Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 28
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Á liðnum vikum hefur heims-
byggðin horft upp á hryðjuverk í
ólíkum heimshornum, auk árásar-
innar á Charlie Hebdo, sem hver
heilvita manneskja fordæmir. Í kjöl-
farið er sjónum á ný beint að hinum
íslamska heimi og eðlilega eru
Vestur lönd uggandi um öryggi sitt.
Það öryggi og sá stöðugleiki sem
náðst hefur á Vesturlöndum er
árangurinn af löngu og erfiðu ferli
og er því miður ekki að til að dreifa í
þeim löndum sem stöðugt glíma við
afleiðingar átaka. Sú bylting sem
tækniframfarir á sviði samgangna
og samskiptamiðla er hefur gert
heiminn að alheimsþorpi og því eru
átök og aðstæður fólks nær okkur
en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir
langar vegalengdir. Af þeim sökum
er þess krafist að einstaklingar og
stjórnvöld leggist á eitt við að skapa
og styðja við menningu sem gerir
okkur kleift að búa saman í sátt og
virðingu.
Hryðjuverk, hvar sem þau eru
framin, krefjast þess að mann-
kynið allt taki höndum saman um að
sporna gegn þeim. Sem manneskjur
þurfum við að sameinast um gildi
sem hafna aðferðum hryðjuverka-
manna. Í trúarbrögðum Abrahams,
jafnt sem hinum stóru siðferðilegu
kenningum og heimspekiskólum, er
að finna næg rök til að standa vörð
um mannréttindi og mannhelgi.
Því ættum við sem manneskjur öll
að geta staðið saman andspænis vá
hryðjuverka og sameinast í samtali
sem grundvallast á umburðarlyndi
og virðingu.
Í því samhengi er mikilvægt að
nefna að Íslam er í dag órofa hluti
evrópskrar menningar. Í kjölfar
þess að afar okkar og ömmur fluttu
til Evrópu erum við sem þetta ritum
múslimar sem eru fæddir og upp-
aldir í Evrópu. Eins og við erum
hluti af Vesturlöndum eru Vestur-
löndin hluti af okkur. Við erum
ekki einungis evrópskir múslimar,
heldur samsömum við okkur gildum
mannréttinda og viljum standa vörð
um lýðræði, borgaralegar skyldur,
fjölmenningarlegt samtal og virð-
ingu fyrir landslögum.
Þeirra eigin vanskapnaður
Að því sögðu getum við fullyrt að
hver sú ógn sem birtist gegn þeirri
lýðræðishefð er ógn við það sam-
félag sem við tilheyrum og erum
hluti af. Sú staðreynd að tvö fórnar-
lamba árásarinnar á Charlie Hebdo
voru múslimar og að það var mús-
limi sem bjargaði lífi 12 manns í
hildar leiknum undirstrikar það. Það
sýnir jafnframt að hryðjuverk virða
ekki mörk trúarbragða, hugmynda-
fræði eða þjóðernis þótt framin séu
í þeirra nafni. Íslam hefur aldrei
samþykkt hryðjuverk sem löggilda
aðferð. Þvert á móti segir í okkar
helgu bók að það að myrða saklausa
manneskju jafngildi því að myrða
mennskuna sjálfa. Í Íslam er mann-
helgi og virðing fyrir lífinu á meðal
grunngilda. Enginn einstak lingur
má taka sér það vald að útdeila
öðrum refsingu með eigin hendi,
hvort sem viðkomandi er sekur eða
saklaus.
Frá þessum sjónarhóli er með
engum hætti hægt að samþykkja
hryðjuverk á grundvelli Íslams.
Hugmyndafræði hryðjuverka-
manna er þeirra eigin vanskapn-
aður og byggir á ómanneskjulegum
ásetningi. Réttur manneskjunnar
til lífs er og skyldi ávallt vera heil-
agur og það hefur enginn leyfi til
að svipta annan þeim rétti. Við vilj-
um loks vitna í kennslu hins tyrk-
neska fræðimanns Fethullah Gülen:
„Músl imi getur ekki verið hryðju-
verkamaður og hryðjaverkamaður
getur ekki verið múslimi”.
Hryðjuverk og mennska
Ein mesta efnahagsinn-
spýting í langan tíma
fyrir Íslendinga á sér nú
stað með stórfelldri lækk-
un olíuverðs. Íslenska
þjóðin kaupir um 500
milljónir lítra af olíu
árlega til að keyra samfé-
lagið til sjávar og sveita.
Ef heimsmarkaðsverð á
lítra lækkar um 50 kr. þá
sparar þjóðarbúið um 25
milljarða árlega. Þetta er
alvöru sparnaður fyrir
íbúana sem dreifist um allt sam-
félagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna
milljarðarnir í hagkerfinu okkar í
stað þess að leka beint til olíufram-
leiðsluríkja.
Þessi áhrif olíukostnaðar á
þjóðar búið sýna okkur hversu
jákvæð áhrif minni olíunotkun
hefur á ríki eins og Ísland, sem
ekki framleiðir olíu. Minni olíu-
notkun skilar hins vegar mun
öruggari og fyrirsjáanlegri sparn-
aði en vonir um lágt olíuverð til
langframa. Þess vegna er mikil-
vægt að sofna ekki á verðinum nú
heldur halda áfram í þá átt að gera
Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð
slævir og nú þegar eru t.d. komnar
vísbendingar um að eyðslugildi
nýrra bifreiða í Bandaríkjunum
sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga
upp á við. Það er mjög var-
hugaverð þróun ef við
förum að nota meiri olíu á
hvern ekinn kílómetra í
skjóli lágs olíuverðs. Einnig
eru fiskimjölsverksmiðjur
farnar að hóta því að skipta
yfir í olíu sem tímabundið
gæti farið örlítið undir raf-
orkuverð. Erum við sátt við
að sameiginleg auðlind sé
brædd með olíu í stað inn-
lendrar raforku vegna lágs
olíuverðs sem því miður
getur aðeins verið tíma bundið
ástand? Olíuverð mun hækka
vegna þeirrar einföldu staðreyndar
að olían mun klárast þar sem hún
er ekki endanleg auðlind. Olía er
sem sagt ósjálfbær en að auki er
hún mengandi, gjaldeyris eyðandi
og orkuöryggistruflandi. Hvernig
getur verð á vöru sem mun klár-
ast, líklega vel innan hundrað ára,
lækkað yfirleitt? Mann kynið hefur
því miður aldrei átt auðvelt með að
verðleggja endanlegar auðlindir og
yfirleitt valið þá leið að senda raun-
kostnaðinn að mestu yfir á næstu
kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi
góður, að pottþétt væri að sauðfé,
sem tegund, myndi deyja út vegna
riðu á næsta ári, hvernig myndir
þú verðmeta lambalærið í kistunni
þinni þá?
Lífeyrissjóður
Flestir hafa skilning á mikilvægi
þess að leggja fyrir í lífeyris-
sjóð. Ástæðan er einföld, við þurf-
um vinnu og laun til að mæta út-
gjöldum hins daglega lífs. Þegar
við eldumst og verðum að hætta
að vinna þá hverfa launin en ekki
útgjöldin. Þess vegna leggjum við
fyrir til að tryggja lífeyri sem
mætir útgjöldum efri ára. Hvers
vegna hugsum við ekki eins um
olíu sem verður búin eða á óvið-
ráðanlegu verði eftir einhverja
áratugi? Væri ekki ráð að leggja
fyrir og nota þá peninga til að
skapa framtíð eftir olíu eins og við
vinnum markvisst að því að skapa
framtíð eftir vinnu? Er það alger-
lega fáránleg hugmynd að leggja
eina krónu á hvern lítra af olíu
sem nota mætti til að styðja við
framleiðslu og uppbyggingu inn-
viða fyrir innlenda nýorku sem
taka mun við af olíunni fyrr en
síðar? Ein króna á lítra gefur um
500 milljónir á ári ef hún leggst á
alla olíu. Þessa peninga mætti líka
nota til að milda framtíðarhækk-
anir á olíu til að draga úr áhrifum
á verðlag o.fl. En líklega er til of
mikils mælst að hækka olíuverð
um krónu fyrir bjartari framtíð
og langbest að láta komandi kyn-
slóðir bara taka skellinn.
Er lágt olíuverð bara gott?
Með fullri virðingu fyrir
skoðunum annarra langar
mig að koma með þetta inn-
legg í umræðuna um Nátt-
úrupassann sem mér sýnist
enn og aftur vera komin á
villigötur.
Ég hef mörg undanfarin
ár tekið þátt í vinnufundum,
ráðstefnum, setið í vinnu-
hópum og nefndum með
félögum mínum í ferða-
þjónustunni til að skoða og
finna lausnir á þeirri stöðu
sem náttúruperlur þessa
lands eru komnar í eða eru
á leiðinni í. Nú þegar frumvarp ráð-
herra er komið fram til umræðu er
í mínum huga algjört grundvallar-
atriði að lesa í gegnum ALLT frum-
varpið og skoða það vel og söguna á
bak við það áður en allt er skotið í
kaf eða rangtúlkað.
Áralangar umræður
Umræðan og skoðun á gjaldtöku-
leiðum til uppbyggingar við okkar
fjölförnustu ferðamannastaði hefur
staðið yfir árum saman og hófst
löngu áður en núverandi ráðherra
tók við störfum. Það var eftir alla
þá yfirferð, umræður, fundi, mál-
þing og skýrslur að ráðherra komst
að þeirri niðurstöðu að kalla saman
hóp til að skoða og ræða útfærslu-
leiðir á svokölluðum Náttúrupassa.
Þeir sem ekki höfðu tekið þátt í
umræðum og vinnu undanfarinna
ára komu strax með aðrar hug-
myndir og töldu ráðherra vera að
neyða náttúrupassa upp á landslýð
í stað þess að fara aðrar leiðir sem
þegar var búið að ræða og skoða í
áraraðir og ýta út af borðinu.
Ráðgjafahópurinn fékk því það
hlutverk að ræða og finna útfærslu-
leiðir á passanum. Á fyrsta eða
öðrum fundi ráðgjafahópsins í
nóvember 2013 lögðu Ferðamála-
samtök Íslands fram tillögu um að
Náttúrupassinn yrði valfrjáls fyrstu
tvö til þrjú árin meðan verið væri að
kanna greiðsluvilja ferðamanna og
ræða sig að endanlegri útfærsluleið.
Sú tillaga hlaut ekki brautargengi
(sem eftir á að hyggja var miður).
Ríkið borgi uppbygginguna
Það er margbúið að benda á þá mis-
munun sem ferðaþjónustan hefur
búið við hvað varðar fjárfestingar í
innviðum greinarinnar og sérstak-
lega hvað varðar t.d. rannsóknarfé
undanfarin ár. Við erum því miður
enn ekki búin að ná þeirri stöðu
eða vigt að ríkisvaldið raði okkur
ofar í forgangsröðina þegar kemur
að fjárveitingum til uppbyggingar
innviða og/eða rannsókna. Sjávarút-
vegur, landbúnaður og iðnaður hafa
áratuga forskot á ferðaþjónustuna
og allir innviðir landsins hafa tekið
mið af þessum atvinnugreinum
undan farna áratugi sem og áherslur
stjórnmálaflokkanna. Með aukinni
samstöðu og samræmdum málflutn-
ingi um okkar helstu áherslumál
getum við aukið vægi greinarinnar
og virðingu. Verum ávallt málefna-
leg og virðum skoðanir hvert ann-
ars þótt ekki séu allir sammála.
Niðurstaðan
Eftir ítarlega yfirlegu og skoðun á
valkostunum tel ég að Náttúrupass-
inn sé sú gjaldtökuleið sem kemst
næst því að vera sanngjörnust úr
því að aðrar leiðir reynast vand-
rataðar eða ófærar út frá ýmsum
ástæðum. Það er þegar búið að
skerða almannaréttinn þótt núver-
andi tillaga skerði hann enn frekar,
við erum alltaf hrædd við breyting-
ar en það sem var er ekki og það
sem er verður ekki. Reynum að
skoða þessa tillögu og ræða mál-
efnalega. Það er gengið út frá því
að í upphafi verði aðeins um tíu til
tólf staði að ræða þar sem einstaka
gestir verða krafðir um passann,
þ.e. þar sem álagið og aðsóknin er
mest. Aðrir staðir sem sækja um að
gerast þátttakendur geta sótt um
100% framlag til endurbóta, upp-
byggingar og reksturs að því gefnu
að ekki verði rukkað inn á viðkom-
andi staði. Það er því hvati til að
gerast þátttakandi í Náttúrupass-
anum til að fá framlög til úrbóta,
lagfæringa og reksturs. Það eru
mörg önnur atriði sem ræða má
um útfærsluleiðir en gerum það af
einhverri sanngirni og án fordóma
fyrir fram. Nú er mál að linni því
við verðum að fara að ræða okkur
að sameiginlegri lausn því náttúr-
an verður að fá forgang áður en við
verðum náttúrulaus.
Náttúrupassi: Já takk
ORKUMÁL
Sigurður Ingi
Friðleifsson
framkvæmdastjóri
Orkuseturs
SAMFÉLAG
Derya Ösdilek Ersan
Kouyuncu
í Félagi Horizon
FERÐAÞJÓN-
USTA
Ásbjörn
Björgvinsson
formaður Ferða-
málasamtaka
Íslands
Save the Children á Íslandi
Veit á vandaða lausn
➜ Eftir ítarlega
yfi rlegu og skoðun á
valkostunum tel ég
að Náttúrupassinn
sé sú gjaldtökuleið
sem kemst næst því
að vera sanngjörnust
úr því að aðrar
leiðir reynast vandrat-
aðar eða ófærar út frá
ýmsum ástæðum.
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
A
5
-1
D
2
0
1
3
A
5
-1
B
E
4
1
3
A
5
-1
A
A
8
1
3
A
5
-1
9
6
C
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K