Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2015 | SKOÐUN | 33
Náms- og starfsráðgjafi í grunn-
skóla er trúnaðarmaður og tals-
maður nemenda vegna mála sem
tengjast námi þeirra og skólagöngu.
Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina
nemendum um góð vinnubrögð og
námsvenjur, að veita upplýsingar
um nám og kynna framhaldsskóla,
að aðstoða nemendur við að gera sér
grein fyrir áhugasviðum sínum og
setja sér markmið, að vera stuðn-
ingsmaður nemenda vegna erfið-
leika eða áfalla og að vinna með
kennurum og öðru starfsfólki að
bættum samskiptum nemenda og
gegn einelti. Samstarf við foreldra/
forráðamenn er einnig mikið.
Aðalnámskrá grunnskóla frá
2011 gerir ráð fyrir að náms- og
starfsráðgjafar séu hluti af lög-
bundinni sérfræðiþjónustu fyrir
grunnskólabörn og á það við um
alla nemendur frá fyrsta bekk og
upp úr. Kveðið er á um rétt barna
til að njóta náms- og starfsráðgjafar
í lögum um grunnskóla nr. 91/2008
(13. grein) og í Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna, en þar segir í 28.
grein: „Aðildarríki viðurkenna rétt
barns til menntunar og skulu þau,
til þess að réttur þessi nái fram að
ganga […] Sjá til þess að upplýsingar
og ráðgjöf um nám og starfsval séu
fyrir hendi og aðgengilegar öllum
börnum.“
Hver er staðan?
Í nóvember sl. var gerð könnun á
stöðu náms- og starfsráðgjafar í
grunnskólum. Sendur var spurn-
ingalisti, rafrænt, til allra skóla-
stjóra á landinu. Skólarnir eru 176.
Svör bárust frá 115 skólum, eða
65%, sem er nægileg svörun til þess
að draga af marktækar ályktanir.
Kannað var hvort náms- og
starfsráðgjafar starfa í skólunum,
Hefur barnið þitt aðgang að náms- og starfsráðgjöf?
Lesandi góður, mig langar að kynna
fyrir þér hugmynd sem ég hef um
hvernig hægt er að brúa bilið sem
er hjá þjóðkirkjunni þar sem hana
vantar 600 milljónir til þess að við-
halda kirkjum
landsins svo þær
liggi ekki undir
skemmdum, en
kirkjurnar eru
víst um 800 tals-
ins.
Því er ég með
hugmynd um
hvort ekki sé
hægt að selja
kirkjur til að
brúa þetta bil.
Núna hefur sjálf-
ur fjármálaráð-
herra, Bjarni Benediktsson, spurt
hvort ekki væri hægt að selja eignir
til að standa í skilum. Ég tel að þessi
hugmynd sé svolítið skemmtileg og
atvinnuskapandi þar sem innrétta
þarf kirkju með turni og öllu. Þetta
getur aukið möguleika á að unga
fólkið flytji aftur í heimabyggð þar
sem sums staðar vantar húsnæði.
Vissulega eru kannski kvaðir eins
og grafir í bakgarðinum og það þarf
víst að afkirkja húsið til þess að það
sé ekki lengur guðshús. Þetta er
svona hugmynd sem mig langar að
varpa fram til ykkar og skoða hvort
ekki sé grundvöllur fyrir þessu. Það
gæti verið mjög gaman fyrir lista-
fólk að gera eitthvað sem gleður
augað og væri skemmtilegt tæki-
færi til að leyfa okkur að vera opin
og viðsýn. Til eru dæmi erlendis um
að kirkjum hafi verið breytt í bóka-
safn, skemmtistað og heimili.
Dansleikir í Hallgrímskirkju, þar
er mikið gólfpláss og stórt orgel er
þegar á staðnum.
Þá er ég ekki endilega að tala um
skemmtistað fyrir ungt fólk ein-
göngu með plötusnúð á staðnum sem
væri líka í lagi, heldur einnig svona
19. aldar dansleik með kjólfatnað
jafnt fyrir unga sem aldna eða jú
kannski svona skemmtistað.
Sala á
kirkjum
KIRKJUR
Sigurður Óskar
Óskarsson
formaður Ungra
Pírata
hvort þeir hafa tilskylda menntun
og ef ekki, hvaða aðra menntun fólk
sem sinnir starfinu hefur.
Niðurstöður könnunarinnar
benda til að ekki séu starfandi
náms- og starfsráðgjafar í u.þ.b.
þriðjungi grunnskóla á landinu.
Starfsheitið náms- og starfsráð-
gjafi hefur verið lögverndað síðan
2009 en í þriðjungi þeirra skóla sem
hafa náms- og starfsráðgjafa hafa
aðrir verið ráðnir til að sinna starf-
inu. Í þeim hópi má finna leikskóla-
kennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa,
sálfræðinga, sérkennara, almenna
kennara, félagsráðgjafa, félags-
fræðinga, skólastjóra og fyrrver-
andi skólastjórnendur.
Víða pottur brotinn
Af framansögðu má ljóst vera að
víða er pottur brotinn í grunn-
skólum landsins varðandi náms- og
starfsráðgjöf. Mikill fjöldi nemenda
fær ekki þessa lögboðnu þjónustu.
Þessi staða er óviðunandi. Á undan-
förnum árum hafa verið gerðar
rannsóknir og skrifaðar margar
skýrslur sem allar hafa lagt áherslu
á mikilvægi þess að efla náms- og
starfsráðgjöf en lítið hefur þok-
ast í rétta átt. Á vegum mennta-
málaráðuneytisins er nú unnið að
stefnumótun um málefni náms- og
starfsráðgjafar. Vonandi skilar sú
vinna þeim árangri að réttur barna
til þess að hafa aðgang að náms- og
starfsráðgjöf verði virtur, ekki bara
í orði heldur einnig á borði.
Sigríður Bílddal
MENNTUN
Rannveig
Óladóttir
náms- og starfsráðgjafar í grunnskóla
Kringlan | Smáralind
➜ Niðurstöður könnunar-
innar benda til að ekki séu
starfandi náms- og starfs-
ráðgjafar í u.þ.b. þriðjungi
grunnskóla á landinu.
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
A
5
-1
D
2
0
1
3
A
5
-1
B
E
4
1
3
A
5
-1
A
A
8
1
3
A
5
-1
9
6
C
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K