Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 70
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 58
„Ég er mjög ánægður með tattú-
ið, hún kann þetta stelpan,“ segir
Jóhann Kristinn Jóhannsson, en
hann fékk sér fyrir skömmu tattú
sem dóttir hans, hin átta ára Emilía
Rós Jóhannsdóttir, teiknaði.
Jóhann Kristinn, sem kallar sig
Jóhann Prinsessupabba á Face book
að beiðni dóttur sinnar, segist hafa
spurt dóttur sína á sunnudegi hvort
hún vildi teikna mynd af þeim feðg-
inum sem hann ætlaði svo að flúra á
sig. „Ég sagði henni að teikna okkur
saman. Hún heldur þó á hamstri í
búri á myndinni,“ segir Jóhann.
Þau eiga þó ekki hamstur og því
ekki ólíklegt að dulin skilaboð sé að
finna í teikningu dótturinnar. „Hana
langar augljóslega í hamstur,“ bætir
Jóhann við og hlær. Feðginin voru
einmitt að huga að því að koma við
í dýrabúð og skoða hamstra þegar
blaðamaður náði tali af þeim.
Flúrið er um það bil 13 sentímetra
langt og er á handlegg Jóhanns.
„Hún á hendurnar mínar. Ég er með
nafnið hennar á vinstri hendinni og
svo teikninguna hennar á hægri
hendinni.“
Dagur Gunnarsson hjá Blek-
smiðjunni sá um að flúra verk-
ið á handlegg Jóhanns. „Honum
fannst þetta virkilega flott. Hann
sagði þó að hann hefði ekki flúr-
að teikningu barna oft á foreldra
þeirra.“
Jóhann segir vel koma til
greina að láta flúra á sig fleiri
teikningar dóttur sinnar. „Ég
væri alveg til í fleiri tattú eftir
hana. Hún fær alveg að ráða
hvernig næsta tattú verður, ég
treysti henni svo vel,“ bætir hann
við.
Tattúið er það sjöunda sem
hann fær sér en þó það fyrsta sem
Emilía Rós teiknar.
Jóhann segist þó ekki vera mik-
ill teiknari og að hinir listrænu
hæfileikar dóttur sinnar komi
alfarið frá móður hennar. „Ég
gæti örugglega ekki teiknað mynd
til að bjarga lífi mínu,“ segir hann
og hlær. gunnarleo@frettabladid.is
Teikning dótturinnar
endaði sem húðfl úr
Jóhann Kristinn Jóhannsson lét fl úra á sig mynd sem átta ára dóttir hans teiknaði.
FLOTT
FEÐGIN
Jóhann Krist-
inn Jóhanns-
son og Emilía
Rós Jóhanns-
dóttir ætla
líklega að leita
sér að flottum
hamstri en
hann rataði
inn á myndina
sem Emilía Rós
teiknaði fyrir
pabba sinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hún á hendurnar
mínar. Ég er með nafnið
hennar á vinstri hend-
inni og svo teikninguna
hennar á hægri
hendinni.
„Ég segi bara gangi honum vel að
finna tónleikahús þar sem ekki er
selt kjöt,“ segir tónlistarmaðurinn
Friðrik Ómar
Hjörleifsson um
Morrissey, sem
hefur aflýst tón-
leikum sínum
í Hörpu vegna
þess að kjöt er
selt í húsinu.
Friðrik Ómar
stendur h ins
ve g a r f y r i r
mikilli kjötveislu í sama húsi um
helgina, þegar Meatloaf-tónleika-
sýningin Bat Out Of Hell fer fram
í síðasta sinn í Hörpu.
„Ég er mikill kjötmaður en hef
hins vegar verið að djúsa í níu daga
og get varla beðið eftir því að gæða
mér á dýrindis kjöthleif,“ segir Frið-
rik Ómar.
Hann vill einnig meina að á
meðan Meatloaf-tónleikasýningin
hafi farið fram í Hörpu hafi sala á
kjöti aukist til muna í húsinu. „Það
verður rífandi sala á kjöti um
helgina. Morrissey er lík-
lega ekki sáttur við mig,“
bætir Friðrik Ómar við og
hlær.
Hann og hans hópur eru
nú að fylla Eldborg í fjórða
skiptið með tónleikasýningunni
en kjötveislan fyllir einnig Hof
í fjórða sinn þann 21. febrúar.
„Öll „showin“ hafa hætt fyrir
fullu húsi. Nú klárum við þetta og
undirbúum næstu verkefni. Við
stefnum á frekari afrek á árinu.“
- glp
Morrissey er ekki sáttur við mig
Friðrik Ómar verður með kjöthleif í Hörpu um helgina, enda mikill kjötmaður.
Prettypegs fætur undir húsgögn
19.990.-
Pia Wallén bakki
6.500.-
Pia Wallén teppi
frá 13.500.-
Mikið úrval af fallegum
hönnunarvörum.
Fáðu sent heim að dyrum.
www.snuran.is
vefverslun S: 537-5101
„Ég fæ mér bókhveitigraut í
morgun mat eða svokallaða
„grechku“ að rússneskum sið.“
Freyja Eilíf Logadóttir myndlistarkona.
MORGUNMATURINN
Þjóðleikhúsið frumsýnir nýja
uppsetningu leikritsins Fjalla-
Eyvindar eftir Jóhann Sigurjóns-
son þann 26. mars. Einn mikil-
vægasti partur leikmyndarinnar,
heljarinnar ísklumpur úr Jökuls-
árlóni, kom til Reykjavíkur í gær.
„Honum var rúllað beint inn í
frystigám,“ segir sýningarstjór-
inn Kristín Hauksdóttir. Hún
bætir við að nú fari í gang próf-
anir á því hve lengi klumpurinn
endist og hvernig hann hagi sér.
Kristín vonar að ekki þurfi að
sækja fleiri ísjaka en vill ekk-
ert gefa upp hvernig hann verður
brúkaður á sviðinu.
„Þetta er afar frumleg hug-
mynd leikstjórans Stefans Metz
og leikmyndahönnuðarins Seans
Mackaoui,“ segir Kristín. Fólk
verði að mæta á sýninguna og sjá
hvert hlutverk klakans er með
eigin augum.
„Ég bragðaði hann áðan og get
sagt þér að það er enginn munur
á þúsund ára gömlum ísmola úr
Vatnajökli og venjulegum klaka í
kókglasi.“
- jóe
Þúsund ára gamall ísklumpur í leikmyndinni
Stærðarinnar ísjaki úr Jökulsárslóni mun leika hlutverk í uppsetningu Þjóðleikhússins á Fjalla-Eyvindi.
HJÁ
ÍS KLUMPINUM
Nína Dögg Fil-
ippusdóttir og
Stefán Hallur
Stefánsson fara
með hlutverk
Höllu og Fjalla-
Eyvindar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
FRIÐRIK ÓMAR
HJÖRLEIFSSON
MORRISSEY
MEAT LOAF
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
A
4
-D
3
1
0
1
3
A
4
-D
1
D
4
1
3
A
4
-D
0
9
8
1
3
A
4
-C
F
5
C
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K