Fréttablaðið - 04.02.2015, Page 44

Fréttablaðið - 04.02.2015, Page 44
4. febrúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 20 LEIKLIST ★★★ ★★ PERSÓNUR OG LEIKENDUR: Edda Björg- vinsdóttir, Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson. LEIKSTJÓRN: Gunnar Helgason. HANDRIT: Edda Björgvinsdóttir og Björk Jakobsdóttir. SVIÐSHREYFINGAR: Selma Björnsdóttir. TÓNLISTARSTJÓRN: Kristjana Stefánsdóttir. SVIÐSMYND OG BÚNINGAR: Ylfa Geirsdóttir. LJÓSA- HÖNNUN: Freyr Vilhjálmsson. Gamla bíó hefur loksins verið tekið í gegn og umbreytt í virki- lega skemmtilegan sýningarsal. Þó örlítil eftirsjá sé að gömlu sæt- unum sem settu svo fallegan svip á rýmið er nýi salurinn virkilega vel heppnaður. Vonandi fær húsið nú þá endurnýjun lífdaga sem það á skilið. Fyrsta sýning þar eftir endur nýjun er Eddan með hinni þjóðþekktu Eddu Björgvinsdóttur í fararbroddi. Edda er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar og sýningin byrjar eiginlega áður en nokkur kemur á svið þar sem brotum úr ferli henn- ar er varpað á skjá aftast á sviðinu. Líkamstjáning hennar er algjör- lega einstök og tímasetningarnar óviðjafnanlegar, þrátt fyrir að ekk- ert hljóð væri á brotunum þá voru áhorfendur byrjaðir að tísta úr hlátri áður en ljósin voru slökkt. Sviðsetningin er einhvers konar sambland af spjallþætti og kabar- ett þar sem Edda ræðir feril sinn, bæði sigra og vonbrigði. Töluverðu púðri er eytt í byrjun í að afbyggja hennar frægasta hlutverk, Stellu í Stellu í orlofi sem auðvitað verð- ur að afgreiða. Hugmyndin er góð en framkvæmdin heppnast ekki nægilega vel þar sem aldrei er glímt nægilega við efniviðinn en af nægu er að taka. Einnig tekur hún fyrir draumahlutverkin sem hún fékk aldrei tækifæri til að leika, til dæmis Bernhörðu Alba, og ýmsar fígúrur úr söngleiknum Cats og Lína Langsokkur mæta þannig á svæðið. Handritið, sem er skrifað af Eddu og Björk Jakobsdóttur, er því miður ekki nægilega sterkt og leikstjórn Gunnars Helgasonar ómarkviss sem veikir sýninguna enn frekar. Í raun kristallast sýningin í óreiðu þar sem útkoman er hvorki fugl né fiskur. Mikið er gert úr því að stöð- ugt var verið að breyta handritinu í æfingarferlinu, ný útgáfa birtist undir teppi á einum tímapunkti. Svo virðist þó sem ekki sé nein lokaút- gáfa til og að engar skýrar ákvarð- anir hafi verið teknar af handrits- höfundunum tveimur. Sviðshreyfingar Selmu Björns- dóttur, sem er mikil hæfileikamann- eskja, gera ekki mikið fyrir fram- vinduna þar sem danssenurnar virðast vera uppfyllingarefni frek- ar en sjálfstæð atriði. Diskóserían sem lokar sýningunni fyrir hlé er eiginlega algjörlega óskiljanleg, allt- of löng og erfitt er að sjá tilganginn með öllu prjálinu þar sem grínið er löngu hætt að vera fyndið áður en atriðið er búið. Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson eru Eddu til halds og trausts en fá í raun og veru frek- ar lítið haldbært að gera nema nokk- ur búningaskipti og að fylla upp í eyðurnar, annaðhvort með vand- ræðalegum þögnum, einhvers konar reddingum eða tónlistar atriðum. Allar persónurnar sem birtast virð- ast vera hálfkláraðar og senurnar ekki nægilega vel úthugsaðar, sýn- ingin nær þannig ekki takti fyrr en í seinni hlutanum. Eftir hlé eru þó nokkrir góðir sprettir. Þar má sérstaklega nefna bleikklæddu búningadömuna sem mögulega er búin að fá sér aðeins of mikið í litlu tána og lætur Viggu systur sína, mögulega þekkta stjórnmálakonu, bíða eftir sér á barnum. Einnig er lágstemmd endur gerð á frægri senu með Eddu í aðalhlutverki virkilega skemmti- leg og hefði þess verið óskandi að fleiri atriði á borð við þessi tvö hefði verið að finna. Eddan rambar stundum á flott- ar útfærslur og hugmyndirnar sem sýningin byggist á eru ágætar en það heppnast ekki nægilega vel að finna þeim reglulega fyndinn eða heildstæðan farveg sem keyri sýn- inguna áfram. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Edda Björgvinsdóttir á nokkra kostulega spretti en slakt handrit og fálmkennd framkvæmd dregur sýninguna niður. Ómarkviss Edda en með sprettum EDDA OG FÉLAGAR Edda Björgvins- dóttir ásamt meðleikurum sínum þeim Bergþóri Pálssyni og Gunnari Hanssyni. TÓNLIST ★ ★★★★ Tinna Þorsteinsdóttir lék á píanó og dóta- píanó í Norðurljósum í Hörpu á Myrkum músíkdögum sunnudaginn 1. febrúar. Leikfangapíanó, eða dótapíanó, eru ekki algeng í tónlistarlífinu. Skyldi engan undra, nóturnar í því eru afar fáar. Slíkt hljóðfæri hefur samt sjarmerandi hljóm, ef maður heldur sig við þá möguleika sem það býður upp á. Því miður var ekki svo á tónleikum Tinnu Þorsteinsdóttur á Myrkum músíkdögum á sunnu- daginn, nema í undantekningartil- vikum. Á sviðinu voru þrjú dótapíanó í mismunandi stærðum auk venju- legs flygils. Fyrst á dagskrá var svo- kölluð Útvarpssaga eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur. Þar heyrðist þulur úr hátölurum lesa hvað píanóleikar- inn átti að gera við dótapíanóið. Það voru ekki raunhæfar leiðbeining- ar. Tinna fór langt út fyrir það sem hægt er að gera, spilaði of margar nótur, alltof hratt. Næst var verk eftir sama tón- skáld sem var ekki mikið áheyri- legra. Þar voru forritunarskipanir vélritaðar á skjá sem var varpað á tjald fyrir ofan sviðið. Þetta kveikti á ýmsum síendurteknum raftóna- hendingum úr tölvu. Þær voru frek- ar aumingjalegar. Inn á milli spilaði píanóleikarinn mismunandi ein- ingar sem hún hafði á nótum fyrir framan sig. Heildarmyndin var einn hrærigrautur af ómstríðum hljóm- um sem áttu illa saman. Ekki tók betra við. Negative Dynamics II: entangled strata og Theory-Fiction: non-corresponding variance eftir Einar Torfa Einars- son voru verk sem báru virðulega titla. En það var ekkert virðulegt við tónlistina. Hún var skrípaleik- ur þar sem píanóleikarinn geiflaði sig í framan, fetti sig og bretti og baðaði út öllum öngum. Flest annað á dagskránni var á svipuðum nótum. Best voru verk eftir Hallvarð Ásgeirsson, en þar var loksins einhverja alvöru músík að finna. Þetta voru tvö verk, hið fyrra bar nafnið Miniatures, það seinna Toccata. Miniatures saman- stóð af áhugaverðum blæbrigðum og sótti sífellt í sig veðrið. Það var orðið býsna kraftmikið undir það síðasta. Tinna hefði þó mátt spila skýrar, hröðustu tónahlaupin voru fremur loðin. Toccatan var hins vegar fín hjá henni, það var eina tónsmíðin fyrir dótapíanó sem tók mið af möguleikum hljóðfærisins. Hún var snyrtileg og vel fram sett. Þarna var ljós í myrkrinu. Reynd- ar mátti einnig hafa gaman af eins konar leikhúsverki eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Það saman- stóð af ýktum hreyfingum sem sumir tilgerðarlegir píanóleikarar gera sig seka um. Tónlistin sjálf var bara eitthvert bull, en hún átti líka að vera það. Hér var Tinna fyrst og fremst að þykjast spila eitthvað ógurlega dramatískt, án þess að gera það. Það vakti nokkra kátínu í salnum. Ég vildi óska þess að annað á tónleikunum hefði verið jafn fynd- ið. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tinna Þorsteinsdóttir er dugleg að bera á borð tilraunakennda tónlist. Hún á lof skilið fyrir það. En hér heppnuðust tilraunirnar sjaldnast. Fetti sig og bretti VIÐ DÓTAPÍANÓ „Tinna Þorsteinsdóttir er dugleg að bera á borð tilraunakennda tónlist. Hún á lof skilið fyrir það,“ segir meðal annars í dómnum. Reykjavík er ein af bókmennta- borgum UNESCO og fagnar Vetrarhátíð með einstöku ljóða- kvöldi í Tjarnarsal Ráðhúss- ins. Þar eiga skáldlegt stefnu- mót kanadíska ljóðskáldið Mary Pinkoski, reykvísku skáldin Anton Helgi Jónsson og Elías Knörr ásamt tónlistarkonunni dj flugvél og geimskip. Skáldin flétta saman skáldskap hvert annars ásamt því að flytja eigið efni á sinn einstaka hátt. Öll leggja skáldin áherslu á munn- legan flutning ljóðlistar en með ólíkum áherslum. Mary Pink- oski skilgreinir sig sem „spok- en word poet“ eins og hún segir sjálf. „Ég hef alltaf verið svona skáld. Ég nýt þess að koma fram og flytja mitt efni og hef alltaf verið talandi ljóðskáld. Hef í raun alltaf verið mjög upptekin og hrifin af þessu formi að segja sögur og finnst það vera ákaflega mikilvægt. Þetta er færni og arfleifð sem er mikilvægt að viðhalda og endurnýja. Ég hef verið að fást við þetta í ellefu ár og það sem ég nýt hvað best er hvernig verkin koma aftur til mín frá fólkinu og umhverfinu sem ég er að flytja þetta inn í. Hið tal- aða ljóð er þannig ákaflega lif- andi fyrirbæri.“ Mary Pinkoski er borgarskáld Edmonton og sem borgarskáld þá skrifar hún fyrir borgina og fjallar um ýmislegt sem henni tengist. En þvert á að finnast það vera hamlandi og takmark- andi þá er hún á því að það hafi frekar orðið til þess að opna fyrir ýmsa möguleika. „Ég óttaðist kannski aðeins að ég þyrfti að fara inn í einhvern ákveðinn kassa við þetta en þvert á móti þá hefur þetta ýtt mér út ef svo má segja. Rekið mig til þess að takast á við við- fangsefni sem ég hefði kannski ekki verið að horfa til annars og leita nýrra leiða til þess að forma mín verk.“ Dagskráin á fimmtudags- kvöldið er innblásin af ljós- inu í vetrarmyrkrinu og hefst kl. 20.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Mary hefur ekki miklar áhyggjur af íslenska skammdeginu og kuldanum enda ýmsu vön frá heimaland- inu. Hún tekur þó fram að hún hafi áður haft smávægileg en ánægjuleg kynni af íslenskri ljóðlist. „Ég kynntist verkum Steph- ans G. þegar ég kom fram í Alberta á sínum tíma og mér finnst skemmtilegt að finna þessi tengsl. Annars er nú efst í huga mér sem stendur að ég ætla að njóta dvalarinnar á Íslandi fyrir tilstilli ljóða og listar og vonast auðvitað eftir því að sjá sem flesta mæta á fimmtudagskvöldið.“ -md Talandi ljóðskáld í vetrarmyrkrinu Ljósið læðist inn er yfi rskrift skáldlegs stefnumóts við Edmonton á Vetrarhátíð í Reykjavík og skáldið Mary Pinkoski er mætt til leiks með sín ljóðmæli. Hún vonast eft ir því að sjá sem fl esta í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á fi mmtudagskvöldið. LJÓÐMÆLI „Að mæla ljóðin af munni fram er mitt form og hefur í raun alltaf verið,“ segir kanadíska ljóðskáldið Mary Pinkoski. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING Ég nýt þess að koma fram og flytja mitt efni og hef alltaf verið talandi ljóðskáld. 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 0 -3 E 6 8 1 3 A 0 -3 D 2 C 1 3 A 0 -3 B F 0 1 3 A 0 -3 A B 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.