Fréttablaðið - 04.02.2015, Side 24

Fréttablaðið - 04.02.2015, Side 24
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Það er svo gríðarlega mikil saga falin í landinu sem er ekki sýnileg. Þegar ferðast er um Miðjarðarhafslöndin til dæmis er við hvert fótmál áþreifanlegir hlutir eins og byggingar, brýr og turnar. Hér er ekki neitt, bara einhver gamall og fróður sem bendir á þúfu og segir „hér stóð Gunnar“,“ segir Ingólfur Björgvins- son myndskreytir. Ingólfur hefur teiknað ófá íslensk sögukort, en einnig sögukort fyrir Suður- eyjar og Orkneyjar við Skotland, Noreg og Ungverjaland. Aðspurður hvort hann horfi öðruvísi í kringum sig á ferðalögum eftir slíka vinnu segist hann alltaf hafa heillast af söguslóðum. Snæfellsnes sé í uppáhaldi, Dalirnir og Breiðafjörður. „Ég hef alltaf haft sérstaka tilfinningu fyrir sögustöðum og áhuga á sögunni í landinu. Ég var rétt um tvítugt þegar ég fór fyrst hringinn um Snæfellsnesið og sá einhverjar minjar frá 18. öld. Þær kveiktu í ímyndunaraflinu og mig langaði til að myndgera þær til að festa mér betur þessa sjónrænu upplifun. Ég hef alltaf verið meira fyrir hana en stafi í bók,“ segir hann enda taki hann teikniblokkina ávallt með á ferðalögum. „Ég teikna frekar ferðasöguna þó ég skrifi líka eitthvað niður. Ég hef mjög gaman af að ganga um gamlar borgir. Þá les ég mér til um söguna og skoða mig um. Ég bjó mörg ár í Barselóna og uppgötvaði einn daginn að kunningi minn átti heima við hliðina á húsinu þar sem Kólumbus bjó. Tröppur og götur Í Barselóna voru lagðar á sama tíma og Snorri Sturluson sat hér og skrifaði. Hér er nánast allt horfið nema skinn- handritin sem tengja okkur við söguna, eins og náttúran hafi náð að útmá öll spor mannsins. Það er bæði eftirsjá að því en líka ákveðinn sjarmi fyrir mynd- skreyti. Maður getur leyft sér að skálda í eyðurnar sem er heillandi, þó auðvitað reyni maður að hafa hlutina eins rétta og hægt er.“ Það kemur því ekki á óvart þegar Ing- ólfur er spurður hvert fjölskyldan haldi helst í frí að borgarferðir og sögufrægir staðir verði frekar fyrir valinu en sólar- strendur. En hvert er ferðinni heitið í sumar? „Annaðhvort til Grænlands eða suður til Miðjarðarhafsins. Vonandi get ég farið á báða staði, á erfitt með að gera upp á milli. Báðir staðir eru mjög spennandi en ég hef aldrei komið til Grænlands.“ SAGAN LEYNIST Í LANDSLAGINU FERÐIR Myndskreytirinn Ingólfur Björgvinsson hefur teiknað ófá sögukort bæði íslensk og erlend. Hann segir sjónræna upplifun alltaf hafa skipt sig miklu máli á ferðalögum enda tekur hann skissubókina alltaf með. SAGAN KVEIKIR Í ÍMYNDUNARAFLINU Ingólfur Björgvinsson er meira fyrir sjónræna upplifun en stafi í bók og skissar á ferðalögum. MYND/VALLI Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 0 -6 A D 8 1 3 A 0 -6 9 9 C 1 3 A 0 -6 8 6 0 1 3 A 0 -6 7 2 4 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.