Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 18
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Landssamband kúabænda hyggst kaupa Nautastöðina á Hesti í Borgarfirði af Bændasamtökum Íslands. Landssambandið hefur stofnað félagið Nautgriparæktar- miðstöð Íslands af þessu tilefni, eins og greint var frá í Lögbirt- ingablaðinu. Nautastöðin er kynbótastöð Íslands fyrir nautgripi. Þar eru naut haldin og sæði tekið og því dreift síðan til þeirra sem sjá um sæðingar. Baldur Helgi Benjamínsson, for- maður Landssambands kúabænda, segir að viðræður um kaupin standi yfir. Hann segir að Bændasam- tökin hafa rekið nautastöðina síðan 1970. Baldur Helgi bendir á að það séu einungis kúabændur sem noti þessa stöð, eðli málsins samkvæmt, en ekki allir bændur. Hugmyndin sé því að kúabændur beri á henni faglega og fjárhagslega ábyrgð. „Það er það sem við erum að hugsa og Bændasamtökin líka. Að þessi rekstur sé á herðum þeirrar greinar landbúnaðarins sem notar stöðina og rekur hana og kaupir af henni þjónustu,“ segir Baldur Helgi. Hann segir að kaupin séu háð samþykki Búnaðar þings og aðal- fundar Landssambands kúabænda. „Ég vonast til að þetta gangi eftir en það er háð samþykki beggja þessara stofnana,“ segir Baldur Helgi. - jhh Landssamband kúabænda hefur stofnað nýtt félag og hyggst yfirtaka rekstur af Bændasamtökunum: Kúabændur kaupa Nautastöðina á Hesti NAUTGRIPIR Landssamband kúabænda vill taka yfir Nautastöðina á Hesti. Bændasamtökin hafa rekið stöðina í áratugi. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N Togstreita á vinnumarkaði kom í veg fyrir að Seðlabanki Íslands lækkaði vexti. Þetta kom fram í máli þeirra Arnórs Sighvats sonar aðstoðarseðlabankastjóra og Þór- arins G. Péturssonar, aðalhag- fræðings bankans, á vaxtaákvörð- unarfundi í gær. Sú togstreita hefði aukist frá því Peningamál Seðlabankans komu út í nóvem- ber. Meginvextir bankans verða óbreyttir í 4,5 prósentum. Grein- ingardeildir allra viðskiptabank- anna höfðu spáð 0,25 prósentu- stiga lækkun og það sama á við um IFS greiningu. Engu að síður er gert ráð fyrir því í Peningamálum að verðbólga verði 0,5 prósent á fyrsta fjórð- ungi þessa árs en í síðustu spá var búist við að hún yrði 2 prósent. Seðlabankinn segir horfur á að verðbólga haldist undir verðbólgu markmiði Seðlabank- ans fram undir lok næsta árs og verði samkvæmt spánni 0,7 pró- sent á þessu ári og 2,3 prósent á árinu 2016. Seðlabankinn segir þó að ýmsar forsendur spárinnar séu háðar töluverðri óvissu. Þar megi helst nefna óvissu um niðurstöður komandi kjarasamninga þar sem launahækkanir gætu reynst meiri en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Ef samið yrði um óhóflegar launa- hækkanir yrði verðbólguþrýsting- ur meiri en gert er ráð fyrir. - jhh Seðlabanki Íslands spáir því að verðbólga verði undir 2,5 prósenta markmiðinu langt fram á næsta ár: Togstreita kom í veg fyrir vaxtalækkun SKÝRIR ÁKVÖRÐUN Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri gerði grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þriðjungur þeirra sem voru á vinnumarkaði árið 2012 munu ekki uppfylla lagaviðmið um lág- markslífeyrissöfnun þegar þeir fara á eftirlaun. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Fjármála- eftirlitsins og Landssamtaka lífeyrissjóða sem ber nafnið „Nægjan leiki lífeyrissparnaðar“. Í lögum um lífeyrissjóði er miðað við að iðgjöld dugi fyrir líf- eyri sem sé 56 prósent af meðal- ævitekjum. Það viðmið mun þriðj- ungur launamanna ekki uppfylla. „Það kom vissulega á óvart að hópurinn væri svona stór,“ segir Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá Landsamtökum lífeyrissjóða og einn af höfundum skýrslunnar. Stefán segir flesta sem ekki ná 56 prósent viðmiðinu ekki hafa unnið nógu lengi á Íslandi en 56 prósenta hlutfallið er miðað við 40 ára starfsævi hér á landi. „Þeir sem fara í langskólanám eiga ekki möguleika á að ná nægjanlegum fjölda starfsára til þess að uppfylla þessi viðmið. Einnig þeir sem hafa flust til landsins og eiga þannig skemmri starfsævi hér á landi,“ segir Stefán. Hlutfallið er talsvert hærra á meðal þeirra sem eru eldri. 42 prósent fólks sem var á aldrinum 60-64 árið 2012 mun ekki ná lág- marksviðmiðinu. Í aldurshópnum 35-39 ára er hlutfallið 27 prósent. Björn Z. Ásgrímsson, sérfræð- ingur hjá Fjármálaeftirlitinu og annar skýrsluhöfunda segir ástæð- una fyrir þessum kyn slóðamun vera að lífeyriskerfið hafi ekki verið fullmótað þegar eldri kyn- slóðir hófu að greiða lífeyri. Því hafi minni lífeyrir safnast hjá þeim aldurshópi. Stefán bendir þó á að flestir sem nái ekki viðmiðinu fái hærri lífeyrisgreiðslur frá Tryggingar- stofnun sem jafni tekjur þeirra miðað við þá sem safnað hafa hærri iðgjöldum. Þá skilar söfnun séreignarsparnaðar einnig hærri lífeyrisgreiðslum. Stefán segir nokkrar leiðir færar til þess að lækka hlutfall þeirra sem ekki uppfylla lág- marksviðmiðið. „Í skýrslunni er bent á þann möguleika að auka megi sveigjanleika í töku lífeyris og söfnun lífeyrisréttinda þannig að menn geti bætt sér upp slaka ávinnslu á yngri árum með því annaðhvort að vinna lengur eða borga hærri iðgjöld síðar á starfs- ævinni,“ segir Stefán. Skýrsluhöf- undar mæla með valkvæðri hækk- un iðngjalda sem hafist gæti við 50 ára aldur og væri frádráttarbær frá skattstofni. Bent er á í skýrslunni að verði ekkert að gert muni þyngri byrði lífeyrisgreiðslna falla á almannatryggingar sem greidd- ar séu af skattfé en lífeyrissjóða- lögunum hafi verið ætlað að létta þá byrði. ingvar@frettabladid.is Þriðjungur nær ekki að safna fyrir lágmarkslífeyri Þriðjungur fólks á vinnumarkaði árið 2012 mun ekki ná að safna nægum lífeyri til að uppfylla lög um lágmark lífeyrisgreiðslna. Lagt er til að vandanum verði mætt með hækkun lífeyrisaldurs og hærri iðgjöldum. „Það sem enn stendur í nefndinni er starfsskyldumat. Það eru allir sam- mála um að taka það upp en þetta er spurning um leiðir,“ segir Pétur Blöndal, alþingismaður og for- maður nefndar um breytingar á almannatryggingakerfinu. Pétur segir að með starfsskyldumatinu verði þeim sem hafa minni en 75 prósenta örorku greiddar talsvert hærri bætur en gert er nú. Að sögn Péturs er helst tekist á um í nefndinni hvort miða eigi við 50 eða 70 prósenta starfsgetu. Búið sé að ná sátt í meginatriðum um lægra skerðingarhlutfall lífeyris- greiðslna með hækkun tekna sem og hækkun lífeyrisaldurs úr 67 í 70 ár. ➜ Leggja til minni skerðingu bóta PÉTUR BLÖNDAL FRÉTTABLAÐ IÐ /G VA LÍFEYRISMÁL RÆDD Bjarni Guð- mundsson tryggingastærðfræðingur sagði það hafa komið á óvart hve margir útlendingar ættu rétt á líf- eyrisgreiðslum hér á landi. Allt að 2.700 erlendir ríkisborgarar fæddir frá árinu 1977 hafa að líkindum greitt í íslenskan lífeyrissjóð. Héraðsdómur vísaði í gær frá máli Sverris Einars Eiríkssonar á hendur Hraðpeningum ehf. og Skorra Rafni Rafnssyni. Hraðpeningar var stofnað árið 2009 og voru stofnendur og stjórnarmenn í tilkynningu til fyrirtækjaskrár sagðir vera Gísli Rúnar Rafnsson, Skorri Rafn og Sverrir Einar, hver með þriðj- ungs hlut. Samkvæmt fyrstu tveimur árs- reikningunum var Skorri Rafn sagður eigandi alls hlutafjár í félaginu. En samkvæmt reikningi ársins 2011 er kýpverska félagið Jumdon Micro Finance skráð eig- andi. Dómurinn taldi að þar sem Jumdon væri núna skráður eig- andi Hraðpeninga hefði Sverrir þurft að stefna Jumdon til að fá eignarhald sitt viðurkennt. - jhh Stefnir Hraðpeningum: Vill eignarhald sitt viðurkennt HRAÐPENINGAR Deilur eru um eignar- hald á félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsbréf hf. í samstarfi við SA Framtak GP ehf. hafa lokið 4 milljarða króna fjármögnun á Brunni sprota- og vaxtarsjóði. Hluthafar í sjóðnum eru Lands- bankinn, sjö lífeyrissjóðir og nokkrir einkafjárfestar, auk SA Framtaks GP sem er jafnframt ábyrgðar aðili samlagshluta- félagsins. Landsbréf munu annast rekstur sjóðsins í samstarfi við SA Framtak GP. Þá hefur Sprota- og vaxtarsjóð- urinn Eyrir Sprotar lokið fyrsta áfanga fjármögnunar upp á 2,5 milljarða. Sjóðurinn er í eigu Eyris Invest og Arion banka. Þórður Magnússon er formaður fjárfestingaráðs Eyris Sprota. - jhh Stofna tvo nýja sprotasjóði: Milljarðar í nýja sprotasjóði FORMAÐUR FJÁRFESTINGARÁÐS Þórður Magnússon á stóran hlut í Eyri Invest. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hagnaður Marels á fjórða árs- fjórðungi 2014 samsvarar 450 milljónum króna. Hagnaður á árinu 2014 í heild samsvarar 1.755 milljónum króna, en var tæplega 3,1 milljarður króna árið á undan. Í afkomutilkynningu segir að hagnaður sé litaður af einskiptis- kostnaði í tengslum við hagræð- ingu í rekstri á árinu 2014. Stjórn fyrirtækisins mun leggja það til að hluthafar fái greiddar 3,5 milljónir evra í arð, eða um 525 milljónir. - jhh 1,8 milljarða hagnaður: Greiðir hálfan milljarð í arð 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 4 -D 3 1 0 1 3 A 4 -D 1 D 4 1 3 A 4 -D 0 9 8 1 3 A 4 -C F 5 C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.