Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 38
FÓLK|TÍSKA
Rebel Wilson sló í gegn í myndinni Bridesmaids árið 2011 og hefur síðan getað valið úr verk-efnum.
Wilson, sem nýverið varð 29 ára, fæddist í Sydney
og er dóttir tveggja hundaþjálfara. Hún þykir með
afbrigðum greind enda ætlaði hún sér upphaflega að
verða stærðfræðingur, en lærði þess í stað lögfræði og
listir í háskóla. Leiklistin kom hins vegar til sögunnar
eftir að Wilson veiktist af malaríu í Suður-Afríku. Hún
fékk ofskynjanir og í einni slíkri sá hún sjálfa sig fyrir
sér taka við Óskarsverðlaunum fyrir leik og þar með
kviknaði draumurinn.
Hún hefur leikið í ýmsum þáttum, tekið þátt í uppi-
standi og leikritum frá árinu 2003. Fljótlega eftir að hún
flutti til Bandaríkjanna fékk hún hlutverk í Bridesmaids
og þar með rúllaði boltinn af stað. Hún hefur leikið í
ýmsum kvikmyndum og þáttum á borð við A Few Best
Men, What to Expect When You’re Expecting, Struck by
Lightning, Pitch Perfect og Super Fun Night.
Vafalaust eiga aðdáendur hinnar þrælfyndnu leikkonu
eftir að sjá mun meira af henni í framtíðinni.
SKONDIN
SKVÍSA
TÍSKA Ástralska leikkonan
Rebel Wilson hefur skotist upp
á stjörnuhimininn á nokkuð
skömmum tíma. Hún þykir frá-
bær á hvíta tjaldinu en er einnig
hrósað fyrir flotta frammistöðu á
rauða dreglinum.
FJÓLUBLÁR DRAUMUR Áfrumsýn-
ingu Super Fun Night í fjólubláum Ralph
Lauren-kjól og skóm frá Kenneth Cole.
SEXÍ Kynþokkafull í eldrauðum og glitr-
andi kjól frá Theia og silfruðum sandölum
frá Aldo, við frumsýningu Pain & Gain.
KLASSÍSK Við frumsýningu á Struck by
Lightning klæddist Wilson svörtum og
klassískum kjól og opnum gullskóm.
Tískumerkið Dimmblá hefur náð
að hasla sér völl á skömmum
tíma en Heiðrún Ósk Sigfús-
dóttir setti merkið á laggirnar í
desember 2013. Nýlega komst
Heiðrún inn á vefverslunina Asos
Marketplace með línuna en þar
má finna merki eins og Vivienne
Westwood, TopShop og H&M.
„Þetta gekk í gegn í síðustu
viku. Ég hafði haft augastað á
síðunni og fylgst með hvernig
hún þróaðist. Ég sótti síðan um
þegar ég var orðin ákveðin í að
þarna ætti Dimmblá heima og
fékk strax inni,“ segir Heiðrún.
„Ég er undir Boutique með
Dimmblá og þurfti að vera með
tíu til fimmtán vörur að lágmarki.
Myndirnar skipta miklu máli
og þau velja vel hvað fer inn á
síðuna.“
Heiðrún lýsir Dimmblá sem
tímalausum, klassískum og
þægilegum fatnaði úr vistvænum
efnum, með áprentuðum lands-
DIMMBLÁ Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir
setti tískumerkið Dimmblá á lagg-
irnar í desember 2013.
RELENTLESS Nýjustu línuna prýða landslags-
myndir eftir RAX. Línan er nú fáanleg á Asos
Marketplace. MYND/NEIL JOHN SMITH
DIMMBLÁ Á ASOS MARKETPLACE
lagsljósmyndum. Fyrstu línu
sína, Northern Light Collection,
vann Heiðrún með ljósmyndaran-
um Sigurði Hrafni Stefnissyni en
nýjustu línuna, Relentless, prýða
myndir eftir RAX.
Nánar má forvitnast um
Dimmblá á www.dimmbla.is.
LITRÍK Wilson mætti
nýverið á galaviðburðinn
G’Day USA í Los Angeles
í litríkum og töff kjól.
ORIGAMI Í
bleikum origa-
mikjól frá Asos
Curve og skóm
frá Louboutin
á frumsýningu
Night at the
Museum:
Secret of the
Tomb.
Save the Children á Íslandi
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
A
4
-E
1
E
0
1
3
A
4
-E
0
A
4
1
3
A
4
-D
F
6
8
1
3
A
4
-D
E
2
C
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K