Fréttablaðið - 04.03.2015, Síða 44

Fréttablaðið - 04.03.2015, Síða 44
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24 LEIKLIST ★★★ ★★ Þú kemst þinn veg Sýnt í Norræna húsinu HANDRIT FINNBOGI ÞORKELL JÓNSSON LEIKARI FINNBOGI ÞORKELL JÓNSSON LEIKSTJÓR: ÁRNI KRISTJÁNSSON TÆKNIMAÐUR STEFÁN INGVAR VIGFÚSSON TÓNLIST SVAVAR KNÚTUR Garðar Sölvi Helgason hefur glímt við geðklofa nær alla sína fullorð- instíð, áratugir af ranghugmyndum og baráttu við að komast í gegnum dag hvern, jafnvel hverja mínútu, hafa litað hans tilvist. En þó að saga hans sé átakanleg er marga ljósa punkta að finna því Garð- ar hefur þróað með sér eins konar umbunarkerfi til þess að koma sér í gegnum daginn, eins konar jákvæða uppbyggingarstefnu þar sem tíma- kaupið er talið í mínútum frekar en klukkutímum. Finnbogi Þorkell hefur skrifað leikrit út frá reynslu Garðars sem nú heldur fyrirlestra í skólum og öðrum stofnunum og var það frumsýnt nú um helgina í fyrirlestrasal Norræna hússins. Öll umgjörð er hin afslapp- aðasta en áhorfendur sitja saman við lítil fundarborð og okkur er boðið að hlýða á fyrirlestur um líf Garðars haldinn af ungum manni að nafni Guðmann sem leikinn er af Finn- boga. Sýningin er því miður alltof lengi í gang, sérstaklega miðað við stutt- an sýningartíma, og töluverðum tíma eytt í að kynna áhorfendur fyrir Guðmanni en í raun komumst við samt aldrei að nægilega miklu um þennan mann. Hann hefur tekið að sér að halda fyrirlestur um um- bunarkerfi Garðars en er gríðar- lega stressaður fyrir því verkefni. Í stað þess fara djúpt ofan í sálarlíf og sögu Garðars, sem er gríðarlega ríkulegur heimur, fá áhorfendur þess í stað kaffi og vandræðalegar þagnir í boði Guðmanns. Slíkar áherslur eru ekki alveg fyllilega skiljanlegar þar sem lítil þróun verður í persónu Guðmanns og samband hans við Stefán, hálfmis- heppnaða tæknimanninn, tekur tak- mörkuðum breytingum. En það eru aftur á móti senurnar úr lífi Garð- ars sem færa sýninguna yfir á annað og miklu áhugaverðara plan. Þar sýnir Finnbogi hæfileika sína sem leikari og leikskáld en hann bregð- ur sér ekki bara í hlutverk Garðars með góðum árangri heldur einnig fjöldann allan af öðrum manneskj- um sem hafa orðið á vegi hans. Í þessum uppbrotum fá áhorfend- ur merkilega sýn inn í hinn tvístr- aða hugarheim Garðars þar sem Finnbogi flakkar á milli tímabila í hans lífi allt frá barnæsku til dags- ins í dag. Hann berst ekki einungis við sínar eigin ranghugmyndir um Apollo-geimáætlun Bandaríkjanna heldur einnig samfélagslega for- dóma gagnvart sjúkdómi sínum. Þetta er hið sláandi hjarta sýning- arinnar en áhorfendur sjá það ekki nægilega oft. Tónlist Svavars Knúts er ávallt ljúf en fingraför hans á sýningunni hefðu mátt vera sterkari líkt og hjá Árna Kristjánssyni sem stendur samt sem áður nokkuð vel í sínu hlutverki. Sýningin er fallegt mynd- brot af margbrotnu ástandi en nær aldrei nægilega sterkum tökum á umræðuefninu. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Garðar á sér magnaða sögu og þrátt fyrir nokkur virkilega falleg augnablik er hún ekki nægilega vel sögð í þessu verki. Margbrotin veröld geðklofans LÍSA Í UNDRALANDI Aðstandendum hefur tekist að skapa skemmtilega, spenn- andi, litskrúðuga og dálítið brjálaða sýningu sem höfðar jafnt til ungra og fullorð- inna leikhúsgesta. LEIKLIST ★★★★ ★ Lísa í Undralandi Leikfélag Akureyrar LEIKGERÐ MARGRÉT ÖRNÓLFSDÓTTIR LEIKARAR THELMA MARÍN JÓNSDÓTTIR, BENEDIKT KARL GRÖNDAL, SÓLVEIG GUÐ- MUNDSDÓTTIR, PÉTUR ÁRMANNSSON OG SEX UNGIR LEIKARAR AF NORÐURLANDI. LEIKSTJÓRN VIGNIR RAFN VALÞÓRSSON HÖFUNDUR SVIÐSHREYFINGA OG DANSA: BROGAN DAVISON LEIKMYND OG BÚNINGAR SIGRÍÐUR SUNNA REYNISDÓTTIR LÝSING JÓHANN BJARNI PÁLMASON TÓNLIST DR. GUNNI Lísa í Undralandi er skáldsaga eftir breska heimspekinginn Lewis Carr- oll, sem fyrst kom út á frummálinu árið 1865, fyrir réttum 150 árum. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýð- ingu árið 1937. Bókin segir frá uppá- tækjum ungrar stúlku að nafni Lísa, sem hefur talsvert frjórra ímynd- unarafl en gengur og gerist hjá börnum á hennar aldri. Leikgerð Margrétar Örnólfsdótt- ur er byggð á þessari frægu skáld- sögu. Þó má segja að hér sé aðeins stuðst lauslega við söguna eða við anda hennar, persónur sóttar í hana eða í það minnsta nöfn persóna. Lísa í leikgerðinni er látin, eins og í bók- inni, elta hvíta kanínu ofan í holu og lendir í Undralandi. Allt annað í leikgerðinni er raunar nýtt og frum- samið svo kannski má segja að hér sé um nýtt íslenskt leikrit eftir Mar- gréti Örnólfsdóttur að ræða. Söguþráðurinn er eins og segir í kynningu að Lísa er ósköp venjulega óvenjuleg stelpa á Akureyri sem hrútleiðist í skólanum. Skyndilega birtist taugaveiklaður hvítur kan- ínukall sem er orðinn alltof seinn í afmælisveislu. Lísa eltir hann og sogast inn í æsispennandi ævintýri þar sem hún hittir brjálaða Hattar- ann, Glottköttinn leyndardómsfulla, hina óborganlegu rugludalla Laddídí og Laddídamm, Kálorminn varhuga- verða og auðvitað hina skelfilegu Hjartadrottningu sem á afmæli akk- úrat þennan dag. Þegar ég heyrði af því að L.A. væri að setja upp leiksýningu byggða á ævintýrum Lísu í Undra- landi varð ég strax nokkuð skept- ískur á að það væri hægt á svo litlu sviði og með þeim fátæklega tækni- búnaði sem lítið leikhús úti á landi hefur yfir að ráða. Það er skemmst frá því að segja að þetta voru ástæðulausar áhyggjur. Leikstjór- inn og handritshöfundurinn hafa hér skapað skemmtilega, spennandi, litskrúðuga og dálítið brjálaða sýn- ingu sem höfðar jafnt til ungra og fullorðinna leikhúsgesta. Sýningin er full af brellum, galdri og einföld- um tæknilausnum sem í flestum til- fellum gengur vel upp. Það eru fjórir leikarar sem fara með fjölda ólíkra hlutverka og bregða sér í alls kyns gervi mis- brjálaðra persóna. Allir stóðu þeir sig með stakri prýði og eftir á að hyggja finnst mér það með ólíkind- um að þarna hafi ekki verið fleiri leikarar á bak við. Auk þeirra voru í sýningunni sex ungir leikarar sem tóku þátt í hópsenum og í söngva- og dansatriðum auk þess að skipa smærri hlutverk. Þessi ungmenni stóðu sig sömuleiðis afar vel og það var sérlega gaman hvað allur leik- hópurinn myndaði samstillta og fal- lega heild. Tónlist Dr. Gunna er fléttað smekklega inn í verkið með dansi og hressilegum sviðshreyfingum og fjöri. Þessi sýning hefur upp á að bjóða allt það sem skemmtileg fjölskyldu- ævintýraleiksýning þarf að hafa; hetju, sem í þessu tilfelli er tíu ára kvenhetja, fullt af skrítnum og spaugilegum persónum sem koma og fara með miklu hraði, litskrúð- uga og kúnstuga búninga, fjöruga og grípandi tónlist, vel útfærðar sviðs- hreyfingar og dans, listileg farar- tæki sem stundum eru vélknúin tryllitæki og oftar þó drifin með handaflinu einu saman. Ég vil óska Leikfélagi Akureyr- ar innilega til hamingju með þessa hressilegu og skemmtilegu fjöl- skyldusýningu. Kristján E. Hjartarson NIÐURSTAÐA: Hressileg og skemmtileg fjölskyldusýning uppfull af góðum leik- hús lausnum, léttri tónlist og vönduð í allri framsetningu. Við erum öll brjáluð hér „Íslensk þjóðlagatónlist er kannski í hugum einhverra eldgömul íslensk danskvæði, eins og Goð- mundur á Glæsivöllum sem við í Ríó tókum á sínum tíma. Það sem flutt verður á Folk Festival er af sama meiði. Auðvitað er allt- af þróun í tónlist og fram kemur bæði yngra og eldra tónlistarfólk með margvísleg blæbrigði af þjóð- lagatónlist,“ segir Helgi Pétursson Ríótríósmaður sem stendur að þjóð- lagahátíðinni Folk Festival, ásamt Snorra Helgasyni, syni sínum. Helgi segir Folk Festival þá fimmtu í röðinni hér á landi á jafn- mörgum árum. „Félagi minn og æskuvinur, Ólafur Þórðarson, byrj- aði með hátíðina og þegar hann féll frá ákváðum við að halda merkinu á lofti,“ útskýrir hann. „Tónlistarhátíðir af þessu tagi eru mjög vinsælar í Skandinavíu og Norður-Evrópu, líka í Winnipeg og víðar í Kanada og nú fengum við tækifæri til að bjóða tveimur vesturíslenskum tónlistarmönnum á hátíðina sem munu varpa ljósi á þjóðlagatónlistarhefð Kanada. Þeir kunna líka lög héðan sem þeir flytja í heimalandinu og þessi hátíð verður ugglaust til að auka á tengsl þeirra við uppruna sinn.“ Folk Festival fer fram í Gym- og Toniksalnum á Kexi hosteli við Skúlagötu. Hún hefst annað kvöld, fimmtudag, og stendur fram á laugardagskvöld. Fjórir listamenn koma fram á hverju kvöldi. „Við höfum þrisvar áður verið á Kexinu, þar er skemmtilegur salur og eins og breiddin er mikil hjá flytjendunum hefur hið sama mátt segja um áheyrendahópinn á undanförnum árum,“ segir Helgi og fullyrðir að ekkert verði spar- að til að skapa notalega og einlæga stemningu. Spurður um verkaskiptinguna milli þeirra feðga svarar Helgi létt- ur í bragði: „Já, við fengum Snorra til að halda utan um þetta. Hann hefur raðað þessu upp. Ég er bara í snúningum og snatti.“ gun@frettabladid.is Margvísleg blæbrigði af þjóðlagatónlist Fólk á ýmsum aldri, úr ólíkum áttum, fl ytur þjóðlagaskotna tónlist á Kexi hosteli við Skúlagötu frá fi mmtudegi til laugardags á þjóðlagahátíðinni Folk Festival. TÓNLISTARFEÐGAR Helgi og Snorri halda þjóðlagahátíðina 2015 í Gym- og Toniksalnum á Kexi hosteli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● Þeir listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár eru Teitur Magnússon, Ylja, Kólga, Funi, Moð, Lindy Vopnfjord frá Kanada, Klassart, Lay Low, JP Hoe frá Kanada, Björn Thoroddsen, Pétur Ben og Egill Ólafsson. ● Dagskráin hefst kl. 20 öll kvöld og lýkur klukkan 23.30. ● Miðaverð á hátíðina er 3.000 krónur fyrir stök kvöld en 7.999 fyrir passa sem gildir á öll þrjú kvöldin. ● Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefsíðu hennar; www.folkfestival.is og á fésbókarsíðu hennar; facebook.com/ reykjavikfolkfestival. Meira um Folk Festival 2015 MENNING 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F F -E 8 6 8 1 3 F F -E 7 2 C 1 3 F F -E 5 F 0 1 3 F F -E 4 B 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.