Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 10
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 HONDA ACCORD ELEGANCE Nýskr. 07/13, ekinn 37 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 4.090 þús. Rnr. 282432. HYUNDAI ix20 COMFORT Nýskr. 06/11, ekinn 65 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.590 þús. Rnr. 310105. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is VW POLO COMFORTLINE Nýskr. 06/12, ekinn 38 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Rnr. 120593. SUBARU LEGACY SPORT Nýskr. 09/08, ekinn 75 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.150 þús. Rnr. 120592. SUZUKI GRAND VITARA Nýskr. 06/11, ekinn 56 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.690 þús. Rnr. 102377. RANGE ROVER VOGUE DÍSIL Nýskr. 06/09, ekinn 60 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 9.990 þús. Rnr. 282437. RENAULT CLIO EXPRESSION Nýskr. 05/13, ekinn 16 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.290 þús. Rnr. 282438. Frábært verð! 2.190 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! DÓMSMÁL Álagið á Hæstaréttar- dómurum hefur síður en svo minnkað frá því tekin var ákvörð- un um að fækka þeim, eftir að þeim var fjölgað í kjölfar efna- hagshrunsins. Dómurum við Hæstarétt var fjölgað um þrjá árið 2011 og voru þá tólf, en hefur nú aftur verið fækkað niður í níu. Á síð- asta ári fjölgaði skráðum málum við Hæstarétt um 36 og var fjöldi þeirra því alls 111 eða 13 prósent- um fleiri en meðaltal áranna 2008 til 2013. Skráð ný mál hafa aldrei verið fleiri. Kærum í einkamálum til Hæsta- réttar fjölgaði verulega og voru 96, eða um 33 prósent. Þá hefur dæmdum málum við réttinn einnig fjölgað, voru í fyrra 764 sem er 10 prósentum fleiri en meðaltal áranna 2008 til 2013. Ódæmd sakamál eru 30 pró- sentum fleiri en meðaltal áranna 2010 til 2013, eða 74 mál, en fjöldi ódæmdra einkamála í árslok var svipaður og undanfarin ár, eða 133 mál. Frá því 1. mars í fyrra var dóm- urum við réttinn fækkað úr tólf í níu, en þeim hafði verið fjölg- að vegna fyrirsjáanlegs álags á Hæstarétt. Boðað hefur verið nýtt frum- varp um millidómstig sem kæmi óhjákvæmilega til með að létta álaginu af Hæstarétti. Í kjölfarið myndi dómurum þar fækka. Innanríkisráðuneytið skip- aði nefnd undir forystu Kristín- ar Edwald hæstaréttarlögmanns. Aðrir nefndarmenn eru Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við Háskóla Íslands, og Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari. Þessari nefnd var ætlað að koma með tillögu að því hvernig slíku dómstigi yrði komið á laggirnar. Nefndin hefur ekki enn skilað af sér áliti. Nefndin var upphaflega skipuð í ágúst árið 2013 og stefnt var að því að hægt yrði að leggja fram frumvarp byggt á tillögum hennar í mars árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er gert ráð fyrir að tillögunni verði skilað í lok þessa mánaðar en eftir það þarf að taka ákvörðun um hvort tillagan fari í umsögn. Vonast er til þess að hægt verði að leggja fram frumvarp um milli- dómstig á þessu þingi en frestur- inn til að leggja fram frumvörp er til 31. mars. fanney@frettabladid.is Mál fyrir Hæstarétti hafa aldrei verið fleiri Álagið á Hæstarétti hefur síður en svo minnkað en samt hefur dómurum fækkað. Nefnd um millidómstig hefur ekki enn skilað af sér tillögu en stefnt var að því að frumvarp kæmi fram í mars í fyrra. Millidómstig myndi létta álagið verulega. ➜ Á síðasta ári fjölgaði skráðum málum við Hæsta- rétt um 36. Þau voru alls 111 talsins eða 13% fleiri en meðaltal áranna 2008-2013. 1000 800 600 400 200 0 188 214 216 151 221 182 188 147 155 206 227 203 255 294 106 96 88 74 89 104 294 256 317 216 252 257 285 266 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 ALLS 697 782 726 704 770 826 862 NÝ MÁL VIÐ HÆSTARÉTT 2008-2014 Einkamál áfrýjun Sakamál áfrýjun Einkamál kærur Sakamál kærur KJARAMÁL Miðstjórn ASÍ áréttaði í gær að um kaup og kjör áhafna Pri- mera Air gildi íslensk lög og kjara- samningar. Alþýðusambönd á öllum Norðurlöndunum líta rekstur og aðferðafræði Primera Air, Ryanair og fleiri alvarlegum augum. ASÍ skoraði á íslensk stjórnvöld að nýta lög bundnar heimildir sínar til þess að stöðva brotastarfsemi félagsins og bentu á lög um starfs- mannaleigur og um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda hingað starfsfólk. Stjórnendur Primera Air segja yfirlýsingu ASÍ furðulega, órétt- mæta og villandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu sem send var fjöl- miðlum í gærkvöldi. Þar segir að ASÍ hafi ekki byggt ályktun sína á neinni sérstakri vitneskju, þekkingu eða stað- reyndum. Flugfélagið kveðst telja ásakanir ASÍ svo alvar legar og ærumeiðandi að það áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum. - kbg Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar um kaup og kjör áhafna Primera Air: Vilja láta stöðva brotastarfsemi Á VELLINUM Alþýðusambönd allra Norðurlanda vilja reyna að stöðva meinta brotastarfsemi Primera Air. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR TAÍVAN, AP Síðdegis í gær hafði tekist að bjarga fimmtán manns á lífi úr farþegaflugvél sem fórst í Taívan í gær. Óttast var að 43 hefðu farist þegar vélin hrapaði í höfuðborginni Taípei. Ekki er vitað hvað olli slysinu, en vélin var á vegum taívanska flugfélagsins TransAsia. Í taí- vönsku útvarpi var aftur og aftur spiluð upptaka af síðustu samskiptum flugmanna við flugturn, þar sem flugmaður hrópaði þrisvar neyðarorðið „Mayday“ og „bilun í hreyfli“. Upptakan gaf þó enga vísbendingu um það hvað komið hefði fyrir. „Það er of snemmt núna að velta því fyrir sér hvort það hafi verið vélin eða áhöfnin,“ sagði Greg Waldron, ritstjóri flugtímaritsins Flightglobal í Singapúr. Nokkrir vegfarendur tóku myndbönd af slysinu, sem sýnd voru í fjölmiðlum víða um heim í gær. Þar sést vélin koma fljúgandi í áttina að brú, snúast svo nokkuð skyndilega á hlið, reka vænginn í bifreið og brúarhandrið og hrapa síðan í Keelung-ána. Um borð í vélinni voru 58 manns. Flestir farþeg- anna voru frá Kína. Vélin var af gerðinni ATR 72, smíðuð í Frakklandi og á Ítalíu. Síðasta sumar fór- ust tugir manna þegar önnur vél sömu gerðar, frá sama taívanska flugfélaginu, hrapaði. - gb Á fimmta tug manna taldir hafa farist þegar farþegaflugvél hrapaði í Taívan: Fimmtán manns bjargað á lífi LEITAÐ Í FLAKI VÉLARINNAR Björgunarfólk hraðaði sér að vélinni, sem stóð upp úr ánni að litlum hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 5 -1 3 4 0 1 3 A 5 -1 2 0 4 1 3 A 5 -1 0 C 8 1 3 A 5 -0 F 8 C 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.