Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 4
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
186 ferkílómetra af birki-skógi má finna á
Austurlandi.
Það er það minnsta í einum lands-
fjórðungi.
MENNTUN Náms- og starfsráðgjöf í
grunnskólum er þjónusta sem börn
eiga rétt á samkvæmt lögum. Mikill
fjöldi nemenda fær ekki þessa lög-
bundnu þjónustu. Þetta skrifa náms-
og starfsráðgjafarnir Rannveig Óla-
dóttir og Sigríður Bílddal í aðsendri
grein í Fréttablaðinu í dag.
Þær segja niðurstöður könnun-
ar, sem gerð var í nóvember síðast-
liðnum, benda til að ekki séu starf-
andi náms- og starfsráðgjafar í um
það bil þriðjungi grunnskóla á land-
inu. „Starfsheitið náms- og starfs-
ráðgjafi hefur verið lögverndað
síðan 2009 en í þriðjungi þeirra
skóla sem hafa náms- og starfsráð-
gjafa hafa aðrir verið ráðnir til að
sinna starfinu. Í þeim hópi má finna
leikskólakennara, þroskaþjálfa, iðju-
þjálfa, sálfræðinga, sérkennara,
almenna kennara, félagsráðgjafa,
félagsfræðinga, skólastjóra og fyrr-
verandi skólastjórnendur,“ skrifa
þær Rannveig og Sigríður.
„Sumir skólastjórnendur ráða
aðra þótt þeir viti hver menntun
náms- og starfsráðgjafa eigi að
vera. Það eru dæmi um að skóla-
stjórnendur haldi að gamli skóla-
stjórinn geti tekið að sér að leið-
beina krökkunum, meira að segja í
Reykjavík,“ segir Rannveig í viðtali
við Fréttablaðið.
Svanhildur María Ólafsdóttir, for-
maður Skólastjórafélags Íslands,
segir æskilegast að menntaðir
náms- og starfsráðgjafar séu við
störf í öllum skólum þar sem því
verður við komið. „Í fámennum
skólum er kannski erfitt að ráða í
fullt starf. Þá hafa aðrir tekið þetta
að sér.“
Hún bætir því við að náms- og
starfsráðgjöf sé jafnframt oft bara
hlutastarf í stærri grunnskólunum.
„Það hefur ekki verið veitt mikið
fjármagn í þessi störf. Kennsla
hefur haft forgang.“
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, pró-
fessor í náms- og starfsráðgjöf
við Háskóla Íslands, segir nám í
þessum fræðum hafa hafist 1990.
„Námið var eins árs diplómanám
til ársins 2004. Þegar það var orðið
tveggja ára meistaranám var ger-
legt að setja í lög að starfsheitið
væri lögverndað.“
Á hverju ári útskrifast 15 til 20
nemendur, að því er Guðbjörg grein-
ir frá. Hún segir þörf á að bæta
skipulag ráðgjafar og fræðslu um
nám og störf í grunnskólum. „Börnin
hafa ekki fengið mikla fræðslu um
framtíðina í skólakerfinu og á vinnu-
markaðnum. Svo eru allir hissa á
miklu brottfalli. Það er nauðsynlegt
að auka fræðslu á þessu sviði. Þarna
er um almannahagsmuni að ræða.
Annars staðar á Norður löndunum
fá grunnskólanemendur miklu meiri
fræðslu um möguleika á námi og
störfum. Í Finnlandi fá nemendur
í efstu bekkjum grunnskólanna um
80 kennslustundir í náms- og starfs-
fræðslu sem er skyldunám. Að auki
eru þeir tvær vikur úti á vinnumark-
aði. Hér er þetta oftast val og ekki í
öllum skólum.“
Nú er unnið að stefnumótun um
málefni náms- og starfsráðgjafar
á vegum mennta- og menningar-
málaráðuneytisins. Í starfshópnum
eru fulltrúar velferðarráðuneytis,
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytis og Félags náms- og starfs-
ráðgjafa. Formaður starfshópsins,
Guðrún Birna Kjartans dóttir náms-
og starfsráðgjafi, segir áherslur
vera að breytast í Evrópu og víðar á
þann hátt að litið verði á ráðgjöf og
fræðslu í námi og starfi sem hluta af
þróun starfsferils alla ævi en ekki
bara inngrip í 10. bekk.
ibs@frettabladid.is / sjá síðu 33
Náms- og starfsráðgjafa
vantar í þriðjung skóla
Grunnskólabörn eiga rétt á náms- og starfsráðgjöf samkvæmt lögum. Niðurstöður könnunar benda til að ekki
séu starfandi náms- og starfsráðgjafar í um þriðjungi grunnskóla. Aðrir gegna starfinu í þriðjungi skólanna.
Í TÆKNISKÓLANUM Grunnskólanemar fá víða miklu meiri fræðslu um möguleika á
námi og störfum en á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Félags framhalds-
skólanema, segir mikilvægt fyrir nemendur að fá hjálp til að
finna rétta braut í námi og starfi. „Þetta er einn af mikilvægustu
þáttunum í námi nemenda. Það hefur sýnt sig að ánægjan eykst
töluvert þegar nemendur hafa með hjálp ráðgjafa fundið út
hvað hentar þeim.“
Það er mat Laufeyjar að námsráðgjafar ættu að vera í öllum
skólum og fleiri en einn. „Það eru alltof margir nemendur á
hvern námsráðgjafa. Þeir geta ekki farið yfir það með hverjum
og einum hvaða skref sé best fyrir hann að taka í sínu námi. Hlutverk námsráð-
gjafa ætti einnig að vera skýrara. Þeir taka oft að sér hlutverk sálfræðinga sem
ættu líka að vera í skólunum.“
Ráðgjöf einn mikilvægasti þátturinn
JÓRDANÍA, AP Tveir fangar voru
teknir af lífi í Jórdaníu í gær í
hefndarskyni fyrir morð á jórd-
önskum flugmanni sem myrt-
ur var í Sýrlandi. Vígamenn
Íslamska ríkisins brenndu flug-
manninn og birtu á netinu mynd-
band af því þegar kveikt er í
honum.
Abdullah II. Jórdaníukonungur
hraðaði sér heim til Jórdaníu frá
Bandaríkjunum þar sem hann var
í opinberri heimsókn. Hann sagði
að Jórdanía myndi bregðast við af
fullri hörku og efla hernað sinn
gegn Íslamska ríkinu.
Fangarnir tveir voru báðir
hengdir, en þeir hétu Sajida al
Rishawi og Ziad al Karbouly.
Báðir voru þeir frá Írak og höfðu
tengsl við al-Kaída-samtökin, að
því er Mohammad al Momani,
talsmaður jórdanskra stjórn-
valda, fullyrti.
Almenningur í Jórdaníu hefur
haft tvíbenta afstöðu til þátt-
töku í hernaði gegn vígasveit-
um Íslamska ríkisins í Sýrlandi
og Írak. Annars vegar blöskr-
ar fólki grimmdin og vill hefnd-
ir, en á hinn bóginn vill fólk
ekki neina þjónkun við Vestur-
lönd, jafnvel þótt óvinurinn sé sá
sami. Þátttaka jórdanska hersins
í loft árásum Bandaríkjahers á
Íslamska ríkið er því ekki vel séð.
Jórdanski flugmaðurinn var
26 ára gamall og hét Muath al
Kaseasbeh. Á myndbandinu mátti
sjá merki þess að hann hefði sætt
barsmíðum.
- gb
Jórdanía brást hart við eftir að vígamenn Íslamska ríkisins myrtu jórdanskan flugmann:
Tveir fangar teknir af lífi í hefndarskyni
MINNINGARATHÖFN UM FLUGMANN-
INN Jórdanskir hermenn komu saman
til að minnast flugmannsins, sem víga-
menn tóku af lífi í gær. NORDICPHOTOS/AFP
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Kringlan | 588 2300
afsláttur af öllum GARDÍNUM
PÚÐUM
&
20%
GILDIR TIL
23. FEBRÚAR
2015
JAFNRÉTTI Skipan starfshóps
innan ríkisráðherra, sem fjalla á
um jafnt búsetuform barna sem
búa á tveimur heimilum, var
breytt áður en hann tók til starfa
um mánaðamótin.
Upphafleg skipan hópsins sem
auglýst var af ráðuneytinu var á
skjön við jafnréttislög, og Frétta-
blaðið sagði frá í gær.
Skipan starfshópsins var breytt
vegna ábendingar um kynjahlut-
fall í hópnum og var ákveðið að
óska á ný eftir tilnefningu frá
Sýslumannafélagi Íslands sem
aðeins hafði tilnefnt konu og ekki
greint frá hlutlægum ástæðum
þess að ekki væri mögulegt að til-
nefna bæði karl og konu.
Starfshópurinn hefur þegar
haldið sinn fyrsta fund. - shá
Jafnréttislög sögð virt:
Starfshópur
rétt skipaður
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
SUÐVESTLÆGAR ÁTTIR verða ríkjandi á landinu næstu daga og nokkuð vindasamt.
Það ganga skil austur yfir landið á morgun með rigningu eða slyddu í fyrstu en síðan
éljum í kólnandi veðri síðdegis.
4°
18
m/s
4°
12
m/s
5°
8
m/s
6°
9
m/s
Strekkingur
eða hvasst
víða um
land.
Kólnandi.
Strekkingur
allra vestast
og með
N-strönd,
annars
hægari.
Gildistími korta er um hádegi
3°
17°
-12°
3°
15°
-3°
-3°
1°
1°
19°
5°
11°
11°
17°
4°
0°
1°
-1°
3°
7
m/s
6°
18
m/s
4°
9
m/s
2°
10
m/s
4°
11
m/s
4°
14
m/s
0°
18
m/s
2°
2°
0°
1°
4°
0°
6°
-3°
2°
0°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
LAUGARDAGUR
Á MORGUN
BYGGÐAMÁL Rafræna íbúakosn-
ingin Betri hverfi 2015 fer fram
í Reykjavík dagana 17. til 24.
febrúar næstkomandi. Kjósa á um
verkefni í hverfum borgarinnar.
Kosið verður milli allt að 20 hug-
mynda í tíu hverfum borgarinnar.
Sextán ára og eldri með lögheim-
ili í Reykjavík geta tekið þátt. Til
þess að komast inn á kosningavef-
inn verða íbúar að eiga Íslykil eða
rafræn skilríki til auðkenningar.
Niðurstöður kosninganna eru
bindandi fyrir Reykjavíkurborg
sem skuldbindur sig til að fram-
kvæmda þau verkefni sem kosin
eru. - ngy
Blásið til rafrænna kosninga:
Reykvíkingar
kjósa í febrúar
REYKJAVÍK Kosning í febrúar er sögð
samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu.
Námið var
eins árs diplóma-
nám til ársins
2004. Þegar það
var orðið tveggja
ára meistara-
nám var gerlegt
að setja í lög að starfsheitið
væri lögverndað.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir,
prófessor í náms- og starfsráðgjöf.
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
A
4
-D
8
0
0
1
3
A
4
-D
6
C
4
1
3
A
4
-D
5
8
8
1
3
A
4
-D
4
4
C
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K