja erlent fjármagn. Skattafsláttur gegn fjárfestingu í frumkvöðlastarfsemi gæti auðveld- að aðgengi sprota að fjármagni. Stjórnarmaðurinn leggur því til svokallaða frumkvöðlavottun. Slíkt væri veitt ungum fyrirtækj- um, með tekjur undir ákveðnu hámarki og meginstarfsemi á Íslandi. Fjárfesting í frumkvöðla- vottuðu fyrirtæki myndi skapa tekjuskattsafslátt fyrir fjárfestinn sem næmi 50% fjárfestingarinn- ar. Færi sprotafyrirtækið síðar í þrot myndi fjárfestirinn fá auka- tekjuskattsafslátt sem næmi 25% af fjárfestingunni, en myndi ekki þurfa að greiða fjármagnstekju- skatt ef hún skilaði hagnaði. Galið munu sumir segja, en þetta er nú samt fyrirkomulag sem hefur gefið góða raun í Bretlandi. Sprotafyrirtækin nota fjárfest- ingu til að ráða nýja starfsmenn, kaupa hráefni o.fl. Skattafslátt- urinn skilar sér því jafnharðan út í þjóðfélagið og skapar skatttekjur. Eftir hverju erum við að bíða? ALLTAF LÉTTIST PYNGJAN Sam- tal Geirs Haarde og Davíðs Odds- sonar í tengslum við lán Seðlabank- ans til Kaupþings var í fréttum í síðustu viku. Lánveitingin var ákveðin sama sólarhring og neyð- arlögin svokölluðu, sem eins og allir vita kipptu stoðum endanlega undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi. Báðir hafa varið ákvörð- unina síðan. Geir sagði hana rétta í ljósi aðstæðna, og Davíð gekk enn lengra á prentaðri einkablogg- síðu sinni sem í daglegu tali kallast Reykjavíkurbréf. Eitt er þó erfiðara að verja, sú staðreynd sem endur- speglast í nýlegri Capacent-könnun að í ritstjóratíð Davíðs á Morgun- blaðinu hefur lestur blaðsins dreg- ist saman um þriðjung, með tilheyr- andi tekjutapi fyrir útgáfufélagið. Frumkvöðlavottun Nánari upplýsingar í síma 590 2045 eða á benni.is Söluaðilar um land allt „Gripið sem ég þarf - hvernig sem viðrar“ Toyo harðskeljadekk hafa sannað sig við íslenskar aðstæður Halldór Már Þórisson - Sölufulltrúi Wurth á Íslandi „Ég er á ferðinni allt árið. Keyri yfir sex þúsund kílómetra á mánuði landshorna á milli. Ég þekki vegina vel, en færðin er fljót að breytast. Maður leggur stundum af stað í bongóblíðu en endar í blindbyl. Ég hef notað harðskeljadekkin frá Toyo í mörg ár. Þau gefa mér gripið sem ég þarf – hvernig sem viðrar.” ÖRY GGI ALLA N HRI NGIN N 60 MILLJÓNA TAP Viðsnúningur hjá Kosti Rekstur verslunarinnar Kosts í Kópavogi skilaði 60 milljóna króna tapi eftir skatta á síðasta ári. Þetta kemur fram í árs- reikningi Kosts lágvöruverðsverslunar ehf. Þar segir að skuldir félagsins hafi verið 13,5 milljónum umfram eignir við síðustu áramót. Viðsnúningur hafi hins vegar orðið í rekstri félagsins, það sem af er árinu 2014, og eigið fé sé nú jákvætt. KEYPTI HEIMKAUP.IS Vefverslun í nýjar hendur Móberg ehf. hefur ákveðið að selja Heimkaup.is úr rekstri sínum. Kaupendur eru Guðmundur Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá Latabæ, og fleiri fjárfestar. Þeir eignast fyrirtækið með kaupum sínum á Magna verslunum ehf., eiganda Heimkaup.is, Skífunnar og Gamestöðvarinnar. Guðmundur var áður framkvæmdastjóri Sony Center, Office One og BT. Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Móbergs, segir í frétta- tilkynningu að Móberg ætli að einbeita sér að öðrum sviðum og þar á meðal Bland.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.