Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2015 | SKOÐUN | 21
Frá hruni og raunar lengur hefur
verðtrygging húsnæðislána og
annarra neyzlulána sætt harðri
gagnrýni, m.a. með þeim rökum,
að hún sé ranglát. Ranglætið er,
að lántakendur bera einir skað-
ann, þegar verðlag snarhækkar
og kaupgjald stendur í stað eða
jafnvel lækkar eins og gerðist
2008-2010. Þá þyngist greiðslu-
byrði lántakenda, en hagur lán-
veitenda af slíkum lánasamning-
um skerðist ekki. Lýðræðisvaktin
lagði til lausn á vandanum fyrir
kosningarnar 2013, en fáir sýndu
henni áhuga.
Vandi verðtryggingarinnar
felst ekki í hugmyndinni, sem að
baki býr: Takirðu lamb að láni, þá
skilarðu lambi, ekki bara fram-
parti. Vandinn liggur í fram-
kvæmdinni, sem leggur áhættu á
lántakandann einan og hlífir lán-
veitandanum og kann jafnvel með
því móti að stangast á við neyt-
endaverndarlög, svo sem tekizt
er nú á um fyrir dómstólum. Til-
laga Lýðræðisvaktarinnar fól í
sér jafnari áhættuskiptingu skv.
þeirri skoðun, að miklar skuldir
eru ekki aðeins á ábyrgð lántak-
andans, heldur einnig lánveitand-
ans (sjá xlvaktin.is). Ósanngjarnt
er, að öll áhætta vegna verðbreyt-
inga falli á annan aðila lánssamn-
ings.
Vandinn er ekki úr sögunni.
Margt sýnist nú benda til, að
kjarasamningar fari úr böndum á
næstu mánuðum. Því veldur m.a.
ógætileg og ögrandi framganga
vinnuveitenda, sem hafa hækk-
að laun forstjóra langt umfram
önnur laun, og einnig framganga
ríkisstjórnarinnar (t.d. afnám
hækkunar veiðigjalds) og seðla-
bankans (t.d. málaferli banka-
stjórans gegn bankanum vegna
launadeilu). Af þessum atvikum
leiðir umtalsverða hættu á verð-
bólgu með tilheyrandi gengis-
falli og hækkun höfuðstóls hús-
næðislána, þar eð ríkisstjórnin
hefur ekki hirt um að endurskoða
fyrirkomulag verðtryggingar eða
bankamálin að öðru leyti.
Engin erlend samkeppni
Verðtryggingin er samt ekki aðal-
vandi fjármálakerfisins. Aðal-
vandinn er, að Ísland er eitt fárra
landa, þar sem innlendir bankar
þurfa ekki að sæta erlendri sam-
keppni á heimamarkaði. Hvar-
vetna í útlöndum blasa við sjón-
um skilti til vitnis um starfsemi
erlendra banka. Danskir bank-
ar starfa í Færeyjum, norrænir
bankar starfa í Þýzkalandi, bank-
ar úr öllum heimshornum starfa
í Bretlandi og Bandaríkjunum
og þannig áfram land úr landi.
Banka rekstur er í eðli sínu alþjóð-
legur, þegar fjármagn streym-
ir frjálst yfir landamæri líkt og
vörur og þjónusta nema í neyðar-
tilfellum (Ísland er eitt þeirra),
þar sem hömlur eru lagðar á
fjárflutninga. Innlend einokun í
banka rekstri er óhagfellt fyrir-
komulag og hefur ekki reynzt
Íslendingum vel, að ekki sé meira
sagt. Innlend einokun tíðkast
enda nær hvergi nema á Íslandi.
Norðmenn eru yfirleitt búnir
að borga húsin sín að fullu fyrir
fimmtugt. Íslendingar dragnast
sumir jafnvel með námslánin sín
fram á grafarbakkann. Skortur á
erlendri samkeppni er óræk ávís-
un á óhagkvæmni í bankarekstri
ekki síður en í landbúnaði. Við
bætist skortur á innlendri sam-
keppni milli bankanna, sem Sam-
keppnisstofnun sektaði nýlega um
1,6 milljarða króna fyrir ólöglegt
samráð. Vandinn sprettur af sér-
hagsmunum, sem líðst að kaffæra
almannahag.
Mjólkurkýr og kúgunartæki
Bankarnir voru nær alla síð-
ustu öld notaðir sem mjólkurkýr
handa forgangsatvinnuvegum
fyrir milligöngu stjórnmálaflokk-
anna. Gömlu ríkisbankarnir voru
í reyndinni sjálfsafgreiðslustofn-
anir handa útvöldum. Þeir, sem
reyndu að stunda nútíma legan
atvinnurekstur í iðnaði, verzl-
un og þjónustu, neyddust til að
stofna eigin banka. Þannig urðu
Iðnaðarbankinn, Samvinnubank-
inn, Verzlunarbankinn o.fl. bank-
ar til og áttu að keppa við gömlu
ríkisbankana, en nýju bankarn-
ir máttu sín lítils og sóttu smám
saman í sama far og hinir.
Þegar loksins varð ekki lengur
undan því vikizt að einkavæða
bankana, var það gert með því að
setja tvo stærstu bankana í hend-
ur innlendra manna í „talsam-
bandi“ við ríkisstjórnarflokkana
frekar en að nota tækifærið til
að laða erlenda banka að landinu.
Markmiðið var að veita stjórn-
málaflokkunum og vinum þeirra
áframhaldandi forgang í banka-
kerfinu eins og skrifaðar heimild-
ir vitna skýrt um. Bankarnir voru
síðan keyrðir í þrot – ekkert smá-
þrot! – á skömmum tíma. Alþingi
heyktist á að skipa rannsóknar-
nefnd til að fjalla um málið.
Kína eða Kanada?
Enn bólar ekki á erlendri sam-
keppni í bankarekstri. Kínverskir
bankar eru sagðir hafa augastað á
Íslandsbanka. Það væri varasam-
ur ráðahagur. Misjafnt orð fer af
kínverskum bönkum, auk þess
sem Kína er ásælið alræðisríki.
Sumir þykjast nú sjá merki þess,
að ríkisstjórnarflokkarnir hygg-
ist þannig með hjálp Kínverja
koma til móts við kröfuna um
erlenda samkeppni til málamynda
og skipta síðan Landsbankanum
og Arion banka á milli sín með
gamla laginu.
Án heilbrigðrar erlendrar og
innlendrar samkeppni jafngildir
bankarekstur leyfi til að prenta
peninga með því að rýja varnar-
lausa viðskiptavini inn að skinni.
Nær væri að halda Kínverjum
og einkavinum stjórnmálaflokk-
anna utan bankanna og laða held-
ur hingað heim t.d. norræna eða
kanadíska banka. Bankakerfið í
Kanada er að margra dómi bezta
bankakerfi heims. Þar hlekktist
engum banka á, ekki 2008 og jafn-
vel ekki heldur í Kreppunni miklu
1929-1939.
Rangur póll í bankamálum
Í DAG
Þorvaldur
Gylfason
hagfræðiprófessor
Skortur á erlendri
samkeppni er óræk
ávísun á óhagkvæmni í
bankarekstri ekki síður en
í landbúnaði. Við bætist
skortur á innlendri sam-
keppni milli bankanna, sem
Samkeppnisstofnun sektaði
nýlega um 1,6 milljarða
króna fyrir ólöglegt samráð.
iPhone
Aukahlutir
Íslensk verslun
tolluð úr landi
Vöxtur var á öllum
sviðum verslunar
um síðastliðin
jól að frátalinni
fataverslun sem
dróst saman frá
fyrra ári þrátt fyrir
að verð á fötum
hafi lækkað milli
ára. „Fataverslun minnkaði um
2,1% í desember miðað við
sama mánuð í fyrra á föstu
verðlagi og um 3,6% á breyti-
legu verðlagi. Verð á fötum var
1,5% lægra í desember síðast-
liðnum en í sama mánuði í
fyrra,“ samkvæmt tölum frá
Rannsóknarsetri verslunar-
innar
Það er erfitt fyrir íslenska
söluaðila að keppa við erlenda
fataverslun þegar vörur sem
seldar eru á Íslandi bera í raun
tvöfaldan toll. Flestir íslenskir
söluaðilar kaupa vöru sínar í
gegnum vöruhús í Evrópu og
vöruhúsin kaupa fatnaðinn
frá Kína sem þýðir að varan er
fyrst tolluð inn í Evrópusam-
bandið með 15% tolli og þegar
hún lendir á Íslandi fær varan
u.þ.b. 15% toll við komuna
hingað. Glöggir lesendur eru
nú þegar búnir að átta sig á
að íslenskir söluaðilar borga
í raun tvöfaldan toll áður en
þeir setja á sína álagningu
en hér er ekki minnst á þann
24% vsk. sem leggst svo ofan á
vöruna áður en hún er sótt.
http://www.deiglan.is
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
AF NETINU
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
A
4
-D
C
F
0
1
3
A
4
-D
B
B
4
1
3
A
4
-D
A
7
8
1
3
A
4
-D
9
3
C
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K