Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 36
FÓLK|MATUR Íslendingar eru hrifnir af austurlenskum mat og þess vegna er gaman að elda fyrir þá kræsingarnar sem ég ólst upp við,“ segir Analisa Montecello frá Filippseyjum. Hún ræður ríkjum í eldhúsinu á Sjanghæ, nýja veit- ingahúsinu við Grandagarð, ásamt Ha Hoang Lam frá Víetnam. Lísa og Halli, eins þau eru kölluð, stjórna matargerðinni að sínum hætti og draga fram það besta, fjölbreyttasta og heilbrigðasta sem finna má í asískum mat og þar eru möguleikarnir endalausir. Boðið er upp á hlaðborð með miklu úrvali á 1.790 kr. bæði í hádeginu og á kvöldin. „Við leggjum áherslu á hollan og heilnæman mat úr fersku hráefni,“ segir Lísa. „Fólk sækist eftir því, ekki síst á þessum árstíma þegar margir eru að huga að heilsunni eftir hátíðarnar. Á hlaðborðinu er allt þetta vinsælasta, eins og eggjanúðlur, rækjur og fiskur með súrsætri sósu og karrísósu. Svo höfum við minnst tvo kjötrétti og fjölbreytt, ferskt grænmeti með. Á sérréttaseðlinum er síðan mikið úrval af kjúklingi, svínakjöti, nauti og lambi í alls konar útgáfum. Við leggjum líka áherslu á ferskt sjávarfang, enda er Sjanghæ við gömlu höfnina.“ Opið er alla daga á Sjanghæ, mánudaga til laugardaga kl. 11.30-21 og sunnudaga kl. 16-21. Hægt er að taka með sér allan mat og sérstaklega hagstætt er takeaway-tilboð á 1.790 kr. á mann. Pöntunarsíminn er 517-3131. Sjanghæ býður auk þess upp á veisluþjónustu. ANALISA RÆÐUR RÍKJUM Í ELDHÚSINU Á SJANGHÆ SJANGHÆ KYNNIR Hlaðborðið á Sjanghæ, nýja veitingahúsinu við Grandagarð, svignar undan heilnæmu lostæti frá hinum ýmsu Asíulöndum. Og sérréttaseðillinn er fjölbreyttur. LJÚFFENGT HLAÐBORÐ Austurlenskt veisluhlaðborð inni- heldur: Djúpsteiktar rækjur/fisk, tvo kjötrétti, karrísósu og súrsæta sósu, steiktar eggjanúðl- ur/hrísgrjón. Tilboð 1.790 kr. á mann. KRÆSINGAR „Íslendingar eru hrifnir af austurlenskum mat og þess vegna er gaman að elda fyrir þá kræsingarnar sem ég ólst upp við,“ segir Analisa Monte- cello frá Filippseyjum. MYNDIR/GVA MAJÓNES U.Þ.B. 2 BOLLAR 2 eggjarauður ¼ bolli rauðvínsedik 1 msk. Dijon-sinnep Salt 1 ½ bolli olía (canola- eða jarðhnetu- olía) Komið eggjarauðunum í matvinnslu- vél og bætið ediki og sinnepi út í. Saltið að smekk. Setjið vélina í gang og hellið olíunni mjög hægt, dropa fyrir dropa, út í þar til blandan þykknar en þá má hella olíunni í mjórri bunu út í. Þennan grunn má svo nota í aðrar sósur og ídýfur, meðal annars remúl- aði. REMÚLAÐI 1 bolli af majónesinu góða 2 msk. af sinnepi safi úr ½ sítrónu 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 1 msk. capers, saxað fínt 1 msk. hot sauce 1 msk. paprika Klípa af salti Klípa af svörtum pipar Klípa af cayenne-pipar 1 msk. graslaukur, saxaður 1 msk. steinselja, söxuð smátt ½ msk. Worcestershire-sósa Öllu skellt saman í skál og hrært saman. Uppskriftir fengnar af www.simplecom- fortfood.com og www.foodnetwork.com HEIMALAGAÐ MAJÓ Með góðu majónesi má útbúa dýrindis salöt og smyrja með því svakalegar samlokur. Heimalagað majó er líka frábær grunnur í aðrar sósur og ídýfur. GÓÐUR GRUNNUR Heimalagað majó gerir gæfumuninn í salöt og sam- lokugerð. Það er líka góður grunnur í sósur. af steiktum eggjanúðlum með grænmeti og Egils Kristall fylgir frítt með. Gildir til 1. mars gegn framvísun þessa miða en aðeins ef borðað er á staðnum, ekki ef taka á matinn með sér. Klipptu miðann út og komdu með hann með þér. Aðeins 1.290 kr. fyrir tvo. 2 FYRIR 1 VEISLUÞJÓNUSTA SJANGHÆ Veisluþjónusta Sjanghæ býður upp á austurlenskt hlaðborð á ótrúlega hagstæðu verði sem er upplagt í fermingarveisluna og hentar fyrir alls konar veislur og mannfagnað í heima- húsum, veislusölum og á vinnustöðum. Lágmarksfjöldi er 2 og starfsfólk Sjanghæ mætir á staðinn með veisluföngin ef fjöldinn nær 50 eða fleirum. Nánari upplýsingar og pantanir hjá Magnúsi Inga Magnússyni í síma 696-5900, magnusingi@ gmail.com. Nánari upplýsingar um Sjanghæ er að finna á vef staðarins, sjanghae.is, og á Facebook. w w w .z en b ev .i s - U m b o ð : v it ex e h f NÝTT Betri dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding 100% náttúruleg, lífræn fæða án aukaefna Vísindaleg sönnun á virkni ZenBev er einstök blanda innihaldsefna, hrein graskersfræ hafa ekki sömu áhrif Fæst í apótekum og heilsubúðum ZenBev fyrir streitulausa daga og friðsælar nætur Melatónin - Seratónin Tvöföld virkni - Vellíðan dag og nótt Náttúrulegt Triptófan úr graskersfræjum Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 4 -D C F 0 1 3 A 4 -D B B 4 1 3 A 4 -D A 7 8 1 3 A 4 -D 9 3 C 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.