Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 36
 | 10 4. mars 2015 | miðvikudagur Á Íslandi er skyldutryggingakerfi þar sem öllum vinnandi mönn- um er gert skylt að leggja hluta af launum sínum í lífeyrissjóð. Ákvarðanir um uppbyggingu slíks kerfis byggjast á mikilli fyrirhyggju og framsýni. Líf- eyris sjóðunum er ætlað að leggja grunninn að betri afkomu á efri árum auk þess að vera til taks ef við verðum fyrir áföllum sem raskað geta fjárhagslegu öryggi okkar. Lífeyrissjóðir byggjast upp á löngum tíma og því skiptir mestu að ákvarðanir séu teknar með langtímahagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Einnig skiptir miklu máli að forsendur, sem lagðar eru til grundvallar hverju sinni, standist og séu réttar. Undanfar- in ár hafa reynst lífeyrissjóðum afar hagstæð og var raunávöxt- un samtryggingarsjóða árið 2014 um 7,4%. Ef litið er til síðustu 20 ára er raunávöxtun að jafnaði 4%. Ávöxtun til langs tíma skipt- ir mestu máli til að tryggja sjóð- félögum lífeyri. Lífeyrissjóðunum er gert að greiða verðtryggðan lífeyri, enda er það ekki fjöldi króna sem skiptir mestu máli heldur að fjárhæðirnar haldi verðgildi sínu og tryggi ákveðinn kaup- mátt. Árið 2014 var í þessu til- liti hagkvæmt lífeyrissjóðunum þar sem verðbólgan reyndist lág. Þegar fer saman annars vegar góð ávöxtun og hins vegar lág verðbólga aukast eignir meira en skuldbindingar sjóðanna. Líf- eyrissjóðir á almennum vinnu- markaði, sem starfa án ábyrgð- ar launagreiðenda, eiga nú eignir fyrir öllum skuldbindingum og er staða þeirra í jafnvægi en þó mis- munandi eftir sjóðum. Gjaldeyrishöftin eru mesta ógnin sem nú stafar að sjóðun- um. Höftin draga verulega úr möguleikum til áhættudreifing- ar. Innan hafta er erfitt fyrir líf- eyrissjóði að tryggja kaupmáttar- öryggi sjóðfélaga þar sem stór hluti af neyslu landsmanna bygg- ist á innflutningi. Ýmsar stærðir í þjóðarbúskapnum benda til þess að nú sé rétti tíminn til að hefja afnám gjaldeyrishafta og vonandi hafa ráðamenn vilja og kjark til að takast á við það vandasama verkefni. Umhverfi lífeyrissjóðanna er breytingum háð og má þar nefna að við reynumst lifa lengur en áætlanir hafa gert ráð fyrir fram til þessa. Þetta eru að sjálfsögðu gleðifréttir en lengri lífaldur má rekja til heilbrigðari lífsmáta og framfara í læknavísindum. Þessi jákvæða þróun hefur þó neikvæð áhrif á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða. Í hvert skipti sem Félag íslenskra tryggingastærð- fræðinga birtir nýjar dánar- og eftirlifendatöflur hefur staða líf- eyrissjóða versnað af því sjóðirn- ir þurfa að greiða lífeyri í lengri tíma en áður var áætlað. Það er hins vegar mikilvægt fyrir sjóð- félaga að lífeyrissjóðir byggi rétt- indaávinnslu sjóðfélaga á réttum forsendum. Annars skapast vænt- ingar um lífeyri sem ekki ganga eftir. Vegna stöðugrar lengingar meðalævi undanfarna áratugi er nú horft til þess að breyta for- sendum útreikninga á trygginga- fræðilegri stöðu lífeyrissjóða og byggja ekki lengur mat á meðal- ævi til framtíðar á reynslu síð- ustu ára um lífaldur. Þess í stað skal reikna meðalævi til framtíð- ar út frá spá um áframhaldandi lengingu á meðalævi. Þetta er krefjandi verkefni sem bíður líf- eyrissjóðanna en nú er rétti tím- inn þar sem við eigum hagstætt ár að baki. F réttablaðið greindi frá því fyrir helgi að Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, hefði fengið rífl ega launahækkun á síðasta ári og laun hans væru nú 1,1 milljón hærri en þau voru þegar hann tók við starfi sínu árið 2011. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir eigendastefnu þess hafa breyst. Upphaf- lega hafi verið gert ráð fyrir að grunnlaun forstjórans fylgdu úrskurðum kjararáðs um laun forstjóra Landsvirkjunar. Síðar hafi sú stefna verið tekin upp að laun stjórnenda OR standist samanburð við sambærileg laun. Orkuveita Reykjavíkur sætti illri meðferð stjórnmálamanna um ára- tugabil fyrir bankahrun. Eftir hrunið, þegar margt benti til þess að fyrirtækið stefndi í greiðsluþrot, voru fengnir fag- menn til að stýra því inn á rétta braut. Niðurstaðan varð aðgerðaáætlun sem var kölluð Planið til þess að sækja 50 milljarða króna á fi mm ára tímabili. Í Planinu fólst meðal annars fækkun starfsfólks, lækkun launakostnaðar og annarra kostnaðarliða starfseminnar, sala á eignum sem ekki tilheyra kjarna- starfsemi fyrirtækisins, tekjuaukning með hækkun gjaldskrár og víkjandi lán frá eigendum til að koma í veg fyrir sjóðþurrð. Miklu meiri árangur hefur náðst í því að hagræða en stefnt var að. Árangurinn hefur verið svo sannfærandi að láns- hæfi s matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf Orkuveitu Reykja- víkur einkunnina BB- með stöðugum horfum í febrúar. Í tilkynningu sem birtist á vef Orkuveitunnar sagði að Fitch Ratings teldi horfur stöðugar einkum í ljósi þess hversu vel Orkuveitunni gengur að fylgja Planinu eftir. Með þennan árangur sem liggur fyrir og þá einkunn sem lánshæfi smatsfyrirtækið gefur Orkuveitunni er kannski skiljanlegt að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þyki rétt að for- stjórinn og aðrir lykilstjórnendur njóti þess árangurs með hærri launum. Það er þó bersýnilegt að mikill dugur í forstjóra Orkuveit- unnar og lykilstjórnendum var nauðsynleg forsenda en ekki nægjanleg til þess að bæta stöðu fyrirtækisins. Það þurftu fl eiri að spila með þeim. Þegar starfsfólki fyrirtækisins tók að fækka hefur álag á annað starfsfólk vafalítið aukist. Eiga þeir starfsmenn sem eftir sátu þá ekki þátt í bættri stöðu fyrir- tækisins, rétt eins og stjórnendurnir? Og fá þeir starfsmenn að njóta árangursins með hærri launum eins og lykilstjór- nendur? Líklegast ekki, því þá færi árangurinn fyrir lítið. Við þetta bætist að hluti af aðgerðaáætluninni til að bæta rekstur Orkuveitunnar var að hækka gjöld Orkuveitunnar. Neytendur áttu því sinn þátt í að greiða úr þeirri fl óknu stöðu sem Orkuveitan var komin í með því að verja hærra hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum í greiðslur fyrir afnot af vatni og rafmagni. Það má því segja að stjórnendur fyrirtækisins, starfsmenn og neytendur, sem einnig eru eigendur fyrirtækisins, hafi tekið höndum saman í því að bjarga fyrirtækinu frá greiðslu- þrotinu sem það hefði getað lent í. Á tímum þegar mikil óvissa er uppi í íslensku atvinnulífi vegna lausra kjarasamn- inga er það þess vegna mikið áhyggjuefni að laun forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem er opinbert fyrirtæki, hækki um 79 prósent á sama tíma og laun almennt hækka um 24 prósent. Það er hækkun sem er úr öllum takti við það sem almenningur getur vænst. Það má segja að stjórnendur, starfsmenn og neytendur hafi tekið höndum saman. Markaðshornið Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Hin hliðin Heiðrún Lind Marteinsdóttir hdl. hjá LEX Launahækkun forstjóra Orkuveitunnar er algerlega óforsvaranleg: Úr öllum takti við almenning Skoðun Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Lífeyrissjóðir í fortíð, nútíð og framtíð Eldri borgarar biðu í röð eftir nauðsynjum ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Eldri borgarar biðu í röð til þess að fá heitt te og kex í súpueldhúsi á Lenínstorgi í Debaltseve á mánudaginn. Debalt- seve var hluti Úkraínu en fylgjendur rússneskra aðskilnaðarsinna náðu tökum á borginni þann 18. febrúar. Vatnslaust er í borginni og mjög lítið rafmagn. Hjálparstarfsfólk reynir hvað það getur til þess að koma þurfandi til bjargar. NORDICPHOTOS/AFP Dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er allrar athygli verður. Þrátt fyrir að hinni efnislegu niðurstöðu verði ekki breytt, er nauðsynlegt að fjalla um einstakar forsendur niðurstöðu Hæstaréttar. Í þessum örpistli er aðeins ráðrúm til að beina sjónum að einum anga málsins. Varðar hann hlerun símtala sakborninga við verjendur. Samkvæmt 36. gr. saka- málalaga er verjanda heim- ilt að tala einslega við skjólstæðing. Þá er einnig kveðið á um það í 85. gr. saka- málalaga að ef upp- tökur hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakborn- ings við verjanda skal eyða þeim þegar í stað. Upptök- ur símtala eru í höndum fjarskipta- fyrirtækja. Í Al-Thani málinu lá fyrir að tekin voru upp samtöl tveggja sak- borninga við verjendur og að sím- tölunum var ekki eytt þegar í stað. Í niðurstöðu Hæstaréttar eru mótbár- ur sakborninga vegna þessa að engu hafðar. Byggir á því að þessi gögn hafi ekki verið nýtt til sönnunar, auk þess sem Hæstiréttur fær ekki „séð hvernig lögregla gæti almennt hagað aðgerðum við hlustun síma sakbornings á annan hátt en gert var í þessu tilviki […], enda verður hvorki séð fyrir hvort símtal sak- bornings kunni að vera við verjanda fremur en annan né hefur lögregla heimild í XI. kafla laga nr. 88/2008 til að fela öðrum framkvæmd þessa inngrips í friðhelgi einkalífs manna að hlusta á símtöl þeirra.“ Niðurstaða þessi vekur ugg. Ekki er hægt að tryggja grundvallarrétt sakaðs manns til trúnaðarsamtals við verjanda ef það kemur í hlut rannsakanda að kanna hvort samtöl séu við verjanda og hvort þau njóti trúnaðar. Aukinheldur er alþekkt erlendis að framkvæmd er hagað öðruvísi. Af niðurstöðum Mannrétt- indadómstóls Evrópu má ráða að það fari gegn 8. gr. Mannréttinda- sáttmála Evrópu (MSE) að starfs- maður stjórnvalds rannsaki á því hvort upptekin símtöl séu við verj- anda og hvort þeim skuli eytt. Þetta var m.a. staðfest í máli Kopp gegn Sviss, þar sem dómstóllinn fann að því að yfirmaður lögfræðisviðs svissnesku póstþjónustunnar, sem var ríkisrekin, hafi haft umsjón með þessu verki án eftirlits sjálf- stæðs dómara. Í máli Aalmoes gegn Hollandi var það hins vegar talið samrýmanlegt 8. gr. MSE að aðili frá hollenska lögmannafélaginu hefði aðkomu að mati á því hvaða símtöl væru háð trúnaði. Álitaefni þessi eru nátengd rétti sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr. MSE og fyrrgreindri 36. gr. sakamálalaga. Megi skilja niðurstöðu Hæsta- réttar á þann veg að sakamálalög heimili ekki aðra framkvæmd en þá sem viðhöfð var í Al-Thani mál- inu, verður löggjafinn að bæta úr án tafar. Tryggi lögin ekki þessi grundvallarréttindi sakbornings, hefur íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Eitraður moli Al-Thani dóms 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 0 -1 4 D 8 1 4 0 0 -1 3 9 C 1 4 0 0 -1 2 6 0 1 4 0 0 -1 1 2 4 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.