Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2015, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.02.2015, Qupperneq 8
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 (2.120.968 kr. án vsk) GRIKKLAND Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær of snemmt að velta fyrir sér samn- ingum við Grikkland, þar sem nýja stjórnin þar í landi hefur ekki enn gert neina grein fyrir því hvernig fara eigi að því að létta skuldabyrðinni af Grikklandi. Donald Tusk, forseti leiðtoga ráðs Evrópusam- bandsins, sagði ljóst að samningaviðræður um grísku skuldirnar yrðu erfiðar. Grikkland þyrfti að leggja þar sitt af mörkum. Þessi orð féllu í gær eftir að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hafði gengið á fund Jean Claude Juncker, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Tsipras hitti einnig fleiri ráðamenn í Brussel, en bæði Tsipr- as og Janis Varúfakis, fjármálaráðherra stjórnar hans, hafa undan farna daga ferðast til margra helstu höfuðborga Evrópu ríkja til að ræða við ráðamenn um breytingar á skuldaskilmálum. „Við erum að bíða eftir áþreifanlegum til- lögum, og þá getum við spjallað betur saman,“ sagði Merk el. Ekki er reiknað með að hún hitti Tsipras fyrr en 12. febrúar, á næsta leiðtogafundi Evrópusambandsins. „Við erum ekki komnir strax með samning, en við erum á góðri leið með að finna raunhæft samkomulag,“ sagði Tsipras hins vegar eftir fund sinn með Juncker. „Ég er mjög bjartsýnn á að við séum á góðri leið eftir þessar viðræður.“ Eitt af því sem fyrri stjórnvöld í Grikklandi hafa verið gagnrýnd fyrir er að ráðast ekki gegn þeirri landlægu spillingu og kerfis misnotkun sem keyrði landið í strand efnahagslega. Í við- tali við þýska fjölmiðilinn Zeit Online segir Varúfakis fjármálaráðherra að í þessu sé nýja gríska stjórnin frábrugðin fyrri stjórnvöldum: „Við erum kannski óreyndir, en við erum ekki partur af kerfinu,“ svarar Varúfakis. „Og við fáum ráðgjöf.“ Hann gaf líka afdráttarlaust loforð í þessu viðtali: „Grikkland mun, að frádregnum vaxta- gjöldum, aldrei nokkurn tímann aftur verða með halla á fjárlögum. Aldrei, aldrei aldrei!“ Svo kom hann með eina tillögu um það, hvernig hægt væri að lækka greiðslubyrði skuldanna án þess að lækka skuldirnar sjálfar: „Vaxtagreiðslur verði tengdar við hagvöxtinn.“ gudsteinn@frettabladid.is Grikkir standa frammi fyrir erfiðum viðræðum Forsætisráðherra Grikklands sagðist afar bjartsýnn eftir að hafa rætt við forseta framkvæmdastjórnar ESB og fleiri ráðamenn í Brussel í gær. Grikkir hafa samt enn ekki gert grein fyrir hvernig þeir hyggjast finna lausn. LEIDDUST HÖND Í HÖND Alexis Tsipras fékk góðar móttökur hjá Jean Claude Juncker, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópu- sambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Við erum að bíða eftir áþreifanlegum tillögum, og þá getum við spjallað betur saman. Angela Merkel, Þýskalandskanslari. SIGLUFJÖRÐUR Siglunes hf., útgerð á Siglufirði, hefur verið seld til Eignarhaldsfélagsins Ögurs ehf. Kaupsamningur var undirritaður 21. janúar síðastliðinn. Bæjarráð Fjallabyggðar harm- aði á fundi sínum fyrir mánaðamót að veiðiheimildir væru á leið út úr bæjarfélaginu. Fjallabyggð hafði rétt á að kaupa þær aflaheimildir sem til sölu voru, en nýtti sér ekki forkaupsréttinn og taldi sig ekki vera í aðstöðu til þess. - sa Siglfirðingar ósáttir: Kvóti á leið burt úr bænum STJÓRNSÝSLA Upplýsingar um ráðningarsamning nýs bæjarstjóra Fjallabyggðar og starfslokasamn- ing fyrrverandi bæjarstjóra fást ekki uppgefnar að svo stöddu. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti 23. janúar ráðn- ingarsamn- ing Gunnars I. Birgissonar og starfslokasamn- ing Sigurðar Vals Ásbjarnar- sonar. „Lít svo á að bæjarstjórn hafi með endan- lega afgreiðslu málsins að gera. Fundur bæjarstjórnar þar sem umrædd mál verða til umfjöllunar og afgreiðslu verður haldinn eftir viku,“ svaraði Ólafur Þór Ólafs- son, deildarstjóri stjórnsýslusviðs Fjallabyggðar, í gær ósk um afrit af samningunum. - gar Bæjarstjórar í Fjallabyggð: Laun fást ekki gefin upp strax GUNNAR I. BIRGISSON 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 4 -F F 8 0 1 3 A 4 -F E 4 4 1 3 A 4 -F D 0 8 1 3 A 4 -F B C C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.