Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 26
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Við sem þurfum aðstoð erum með alls konar hugmyndir um hvernig má bæta aðstoðina til að tryggja okkur sjálfstætt líf. Fyrst og fremst höfum við lagt áherslu á not- endastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem tryggir okkur þau réttindi sem Ísland hefur undirgengist á alþjóðavettvangi. En er það eina og þá besta leið- in fyrir alla sem þurfa aðstoð? Eða getum við fundið millilend- ingu sem væri bil beggja af NPA og núverandi aðstoð sem sveitar- félögin veita? Það hefur reynst flóknara og seinvirkara en ég sjálfur hefði kosið að koma á NPA-þjónustu. Verkefnastjórn velferðarráð- herra hefur reynt sitt allra besta til að flýta málinu sem mest. Í upphafi var að koma verkefninu á koppinn. Ýta því úr vör. Þá tók við endalaus vinna við að koma verklagi til skila, eiga samstarf við atvinnulífið vegna vinnutíma aðstoðarmanna, tala við skatta- yfirvöld, fá yfirvöld mennta- og heilbrigðismála til að viðurkenna að kostnaðarþátttaka þeirra væri eðlileg og ekki síst að semja um úttekt á verkefninu við HÍ svo nota megi niðurstöðuna til að meta árangur þess. Hvað kost- ar svona aðstoð miðað við aðra aðstoð? Hvaða hópum nýtist þetta best? Tryggir þetta sjálf- stætt líf einstaklinga? Hvað má Að tryggja sjálfstætt líf þeirra sem þurfa aðstoð sveitarfélaga! Arnþór Jónsson, for- maður SÁÁ, skrifar grein í Fréttablaðið þann 29. jan- úar þar sem hann mótmæl- ir fullyrðingum mínum um að SÁÁ hafi rekstrarhags- muni. Það sem vekur þó enn meiri furðu í greininni eru viðhorf sem þar koma fram til fíknar og þeirra sem við hana glíma. „Hvernig á þá að skilja fíkn? Við erum líkam legar verur sem hrærumst í til- teknu félagslegu umhverfi sem er flókið. Skilningur á fíkn verður að vera breiður; fíkn getur verið möguleg afleiðing mannlegrar löngunar til að breyta meðvitund; alvarlegur heilsufarsvandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem hún hefur á samfélagið og eyðileggj- andi afleiðinga fíknarinnar; krón- ísk lífsálfélagsleg röskun sem tekur sig endurtekið upp og ekki er hægt að skilja án hins félags- lega samhengis – en ekki einfald- lega heilasjúkdómur.“ Svo segir í niðurstöðum greinar sem birtist í American Journal of Bioethics Neuroscience í júlí 2013 þar sem farið er yfir helstu gagn- rýni á kenninguna um fíkn sem heilasjúkdóm, „Addiction: Curr- ent Criticism of the Brain Disease Paradigm“. Það að fíkn sé heila- sjúkdómur er nefnilega umdeild kenning en ekki staðreynd. Eng- inn efast um að langvarandi neysla fíkniefna valdi sjúkdómum en það skiptir máli við meðferð hvort fíknivandi er skoðaður sem með- fæddur vandi eða flókinn lífsál- félagsleg röskun – eins og segir í tilvitnuninni hér að ofan. Í greininni segir Arnþór: „Gamal dags og úreltum hug- myndum um að fíknsjúkdóm- ur sé einhvers konar aumingja- skapur eða félagsleg hliðarverkun á öðrum vanda hefur fyrir löngu verið kastað. Fíknilækningar eru sérgrein í læknisfræði.“ Þarna birtast fordómafull við- horf gagnvart þeim sem glíma við afleiðingar áfalla, vanrækslu og ofbeldis. Þessi viðhorf eru ekki ættuð úr vísindaheiminum heldur vísar þetta orðalag í kunnuglega frasa sem ættaðir eru úr jafningja- hjálparsamtökum. Þarna speglast líka sá ágreiningur sem olli því að við sem stöndum að Rótinni gátum ekki þrifist innan SÁÁ og stofnuðum því nýtt félag. Við Rótarkonur lítum ekki á þá sem orðið hafa fyrir erfiðum upp- lifunum í lífinu sem aumingja heldur erum sammála vísinda- mönnunum, í ofannefndri grein um sjúkdómskenninguna, að líta verði á fíknivanda sem flókið heilsufars- og félagslegt vandamál sem með- höndla þarf sem slíkt. Við erum ekki að bíða eftir því að genið og síðan pillan sem leysir þennan vanda verði fundin upp. Rekstrarhagsmunir SÁÁ Í grein sinni segir Arnþór um þá staðhæfingu mína að SÁÁ hafi af því rekstrarhagsmuni að fá sem flesta sjúklinga inn á Vog: „Þetta er fráleit staðhæfing.“ Auðvitað hefur SÁÁ rekstrarhagsmuni eins og aðrir sem standa í rekstri þó að félagið sé ekki rekið með hagnað að leiðarljósi. Félagið rekur sjúkra- hús og meðferðarstarfsemi og aflar tekna til starfseminnar með ýmsu móti en að mestu leyti í gegn- um þjónustusamning við ríkið. Síð- asti samningur var undirritaður 17. desember sl. en SÁÁ fékk alls 805 milljónir árið 2014 samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn þar um í þinginu. Það er ekki svo að ég sé að finna upp hjólið með þeirri staðhæf- ingu að betur fari á því að aðrir en hagsmunaaðilar, eins og SÁÁ, skammti sér sjálfir sjúklinga. Hugmyndina má meðal annars finna í skýrslu þáverandi heil- brigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem hann lagði fyrir þingið 2004-2005 en í henni eru margar ágætar hugmyndir sem því miður var ekki hrint í fram- kvæmd á sínum tíma. Af hagsmunum og „aumingjum“ Hér á landi, líkt og í öðrum löndum í Evrópu, er hópur fólks sem er að berjast fyrir því að framin verði kerfisbundin mannrétt- indabrot og ákveðnum minnihlutahóp verði mis- munað vegna þess hverrar trúar hann er. Eflaust er þetta upp til hópa ágæt- is fólk sem er einfaldlega mjög afvegaleitt og áttar sig sennilega ekki á því hversu viðbjóðslegar og hættu legar skoðanir þess eru. Auðvitað er þessu fólki frjálst að koma sínum skoðunum á framfæri, en óneitan- lega væri heimurinn betri staður ef færri deildu þessum skoðunum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að það er ekki hægt að setja alla múslima undir sama hatt og gera ráð fyrir því að þetta séu allt hryðjuverkamenn. Það að ætla að hafa sérstakt eftirlit með múslim- um á þessum forsendum er álíka fáránlegt og að ætla að hafa sér- stakt eftirlit með kaþólskum prest- um á þeim forsendum að þeir séu allir barnaníðingar. Langflestir múslimar eru bara ósköp eðlilegt og gott fólk, öfgamennirnir eru aðeins hávær minnihluti og tala ekki fyrir alla múslima neitt frek- ar en t.d. Westboro Baptist Church talar fyrir alla sem eru kristnir, Ku Klux Klan talar fyrir alla hægri- menn, já eða bara forstöðumenn Facebook-síðunnar „Mótmælum mosku á Íslandi“ fyrir alla Íslend- inga. Öfgar geta af sér öfgar, og það virkar í báðar áttir. Hryðjuverk á borð við árásina í París gera fátt annað en að gera öfgaþjóðernis- sinna enn öfgafyllri, og ummæli og aðgerðir þessara þjóðernissinna gera ekkert nema skvetta bensíni á eldinn hjá öfgatrúuðum múslimum. Þetta er þróun sem allt gott og vel meinandi fólk ætti að leggjast á eitt við að sporna gegn. Það er einfaldlega þannig að ef við viðurkennum að skoðanir sem byggjast á fordómum, mismunun og mannréttindabrotum eigi rétt á sér erum við um leið að segja að fordómar, mismunun og mannrétt- indabrot séu á einhvern hátt rétt- lætanlegir hlutir, sem þeir eru alls ekki. Öfgar geta af sér öfgar gera betur? Og svo fram- vegis. Það hefur þurft tíma til að gera þetta vel. Því miður allt of langan tíma. En eins og oft þá hafa svör við sumum spurn- ingum kallað á fleiri. Því var ákaflega mikilvægt að fá verkefnið framlengt svo raða megi púslinu í marktæka mynd. Að hafa svokallaðan NPA-samning er um margt flókið og þarfnast bæði rekstrarkunnáttu auk hæfileik- ans til að hafa mannaforráð með öllum þeim skýrslum og skilum sem því fylgir. Skattaskil, launa- tengd gjöld, lífeyrissjóðir svo eitthvað sé nefnt. Margir full- frískir einstaklingar hefðu enga getu til að standa í svona rekstri. Vandinn við hefðbundna aðstoð sveitarfélaga liggur fyrst og fremst í skiptingu aðstoðarinnar innan kerfisins. Þar verður að sækja um heimahjúkrun (ríkið), heimilisaðstoð, liðveislu og sér- staka liðveislu svo eitthvað sé nefnt. Þarna er auðvitað kóngur og jafnvel drottning ríkjandi yfir hverjum „kassa“ sem við þurf- um að betla út aðstoð hjá, sem við eigum þó fullan rétt á. Sem sagt hver kassi sendir sitt fólk til okkar, þegar honum hentar og auðvitað þangað sem honum hent- ar. Það eru dæmi um að á einum mánuði hafi komið 52 mismun- andi einstaklingar til að aðstoða einn aðila. Sá gerði ekki annað en kenna aðstoðarmönnum sínum á sjálfan sig. Ég held að jafnvel harðasta kerfisfólk viti að þetta er ekki eðlilegt. Er þá eina bótin að fara alveg hinumegin á mæli- stikuna? Eða er annað í boði? Boðlegt fyrir alla Er mögulegt að hugsa þjónustu sveitarfélaganna upp á nýtt? Gera starfið boðlegt fyrir alla, notendur og starfsmenn? Má ekki sameina alla kassana með misjöfnum nöfnum í einn sem leysir aðstoðarþörf viðkomandi? Um leið og mat á aðstoðarþörf hefur farið fram þá mæti ég á einn stað og fundin er lausn fyrir mig. Ég gæti tilnefnt aðstoðarfólk eða fengi aðstoð frá sveitarfélaginu með þeim mann- skap sem þar er á lausu. Starfs- menn væru þá ráðnir til sveitar- félagsins. Nokkur atriði sem ég tel að þurfi að gera: 1 Lögfesta/innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. 2 Ráða inn fólk sem gerir flest eða allt sem þarf til að aðstoða einn einstakling. 3 Gera endanlegan kjarasamn-ing sem nær utan um þetta starf, t.d. sofandi næturvaktir. 4 Breyta þeim lögum og reglu-gerðum sem þvinga sveitar- félögin til að skipta upp aðstoð- inni eins og gert er í dag. 5 Gera sveitarfélögum mögu-legt að sjá um utanumhald vegna starfa aðstoðarfólks. 6 Fólk færi í grunnnám sem aðstoðarfólk og það verður að vera sía á sem flesta sem eru óhæfir til að sinna svona við- kvæmum störfum. Þetta eru bara hugsanir settar á blað svo útvega megi sem flest- um þá aðstoð sem viðkomandi þarf til að tryggja honum/henni sjálfstætt líf. Það er markmið okkar allra. SAMFÉLAG Guðjón Sigurðsson í verkefnastjórn um NPA HEILBRIGÐIS- MÁL Kristín I. Pálsdóttir talskona Rótarinnar SAMFÉLAG Starri Reynisson í stjórn Bjartrar framtíðar ➜ Er mögulegt að hugsa þjón- ustu sveitarfélaganna upp á nýtt? Gera starfi ð boðlegt fyrir alla, notendur og starfsmenn? Má ekki sameina alla kassana með misjöfnum nöfnum í einn sem leysir aðstoðarþörf viðkomandi? Um leið og mat á aðstoðarþörf hefur farið fram þá mæti ég á einn stað og fundin er lausn fyrir mig. Ég gæti tilnefnt aðstoðarfólk eða fengi aðstoð frá sveitarfélaginu með þeim mannskap sem þar er á lausu. ➜ Þarna birtast fordómafull viðhorf gagnvart þeim sem glíma við afl eiðingar áfalla, vanrækslu og ofbeldis. Þessi viðhorf eru ekki ættuð úr vís- indaheiminum heldur vísar þetta orðalag … ➜ Öfgar geta af sér öfgar, og það virkar í báðar áttir. Hryðjuverk á borð við árásina í París gera fátt annað en að gera öfgaþjóðernissinna enn öfgafyllri. 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 5 -0 9 6 0 1 3 A 5 -0 8 2 4 1 3 A 5 -0 6 E 8 1 3 A 5 -0 5 A C 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.