Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 4. mars 2015 | MENNING | 25 „Ég hef átt víólu í áratugi og gripið í hana þegar svo ber undir,“ segir Guðný sem þekkt er sem fiðlu- leikari en spilar á víólu á Háskóla- tónleikum í dag klukkan 12.30. Júlía Mogensen verður á selló og Richard Simm á píanó og á efnis- skránni eru þrjú verk eftir Áskel Másson. Meðal þeirra er tríó sem hann samdi upphaflega fyrir klar- inettu, selló og píanó en skrifaði síðar klarinettupartinn á víólu. Þannig hefur það aldrei verið flutt áður. Byrjað er á einleiksverki fyrir píanó og að lokum verður Guðný með einleiksverk á víólu. „Ég ákvað að takast á við það úr því ég var komin með víóluna í hendurn- ar!“ segir konsertmeistarinn fyrr- verandi. Enginn aðgangseyrir er að tón- leikunum og allir eru velkomnir. - gun Guðný grípur í víóluna þegar svo ber undir Guðný Guðmundsdóttir, Júlía Mogensen og Richard Simm spila saman í Hátíðasal HÍ í hádeginu í dag. TRÍÓ Þau Guðný, Richard og Júlía frumflytja tríó eftir Áskel Másson í nýrri mynd á ókeypis Háskólatónleikum. Kristjana Arngrímsdóttir söng- kona stígur á svið í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, í hádeg- inu klukkan 12 á föstudaginn, ásamt eiginmanni sínum, Krist- jáni Eldjárn. Þau flytja lög eftir Kristjönu sem hún hefur samið við ljóð og kvæði íslenskra skáldkvenna og verða tvö lag- anna frumflutt á tónleikunum. Einnig verða á dagskránni lög við ljóð Davíðs Stefánssonar. Tónleikarnir falla undir Föstu- dagsfreistingar sem Tónlistarfé- lag Akureyrar stendur að. Súpa er innifalin í aðgangseyrinum. - gun Flytja kvæði skáldkvenna HJÓNIN Kristjana og Kristján flytja lög af væntanlegum diski í hádeginu á föstudag. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir á Skjaldborgarhátíð- ina – hátíð íslenskra heimildar- mynda sem haldin verður um hvítasunnuhelgina, 23.-26. maí, í Skjaldborgarbíói á Patreks- firði að vanda. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin verður haldin en hún hefur fyrir löngu sannað sig sem einn af mikilvægustu viðburðum íslenskrar kvik- myndamenningar, enda hafa margar af áhugaverðustu heim- ildarmyndum undanfarinna ára verið frumsýndar þar. Má þar nefna hina frábæru Salóme sem hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar í fyrra og hefur í kjölfarið sópað að sér alþjóðlegum verðlaunum. Stefnt er að því að frum- sýna um 15-20 nýjar, íslenskar heimildarmyndir en auk þess verða fersk og spennandi verk í vinnslu kynnt á hátíðinni. Þá verða hefðbundnir jafnt sem óhefðbundnir utandagskrár- viðburðir á sínum stað. Opið er fyrir umsóknir til 17. apríl en umsóknareyðublað og allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: www. skjaldborg.com. - mg Skjaldborg á Patreksfi rði SKJALDBORGARHÁTÍÐIN Þetta er í níunda sinn sem hátíðin verður haldin en hún hefur fyrir löngu sannað sig sem einn af mikilvægustu viðburðum íslenskrar kvikmyndamenningar. Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík www.lyfja.is Hugsum um húðina Þegar kalt er í veðri er mikilvægt að vernda húðina vel, líkt við gerum til að vernda hana fyrir sólinni. Í Lyfju finnur þú gott úrval hágæða krema sem halda allri fjölskyldunni mjúkri í kuldanum. Decubal Ilmefnalausar húðvörur sérstaklega ætlaðar fyrir þurra og viðkvæma húð. 20% afsláttur til og með 11. mars Ceridal Ceridal er fitukrem fyrir þurra og viðkvæma húð sem veitir góða vörn í kulda og vindi. Má nota á sár og var- ir. Hentugt fyrir börn og ungbörn enda án parabena, ilm- og litarefna. 20% afsláttur til og með 11. mars 20% afsláttur til og með 11. mars Íslensk húðlína fyrir alla fjölskylduna. Apótek Locobase Án ilm- og litarefna. Repair fyrir þurra húð og exem, Fedtcreme fyrir þurra húð og LPL fyrir þykka og harða húð. 20% afsláttur til og með 11. mars 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F F -F 7 3 8 1 3 F F -F 5 F C 1 3 F F -F 4 C 0 1 3 F F -F 3 8 4 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.