Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 46
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 34TÍMAMÓT Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN INGIBJÖRG FRIÐFINNSDÓTTIR áður til heimilis að Tjarnarstíg 30, Seltjarnarnesi, lést að Elliheimilinu Grund í Reykjavík, sunnudaginn 25. janúar. Jarðsett hefur verið í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jórunn Sigfúsdóttir Stefanía Stella Sigfúsdóttir Jón Sigfússon Kolbrún Edda Sigfúsdóttir Friðfinnur Gunnar Sigfússon tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR Lindasíðu 2, Akureyri, lést 31. janúar á Dvalarheimilinu Hlíð. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum samúð og hlýhug okkur til handa vegna fráfalls hennar. Gunnar Lúðvíksson Hrefna Svanlaugsdóttir Hallur Guðmundsson Garðar Svanlaugsson Tordis Albinus Halla Svanlaugsdóttir Aðalgeir M. Jónsson Margrét Svanlaugsdóttir Guðmundur V. Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS GUÐBJÖRNS SÆMUNDSSONAR skipstjóra, Vallarbraut 6, Njarðvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og krabbameinsgöngudeildar Landspítalans fyrir einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. Edith María Óladóttir Anna María Pétursdóttir Sámal Jákup Jón Pétursson Guðbjörg Pétursdóttir Guðlaugur Helgi Guðlaugsson Pétur Óli Pétursson Lilja Valþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN THEÓDÓRSDÓTTIR Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést laugardaginn 31. janúar á Hrafnistu Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Birgir H. Erlendsson Arndís Birgisdóttir Kristján Haraldsson Erlendur Þ. Birgisson Hallur Birgisson Kristín Dóra Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG FINNBOGADÓTTIR frá Vattarnesi, Mávabraut 10a, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi laugar- daginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Kristín E. Kristjánsdóttir Unnur H. Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Maðurinn minn elskulegur, faðir okkar og tengdafaðir, ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON er látinn. Eva Ragnarsdóttir Páll Torfi Önundarson Kristín Hanna Hannesdóttir Ragnar Önundarson Áslaug Þorgeirsdóttir Ásgeir Önundarson Riszikiyah Greta Önundardóttir Páll Halldórsson Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI ÞÓRÐARSON Hlíðarvegi 34, lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja 23. janúar. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun. Þórður Gíslason Sigríður Sigurðardóttir Hrafnhildur Gísladóttir Roy Morlen Berglind Gísladóttir Steinþór Páll Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn. Einelti á vinnustað getur viðgengist lengi áður en starfsmaðurinn sem verð- ur fyrir því gefst upp eða er látinn fara. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á vinnustaðaeinelti en í erlend- um rannsóknum hefur komið í ljós að í um 70 prósentum tilvika eru það stjórn- endur sem leggja undirmenn í einelti. Brynja Bragadóttir, NLP-mark- þjálfi og Ph.D. í vinnu- og heilsusál- fræði, segir eineltið oft miða að því að losna við starfsmanninn og það takist í flestum tilfellum. „Þeir sem leita til mín segja margir sömu söguna, að einelti hafi byrjað með einum stjórnanda en hafi svo undið upp á sig og orðið að fjölelti. Það er þegar fleiri á vinnustaðnum taka þátt í ein- eltinu sem svo veldur því að starfsmað- urinn er kominn út í horn og á engra annarra kosta völ en að segja upp, ef honum hefur þá ekki í millitíðinni verið sagt upp.“ Fólk sem leitar til Brynju til að byggja sig upp eftir einelti á í mjög mörgum tilfellum erfitt með að fá vinnu aftur eftir eineltið. „Það skaðar svo starfsframann að lenda í þessu. Neikvætt orðspor getur fylgt fólkinu áfram á litlum vinnumark- aði, það er erfitt að fá meðmæli frá vinnuveitanda af því að á vinnustaðnum er eineltið afsakað með því að viðkom- andi hafi verið uppspretta vandans og í þriðja lagi er erfitt að útskýra starfs- lokin á fyrri vinnustað.“ Samkvæmt íslenskum vinnustaða- könnunum telja fimm prósent starfs- manna sig hafa orðið fyrir einelti. Brynja segir að allir geti lent í þessum aðstæðum, ekki síst flottir starfsmenn sem skara fram úr og standa sig betur en aðrir enda veki þeir öfund og óör- yggi. Hún segir helsta vopnið í eineltis- umræðunni vera fræðslu og fyrirbyggj- andi aðgerðir. „Fyrsta skrefið er að fræða og þá sjá kannski stjórnendur ýmislegt sem betur má fara á þeirra vinnustað. Þegar þeir eru orðnir meðvitaðir kemur hvat- inn til að vilja breyta, til dæmis að vilja gera vinnustaðarmenninguna heilbrigð- ari.“ Brynja heldur fyrirlestur um það hvernig stjórnendur geta orðið betri með aðferðum NLP-markþjálfunar á Markþjálfunardeginum í dag á Hilton Nordica. Yfirskrift dagsins er „Þinn árangur!“ og munu fjórtán mark þjálfar halda erindi. erla@frettabladid.is Algengast að yfi rmenn hefj i einelti á vinnustað Brynja Bragadóttir fj allar um vinnustaðaeinelti á Markþjálfunardeginum í dag. Í sjötíu prósentum tilvika eru það stjórnendur sem leggja í einelti sem svo smitast út til annarra. MARKÞJÁLFI Brynja Bragadóttir hefur unnið með vinnustaðaeinelti í mörg ár og bæði aðstoðað stjórnendur við að bæta vinnumenningu sem og aðstoðað fólk við að vinna úr erfiðri reynslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þann 5. febrúar 1960 tók Bill Rusell, stórstjarna körfuknattleiksliðsins Boston Celtics, 51 frákast í leik gegn Syracuse. Rusell setti þá met yfir flest fráköst í einum leik. Það var slegið tæpum tíu mán- uðum síðar þegar Wilt Chamberlain náði 55 fráköstum, einmitt gegn Russell og félögum. Met Chamberlains stendur enn þá og er Russell ennþá í öðru sæti. Ólíklegt er að þessi met verði nokkurn tíma slegin, því fráköstum í NBA-deildinni hefur fækkað til muna með bættri skottækni leikmanna og nýjum áherslum í leikfræði. Félagarnir Chamberlain og Russell háðu marga hildina í árdaga NBA- deildarinnar. Chamberlain var með betri tölfræði sé litið til einstaklings- framtaksins en Russell vann mun fleiri leiki og meistaratitla. Russell hlaut ellefu titla á sínum þrettán ára ferli og verður það líklega aldrei leikið eftir. Chamberlain á aftur á móti fjölmörg met sem verða líklega aldrei slegin, til dæmis skoraði hann hundrað stig í einum leik. Chamberlain hlaut eingöngu tvo titla, sem ætti að teljast rýr uppskera fyrir mann sem hafði jafn mikla yfirburði og hann. ÞETTA GERÐIST 5. FEBRÚAR 1960 Bill Russell grípur fl est fráköst í sögunni MERKISATBURÐIR 1885 Leópold II Belgíukonungur lýsir Kongó sína einkaeign. 1900 Fulltrúar Bandaríkjanna og Bretlands rita undir samkomu- lag um Panamaskurðinn. 1939 Francisco Franco verður leiðtogi Spánar. 1962 Charles de Gaulle Frakklandsforseti tilkynnir að Alsír muni fá sjálfstæði. 1972 Bob Douglas verður fyrsti þeldökki maðurinn til að fá inn- göngu í frægðarhöll NBA. 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 5 -1 8 3 0 1 3 A 5 -1 6 F 4 1 3 A 5 -1 5 B 8 1 3 A 5 -1 4 7 C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.