Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 54
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 TAUGAR Kúbverski píanistinn Jorge Luis Prats spilar á Heimspíanistaröð Hörpu á laugardaginn. Jorge Luis Prats er fæddur árið 1956. Hann er á meðal áhugaverðustu pían- ista sinnar kynslóðar og er marg- verðlaunaður í samkeppnum á yngri árum sem og fyrir tónleika og upptökur seinna meir. Eftir að hafa alist upp við píanóið á Kúbu til tvítugs hélt Jorge Luis Prats til náms í París og Bandaríkj- unum en Kúba og kúbversk tón- listararfleið hefur þó ætíð fylgt honum. Hann þykir hafa ein- staklega líflega og skemmtilega framkomu á tónleikum, auk þess sem verkefnavalið andar oftar en ekki suðrænum og heillandi blæ. Síðustu áratugina hefur Jorge Luis Prats farið um víða ver- öld til þess að koma fram á tón- leikum og gerir enn af miklum móð; þrátt fyrir það þykir þess- um suðræna meistara þó ekkert eins leiðinlegt og að ferðast. „Ferðalagið sjálft er það allra leiðinlegasta sem ég geri. Flug- vellir eru ekki skemmtilegir stað- ir og að sitja í flugvél er hreint út sagt alveg skelfilega leiðinlegt. Samt þarf ég að gera svo mikið af þessu. Núna er ég í París og fyrr í vikunni var ég í Flórída og eftir tvo daga verð ég kominn til Reykjavíkur, síðan er það London og svo Kólumbía og svona heldur þetta áfram. En ávinningurinn! Það er allt annað mál. Að fá að spila fyrir fólk og miðla til þess þeirri tón- list sem ég hef ástríðu fyrir. Fólk er svo fallegt og dásamlegt og það gerir þetta allt þess virði. Að spila fyrir fólk er það allra skemmtilegasta sem ég geri svo þetta er nú ekki alslæmt.“ Jorge Luis Prats er einstak- lega líflegur maður. Það veður á honum þegar hann talar um tón- list og að spila fyrir fólk. En þrátt fyrir að koma úr umhverfi sem er mettað af pólitík og einangrun Kúbu á liðnum árum hefur hann lítinn áhuga á slíku. „Pólitík er ekki fyrir mig og hefur aldrei verið. Ég er tónlistar maður en ekki stjórn- málamaður. Guði sé lof. Ég er fyrir tónlistina og mennskuna. Lífið! Ég fer um allan heim og spila og þannig og í gegnum tón- listina kynnist ég sögu þjóðanna og fólki. Tónlistin er þannig að hún dregur fram í okkur allt það besta. Ástríður og kærleik og jákvæðar tilfinningar sem við vöxum og döfnum af en pólitík, það er allt annað mál.“ Tónleikagestir laugardagsins mega greinilega eiga von á líf- legum og fjölbreyttum tónleikum því þegar Jorge Luis Prats talar um efnisskrána er honum mikið niðri fyrir. „Ég er búinn að setja saman frekar óvenjulega efnisskrá fyrir laugardaginn. Ég ætla að byrja á því að koma með Ama- zon til Íslands. Svo verður þarna kynþokki frá Brasilíu, karakter, rómantík, drama og kærleikur frá Spáni. Við Kúbverjar erum afskaplega spænsk þjóð og ég kem líka með efni frá Havana sem er af sama meiði. Þar á meðal ætla ég að frumflytja verk sem var samið fyrir mig og ég kalla „Sweet Havana“ þó svo að það hafi ekki fengið formlega það heiti. Þar er að finna sætleika og rómantík, útförina og gleðina yfir lifuðu lífi og fallegum minn- ingum og allt er þetta ákaflega kúbverskt. Ég enda svo á tangó sem á rætur sínar í kúbverska dansinum. Ég er fyrir tónlistina og mennskuna „Það leiðinlegasta í heimi er að ferðast en það skemmtilegasta er að spila fyrir fólk,“ segir kúbverski píanistinn Jorge Luis Prats sem kemur fram á tónleikum í Hörpu á laugardaginn. Þó fer hann um allan heim og spilar og kynnist þannig sögu þjóðanna og fólki. Þetta verður allt ákaflega fallegt og melódískt og ég hlakka til þess að færa íslenskum áhorf- endum gleðina og hamingjuna sem er í þessari tónlist. Það eina sem ég sakna er að ná ekki að spila sérstaklega fyrir unga tón- listarnema því mér finnst alltaf sérstaklega skemmtilegt að færa ungu fólki nýja tónlist.“ - mg „Ég lýk við að setja Kjör upp í kvöld,“ sagði listamaðurinn Har- aldur Jónsson síðdegis í gær og átti þar við sýningu sem hann opnar í Týsgalleríi klukkan 17 í dag. „Það verður alltaf að vera ein nótt á milli uppsetningar og sýn- ingar svo myrkrið fái að seytla inn,“ segir Haraldur íbygginn og bætir við: „Það er nauðsyn- leg kyrrð sem fylgir því og líka ákveðin hleðsla því sýningin fær að þreifa á myrkrinu.“ Haraldur kveðst vinna mikið út frá hversdeginum. „Í þessu minnsta galleríi höfuðborgarsvæð- isins er ég að búa til kringum- stæður – eima niður ákveðið þjóðfélagsástand sem við getum upplifað í dag en er um leið tíma- laust. Ég reyni að vega salt þar á milli,“ útskýrir hann. Haraldur segir líka Kjör vera á vissan hátt líkamlega sýningu því áhorfand- inn taki þátt í henni og frammi liggi spjöld í boxi og þau spjöld geti fólk tekið með sér. „Sýningin verður ekki virk fyrr en áhorfandinn stígur inn í rýmið því þó að það sé lítið þarf hann að gefa sér tóm til að fara í smá ferðalag,“ segir listamaðurinn og heldur áfram að skapa þá stemn- ingu sem hann býður upp á í Týs- galleríi. - gun Eimar niður ákveðið þjóðfélagsástand Kjör nefnist sýning Haraldar Jónssonar myndlistar- manns sem hann opnar í Týsgalleríi í dag. LISTAMAÐURINN „Það verður alltaf að vera ein nótt á milli uppsetningar og sýn- ing ar svo myrkrið fái að seytla inn,“ segir Haraldur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sýningin verður ekki virk fyrr en áhorf- andinn stígur inn í rýmið því þó að það sé lítið þarf hann að gefa sér tóm til að fara í smá ferðalag. Þetta verður allt ákaflega fallegt og melódískt og ég hlakka til þess að færa íslenskum áhorfendum gleðina og hamingjuna sem er í þessari tónlist. Jorge Luis Prats 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 4 -C 9 3 0 1 3 A 4 -C 7 F 4 1 3 A 4 -C 6 B 8 1 3 A 4 -C 5 7 C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.