Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Stella Christensen fór að hanna föt þegar hún var einstæð móðir í hár greiðslu-
námi. Þá langaði hana að geta
saumað sér sínar eigin flíkur eins
og stelpurnar í klæðskeranáminu
en árangurinn var misgóður. Hún
hefur heldur betur tekið framför-
um í saumaskapnum og hannar
nú falleg föt undir merkinu By
dunse fyrir konur á öllum aldri
sem kjósa að eiga praktísk föt í
skápnum sínum sem hægt er að
dressa upp eða niður.
Ertu tískumeðvituð? Já, ég
pæli mikið í götutískunni, mér
finnst persónulegur stíll
samt mikilvægari en að
fylgja einhverju trendi
þótt það sé skemmtilegt
stundum.
Hefurðu lengi pælt
í tískunni? Eftir að ég
skildi strákastelpuna í
mér eftir þegar ég
var um fimmtán
ára hef ég gert
það, en ég hef
alltaf haft ákveðn-
ar skoðanir á
hvað mér finnst
flott og hentar
mínum stíl, burt-
séð frá skoðun-
um annarra.
Hvernig
lýsir þú stílnum
þínum? Hann er
mjög einfaldur
en ég hef ávallt
eitthvert tvist
á flíkinni eða í
aukahlutunum til
að brjóta klæðnaðinn
upp á minn hátt.
Hvað einkenn-
ir þína hönnun?
Einfaldleiki, praktík
og þægindi. Mér
finnst fatnaður eiga
að henta við fleiri en
eitt tækifæri. Tökum
kósíbuxurnar frá By
dunse sem dæmi, þær
eru flottar við hæla en
líka þægilegar heima í
kósífötunum.
Hvernig klæðir þú þig hvers-
dags? Ég er upptekin móðir með
eina níu mánaða heima svo þægi-
legur fatnaður verður oftast fyrir
valinu, til dæmis kósíbuxurnar
mínar. Mér finnst samt mikil-
vægt að vera alltaf snyrtileg til
fara og smá pæja og þess vegna
þarf þægilegi fatnaðurinn að vera
flottur.
Hvernig klæðir þú þig spari?
Ég skipti út Nike Free-skónum
fyrir hæla, slétti hárið og bæti
á mig skarti. Flestar flíkurnar
mínar, hvort sem það er mín
eigin hönnun eða annarra, ganga
upp við alls konar tilefni. Það
sparar tíma og fyrirhöfn.
Hvar kaupir þú fötin þín?
Það fer nú bara eftir því
hvar ég sé flík sem hentar
mér og mér finnst flott, það
getur verið alls staðar. Hef
þó ekki mikinn
tíma fyrir
búðarrölt
svo flíkin
hangir yfir-
leitt á gínu í
búðarglugg-
anum.
Eyðir
þú miklu
í föt? Nei,
ég myndi
ekki segja
það, ég
er mjög
skynsöm,
stundum
einum of,
en til dæm-
is þess vegna
fór ég nú út í að
hanna mín eigin.
Hver er uppá-
haldsflíkin þín?
Verð að nefna
kósíbuxurnar mín-
ar enn einu sinni, er
í þeim svo mikið og
þær eru alltaf eins.
Einnig blár frakki
sem ég saumaði í nám-
inu. Hann er æðislegur.
Uppáhaldshönn-
uður? Verð að nefna
Vivienne Westwood. Hún er ótrú-
legur töffari.
Bestu kaupin? Á Íslandi núna?
Dúnúlpan mín! Já og kulda-
skórnir mínir! Þetta vetrarveður
er alveg með eindæmum hérna á
klakanum.
Einhver tískuslys? Verð að
segja þegar ég lét klippa á mig
drengjakoll þremur dögum eftir
fermingu – hrikalegt. Svo gekk
ég, títuprjónninn, í víðum fötum
svo allir héldu að ég væri strák-
ur. Það var áhugaverð tilraun.
Hverju verður bætt við
fataskápinn á næstu vikum?
Hælum, mig vantar alltaf
nauðsynlega meira af
hælaskóm.
Hver er helsti veik-
leiki þinn þegar kemur
að tísku og útliti? Jakkar.
Sama hvert ég fer
og hvað ég ætla
að kaupa fell
ég alltaf fyrir
jökkum, enda eru
þeir farnir að taka
allt of mikið pláss
hjá mér.
Hvers konar
fylgihluti notar
þú? Ég elska
flottar töskur, það
er eiginlega næsti
veikleiki á eftir
jökkunum. En ég
er með nikkel-
ofnæmi svo ég
nota ekki mikið
skart.
Áttu þér tísku-
fyrirmynd? Flott-
ar, sjálf stæðar
konur sem þora
að vera eins og
þær langar og
púlla það. Alveg
fullt af íslenskum
konum á öllum
aldri þannig.
VEIK FYRIR JÖKKUM
EINFALDUR STÍLL Stella Christensen kaupir yfirleitt föt sem gínur eru klæddar
í af því hún hefur ekki tíma fyrir búðarrölt. Uppáhaldsflíkin hennar er kósí-
buxur sem ganga líka við hæla. Hún fellur alltaf fyrir jökkum og elskar töskur.
BY DUNSE
Einfaldleiki, praktík
og þægindi einkenna
hönnun Stellu.
M
Y
N
D
IR/H
RA
FN
H
ILD
U
R H
EIÐ
A
G
U
N
N
LA
U
G
SD
Ó
T
T
IR
STELLA
klæðist
yfirleitt
þægi-
legum
fatnaði
en finnst
mikilvægt
að vera
snyrtileg
til fara og
svolítið
pæjuleg.
Stærðir 38-52
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
my style
Kíktu við í netverslun tiskuhus.is
NÝ SENDING!
AF VINSÆLU KULDASKÓNUM
MEÐ MANNBRODDUNUM
FYRI
R DÖ
MUR
OG H
ERRA
Verð
:24.0
00.-
Skipholti 29b • S. 551 0770
Rýmum fyrir
nýjum vörum
Allar yfirhafnir
komnar á 50% afslátt
Afsláttur í verslun
30-70%.
Nýjar vörur komnar frá
Basler og Max Mara
Weekend!
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Ný sending
Verðhrun á
útsöluvörum
Gallabuxur
kr. 11.900.-
Str. 36-46/48
Háar í mittið
Litir:
dökkblátt,ljósblátt
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
A
5
-0
4
7
0
1
3
A
5
-0
3
3
4
1
3
A
5
-0
1
F
8
1
3
A
5
-0
0
B
C
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K