Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2015, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 04.02.2015, Qupperneq 27
Reykjavík cocktail weekend4. FEBRÚAR 2015 MIÐVIKUDAGUR 3 Don Draper (Jon Hamm) er ósjaldan með kokteilinn Old Fashioned í hendi í sjónvarpsþáttunum Mad Men. Í drykknum er viskí, ís, sykurmoli, vatn og Angostura bitter. Við verðum með sérstakan Master Class á Hótel Plaza þar sem fjölmargir fyrirlesarar verða með fræðslu um ýmiskonar áfengi. The Dude (Jeff Bridges) drekkur ótæpilega af kokteilnum White Russian í myndinni The Big Lebowski og hafa vinsældir drykkjarins aukist til muna vegna þess. Í drykknum er vodki, kaffi- líkjör, rjómi og ís. James Bond er heimsþekktur fyrir setningu sína „Vodka martini, shaken, not stirred.“ Í drykknum er vodki og vermút en blandan hefur verið kæld niður með ís en er borin fram án hans. Oft er drykkurinn skreyttur með ólívu. Stelpurnar í Sex and the City gerðu drykkinn Cosmo- politan heims- þekktan enda er hann vinsælasti kokteill heims í dag. Í honum er að finna vodka, triple sec, trönuberjasafa og súraldinsafa. Söguhetjur í hinum ýmsu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eiga sína uppáhaldsdrykki og kokteila eins og við hin. Hér má sjá nokkrar persónur og þá drykki sem tengjast þeim. Stjörnur með drykk í hendi Fredo Corleone (John Cazale) pantar sér Banan Daiquiri í myndinni í The Godfather: Part II. Sonny Crockett (Don Johnson) úr Miami Vice átti uppáhaldsdrykkinn Mojito. Í honum er romm, hrásykur, súraldinsafi, sódavatn, minta og ís. Reykjavík Cocktail Weekend gekk vonum framar í fyrra og því ákváðum við að blása til hennar aftur í ár. Þetta er góður árstími til þess, það er kalt úti og við höfum öll gott af upplyftingu,“ segir Tómas Kristjánsson, forseti Barþjónaklúbbs Íslands, en klúbb- urinn stendur nú fyrir Reykjavík Cocktail Weekend annað árið í röð. Alls taka þrjátíu barir, skemmti- og veitingastaðir víðs vegar um borgina þátt. Hver staður hefur sérhannað kokteilalista sem verð- ur á lægra verði meðan hátíðin stendur yfir eða að hámarki 1.500 krónur drykkurinn. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Tómas segir kjörið að skella sér á kokteilarölt í bænum og ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að komast heim. „Við fengum BSR með okkur í lið og á þeim stöðum sem taka þátt geta gestir fengið sérstakt spjald með drykknum, sem gefur 400 króna afslátt af ferð með BSR. Okkar slagorð er nefnilega að áfengis skuli neytt af ábyrgð,“ segir Tómas. Fræðsla og drykkjarmenning Samhliða hátíðinni fer fram Ís- landsmót barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð sem áhugasamir geta fylgst með. Undan keppnin fer fram á fimmtu- dag í Gamla bíói og úrslitin á sunnu- Snýst ekki bara um romm í kók Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir árlegri kokteilhátíð í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík og helstu víninnflytjendur landsins. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Tómas Kristjánsson, formaður Barþjónaklúbbsins, vill bæta drykkjarmenningu landans með fræðslu um áfenga drykki og hvetur áhugasama til að mæta á Master Class á laugardag. „Með fræðslu og kynningu á drykkjum langar okkur til að koma almennilegri kokteilmenningu á framfæri á Íslandi.“ Tómas Kristjánsson, forseti Barþjóna- klúbbs Íslands, lofar frábærri stemmingu á Reykjavík Cocktail Weekend. MYND/VALLI dag. Sá aðili sem vinnur Íslands- mótið keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna í haust sem fram fer í Búlgaríu. Þá stendur Barþjónaklúbburinn fyrir fræðslu um áfengi á laugar- daginn sem Tómas segir lið í að auka þekkingu fólks á drykkjum og kokteilmenningu. „Við verðum með sérstakan master class á Hótel Plaza þar sem þrír erlendir fyrirlesarar verða með fræðslu um áfengi, svo sem gin, viskí og romm. Fjöldi innlendra fyrirlesara kemur einnig fram og boðið verður upp á smakk af fjölda drykkja. Það er opið öllum áhuga- sömum og kostar einungis 1.000 krónur inn. Með fræðslu og kynn- ingu á drykkjum langar okkur til að koma almennilegri kokteil- menningu á framfæri á Íslandi og því til skila að drykkur er ekki bara romm í kók.“ 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 0 -4 8 4 8 1 3 A 0 -4 7 0 C 1 3 A 0 -4 5 D 0 1 3 A 0 -4 4 9 4 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.