Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 8
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
(2.120.968 kr. án vsk)
GRIKKLAND Angela Merkel Þýskalandskanslari
sagði í gær of snemmt að velta fyrir sér samn-
ingum við Grikkland, þar sem nýja stjórnin þar
í landi hefur ekki enn gert neina grein fyrir því
hvernig fara eigi að því að létta skuldabyrðinni
af Grikklandi.
Donald Tusk, forseti leiðtoga ráðs Evrópusam-
bandsins, sagði ljóst að samningaviðræður um
grísku skuldirnar yrðu erfiðar. Grikkland þyrfti
að leggja þar sitt af mörkum.
Þessi orð féllu í gær eftir að Alexis Tsipras,
forsætisráðherra Grikklands, hafði gengið á
fund Jean Claude Juncker, forseta framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins. Tsipras hitti
einnig fleiri ráðamenn í Brussel, en bæði Tsipr-
as og Janis Varúfakis, fjármálaráðherra stjórnar
hans, hafa undan farna daga ferðast til margra
helstu höfuðborga Evrópu ríkja til að ræða við
ráðamenn um breytingar á skuldaskilmálum.
„Við erum að bíða eftir áþreifanlegum til-
lögum, og þá getum við spjallað betur saman,“
sagði Merk el. Ekki er reiknað með að hún hitti
Tsipras fyrr en 12. febrúar, á næsta leiðtogafundi
Evrópusambandsins.
„Við erum ekki komnir strax með samning,
en við erum á góðri leið með að finna raunhæft
samkomulag,“ sagði Tsipras hins vegar eftir
fund sinn með Juncker. „Ég er mjög bjartsýnn á
að við séum á góðri leið eftir þessar viðræður.“
Eitt af því sem fyrri stjórnvöld í Grikklandi
hafa verið gagnrýnd fyrir er að ráðast ekki gegn
þeirri landlægu spillingu og kerfis misnotkun
sem keyrði landið í strand efnahagslega. Í við-
tali við þýska fjölmiðilinn Zeit Online segir
Varúfakis fjármálaráðherra að í þessu sé nýja
gríska stjórnin frábrugðin fyrri stjórnvöldum:
„Við erum kannski óreyndir, en við erum ekki
partur af kerfinu,“ svarar Varúfakis. „Og við
fáum ráðgjöf.“
Hann gaf líka afdráttarlaust loforð í þessu
viðtali: „Grikkland mun, að frádregnum vaxta-
gjöldum, aldrei nokkurn tímann aftur verða með
halla á fjárlögum. Aldrei, aldrei aldrei!“
Svo kom hann með eina tillögu um það,
hvernig hægt væri að lækka greiðslubyrði
skuldanna án þess að lækka skuldirnar sjálfar:
„Vaxtagreiðslur verði tengdar við hagvöxtinn.“
gudsteinn@frettabladid.is
Grikkir standa frammi
fyrir erfiðum viðræðum
Forsætisráðherra Grikklands sagðist afar bjartsýnn eftir að hafa rætt við forseta framkvæmdastjórnar ESB og
fleiri ráðamenn í Brussel í gær. Grikkir hafa samt enn ekki gert grein fyrir hvernig þeir hyggjast finna lausn.
LEIDDUST
HÖND Í HÖND
Alexis Tsipras
fékk góðar
móttökur hjá
Jean Claude
Juncker, forseta
framkvæmda-
stjórnar
Evrópu-
sambandsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Við erum að bíða
eftir áþreifanlegum
tillögum, og þá getum
við spjallað betur
saman.
Angela Merkel,
Þýskalandskanslari.
SIGLUFJÖRÐUR Siglunes hf., útgerð
á Siglufirði, hefur verið seld til
Eignarhaldsfélagsins Ögurs ehf.
Kaupsamningur var undirritaður
21. janúar síðastliðinn.
Bæjarráð Fjallabyggðar harm-
aði á fundi sínum fyrir mánaðamót
að veiðiheimildir væru á leið út úr
bæjarfélaginu. Fjallabyggð hafði
rétt á að kaupa þær aflaheimildir
sem til sölu voru, en nýtti sér ekki
forkaupsréttinn og taldi sig ekki
vera í aðstöðu til þess. - sa
Siglfirðingar ósáttir:
Kvóti á leið
burt úr bænum
STJÓRNSÝSLA Upplýsingar um
ráðningarsamning nýs bæjarstjóra
Fjallabyggðar og starfslokasamn-
ing fyrrverandi bæjarstjóra fást
ekki uppgefnar að svo stöddu.
Bæjarráð
Fjallabyggðar
samþykkti 23.
janúar ráðn-
ingarsamn-
ing Gunnars I.
Birgissonar og
starfslokasamn-
ing Sigurðar
Vals Ásbjarnar-
sonar. „Lít svo
á að bæjarstjórn hafi með endan-
lega afgreiðslu málsins að gera.
Fundur bæjarstjórnar þar sem
umrædd mál verða til umfjöllunar
og afgreiðslu verður haldinn eftir
viku,“ svaraði Ólafur Þór Ólafs-
son, deildarstjóri stjórnsýslusviðs
Fjallabyggðar, í gær ósk um afrit
af samningunum. - gar
Bæjarstjórar í Fjallabyggð:
Laun fást ekki
gefin upp strax
GUNNAR I.
BIRGISSON
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
A
4
-F
F
8
0
1
3
A
4
-F
E
4
4
1
3
A
4
-F
D
0
8
1
3
A
4
-F
B
C
C
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K