Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 6
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Lyfjaval.is • sími 577 1160
20%
afsláttur
af öllum pakkni
ngum
Afslátturinn gildir í febrúar.
Lyfjaauglýsing
1. Hvað heitir forstjóri Kauphallar
Íslands?
2. Með hverjum fer Ásgeir Trausti í
tónleikaferð um Ástralíu í maí?
3. Hvar verður hof Ásatrúarfélagsins
reist?
SVÖR:
1. Páll Harðarson. 2. Með hljómsveitinni
alt-J. 3. Í Öskjuhlíð.
NEYTENDUR Háir tollar eru lagðir á
kartöflusnakk sem kemur innflutt
til landsins. Hins vegar eru engir
tollar á snakk sem gert er úr maís-
korni. Örfáir aðilar á Íslandi fram-
leiða kartöflusnakk og þá úr inn-
fluttu hráefni.
Alls er 59 prósenta tollur lagður
á snakk sem unnið er úr kartöflum
og 42 prósenta tollur á snakk sem
unnið er úr kartöflumjöli. Hins
vegar er enginn tollur lagður á
innflutt snakk sem unnið er úr
maískorni.
Leiða má að því líkum að fyrst
ekkert innlent fyrirtæki er á
Íslandi sem framleiðir snakk úr
maís þurfi ekki verndartolla til að
verja innlenda framleiðslu. Hins
vegar eru mjög fá íslensk fyrir-
tæki sem framleiða snakk, og gera
það úr innfluttu hráefni.
Fjármálaráðuneytið auglýsti í
gær eftir umsóknum um 15 tonna
tollkvóta á kartöflusnakki sem
upprunnið er í Noregi og er inn-
flutt þaðan. Berist umsóknir um
meiri innflutning en nemur aug-
lýstum tollkvóta verður miðað við
magn innflutnings hvers umsækj-
anda í fyrra. Tekið er fram að
úthlutun tollkvótans er ekki fram-
seljanleg.
Fram hefur komið í skýrslu
starfshóps um tollamál á sviði
landbúnaðar að tollar og gjöld
fyrir tollkvóta eru hátt hlut-
fall verðs innfluttrar búvöru.
Neytendur hagnist ekki á toll-
kvótum því þeir séu ekki nægi-
lega rúmir.
sveinn@frettabladid.is
Fjármálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir kartöflusnakk frá Noregi:
Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki
SNAKKHILLAN Fjármálaráðuneytið
óskar eftir umsóknum í tollkvóta á kart-
öflusnakki frá Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VINNUMARKAÐUR Gylfi Arnbjörns-
son, formaður ASÍ, og Aðalsteinn
Árni Baldursson, formaður Fram-
sýnar á Húsavík, segja mikilvægt
að vinda ofan af þeirri misskiptingu
auðs sem sé staðreynd í íslensku
samfélagi. Þeir gagnrýna samtök
atvinnulífsins sem og stjórnvöld
fyrir að reyna ekki að minnka bilið
milli fátækra og ríkra í þjóðfélag-
inu.
Í svari fjármálaráðherra við
fyrir spurn Árna Páls Árnasonar um
eignir og eigið fé ríkustu Íslending-
anna kemur í ljós
að árið 2013 átti
ríkasta eitt pró-
sent landsmanna
21,9 prósent alls
eigin fjár í land-
inu. Heildarupp-
hæð eigin fjár
ríkasta eins pró-
sents landsins var
það ár 483 þúsund
milljónir króna.
Líkt og komið hefur fram er líklegt
að þessar tölur séu vanáætlaðar því
að hlutabréf eru talin á nafnvirði
í þessum gögnum. Líklegt þykir að
mörg þessara bréfa séu mun verð-
mætari á markaði og því gætu
fengist mun hærri upphæðir fyrir
bréfin verði þau seld. Því er líklegt
að ríkustu Íslendingarnir séu mun
ríkari en gefið er til kynna í svari
fjármálaráðherra. Hæst fór eigið fé
ríkasta prósents landsins árið 2010
og var þá 28,3 prósent af heild, og
hafði þessi hópur því aldrei haft
jafn mikið milli handanna saman-
borið við aðra íbúa landsins.
Aðalsteinn Árni Baldursson, for-
maður stéttarfélagsins Framsýnar á
Húsavík, segir þessar tölur sláandi
en samt sem áður komi þær sér
ekki á óvart. „Forystumenn þess-
arar ríkisstjórnar eiga sjálfir alveg
fyrir kók og pylsu og því þykir mér
ekki líklegt að þessi ríkis stjórn beiti
sér til að jafna bilið milli fátækra
og ríkra á þessu kjörtímabili. Það
er líka mjög erfitt að berjast fyrir
fólk með um 200 þúsund krónur á
mánuði og hitta fyrir í samtökum
atvinnulífsins einstaklinga með
sínar tvær milljónir á mánuði, skiln-
ingur fyrir hækkun lægstu launa er
bara ekki nægilega mikill.“
Gylfi Arnbjörnsson, formaður
ASÍ, segir ríkisstjórnina hafa haft
tækifæri til þess að jafna þetta bil.
„Það er svolítið súrt að sjá það að á
meðan sjúklingar þurfa að greiða
hærri gjöld og taka enn meiri þátt
í kostnaði þá horfum við upp á það
að auðlegðar- og auðlindaskattur er
ekki nýttur til að komast til móts
við þá verst settu í þjóðfélaginu.
Þetta er ónýtt tækifæri til að jafna
bilið og skapa meiri sátt í sam-
félaginu.“
Bæði Gylfi og Aðalsteinn Árni
eru sammála um það að komandi
kjaraviðræður gætu orðið mjög
erfiðar. Átök á vinnumarkaði verði
æ harðari og kröfur launafólks
eru skýrar, að hækka lægstu laun
þannig að hægt sé að lifa af þeim
mannsæmandi lífi. „Það er alveg
ljóst að ríkið hefur sýnt örlítið á
spilin, það er augljóst svigrúm til
launahækkana og lægst launaða
fólkið á ekki að þurfa að bera byrð-
ar þessa þjóðfélags enn og aftur,“
segir Aðalsteinn.
sveinn@frettabladid.is
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
KJARAVIÐRÆÐUR NÁLGAST Líklega stefnir í hart í viðræðum atvinnulífsins og launþega á komandi vikum. Telja forsvarsmenn launþega
ríkið hafa sýnt á spilin og að svigrúm sé til launahækkana. Myndin er frá kröfugöngu tónlistarkennara á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Misskipting hefur áhrif á
komandi kjaraviðræður
Formenn Alþýðusambands Íslands og Framsýnar á Húsavík telja misskiptinguna í íslensku samfélagi verða til
umræðu í næstu kjaraviðræðum. Mikilvægt sé að jafna bilið með sköttum. „Á meðan auðlegðar- og auðlinda-
skattur eru teknir út og sjúklingar taka meiri þátt í kostnaði en áður verður engin sátt,“ segir formaður ASÍ.
Forystu-
menn þessarar
ríkisstjórnar
eiga sjálfir
alveg fyrir kók
og pylsu og
því þykir mér
ekki líklegt að þessi
ríkis stjórn beiti sér til að
jafna bilið milli fátækra
og ríkra á þessu kjörtíma-
bili.
Aðalsteinn Árni Baldursson,
formaður Framsýnar á Húsavík.
STJÓRNSÝSLA Íslenska Gáma-
félagið ehf. og Metanorka ehf.
eiga að fá aðgang að skýrslu
Mannvits um gasgerðarstöð í
Álfsnesi og samanburð tækni-
lausna, þó að undanskildum
ýmsum tölulegum upplýsingum.
Íslenska gámafélagið og
Metan orka sögðu rangar niður-
stöður í skýrslu Mannvits fyrir
Sorpu og kærðu samningsgerð
Sorpu bs. og Aikan A/S um bygg-
ingu gas- og jarðgerðarstöðvar í
Álfsnesi. Kærunefnd útboðsmála
stöðvaði í október samningsferlið
um stundar sakir. - gar
Kærðu samningsgerð Sorpu:
Fá hluta skýrslu
um Álfsnesið
ÖRYGGISMÁL Bæjarráð Grinda-
víkur hefur samþykkt tillögu
vinnuverndarnefndar bæjar-
ins um kaup á hjartastuðtækjum
þannig „að hjartastuðtæki verði
komin í allar stofnanir Grinda-
víkurbæjar í árslok 2020“.
Jafnframt hyggst Grindavíkur-
bær bjóða starfsfólki sínu upp á
námskeið í skyndihjálp og með-
höndlun hjartastuðtækja. Þá á að
vera fræðsla um skyndihjálp fyrir
nemendur í Grunnskóla Grinda-
víkur á hverju skólaári. - gar
Hjartavernd í Grindavík:
Stuðtæki í allar
bæjarstofnanir
Í ÁLFSNESI Til stendur að reisa gas-
gerðarstöð í Álfsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KÖNNUN Minnihluti landsmanna vill að aðrir fái
sambærilegar launahækkanir og læknar samkvæmt
niður stöðu könnunar Capacent Gallup. Könnunin var
gerð fyrir Samtök atvinnulífsins dagana 15. til 29.
janúar síðastliðinn.
Nærri átta af hverjum tíu Íslendingum telja að
verðbólga muni aukast og verðtryggðar húsnæðis-
skuldir hækka ef laun allra hækka jafn mikið og
lækna.
Capacent Gallup spurði Íslendinga álits í janúar
í kjölfar kjarasamninga fjármálaráðuneytisins og
lækna, en vísað hefur verið til þeirra sem fyrir-
myndar í kjaraviðræðum fram undan á almennum
vinnumarkaði.
Þá telja rúmlega sjö af hverjum tíu að vextir muni
hækka í kjölfar slíkra samninga.
Þegar spurt er um áhrif svo mikilla launahækk-
ana á verðtryggðar húsnæðisskuldir ef samið yrði
við aðrar starfsstéttir um sambærilegar hækkanir og
læknar sömdu um telur 79,1 prósent að verð tryggðar
skuldir muni hækka, 19,3 prósent að skuldirnar muni
standa í stað en 1,5 prósent að þær muni lækka.
Í könnuninni var einnig spurt hversu sammála eða
ósammála þátttakendur væru fullyrðingu um að ekki
ætti að semja við aðrar starfsstéttir um sambærilegar
launahækkanir og læknar sömdu um. 49,2 prósent
þeirra sem svöruðu sögðust sammála fullyrðingunni,
38,1 prósent var ósammála en 12,7 prósent tóku ekki
afstöðu. - ngy
Á LANDSPÍTALANUM 2.900 voru í úrtakinu í könnun
Gallups. Fjöldi svarenda var 1.720. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Minnihluti vill að læknasamningar verði fyrirmynd annarra kjarasamninga:
Óttast verðbólgu og meiri skuldir
VEISTU SVARIÐ?
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
A
4
-E
B
C
0
1
3
A
4
-E
A
8
4
1
3
A
4
-E
9
4
8
1
3
A
4
-E
8
0
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K