Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 2
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Sigrún, er þetta barnaefni?
„Þetta fjallar að minnsta kosti um
barnaefni sem ekki fór til spillis.“
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur gert sjón-
varpsþáttaröð um margra barna mæður.
Fyrsti þátturinn er á Stöð 2 í kvöld.
FÓLK „Þetta var mjög skrítið en
hefði nú ekki orðið í umræðunni
ef kunningi minn hefði ekki
hringt og spurt hvort ég hefði séð
örninn. Ég sagði að ég gæti ekki
neitað því þar sem hann hefði
verið kominn inn í fjárhús.“
Þetta segir Gunnar Ketill Sig-
urðsson, bóndi á Krossi, sem er
næstysti bær í Berufirði. Sést
hefur til hafarnar í Djúpavogs-
hreppi og út fyrir svæðið á und-
anförnum mánuðum.
Það var fyrir tæpum tveim-
ur vikum sem Gunnar sá örn-
inn þegar hann fór til gegninga.
„Þegar ég kom út í fjárhús í leið-
indaveðri var hann þarna á flögri
greyið. Hann hefur farið inn um
hálfhurð á neðanverðu fjárhús-
inu. Mér stóð ekki á sama og
það var spurning hvor okkar var
hræddari þegar við horfðumst
í augu. Ef haförn fer í andlitið
á manni getur hann stórslasað
hann.“
Gunnar kvaðst hafa flýtt sér að
opna stórar dyr á fjárhúsinu því
hann var hræddur um að haförn-
inn myndi skaða sig og flaug þá
fuglinn, sem hafði flögrað aðeins
þremur metrum frá honum, út.
„Það voru kannski mistök að
hafa ekki farið til að fá einhvern
til að taka mynd. Það er auðvelt
að vera vitur eftir á. Ég veit ekki
til að fara með það hversu lengi
hann hefur verið inni í fjárhús-
inu en mér flaug í hug hvort hann
gæti hafa verið að elta bráð inn
sem hefur þá verið farin en ekki
hann. Nokkrum dögum áður fann
ég ræfil af smyrli í vegkantinum
en ég hafði ekki frétt af því að
þessi fugl væri á ferðinni.“
Að sögn Gunnars voru rollurn-
ar hálfhræddar. „En hann kom
ekki nálægt þeim þegar ég var
þarna. Hann hafði ekkert gert
þeim og hann settist aldrei.“
Bóndinn á Krossi kveðst aldrei
áður hafa séð örn á svæðinu en
hann hafi oft séð erni vestur á
fjörðum þegar hann bjó þar. Haf-
örninn sást aftur á Krossi síð-
astliðinn laugardag þegar hann
renndi sér niður í dúfnahóp.
„Það er mjög sérstakt að maður
skyldi verða þess aðnjótandi að
sjá hann. Ég myndi ímynda mér
að þetta væri ungur fugl. Hann
var svo ljós. Maður hefur aðeins
gluggað í bækur.“ ibs@frettabladid.is
Kom að haferni á
flögri inni í fjárhúsi
Bóndinn á Krossi í Berufirði, Gunnar Ketill Sigurðsson, sá haförn í fjárhúsinu þegar
hann fór til gegninga. Bóndinn, rollurnar og fuglinn voru óttaslegin. Á undan-
förnum mánuðum hefur sést til hafarnar í Djúpavogshreppi og út fyrir svæðið.
Í FJÁRHÚSINU Gunnar Ketill Sigurðsson, bóndi á Krossi í Berufirði, segir það hafa
verið spurningu hvor hafi verið hræddari, hann eða haförninn.
MYND/SVAVAR PÉTUR EYSTEINSSON
Mér stóð ekki á sama
og það var spurning hvor
okkar var hræddari þegar
við horfðumst í augu. Ef
haförn fer í andlitið á
mönnum getur hann
stórslasað mann.
BANDARÍKIN Benjamín Netanj-
ahú, forsætisráðherra Ísraels,
hóf ræðu sína á Bandaríkjaþingi í
gær með því að segja að sér þætti
leitt hve umdeild hún hafi orðið.
Hann hafi alls ekki ætlað sér að
vera „pólitískur“.
Síðan þakkaði hann Barack
Obama Bandaríkjaforseta fyrir
allt það „sem hann hefur gert
fyrir Ísrael“.
Meginefni ræðunnar fór þó í
að reyna að útskýra fyrir banda-
rískum þingmönnum hve mikil
mistök það yrðu ef Bandaríkin
gerðu samkomulag við Íran um
kjarnorkumál.
„Þessi samningur mun ekki
gera Íran að betra landi, heldur
verra,“ sagði hann og fullyrti að í
kjölfarið muni hefjast kjarnorku-
kapphlaup í Mið-Austurlöndum.
Hann talaði í tæpa klukku-
stund og hlaut langvarandi lófa-
klapp frá þingheimi þegar hann
lauk máli sínu.
Tugir þingmanna voru fjarver-
andi, flestir þeirra demókratar,
en aðstoðarmenn þingmanna
voru hvattir til þess að setjast
í auð sæti þannig að Netanjahú
þyrfti ekki að horfa yfir hálftóm-
an þingsal. Obama forseti mætti
ekki heldur.
Þetta mun vera í þriðja sinn
sem Netanjahú ávarpar Banda-
ríkjaþing, en til þessa hafði
Winst on Churchill, fyrrver-
andi forsætisráðherra Bret-
lands, verið eini erlendi þjóðar-
leiðtoginn sem hafði orðið þess
heiðurs aðnjótandi. - gb
Tugir þingmanna fjarverandi þegar Benjamín Netanjahú ávarpaði Bandaríkjaþing:
Segir kjarnorkukapphlaup vera yfirvofandi
BENJAMÍN NETANJAHÚ Varar banda-
ríska þingmenn við því að gera samn-
inga við Íran um kjarnorkumál.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
EGYPTALAND Mikil ólga hefur verið í Egyptalandi upp á síðkastið. Síðast-
liðinn sunnudag brutust út átök í egypsku borginni Giza og hópur náms-
manna í Kaíró-háskóla mótmælti ríkisstjórninni.
Stjórnlagadómstóll í Egyptalandi tilkynnti á dögunum um úrskurð sem
kemur í veg fyrir að þingkosningar verði haldnar í landinu þann 21. mars
næstkomandi líkt og til stóð.
Þingkosningarnar áttu að vera þær fyrstu í landinu frá því að
Muhammed Morsi var hrakinn úr stóli forseta árið 2013. Þetta kemur
fram á sænska fréttamiðlinum SVT. - ngy
Námsmenn í Egyptalandi mótmæla ríkisstjórninni:
Mótmæli námsmanna
MÓTMÆLI Námsmenn í Egyptalandi hrópa slagorð með mótmælaspjöld á lofti.
GARÐABÆR Refur sást í garði í Ásbúð í Garðabæ í
vikunni. Hrönn Kjærnested kennari varð vör við
refinn í garði sínum og segist halda að hann hafi
verið slasaður.
„Þetta var hvítur refur. Hann hreyfði sig ekki
neitt og mér sýndist hann vera eitthvað laskaður.
Það kom hingað meindýraeyðir, sem staðfesti að
þetta væri refur og vildi skjóta hann. Hann spurði
mig hvort ég ætti byssu, það átti ég að sjálfsögðu
ekki,“ segir Hrönn. Meindýraeyðirinn sneri aftur
með byssu og skaut refinn. Hann reyndist fótbrot-
inn, líklega eftir ákeyrslu.
Afar óvenjulegt er að refir séu að þvælast svo
nærri mannabyggð þótt Guðmundur Björnsson,
meindýraeyðir Reykjavíkurborgar, segi þá færa
sig nær og nær þéttbýli í leit að æti. „Þeir eru að
nálgast. Það er eins og hefur gerst víða erlendis,
þar flækjast dýrin inn í borgirnar. Þeir eru komnir
ansi nálægt okkur, koma ofan úr fjöllunum og eru
helst á ferð um nætur,“ segir Guðmundur og telur
borgarbúa helst verða vara við refi nálægt Úlfars-
felli þar sem hafa verið refagreni. „Þeir hafa sést
fara yfir Vesturlandsveginn á leið niður í fjöru. Ég
man líka eftir ref sem fannst á Stórhöfða. Þetta eru
dýr sem eru að reyna að bjarga sér og lífið er harð-
ara fyrir þau á veturna.“ - kbg
Refur sást í garði í Garðabæ og var skotinn:
Færa sig nær og nær byggð
HVÍTUR REFUR Þessi refur sást í garði við Ásbúð í Garðabæ.
Refir leita eftir æti og eru helst á ferð um nætur.
MYND/SVERRIR EYJÓLFSSON
HÉRAÐSDÓMUR Ingiríður Lúðvíks-
dóttir var sett í embætti dóm-
ara við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Þann 11. desember 2014 auglýsti
innanríkisráðuneytið laust til
umsóknar embætti dómara við
Héraðsdóm Reykjavíkur til setn-
ingar til og með 15. september
2017. Alls bárust sjö umsóknir
um embættið. Ingiríður var talin
hæfust umsækjenda til að hljóta
setningu í embættið.
Konum fer smám saman fjölg-
andi í hópi héraðsdómara, en þær
eru nú 13 af 38 héraðsdómurum í
landinu. - ngy
Kona sett í embætti dómara:
Nýr dómari við
héraðsdóm
REYKJAVÍK Barnamenningarhátíð
verður haldin 21.-26. apríl næst-
komandi.
Markmið Barnamenningar-
hátíðar er að efla menningar-
starf barna og ungmenna í
borginni. Hátíðin er vettvang-
ur fyrir menningu barna, með
börnum og fyrir börn. Hún fer
um öll hverfi borgarinnar og
rúmar allar listgreinar og annað
sem að börnum og menningu
þeirra snýr. Hátíðin er nú haldin
í fimmta sinn og enn er hægt
að skrá verkefni til þátttöku á
hátíðinni. - ngy
Barnamenningarhátíð í apríl:
Efla menningar-
starf barna
SPURNING DAGSINS
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Tenerife
Frá kr. 79.900
Netverð á mann frá kr. 79.900 á Tamaimo Tropical m.v. 2 í
stúdíó. Aukagjald per mann fyrir allt innifalið 30.000 kr.
9. mars í 7 nætur
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
F
F
-D
4
A
8
1
3
F
F
-D
3
6
C
1
3
F
F
-D
2
3
0
1
3
F
F
-D
0
F
4
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K