Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2015, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 05.02.2015, Qupperneq 12
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 FERÐAÞJÓNUSTA Innan fárra vikna verður lokið við að grafa ísgöng í Langjökli – þau lengstu sinnar tegundar í Evrópu. Þá tekur við lokafrágangur en tekið verður á móti fyrstu gestum í júní og þeir leiddir tugi metra undir jökul- inn þar sem bíður þeirra undra- veröld. „Þetta er langt komið. Ætli við eigum ekki eftir tíu daga í að klára göngin sjálf, og eftir það eru einhverjir hellar eftir og svo frágangsvinna; að snurfusa eitt og annað áður en við tökum til við að setja upp lýsingu og fleira,“ segir Sigurður Skarp- héðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland. Í raun er íshellirinn, sem er að verða tilbúinn, hringlaga göng sem ná um 200 metra inn í jökul- inn á 30 metra dýpi. „En þegar þú labbar hringinn eru þetta tæpir 400 metrar og lengra þegar krók- ar og kimar eru meðtaldir,“ segir Sigurður. Við gröftinn inn í jökulinn „fundu“ verktakarnir sprungu eina mikla djúpt í jöklinum. Sigurður segir að þessi smíð frá náttúrunnar hendi verði eitt helsta aðdráttarafl gang- anna. „Stóri bónusinn var að við komum inn í gríðarstóra sprungu; þar sem við komum inn í hana er hún 5 metrar á breidd og hún er 200 til 300 metra löng. Hún opnast ekki yfir sumarið, og við komum að henni í botninn. Það verður mikil upplifun fyrir gesti að horfa eftir henni,“ segir Sigurður. Í þessari undraveröld í jökl- inum, sem Sigurður lýsir, verður gestum boðið að virða fyrir sér sýningar í afkimum og hliðar- skútum, þar verða jafnvel til- höggvin íslistaverk sem gleðja augað svo ekki sé talað um sjálft jökulstálið, upplýst eftir kúnst- arinnar reglum. Hugsað er fyrir öllu, jafnvel þeim sem eru á þeim buxunum að ganga í það heilaga því í jöklinum verður lítil kapella fyrir þá sem gera sérkröfur. Göngin eru ofan við Geit- landsjökul í um 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, og hugsuð sem viðbót við ferðaþjónustu á því svæði landsins sem ásóknin er mest. Það er Icelandic Tourism Fund (ITF I), framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og nokkurra lífeyrissjóða, sem stendur að verkefninu undir merkjum fyrirtækisins IceCave. Við opnun í sumar var reikn- að með að framkvæmdin myndi kosta á bilinu 200 til 300 milljón- ir, en Sigurður telur að hún verði lítið eitt dýrari. svavar@frettabladid.is Sprunga djúpt í Langjökli magnar upp upplifun gesta Lengstu ísgöng í Evrópu, djúpt í Langjökli, verða opnuð ferðafólki í júní. Mikil sprunga í jöklinum „fannst“ við gröftinn og verður eitt helsta aðdráttarafl ferðafólks. Reiknað er með 20 til 30 þúsund gestum á ári. Stóri bónusinn var að við komum inn í gríðarstóra sprungu; þar sem við komum inn í hana er hún 5 metrar á breidd og hún er 200 til 300 metra löng. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland. Í LANGJÖKLI Verkefnið hefur vakið athygli erlendis og Lonely Planet hefur valið ísgöngin einn mest spennandi viðkomu- staðinn árið 2015. MYND/ICECAVEICELAND Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR ALÞINGI Heildartekjur Happ- drættis Háskóla Íslands (HHÍ) af söfnunarkössum og happdrættis- vélum námu fimm milljörðum króna á síðasta ári. Hreinar happdrættistekjur, þegar vinningarnir eru dregnir frá, eru rúmlega 1,5 milljarðar króna. Brúttótekjur Íslandsspila voru 3,9 milljarðar en hreinar happdrættistekjur 1,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrir- spurn Ögmundar Jónassonar þingmanns. Þá voru tekjur Íslandsspila meiri en háskólans að frádregn- um vinningum og kostnaði, eða 780 milljónir króna. Tekjur Happdrættis Háskóla Íslands voru 595 milljónir króna. - sks Spurt um tekjur HHÍ: Hagnaður af spilakössum yfir milljarði SPILAKASSAR Tekjur Íslandsspila voru meiri í fyrra en tekjur Háskólans. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA STJÓRNMÁL Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali. Fyrirspurnin er í tólf hlutum og spyr Svandís meðal annars hver eða hverjir beri ábyrgð á því að fórnar- lömb mansals fái þá aðstoð sem þeim ber samkvæmt alþjóðasamn- ingum, hvaða ráðstafanir séu gerðar til þess að grennslast fyrir um hvort mansal viðgangist og hvort fólk hafi verið selt hingað. Svandís spyr einnig til hvaða ráðstafana íslensk stjórnvöld hafi gripið til að tryggja að hér sé starfað í samræmi við mark- mið samnings Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Þá vill hún vita hversu margir liðir í gildandi mansals áætlun hafi komist til framkvæmda og hversu margir liðir í aðgerðaáætlun gegn man- sali hafi ekki komist til fram- kvæmda og hvaða skýringar séu á því. Svandís vill frá skrifleg svör við fyrirspurn sinni. Í um fjöllun Frétta blaðsins hefu r komið fram að fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali og þá síst varðandi aðstoð til fórnar- lamba. Ólöf Nor- dal innanríkisráðherra sagði í við- tali við Fréttablaðið ljóst að þeir fjármunir sem áætlunin gerir ráð fyrir hafi ekki skilað sér og því hafi þurft að tryggja að þau úrræði og aðgerðir sem nauðsynlegt er að ráð- ast í verði framkvæmd á annan hátt. Ekki er öll framkvæmdin á herð- um innanríkisráðherra. Nokkrar aðgerðir gegn mansali varða vel- ferðarráðuneyti. Eygló Harðardótt- ir, félags- og húsnæðismálaráðherra, svaraði fyrirspurn Fréttablaðsins um skort á aðgerðum á þann veg að hún tryði því að það þyrfti að skoða betur úrræði fyrir fórnar lömb man- sals og þá sér í lagi karla. - kbg Svandís Svavarsdóttir sendir fyrirspurn til innanríkisráðherra um aðgerðaáætlun gegn mansali: Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi SVANDÍS SVAVARS DÓTTIR SAMFÉLAG Vefurinn neteinelti. is og stuttmynd sem þar er að finna er hluti af lokaverkefni ellefu manna hóps kennaranema í grunnskólakennarafræðum til B.Ed.-gráðu vorið 2014. Hópurinn ákvað nýverið að færa Heimili og skóla, lands- samtökum foreldra, vefinn til umsjónar en samtökin hafa þegar notað hann í fræðslustarfi sínu í grunnskólum. Í stuttmyndinni er rætt við ungt fólk um ýmsar hlið- ar eineltis. - kbg Nýr vefur tekinn í gagnið: Birta stutta heimildarmynd LÖGREGLUMÁL Hraðakstur myndaður Brot 22 ökumanna voru mynduð á Kaplaskjólsvegi í Reykjavík í gær, að því er fram kemur á vef lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 64 ökutæki þessa akstursleið og því ók um þriðjungur ökumanna, eða 34 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða.“ Meðal- hraði hinna brotlegu er sagður hafa verið 43 kílómetrar á klukkustund, en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 5 -0 E 5 0 1 3 A 5 -0 D 1 4 1 3 A 5 -0 B D 8 1 3 A 5 -0 A 9 C 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.