Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 16
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 16 um og síðast en ekki síst í listinni að lifa. Kremena Demireva. Fyrir þrem- ur árum datt ég út af vinnumarkaði eftir skilnað og einangraðist í kjöl- farið. Eftir innlögn á geðdeild LSH var mér vísað í Hlutverkasetur. Þar kynntist ég fólki sem var í sömu sporum og ég og eignaðist vini. Ég hef alltaf haft áhuga á saumaskap og þegar ég uppgötvaði saumavél- ina þá fannst mér ég vera komin heim til mömmu í Búlgaríu. Mér var boðið að nýta hana og tók ég því þakksamlega. Ég fékk tækifæri til að hanna og sauma föt. Fólkið, saumavélin og hæfileikar mínir hafa hjálpað mér að öðlast tilgang á ný. Á konukvöldi sl. vor stóð ég t.d. fyrir tískusýningu. Ég fæ mikið hrós á staðnum og er hvött áfram í því að útfæra nýjar hugmyndir og halda áfram á sömu braut. Í dag er ég komin í hlutastarf að aðstoða aðra sem eru í svipuðum sporum og ég var í þegar ég var að brjótast út úr einangrun. Ég kem í Hlutverka- setur til að gleðjast, fá stuðning og kærleik sem er mér nauðsynlegur til að halda áfram að lifa og geta látið gott af mér leiða. María Gísladóttir. Ég hef lengst af búið í Reykjavík en ég hef einnig búið í Mið-Austurlöndum og Króa- tíu. Ég hef lifað við ofbeldi og hef glímt við áfallastreituröskun. Um síðastliðin áramót varð ég fyrir enn einu áfallinu og frétti þá af Hlutverkasetri og fór að sækja það reglulega. Þar hef ég fengið stuðn- ing, hvatningu, skilning og traust. Ég hef ekki getað ræktað og hlúð að listrænum hæfileikum mínum fyrr en nú. Ég byrjaði að stunda listsköpun og fljótlega var ég virkj- uð í að leiðbeina og halda námskeið í teikningu og fleiri listgreinum í Hlutverkasetri. Síðustu mánuði hef ég einnig liðsinnt gestum Vinjar í myndmennt. Mig dreymir um að nýta hæfileika mína og reynslu enn frekar, læra meira og vinna við list- kennslu í framtíðinni. Í haust hélt ég mína fyrstu sýningu í Drekaslóð og mun vera með á myndlistarsýn- ingu á 10 ára afmæli Hlutverka- seturs næsta ár. Draumurinn er að verða leiðbeinandi í mismunandi listformum sem nýtist fólki sem á við einhvers konar erfiðleika að stríða. Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Land- spítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heil- brigðiskerfið. Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein rök- semd þeirra er að Jón Jóns- son á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstak- lingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð. Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heil- brigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niður- stöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörk- un á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lög- aldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengis- búðum án þess að vera spurð um skilríki. Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi: 1. Tvöföldun á heildar- áfengisneyslu Íslendinga. 2. Þreföldun á áfengisað- gengi íslenskra ungmenna. 3. Fjölgun krabbameinstil- fella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líf- færum. 4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíða raskana ásamt örorku. 5. Fjölgun annarra sjúk- dóma svo sem skorpulifr- ar, briskirtilsbólgu, gátta- flökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma. 6. Aukningu á tíðni fóstur- skaða vegna áfengisneyslu. 7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni. 8. Aukið heimilisofbeldi og van- rækslu barna. 9. Fjölgun líkamsárása og glæpa. 10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoð- að allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lág- marka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað. Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikil- vægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólks- ins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstak- lega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar. Opið bréf til þingmanna Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýð- ingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjöl- far fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráð- herra viðraði það í Frétta- blaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orða- lag við þýðingu Evrópu- tilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusam- bandinu. Íþyngjandi lög og reglu- gerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evr- ópsk lög um frelsi og frjálsan flutn- ing vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfis- mat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfis- mat áður en framkvæmdir hefj- ast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir telj- ast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumann- virkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjög- urra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmd- ir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska lög- gjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfis mat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Lík- legra er að íslenski löggjaf- inn vilji hafa lögin strang- ari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfis- áhrifum samhljóða til- skipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagð- ur án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deil- um um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meirihátt- ar framkvæmd samkvæmt tilskip- un ESB. Svo er það annar íslenskur mis- skilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki sam- fellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigs- skógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m. Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kann- að í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir ára- tuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Sví- þjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskipta- frelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regl- una. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum við- skiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálma- sonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir lönd- um, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskip- anir ESB, jafnvel í andstöðu við megin reglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um ein- dreginn vilja íslenska löggjafar- valdsins til þess að vera kaþólsk- ara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdarvaldið, eftirlits- stofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum GEÐORÐIN 10 Grein 9 Greinin er níunda greinin af tíu í greinaröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðis- sviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Hlutverkasetur er starfsendur- hæfingar- og virknimiðstöð. Fólk kemur til að auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virku eða undirbúa sig til náms eða vinnu. Edna, Kremena og María eru mæður sem allar hafa nýtt listræna hæfileika sína til að endurheimta vonina og trú á eigin áhrifamátt eftir áföll í lífinu. Edna Lupita. Ég kom Íslands frá Mexíkó 1998. Ég varð þunglynd fyrir nokkrum árum og lagðist í kjölfarið á geðdeild LSH. Ég kynnt- ist Hlutverkasetri og tók m.a. þátt í leiklistartímum. Sjálfstraustið óx og ég öðlaðist kjarkinn á ný. Ég hef síðan haldið námskeið í dansi og leiklist og sett upp tvær jólasýning- ar. Í fyrstu hafði ég enga trú á mér. Ég var hvött til að mæta, fræðast og kynnast fólkinu. Ég fékk leyfi til að vera þiggjandi og þurfti ekk- ert að gefa af mér til að vera sam- þykkt. Síðan þá hef ég öðlast meiri reynslu og sjálfstraust og fengið tækifæri til að þróa mínar eigin aðferðir bæði í leiklist og dansi. Mitt markmið er að stofna leikhóp þar sem listamenn og fólk sem kljá- ist við geðraskanir vinna saman. Í dag rækta ég hæfileika mína og er sífellt að uppgötva nýja. Ég hef lokið námi frá LHÍ og veit núna að ég er ekki bara góð í dans- og leik- list heldur hef ég uppgötvað að ég er líka góð í mannlegum samskipt- Finndu og ræktaðu hæfi leika þína Vitundarvakning meðal ungs fólks um hefndar- klám, heimildarmynd um fátækt á Íslandi, námskeið til að auka samfélagsvitund ungra Víetnama, átak gegn fordómum um psoriasis, skráning sögu hælisleitenda á Íslandi, námskeið fyrir fatlaðar stelpur og þýðing og talsetning á teiknimynd þar sem aðalpersónan er samkynhneigð voru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í lok síð- asta árs. Ráðinu bárust 33 umsókn- ir frá einstaklingum og félagasam- tökum í haust, en 18 verkefni hlutu styrkveitingu að þessu sinni. Um er að ræða styrki til verkefna sem samræmast mannréttindastefnu borgarinnar og ætlað er að stuðla að jafnræði borgarbúa og farsælu og fjölbreytilegu mannlífi. Mörg sveitarfélög bjóða upp á að íbúar og grasrótarsamtök leiti til þeirra með ósk um styrkveit- ingu í tiltekin verkefni sem ætlað er að bæta mannlífið með einhverj- um hætti. Í Reykjavík eru árlega veittir styrkir til ýmissa verkefna, meðal annars á sviði velferðarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, menn- ingarmála og mannréttindamála. Á flestum sviðum eru styrkir einung- is veittir árlega og umsóknarfrest- ur þá á haustin, en mannréttindar- áð úthlutar styrkjum tvisvar á ári, bæði á haustin og vorin. Á undanförnum árum hafa fjölmargir einstakling- ar og félagasamtök sótt um styrki vegna ólíkra verk- efna sem snúa að mann- réttindum til mannréttind- aráðs borgarinnar. Verkefni sem hefðu mörg hver ekki komist á legg nema vegna styrk- veitinga ráðsins. Ljóst má vera að innan grasrótarinnar er fullt af hug- myndaríku hugsjónafólki sem vill vinna gegn mismunun svo allir fái notið sjálfsagðra mannréttinda og bæta samfélagið með fjölbreyttum verkefnum. Til að styðja við gerjun og áframhaldandi þróun slíkra verk- efna mun mannréttindaráð áfram veita styrki til slíkra verkefna. Nú styttist í næstu styrkveit- ingu ráðsins og verður auglýst eftir almennum styrkumsóknum nú í mars. Áhugasamir eru hvatt- ir til að kynna sér málin og sækja um, en allar helstu upplýsingar má finna á vefslóðinni reykjavik.is/ styrkir. Það er von mín að mann- réttindaráði haldi áfram að ber- ast ólíkar og spennandi umsókn- ir frá borgarbúum svo borgin geti áfram blómstrað á sviði jafnræðis og mannréttinda. Framsókn mannréttinda STJÓRNSÝSLA Gunnlaugur H. Jónsson eðlisfræðingur HEILBRIGÐIS- MÁL Lára G. Sigurðardóttir læknir, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum og formaður fag- og fræðsluráðs Krabbameins- félagsins SAMFÉLAG Magnús Már Guðmundsson varaborgarfulltrúi og situr í mann- réttindaráði fyrir Samfylkinguna. ➜ Íþyngjandi lög og reglu- gerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlits- stofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan fl utning vöru og þjónustu. ➜ Hlutverka- setur er starfs- endurhæfi nga- hæfi nga- og virknimiðstöð. Fólk kemur til að auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virkum eða undirbúa sig til náms eða vinnu. GEÐHEILBRIGÐI Kremena Demireva María Gísladóttir f. h. Hlutverkaseturs ➜ Nú styttist í næstu styrkveitingu ráðsins og verður auglýst eftir almennum styrkum- sóknum nú í mars. Edna Lupita 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F F -D E 8 8 1 3 F F -D D 4 C 1 3 F F -D C 1 0 1 3 F F -D A D 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.