Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 56
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44
FIMMTUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
5. FEBRÚAR 2015
Tónleikar
19.30 Osmo Vänskä stjórnar Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu.
Tónleikarnir eru hluti af Sibeliusar-þrí-
leiknum. Sinfónía nr. 3 eftir Sibelius
verður flutt og einnig 3. sinfónía Anton
Bruckner. Miðaverð frá 2.400 krónum.
20.00 Eyþór Ingi Jónsson fer í gegnum
stafrófið í tónleikasyrpunni A-Ö á um
það bil 25 tónleikum. Fyrstu tónleik-
arnir, A, verða í kvöld í Akureyrarkirkju.
Miðaverð 2.000 krónur.
21.00 Teitur Magnússon í Gym & Tonic
á Kex Hostel í kvöld. Miðaverð 1.500
krónur, vinsamlegast athugið að enginn
posi verður á staðnum.
21.00 Eiki Einars og Byltingarboltarnir
með tónleika á Café Rosenberg í kvöld.
Ókeypis inn.
21.00 Jo Berger Myhre, Magnús
Trygvason Eliassen og Tumi Árnason
leiða saman hesta sína í Mengi í kvöld.
Miðaverð er 2.000 krónur.
22.00 Hljómsveitirnar Altostratusmus
og SíGull spila á Dillon í kvöld.
22.00 Magnús R. Einarsson heldur tón-
leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Aðgangur ókeypis.
Opnanir
17.00 Sýningin KJÖR með nýjum
verkum Haraldar Jónssonar verður
opnuð í Týsgallerí.
17.00 Myndlistarsýningin MARA
verður opnuð í Gallerí SÍM í Hafnar-
stræti 16. Hópur myndlistarmanna
hefur unnið verk fyrir sýninguna út frá
mismunandi birtingarmyndum af möru.
19.30 Marcos Zotes opnar Vetrarhátíð
2015 með ljóslistaverkinu Ljósvarða,
sem umbreytir Hallgrímskirkju og þekur
yfirborð hennar í kraftmikilli sjónrænni
upplifun. Verkið er meðal annars unnið
með þátttöku upprennandi listamanna
af leikskólanum Grænuborg.
Fundir
17.30 Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt
við stjórnmálafræðideild Háskóla
Íslands, flytur erindið Staða kvenna
og kvenréttinda í Evrópusambandinu:
Fæðingarorlof, kynjakvótar og jafnrétti
í Já Ísland, Síðumúla 8. Fundurinn er
öllum opinn.
20.00 Ungir jafnaðarmenn boða til
opins málfundar um afnám refsistefnu
gegn vörslu neysluskammta á fíkni-
efnum að Hallveigarstíg 1.
Sýningar
21.00 Laddi stígur á svið í Bæjarbíói
í Hafnarfirði með sýninguna Allt það
besta. Miðaverð 3.900 krónur.
Uppákomur
16.30 Café Lingua stendur
fyrir stefnumóti tungumála
í Stúdentakjallaranum.
16.30 Katrín Ósk Jóhanns-
dóttir, höfundur bókanna
um köngulóna Karólínu,
verður með sögustund í
Bókasafni Reykjanesbæjar.
Allir velkomnir og aðgangs-
eyrir enginn.
20.30 Reykjavík Bókmennta-
borg UNESCO stendur
fyrir ljóðakvöldi á
opnunarkvöldi
Vetrarhátíðar
í kvöld, með
borgarskáldi
Edmonton,
Mary
Pinkoski, og
reykvísku
skáldunum
Antoni
Helga
Jónssyni
og Elíasi
Knörr.
Tónlistar-
konan dj.
flugvél og
geimskip
skemmtir
gestum. Ljóða-
kvöldið verður í
Tjarnarsal Ráð-
húss Reykjavíkur.
Dans
20.00 Salsa-
veisla á Rio. Frír
prufutími í salsa
og síðan er dansgólfið laust til klukkan
00.00.
Uppistand
22.00 Tilraunauppistand á
Íslenska Rokkbarnum í Hafnar-
firði. Ókeypis inn.
Tónlist
21.00 DJ Yamaho á Kaffibarnum
í kvöld.
21.00 In the company of men vs.
Ophidian I ásamt Mannvirki á
Húrra. 500 krónur inn.
22.00 Bump it out
vol. 2 á Dolly í kvöld.
Tónlistarkvöld þar
sem fólki gefst
kostur á því að
hlusta á gimsteina
hústónlistarsög-
unnar.
22.00 Trúba-
dorinn Garðar
á Dubliner í
kvöld.
Fyrirlestrar
17.15 Jón
Björnsson flytur
erindi í Bókasafni
Kópavogs. Jón
mun tala um
eyðimerkurborgina
Dunhuang sem leyndist
lengi í Taklamakan-
eyðimörkinni í Kína.
Allir velkomnir, enginn
aðgangseyrir.
Upplýsingar um viðburði
sendist á hvar@frettabladid.is
Myndlistarsýningin MARA Sýningin verður opnuð í Gallerí SÍM í Hafnarstræti 16.
Jón Björnsson flytur erindi í
Bókasafni Kópavogs.
DJ Yamaho
www.netto.is
Kræsingar & kostakjör
l l
l l
FÆÐUBÓTAEFNIN
FÁST Í NETTÓ
„Ég tek smá sett einn og síðan er
hljómsveit líka. Þannig að þetta
verður svona tvískipt,“ segir Teitur
Magnússon tónlistarmaður um
tónleika sem hann heldur í Gym &
Tonic-sal Kex hostels í kvöld.
„Það verða kannski bara ein-
hverjir svona kunnuglegir gestir
sem munu ekkert koma rosalega á
óvart,“ segir hann spurður að því
hvort einhverjir óvæntir gestir
muni stinga upp kollinum á tón-
leikunum.
Í desember á síðasta ári sendi
Teitur frá sér sólóplötuna Tutt-
ugu og sjö sem hlotið hefur góðar
undirtektir.
Teitur mun spila lög af plötunni
og að auki leika nokkur ný lög.
„Það eru einhver svona lög sem
ég er búinn að vera að vinna í. Ég
ætla bara að taka þau einn á gítar-
inn og prufukeyra þau. Maður veit
svo sem ekkert hvar þau enda, það
verður bara að koma í ljós,“ segir
Teitur sem lofar huggulegri og
góðri stemmingu á tónleikunum
í kvöld.
Tónleikarnir verða líkt og áður
sagði í Gym & Tonic-salnum á
Kexi hosteli, miðaverð er 1.500
krónur en fyrir 2.500 krónur er
einnig hægt að fá sólóplötu Teits.
Tónleikarnir hefjast klukkan níu
og er athygli vakin á því að enginn
posi verður á staðnum.
- gló
Prufukeyrir ný lög
Teitur Magnússon heldur tónleika á Kexi hosteli í kvöld.
„Við æfðum í gær en vitum ekki
alveg hvað við erum að fara að
gera, það er ekkert ákveðið,“ segir
trommuleikarinn Magnús Trygva-
son Eliassen. Hann kemur fram á
tónleikum í Mengi í kvöld ásamt
norska bassaleikarinn Jo Ber-
ger Myhre og saxófónleikar-
anum Tuma Árnasyni.
Tríóið mun vera í frjáls-
um spuna fram eftir kvöldi.
„Annaðhvort kemur út meist-
araverk eða það kemur ekki
út meistaraverk. Þetta
verður gaman og ég hlakka til,“
bætir Magnús við.
Jo Berger Myhre er nú búsettur
í Reykjavík, hefur á undanförnum
árum orðið eftirsóttur bassaleikari
og starfar um þessar mundir meðal
annars með sænska tónlistar-
manninum Mariam the Belie-
ver og norsku trompetgoðsögn-
inni Nils Petter Molvær, auk
fleiri góðra verkefna.
Hann heldur einnig úti
drone-djasssveitinni
Splashgirl.
Magnús er líklega þekktastur
fyrir störf sín með Moses High-
tower og Tumi fyrir að blása í gylltu
flautuna fyrir hljómsveitirnar Grísa-
lappa lísu og Ojba Rasta.
„Þetta verður svona ekta Mengis-
kvöld, þar sem enginn veit hvað ger-
ist fyrr en þeir byrja að spila, ekki
einu sinni þeir sjálfir. Það er það sem
er svo skemmtilegt og spennandi við
Mengi, fólk hefur algjört listrænt
frelsi,“ segir Ísgerður Gunnarsdótt-
ir, upplýsingafulltrú Mengis. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 21.00. - glp
Skapa mögulega meistaraverk
Tveir íslenskir hljóðfæraleikarar spila með hinum norska Jo Berger Myhre.
SPUNI Jo Berger Myhre heldur einnig úti drone-djasssveitinni Splashgirl en kemur
fram með tveimur íslenskum tónlistarmönnum í Mengi.MAGNÚS T. ELIASSEN
TEITUR Tónlistarmaðurinn prufukeyrir nokkur ný lög í kvöld vopnaður kassa-
gítarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það eru einhver
svona lög sem ég er
búinn að vera að vinna í.
Ég ætla bara að taka þau
einn á gítarinn og prufu-
keyra þau. Maður veit
svo sem ekkert hvar þau
enda, það verður bara að
koma í ljós.
0
4
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
A
4
-D
8
0
0
1
3
A
4
-D
6
C
4
1
3
A
4
-D
5
8
8
1
3
A
4
-D
4
4
C
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K