Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 14
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is T veir forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins hafa upp- lýst að af 220 milljarða tekjum af útflutningi áls frá Íslandi verði um eitt hundrað milljarðar eftir hér á landi. Að 120 milljarðar af tekjunum flytjist því úr landi. Er það mikið, eða er það lítið? Þeir segja að hundrað milljarðarnir, sem verða eftir hér, séu tvöfalt meira en framlag íslenska ríkisins til Landspítalans. Það eru miklir peningar og það eru líka þeir 120 milljarðar sem verða til á Íslandi en eru fluttir út árlega. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson hefur sagt að erlend fjárfesting á Íslandi sé litlu eða engu betri en erlendar lán- tökur. Hvort sem er kallar á að miklir peningar flytjist héðan. Forsvarsmönnum iðnaðarins er hugleikið að nýverið voru fréttir, eða umræða öllu heldur, um að Alcoa Fjarðaál hafi verið skuldsett í drep og tryggt að fyrirtækið verði í áraraðir að gera upp við lánveitandann og því séu skattgreiðslur lægri en ella. Umræðan fór af stað og fékk nokkurn meðbyr. Eðlilega. Forsvarsmönnum iðnaðarins er ekki skemmt. Þeir óttast að efasemdarumræða hér geti móðgað ríka útlendinga sem vilji þá jafnvel ekki fjárfesta hér hjá okkur: „Það vantar sárlega meiri erlenda fjárfestingu á Íslandi. Hún hefur og á að byggjast upp á okkar styrkleikum, t.d. hvað varðar orkumál, mannauði og fjölbreytni starfa. Það er einnig mikilvægt að hér byggist upp fjölbreyttur iðnaður þannig að atvinnulíf og hagvöxtur byggi á fleiri stoðum. Ísland hefur marga kosti þegar kemur að því að laða erlenda fjárfesta til landsins. En það er líka margt sem vinnur gegn okkur. Eitt af því er að starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi sé gerð tortryggileg.“ Ísland er engin undantekning hvað varðar þörfina á erlendri fjárfestingu. Hún er kannski ekki mikils virði ef hún kostar að ekki megi hreyfa efasemdum og hafa uppi tortryggni um eitt og annað sem fylgir jafn stórri og mikilli starfsemi og stóru iðjuveri. Fyrirtæki sem verður frá fyrsta degi mótandi fyrir það samfélag sem verður þar um alla framtíð. Formælendur iðnaðarins benda pent á og segja: „Efnahags- legur ávinningur af erlendri fjárfestingu er afar mikill. Í þessu samhengi hefur áliðnaðurinn á Íslandi mikið verið ræddur. Álútflutningur nemur 220 milljörðum króna á hverju ári og þar af verða um 100 milljarðar eftir í landinu. Það er rúmlega tvöfalt framlag ríkisins til Landspítalans, sem þó er stærsti útgjaldaliðurinn á fjárlögum. Það segir sig sjálft að það væri verulegt högg fyrir íslenskt þjóðarbú ef við yrðum af þessum tekjum.“ Hvað er gefið í skyn? Að við verðum af tekjunum sem skapast af álverunum. Er þetta hótun um að ef við högum okkur ekki betur fari þau með starfsemi sína burt frá Íslandi? Hættið þessari vitleysu. Allir vita betur. Íslendingar verða ekkert af þessum tekjum. Efasemdirnar snúa að því hvort okkur beri að fá meira en nú er, eða ekki. Þau fyrirtæki sem þola ekki þannig umræðu og bollaleggingar verða að líta í eigin barm og meta hvort þau fái þrifist í gagnrýnu samfélagi eins og okkar eða ekki. Efasemdir eru eðlilegar. Formælendur iðnaðarins tala um brottför álvera: Ala á þrælsótta Meginrök okkar sem í áratugi unnum að sameiningu vinstri flokkanna voru, að fleira sameinaði þá en skildi að og samein- aðir hefðu þeir meiri áhrif. Lykiláfangi var stofnun Reykjavíkurlistans 1994 og fjöldi sameiginlegra framboða um allt land, sem áttu síðan drjúgan þátt í samruna fjögurra flokka í Samfylkinguna árið 2000. Í dag starfar þessi hluti stjórnmálanna í fjórum flokkum, Bjartri framtíð, Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum. Fram- sóknarflokkur hefur í bili a.m.k. dæmt sig úr leik með lýðskrumi og þjóðernisbelg- ingi, þó þar séu vissulega góðir liðsmenn félagshyggju eins og Eygló Harðardóttir. Erum við samfylkingarsinnar þá aftur á byrjunarreit? Ekki nauðsynlega. Líta má svo á að þessir fjórir flokkar höfði einfald- lega til mismunandi, en mikilvægra hópa vinstra megin við miðju, eitthvað sem einn flokkur myndi ekki gera. Kjósendur í dag vilja aukin áhrif, geta valið mismunandi áherslur á mismunandi tímum. Það er andi okkar tíma, en ekki skilyrðislaus flokks- hollusta. Þetta er því ekki nauðsynlega slæmt fyrirkomulag. Ekki síst vegna þess, að mikilvægt atriði hefur breyst frá fyrri tíð, fólk í þessum fjórum flokkum lítur ekki hvert á annað sem sinn helsta and- stæðing eins og oft var áður, t.d. á milli Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavík- ur sýnir þetta glöggt, sem og samstarf VG og Samfylkingar í síðustu ríkisstjórn, í dag á Alþingi og að því er virðist prýðissam- starf þeirra einnig við þingflokka Bjartrar framtíðar og Pírata. Ég held því að við eigum að horfa á þessa flokka sem bræðra- og systurflokka, þar sem vilji kjósenda á hverjum tíma ræður hvaða áherslur vega þyngst: Vilja kjós- endur meira eða minna af 1. Hefðbund- inni jafnaðarstefnu, samstarfi við verka- lýðshreyfingu og áherslu á ESB-aðild (Samfylking)? 2. Róttækni í kvenfrelsis- umhverfismálum (VG)? 3. Uppreisn gegn kerfum og valdboði og kröfu um gagnsæi (Píratar)? 4. Frjálslyndri umbótastefnu (Björt framtíð)? Allir þessir þættir eru til í hverjum flokkanna, en misríkjandi. Er ekki lærdómur stjórnmálasögu 20. aldar og um leið áskorun forystu þess- ara fjögurra flokka að láta ekki andstæð- inga, innri átök eða persónulegan metnað, sundra samstarfi og samstöðu umbótasinn- aðs félagshyggjufólks. Fólks sem vill gæta almannahagsmuna og jöfnuðar, og ekki síst standa vörð um þá sem veikast standa. Mismunandi valkostir – svar við kalli tímans? STJÓRNMÁL Margrét S. Björnsdóttir félagi í Samfylk- ing unni– jafnaðar- manna fl okki Íslands Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is LIFÐU í NÚLLINU! Til hvers að flækja hlutina? 365.is Sími 1817 Þú færð GSM áskrift, internet og heimasíma fyrir 0 krónur með völdum sjónvarpspökkum 365. **Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma.*60 mín. og 60 SMS fylgja hverri áskrift. 4 GSM áskriftir 60 mín. og 60 SMS* Internet 20 GB Heimasími 100 mín.** Svarar ekki vinnuveitendum Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er upptekin kona. Skyldi kannski engan undra, þar sem hún gegnir mikilvægu embætti. Leitun er að fréttastofu á landinu sem ekki hefur reynt að ná í lögreglustjórann síðan Persónuvernd úrskurðaði að hún hefði brotið lög sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Jafnt stærstu fréttastofur landsins og þær minnstu, allt frá 365 miðlum til Þjórsár- dalspóstsins; allir hafa reynt að ná í Sigríði Björk. Hún gaf sér tíma til að segja nokkur orð við RÚV á föstudagskvöldið– og hér er „nokkur orð“ ekki notað sem skrauthvörf, orðin sem hún mælti voru örfá. Sigríður Björk hefur ekki séð ástæðu til að svara öðrum fréttastofum og virðist ekki hafa þörf til að skýra sitt mál. Með því hundsar hún vinnuveitendur sína, almenning, fólkið í landinu sem borgar henni launin. Nónóveiran Rétt er að byrja þennan mola á fyrir- fram afsökunarbeiðni á aulahúmornum sem hann snýst um. Húmorinn hæfir þó höfundinum. Fréttastofur landsins héldu áfram að reyna að ná í Sigríði Björk í gær og um hríð leit út fyrir að hún ætlaði að tjá sig. Þegar leið á daginn bárust þó misvísandi skilaboð þar sem hún var ýmist á fundi eða heima með flensu. Trauðla er það nóróveiran sem hrjáir hana, en kannski nónóveiran, sem lýsir sér í stöðugri neitun á viðtali við fjölmiðla. Hálftími hálfvitanna Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, hefur lagt til að borgar- stjórn taki upp sið Alþingis um óundir- búnar fyrirspurnir, þar sem borgarstjóri svari fyrirspurnum borgarfulltrúa. Fín- asta hugmynd, enda var henni vísað til umsagnar forsætisnefndar. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, sló á létta strengi í umræðunni, sagði umræddan lið ganga undir gælunafninu „hálftími hálfvitanna“ á hinu háa Alþingi. Þetta er ekki fallega sagt og ekki til eftirbreytni að kalla einhvern lið í þingstörfum slíku ónefni. Þar að auki er það liðurinn störf þingsins sem gegnir því nafni. kolbeinn@frettabladid.is 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F F -E 3 7 8 1 3 F F -E 2 3 C 1 3 F F -E 1 0 0 1 3 F F -D F C 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.