Fréttablaðið - 04.02.2015, Side 20

Fréttablaðið - 04.02.2015, Side 20
 | 4 4. febrúar 2015 | miðvikudagur Það er því óvíst að ég myndi sækjast eftir endurráðningu. Nefnd sem vinnur að breyting- um á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands áformar að skila Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efna- hagsráðherra, tillögunum áður en febrúar er á enda. Í þingmálaskrá kemur fram að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi ekki síðar en 26. mars. Þráinn Eggertsson, hagfræð- ingur og formaður nefndarinnar, segir að nefndin sé ekki komin að endanlegri niðurstöðu. Hug- myndir verði kynntar fulltrúum stjórnmálaflokkanna og aðila atvinnulífsins áður en þær verði kynntar formlega. Þegar ríkisstjórn Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum árið 2009 voru gerðar breytingar á lögum um Seðlabankann. Seðlabankastjór- um var fækkað úr þremur í einn. Peningastefnunefnd var stofnuð sem hefur það hlutverk að taka ákvörðun um vexti bankans. Í maí í fyrra skipaði Bjarni Benediktsson nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Í nefndina voru skipuð, auk Þráins, þau Ólöf Nordal lögfræðingur sem nú er innanríkisráðherra og Friðrik Már Baldursson, prófessor í hag- fræði við Háskólann í Reykjavík. Upphafl ega var áætlað að nefnd- in skilaði frumvarpi til nýrra laga fyrir síðustu áramót, en það varð ekki að veruleika. Þegar Bjarni skipaði nefndina sagði hann hugsanlegt að fjölga seðla- bankastjórum aftur úr einum í þrjá. Í skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frá því 19. desember síðastliðinn, kemur fram að það sé mikil- vægt að varðveita sjálfstæði og trú verðug leika Seðlabankans. „Ný löggjöf um heildarskipulag Seðlabankans ætti að byggja á þeim umbótum sem voru gerð- ar árið 2009, með peningastefnu- nefnd og gegnsæjum og áreiðan- legum ákvörðunum. Fjárhagslega traustur, sjálfstæður og áreiðan- legur seðlabanki gerir stefnumót- un betri. Það leiðir til efnahags- legs stöðugleika og vaxtar,“ segir í skýrslunni. Þráinn Eggertsson segir að enda þótt nefndin hafi lagt mikla vinnu í mótun tillagna þá sé enn eftir að velja á milli valkosta sem séu fyrir hendi. Hann segir að nefndin hafi talað við starfs- menn Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins sem komu í desember. Það verði rætt við þá aftur í febrúar og grein gerð fyrir hugmyndum nefndarinnar. Þá starfar nefndin einnig með nefnd þingmanna sem skipuð er einum þingmanni úr hverjum þingfl okki. „Þeir eru samstarfs- aðilar og svo hefur verið sam- starf við seðlabankann sjálfan,“ segir Þráinn. Már Guðmundsson var endur- skipaður seðlabankastjóri þann 15. ágúst síðastliðinn. Í skipunarbréfi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi Má í maí kom fram að tillögur nefnd- ar um endurskoðun á lögum um bankann gætu leitt til breytinga á stjórnskipulagi sem myndu hafa áhrif á störf Más hjá bankanum. Már brást við þessum orðum með því að upplýsa að hann hafi í nokkur ár haft hug á að skoða möguleikann á að hverfa á ný til starfa erlendis. „Ég taldi ekki heppilegt að gera það nú í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabank- anum auk fjölskylduaðstæðna. Þetta mun breytast á næstu misserum. Það er því óvíst að ég myndi sækjast eftir endurráðn- ingu komi til slíks ferlis vegna breytinga á lögum um Seðla- banka Íslands á næstu misser- um,“ sagði Már. Kynna nýjar tillögur að breytingum á Seðlabanka fyrir næstu mánaðamót Nefnd um heildarendurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands áformar að skila tillögum fyrir mánaðamót. Bjarni Benediktsson gerir svo ráð fyrir að leggja fram frumvarp fyrir lok mars. AGS vill ekki stórbreytingar. SEÐLABANKASTJÓIRI Már Guðmundsson hefur sagt að óvíst sé hvort hann muni sækja um stöðu seðlabankastjóra að nýju, verði starfið auglýst. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STJÓRNSÝSLA Jón Hákon Halldórsson | jonhakon@frettabladid.is „Ég ætla að ræða aðeins um það hvaða möguleikar eru fyrir hendi, bæði fyrir Íslendinga og Norðmenn. Og ég ætla að reyna að varpa ljósi á hvað er líkt með Íslendingum og Norðmönnum og svo hvað er ólíkt,“ segir Arne Hjeltnes. Arne, sem er Norðmaður, held- ur erindi á morgunverðarfundi Norsk-íslenska viðskiptaráðsins og Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi um markaðssetningu sjávarafurða og íslensk hugvits á Grand hóteli í fyrramálið. „Við getum lært ýmislegt af ykkur og vonandi getið þið lært mikið af okkur,“ segir Arne í samtali við Markaðinn. Hann segist að mestu leyti ætla að fjalla um aðferða- fræði og hvað náttúran hefur gefi ð Íslendingum og Norðmönn- um til að markaðssetja landið. „Þetta verður svolítið sagnfræði- legt líka vegna þess að ég ætla að tala um útfl utning frá Norður- löndunum á fyrri árum,“ segir Arne sem ætlar að beina augum sínum að sjávarútvegi, ferðamál- um og mat. „Ég hef séð hversu miklum árangri Íslendingar hafa náð við að markaðssetja lamba- kjöt í Bandaríkjunum,“ segir Arne. Hann segir að Íslendingum hafi að mörgu leyti tekist vel upp í markaðssetningu. „Ykkur hefur tekist að skapa persónulegt við- mót í markaðssetningu, til dæmis í ferðaiðnaðinum,“ segir hann. Íslendingar séu álitnir svalir, villtir og persónulegir í viðmóti. Norski markaðsmaðurinn Arne Hjeltnes segir að Íslendingar og Norðmenn geti lært mikið hverjir af öðrum í markaðssetningu: Telur Íslendinga svalari en Norðmenn MARKAÐSMAÐUR Arne Hjeltnes heldur fyrir- lestur á fimmtudagsmorgun. „Við teljum að niðurstaða dóms- ins sé í samræmi við málfl utning okkar, þ.e. að sérfræðingar Deloitte ollu Toyota ekki tjóni vegna starfa sinna,“ segir Sigurður Páll Hauks- son, forstjóri Deloitte. Héraðsdóm- ur Reykjaness sýknaði á föstudag Deloitte í skaðabótamáli sem Toyota á Íslandi höfðaði á hendur fyrirtæk- inu. Toyota taldi að Deloitte hefði valdið fyrirtækinu tjóni vegna ráð- gjafar við samruna Bergeyjar og P. Samúelssonar. - jhh Deloitte sýknað af kröfum Toyota: Fallist á rök Deloitte Rekstrarvörur 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 0 -5 C 0 8 1 3 A 0 -5 A C C 1 3 A 0 -5 9 9 0 1 3 A 0 -5 8 5 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.