Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2015 | SKOÐUN | 21 Frá hruni og raunar lengur hefur verðtrygging húsnæðislána og annarra neyzlulána sætt harðri gagnrýni, m.a. með þeim rökum, að hún sé ranglát. Ranglætið er, að lántakendur bera einir skað- ann, þegar verðlag snarhækkar og kaupgjald stendur í stað eða jafnvel lækkar eins og gerðist 2008-2010. Þá þyngist greiðslu- byrði lántakenda, en hagur lán- veitenda af slíkum lánasamning- um skerðist ekki. Lýðræðisvaktin lagði til lausn á vandanum fyrir kosningarnar 2013, en fáir sýndu henni áhuga. Vandi verðtryggingarinnar felst ekki í hugmyndinni, sem að baki býr: Takirðu lamb að láni, þá skilarðu lambi, ekki bara fram- parti. Vandinn liggur í fram- kvæmdinni, sem leggur áhættu á lántakandann einan og hlífir lán- veitandanum og kann jafnvel með því móti að stangast á við neyt- endaverndarlög, svo sem tekizt er nú á um fyrir dómstólum. Til- laga Lýðræðisvaktarinnar fól í sér jafnari áhættuskiptingu skv. þeirri skoðun, að miklar skuldir eru ekki aðeins á ábyrgð lántak- andans, heldur einnig lánveitand- ans (sjá xlvaktin.is). Ósanngjarnt er, að öll áhætta vegna verðbreyt- inga falli á annan aðila lánssamn- ings. Vandinn er ekki úr sögunni. Margt sýnist nú benda til, að kjarasamningar fari úr böndum á næstu mánuðum. Því veldur m.a. ógætileg og ögrandi framganga vinnuveitenda, sem hafa hækk- að laun forstjóra langt umfram önnur laun, og einnig framganga ríkisstjórnarinnar (t.d. afnám hækkunar veiðigjalds) og seðla- bankans (t.d. málaferli banka- stjórans gegn bankanum vegna launadeilu). Af þessum atvikum leiðir umtalsverða hættu á verð- bólgu með tilheyrandi gengis- falli og hækkun höfuðstóls hús- næðislána, þar eð ríkisstjórnin hefur ekki hirt um að endurskoða fyrirkomulag verðtryggingar eða bankamálin að öðru leyti. Engin erlend samkeppni Verðtryggingin er samt ekki aðal- vandi fjármálakerfisins. Aðal- vandinn er, að Ísland er eitt fárra landa, þar sem innlendir bankar þurfa ekki að sæta erlendri sam- keppni á heimamarkaði. Hvar- vetna í útlöndum blasa við sjón- um skilti til vitnis um starfsemi erlendra banka. Danskir bank- ar starfa í Færeyjum, norrænir bankar starfa í Þýzkalandi, bank- ar úr öllum heimshornum starfa í Bretlandi og Bandaríkjunum og þannig áfram land úr landi. Banka rekstur er í eðli sínu alþjóð- legur, þegar fjármagn streym- ir frjálst yfir landamæri líkt og vörur og þjónusta nema í neyðar- tilfellum (Ísland er eitt þeirra), þar sem hömlur eru lagðar á fjárflutninga. Innlend einokun í banka rekstri er óhagfellt fyrir- komulag og hefur ekki reynzt Íslendingum vel, að ekki sé meira sagt. Innlend einokun tíðkast enda nær hvergi nema á Íslandi. Norðmenn eru yfirleitt búnir að borga húsin sín að fullu fyrir fimmtugt. Íslendingar dragnast sumir jafnvel með námslánin sín fram á grafarbakkann. Skortur á erlendri samkeppni er óræk ávís- un á óhagkvæmni í bankarekstri ekki síður en í landbúnaði. Við bætist skortur á innlendri sam- keppni milli bankanna, sem Sam- keppnisstofnun sektaði nýlega um 1,6 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð. Vandinn sprettur af sér- hagsmunum, sem líðst að kaffæra almannahag. Mjólkurkýr og kúgunartæki Bankarnir voru nær alla síð- ustu öld notaðir sem mjólkurkýr handa forgangsatvinnuvegum fyrir milligöngu stjórnmálaflokk- anna. Gömlu ríkisbankarnir voru í reyndinni sjálfsafgreiðslustofn- anir handa útvöldum. Þeir, sem reyndu að stunda nútíma legan atvinnurekstur í iðnaði, verzl- un og þjónustu, neyddust til að stofna eigin banka. Þannig urðu Iðnaðarbankinn, Samvinnubank- inn, Verzlunarbankinn o.fl. bank- ar til og áttu að keppa við gömlu ríkisbankana, en nýju bankarn- ir máttu sín lítils og sóttu smám saman í sama far og hinir. Þegar loksins varð ekki lengur undan því vikizt að einkavæða bankana, var það gert með því að setja tvo stærstu bankana í hend- ur innlendra manna í „talsam- bandi“ við ríkisstjórnarflokkana frekar en að nota tækifærið til að laða erlenda banka að landinu. Markmiðið var að veita stjórn- málaflokkunum og vinum þeirra áframhaldandi forgang í banka- kerfinu eins og skrifaðar heimild- ir vitna skýrt um. Bankarnir voru síðan keyrðir í þrot – ekkert smá- þrot! – á skömmum tíma. Alþingi heyktist á að skipa rannsóknar- nefnd til að fjalla um málið. Kína eða Kanada? Enn bólar ekki á erlendri sam- keppni í bankarekstri. Kínverskir bankar eru sagðir hafa augastað á Íslandsbanka. Það væri varasam- ur ráðahagur. Misjafnt orð fer af kínverskum bönkum, auk þess sem Kína er ásælið alræðisríki. Sumir þykjast nú sjá merki þess, að ríkisstjórnarflokkarnir hygg- ist þannig með hjálp Kínverja koma til móts við kröfuna um erlenda samkeppni til málamynda og skipta síðan Landsbankanum og Arion banka á milli sín með gamla laginu. Án heilbrigðrar erlendrar og innlendrar samkeppni jafngildir bankarekstur leyfi til að prenta peninga með því að rýja varnar- lausa viðskiptavini inn að skinni. Nær væri að halda Kínverjum og einkavinum stjórnmálaflokk- anna utan bankanna og laða held- ur hingað heim t.d. norræna eða kanadíska banka. Bankakerfið í Kanada er að margra dómi bezta bankakerfi heims. Þar hlekktist engum banka á, ekki 2008 og jafn- vel ekki heldur í Kreppunni miklu 1929-1939. Rangur póll í bankamálum Í DAG Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor Skortur á erlendri samkeppni er óræk ávísun á óhagkvæmni í bankarekstri ekki síður en í landbúnaði. Við bætist skortur á innlendri sam- keppni milli bankanna, sem Samkeppnisstofnun sektaði nýlega um 1,6 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð. iPhone Aukahlutir Íslensk verslun tolluð úr landi Vöxtur var á öllum sviðum verslunar um síðastliðin jól að frátalinni fataverslun sem dróst saman frá fyrra ári þrátt fyrir að verð á fötum hafi lækkað milli ára. „Fataverslun minnkaði um 2,1% í desember miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 3,6% á breyti- legu verðlagi. Verð á fötum var 1,5% lægra í desember síðast- liðnum en í sama mánuði í fyrra,“ samkvæmt tölum frá Rannsóknarsetri verslunar- innar Það er erfitt fyrir íslenska söluaðila að keppa við erlenda fataverslun þegar vörur sem seldar eru á Íslandi bera í raun tvöfaldan toll. Flestir íslenskir söluaðilar kaupa vöru sínar í gegnum vöruhús í Evrópu og vöruhúsin kaupa fatnaðinn frá Kína sem þýðir að varan er fyrst tolluð inn í Evrópusam- bandið með 15% tolli og þegar hún lendir á Íslandi fær varan u.þ.b. 15% toll við komuna hingað. Glöggir lesendur eru nú þegar búnir að átta sig á að íslenskir söluaðilar borga í raun tvöfaldan toll áður en þeir setja á sína álagningu en hér er ekki minnst á þann 24% vsk. sem leggst svo ofan á vöruna áður en hún er sótt. http://www.deiglan.is Erla Ósk Ásgeirsdóttir AF NETINU 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 4 -D C F 0 1 3 A 4 -D B B 4 1 3 A 4 -D A 7 8 1 3 A 4 -D 9 3 C 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.