Fréttablaðið - 04.02.2015, Síða 18
| 2 4. febrúar 2015 | miðvikudagur
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
STÓÐU Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
MESTA HÆKKUN
NÝHERJI
18,7% frá áramótum
NÝHERJI
23% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
BANK NORDIC
-2,9% frá áramótum
REGINN
-0,6% í síðustu viku
10
2
2
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR
Marel – Kynning á ársreikningi
Össur - Birting ársreiknings
Icelandair - Birting ársreiknings
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR
Lánamál ríkisins – Útboð ríkis-
bréfa
FÍ Fasteignafélag – Birting árs-
reiknings
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR
Lánamál ríkisins – Mánaðarlegar
markaðsupplýsingar
ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR
Fasteignaskrá – Fjöldi þinglýstra
leigusamninga um íbúðahúsnæði
VÍB - Skuldabréfamarkaðuirnn
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR
Hagstofa Íslands – Efnahagslegar
skammtímatölur í febrúar
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
Sónarhátíðin verður haldin í þriðja
sinn í Reykjavík dagana 12.-14.
febrúar. Sömu helgi fer hátíðin
fram í Stokkhólmi í annað sinn og
verður svo haldin í Kaupmanna-
höfn í mars.
Björn Steinbekk, framkvæmda-
stjóri Sónar Reykjavík, segist
bjartsýnn á að miðar á hátíðina hér
heima seljist upp, en 3.300 miðar
eru í boði. „Við seldum 2.600 miða
fyrsta árið, seldum upp í fyrra og
það stefnir allt í að það verði upp-
selt núna,“ segir Björn. Þriggja
daga miði kostar 18.900 og það
þýðir að tekjur af sölu aðgöngu-
miða einni saman nemi um 62
milljónum.
En tekjupóstarnir eru fl eiri og
Björn segir erfi tt að gera sér grein
fyrir því hver heildarveltan verði
núna. Hann segir að tekjur séu að
aukast um þrjátíu prósent á milli
ára. „Það er miðasala, tekjur frá
samstarfsaðilum, styrkur og þar
fram eftir götunum,“ segir Björn.
Fjöldi erlendra gesta aukist líka
með ári hverju. „Við seldum 700
erlendum gestum fyrsta árið,
um ellefu hundruð í fyrra og það
stefnir í að það fari upp í fi mm-
tán hundruð núna,“ segir Björn.
Björn segir að hugmyndin að
Sónar hafi upprunalega komið
frá Icelandair. „Þeir báðu mig
um að fi nna einhvers konar við-
burð sem væri hægt að setja
upp yfi r vetrar tímann. Einhvern
sem myndi ná til erlendra gesta
í febrúar. Hugmyndin var ein-
hvers konar dj-hátíð. Niðurstað-
an varð sú að við fengum Sónar
sem er náttúrlega 22 ára gam-
alt brand frá Barcelona og er
ein stærsta elektróníska hátíð-
in á hverju ári,“ segir Björn.
Hugmyndin að hátíðinni hafi
því orðið til að frumkvæði Ice-
landair og verið unnin í sam-
vinnu við þá. „Við vinnum með
þeim og seljum ferðapakka með
þeim og við markaðssetjum
Reykjavík með þeim. Þetta er
stigvaxandi milli ára.
Hann segir að það hafi tekið
Iceland Airvawes 7-8 ár ár að
komast í sama erlenda gesta-
fjölda og Sónar er að fara upp í
á þriðja árinu. „Það er aðallega,
myndi ég segja, vegna innkomu
samfélagsmiðla, notkunar á þeim
og hvað Ísland hefur unnið sér inn
í ferðaþjónustu og markaðssetn-
ingu á síðustu árum,“ segir Björn.
jonhakon@frettabladid.is
Velta af Sónar vex um
þrjátíu prósent á ári
Tekjur af Sónar Reykjavík hafa aukist um þrjátíu prósent á ári
frá því að hún var fyrst haldin árið 2012. Gera má ráð fyrir að
heildar tekjur af sölu aðgöngumiða nemi um 62 milljónum í ár.
ÞRIÐJA STÆRSTA FYRIRTÆKI lands-
ins er á förum. Promens, alþjóðlegt
fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur
að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyð-
ist til að fl ytja frá Íslandi til að geta
áfram keppt á alþjóðlegum markaði.
Promens er ekki einsdæmi. Fleiri
alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi
erfi ðleikum með að keppa á alþjóða-
mörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr
þessum hópi má nefna CCP, Marel
og Össur, fyrir utan öll sprotafyrir-
tækin sem ekki komast á legg og
hin, sem neyðast til að selja sig til
útlanda til að dafna.
SEÐLABANKINN hefur að ein-
hverju marki veitt þessum
alþjóðlegu fyrirtækjum undan-
þágur frá hinum ströngu
gjaldeyrishöftum en það
dugar ekki til. Fjárfestar forðast
fyrir tæki innan haftamúra. Kornið
sem fyllti mælinn hjá Promens var
synjun á undanþágu frá gjaldeyris-
höftum til að fl ytja nokkra tugi millj-
óna evra úr landi til fjárfestingar í
vexti fyrirtækisins.
FORSÆTISRÁÐHERRA gerir lítið úr
þessari ástæðu og heldur því fram að
Promens hefði rétt eins getað tekið
lán erlendis eins og að fl ytja fjármuni
héðan. Þetta er skætingur hjá ráð-
herranum. Eitt meginverkefni hans
og ríkisstjórnarinnar allrar er að
afl étta gjaldeyrishöftunum en ekki
réttlæta þau eða gera lítið úr.
TIL ÞESS AÐ AFLÉTTA gjaldeyris-
höftum þarf að ganga frá þrotabúum
gömlu bankanna. Heppilegast er að
það gerist með samningum við full-
trúa kröfuhafa en slitastjórnirnar
virðast ekki á þeim buxunum að ljúka
slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun
fram til ársins 2019 sem bendir til
þess að þær ætli sér að sitja við glóð-
irnar og skara eld að eigin köku í alla
vega 11 ár frá hruni.
Á MEÐAN TAPAR þjóðarbúið millj-
arðatugum vegna þeirrar fjárfesting-
ar, sem ekki verður, og hinnar, sem
hverfur úr landi, vegna þess að gjald-
eyrishöftin fella Ísland úr leik. Það
er langsótt að raunverulegir erlend-
ir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa
Íslandsbanka eins og fregnir berast
reglulega um frá slitastjórn Glitnis.
ÞVÍ MÁ EKKI DRAGAST að grípa til
þeirra aðgerða sem þarft til að afl étta
höftunum. Það þarf að gera upp slita-
búin. Það þarf að tryggja að mögu-
legt fall krónunnar setji hagkerfi ð
ekki á hliðina með stökkbreytingu á
verðtryggðum lánum fyrirtækja og
heimila, sem ekki þola annað áfall á
borð við það sem varð árið 2008.
LYKILATRIÐI við afnám hafta er jafn-
framt að stjórnvöld verði búin að
marka stöðugleikastefnu í efna-
hags- og peningamálum til fram-
tíðar. Stöðug leiki í peningamálum
verður aldrei tryggður með krónunni
eins og forystumenn ríkisstjórnar-
innar reyna þó að telja sjálfum sér og
öðrum trú um.
Glötuð tækifæri – framtíðin hverfur úr landi
Vinsamlegast láttu vita í gjaldfrjálst númer
800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is
Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna.
Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna
og 8:15 á laugardögum
FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í MORGUN?
KOM ÞAÐ OF SEINT?
Hvenær einstaklingur kaupir
vöru á netinu eða hversu hratt
hann slær inn upplýsingar getur
gefi ð glögga mynd af kaupand-
anum. Þessu hefur fyrirtækið
Klarna komist að í rannsóknum
sínum en fyrirtækið var stofnað
árið 2005 í Svíþjóð og sérhæfi r
sig í greiðsluþjónustu og áhættu-
stýringu fyrir rafræn viðskipti.
Þá hefur fyrirtækið rannsak-
að hegðun kaupenda á netinu og
unnið áhættulíkön fyrir netversl-
un.
„Markmið
Klarna er að
gera netversl-
un einfaldari og
öruggari. Söfnun
upplýsinga hefur
enga þýðingu í
sjálfu sér heldur
hvernig þær eru
nýttar eins og við erum að gera til
að einfalda netverslun fyrir millj-
ónir viðskiptavina,“ segir Kristoff-
er Cassel, framkvæmdastjóri hjá
Klarna.
Kristoffer heldur erindi á ráð-
stefnu sem Creditinfo stendur
fyrir og ber yfi rskriftina „Leiðin
að upplýstum ákvörðunum“ en hún
fer fram í Hörpu í dag. Þar verð-
ur fjallað um hvernig fyrirtæki
geta nýtt sér gögn til þess að lág-
marka afskriftir og auka viðskipti
með því að umbuna fjárhagslega
ábyrgum viðskiptavinum.
Klarna sinnir greiðsluþjónustu
fyrir 50 þúsund netverslanir í Evr-
ópu, en notendur þjónustunnar eru
um 35 milljónir. - jhh
Sænska fyrirtækið Klarna sérhæfir sig í greiðsluþjónustu og áhættustýringu fyrir rafræn viðskipti:
Nethegðun kemur upp um þig
KRISTOFFER CASSELL
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 101,0 -2,9% 0,0%
Eimskipafélag Íslands 237,00 0,0% -0,4%
Fjarskipti (Vodafone) 38,45 9,9% 2,0%
Hagar 42,00 3,8% 0,2%
HB Grandi 39,80 17,8% 2,3%
Icelandair Group 23,00 7,5% 0,0%
Marel 145,00 5,1% 1,8%
N1 24,00 3,4% 1,9%
Nýherji 6,15 18,7% 23,0%
Reginn 14,40 6,3% -0,6%
Sjóvá 12,00 0,4% 1,7%
Tryggingamiðstöðin 27,80 5,7% 0,4%
Vátryggingafélag Íslands 9,28 2,5% 0,3%
Össur 410,00 13,6% 3,3%
Úrvalsvísitalan OMXI8 1.393,19 6,3% 0,7%
First North Iceland
Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0%
Hampiðjan 25,50 12,8% 0,0%
Sláturfélag Suðurlands 1,85 0,0% 0,0%
Sk
jó
ða
n
SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem
lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
HELDUR TÓNLEIKA Sjö hundruð erlendir gestir keyptu miða á Sónar fyrsta árið en Björn
Steinbekk býst við því að þeir verði 1.500 í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
0
3
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
A
0
-4
8
4
8
1
3
A
0
-4
7
0
C
1
3
A
0
-4
5
D
0
1
3
A
0
-4
4
9
4
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K