Fréttablaðið - 04.03.2015, Page 40
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT
Okkar ástkæri
ÁRNI JÓHANNSSON
Sóltúni 12, 105 Reykjavík,
lést sunnudaginn 22. febrúar. Jarðarförin fer
fram frá Langholtskirkju föstudaginn 6. mars
kl. 13.00.
Unnbjörg Eygló Sigurjónsdóttir
Ágúst Þór Árnason Alma Oddgeirsdóttir
Guðjón Trausti Árnason Kerstin Andersson
Guðbjörg Gígja Árnadóttir Sigurður Már Jónsson
Jóhanna Harpa Árnadóttir Þorsteinn Páll Hængsson
Nína Þóra Rafnsdóttir Unnar Rafn Ingvarsson
Sigurjón Rúnar Rafnsson María Kristín Sævarsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir og amma,
ÞÓRDÍS GERÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Vallarási 1,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 28. febrúar. Útför hennar fer
fram föstudaginn 6. mars klukkan 13.00
frá Bústaðakirkju. Blóm og kransar eru
vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknardeild LSH í Kópavogi.
Björn Snorrason
Páll Kristinsson
Inga Kristinsdóttir
Christian Scobie
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og mágur,
ÁRNI ARINBJARNARSON
tónlistarmaður,
Geitlandi 3, Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 1. mars.
Dóra Lydía Haraldsdóttir
Arinbjörn Árnason Joanne Ruth Arnason
Pálína Árnadóttir
Margrét Árnadóttir
Aron James, Joshua Ben
Haraldur Haraldsson
Páll Haraldsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ALBERT JÚLÍUS KRISTINSSON
Reykjavíkurvegi 52, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans laugar-
daginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá
Víðistaðakirkju miðvikudaginn 11. mars
kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Elsa Kristinsdóttir
Kristinn J. Albertsson Sigríður Ágústsdóttir
Magnús Páll Albertsson Halla Björg Baldursdóttir
Sverrir Mar Albertsson Gréta Garðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Tónlistarkonan Anna María Björns-
dóttir hefur gefið út plötuna Hver
stund með þér, ásamt Svavari Knúti.
Á henni má finna lög sem hún samdi
við ástarljóð sem afi hennar, Ólafur
Björn Guðmundsson, samdi til ömmu
hennar, Elínar Maríusdóttur. „Hann
orti öll þessi ljóð til hennar yfir sextíu
ára tímabil, alveg frá því þau kynnt-
ust og þangað til þau voru orðin gömul.
Það höfðu fáir í fjölskyldunni séð þau
og hann leyfði okkur ekki að sjá þau
fyrr en löngu seinna,“ segir Anna
María. Þá hafi afi hennar tekið sig til
og skrifað upp öll ljóðin inn í tölvu svo
þau myndu varðveitast. Anna segir
að þau hjónin hafi alltaf verið jafn
ástfangin, alveg fram á síðasta dag,
en þau létust með árs millibili. Anna
segir það gaman að skoða fyrstu ljóðin
sem fjalla um framtíð þeirra saman og
svo þessi yngri, þegar hann er meira
að þakka henni fyrir allan þann tíma
sem þau hafi átt saman. „Það er svo
gaman að sjá ljóðin sem hann skrifaði
fyrst þegar þau eru ung og nýbúin að
kynnast og svo ljóðin sem hann skrif-
ar þegar hann er orðinn gamall, hvað
ástin er enn til staðar og hvað hann
ber enn sömu tilfinningar til hennar,“
segir hún og bætir við: „Hann horfði
alltaf á hana með sömu aðdáunaraug-
um.“
Aðspurð hvort hún eigi sér eftir-
lætis ljóð eftir afa sinni, segir hún erf-
itt að gera upp á milli þeirra. „Þau eru
eiginlega öll í uppáhaldi á sinn hátt,
en ljóðið Eitt lítið ljóð finnst mér þó
sérstakega fallegt,“ segir hún.
Er þetta önnur sólóplata Önnu, og
sú fjórða í heildina, en hún hefur gefið
út tvær plötur með Norrænu spuna-
sönghljómsveitinni IKI í Danmörku.
Fimmtudaginn 12. mars klukkan 20.00
verða haldnir útgáfutónleikar í Saln-
um í Kópavogi. adda@frettabladid.is
Samdi lög við gömul
ástarljóð afa síns
Anna María Björnsdóttir gefur út plötuna Hver stund með þér með lögum við ástarljóð
sem samin voru til ömmu hennar á sextíu ára tímabili.
FALLEGUR BOÐSKAPUR Anna segir ljóð afa síns vera fallegan boðskap um ástina og hvernig
hún geti vaxið og dafnað heila mannsaævi. MYND/DANIEL KARLSSON
Ég get ekki sungið þér sólfagran óð
né seitt burtu kulda og hregg,
en örlítið fátæklegt, flöktandi ljóð
að fótum þér hikandi legg.
Og þó eru í ljóðinu líf mitt og sál
mín lofgjörð og þökk fyrir allt,
sem tendraði í hjarta mér brennandi bál
og bugaði skammdegið kalt.
Þú komst inn í líf mitt sem ljómandi vor
og lífgaðir blómin mín öll.
Og andblær þinn vermdi mín vonlausu spor
er ég villtist um tómleikans fjöll.
Þá varð förin mér ljúf, þá varð gatan mér greið,
þá fékk ganga mín stefnu og mið.
Þá varð framundan blómskrýdd og brosandi leið,
þar blasti nú hamingjan við.
Þú færðir mér lífið, þú færðir mér allt,
sem fegurst og dýrast ég ann.
Þú veizt kannski ei sjálf hve í sál mér var kalt
unz ég sumar þíns ástríkis fann.
En í hjarta mér geymi ég glitrandi sjóð,
eina gleym-mér-ei, hún er til þín!
– Svona örlítið fátæklegt, flöktandi ljóð
er minn fjársjóður, ástin mín!
Ágúst 1951
EITT LÍTIÐ LJÓÐ
Bróðir okkar,
SVEINN PÁLMASON
Birkihlíð 7, Vestmannaeyjum,
lést 23. febrúar. Útförin fer fram frá
Landakirkju 7. mars klukkan 11.
Systkini hins látna og fjölskyldur
Elskulega móðir okkar,
ÞURÍÐUR BJARNADÓTTIR
frá Norðfirði,
lést 26. febrúar 2015. Nú ertu hjá elsku
pabba, megi guð geyma þig og varðveita.
Þín er sárt saknað. Við viljum þakka
starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skjóls, þriðju
hæð, fyrir góða umönnun og sýndan kærleik. Útförin fer fram frá
hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu 6. mars kl. 11.00.
Gunnar Ársælsson
Ingunn Ársælsdóttir
Kolbeinn Ársælsson
Bjarni Geir Ársælsson
Margrét Ársælsson
Agneta
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku hjartans pabbi minn, sonur okkar,
bróðir, mágur, barnabarn og sambýlismaður,
UNNAR INGI HEIÐARSSON
Vallartúni 6, Akureyri,
sem lést fimmtudaginn 19. febrúar verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn
6. mars klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á reikning Benonýs Inga sonar hans,
302-13-300328, kt. 280812-2690.
Benoný Ingi Unnarsson
Heiðar Rögnvaldsson
Sigríður Jóhannesdóttir Magnús Guðjónsson
Íris Huld Heiðarsdóttir
Þorsteinn Björnsson Sigríður Ólafsdóttir
Guðrún Helga Heiðarsdóttir Valur Oddgeir Bjarnason
Guðrún Helga Kjartansdóttir
Steinunn Ósk Eyþórsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð, kveðjur og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
EINARS RAGNARSSONAR
tannlæknis,
Lækjarási 11.
Sérstakar þakkir fær Grétar Guðmundsson
læknir og starfsfólk á deild B-2 LSH í Fossvogi.
Gerður Pálsdóttir
Kristín Gígja Einarsdóttir Þorsteinn Sverrisson
Sigrún Elva Einarsdóttir Ari Pétur Wendel
Þorgerður Arna Einarsdóttir Óttar Örn Helgason
Einar Páll Einarsson
og barnabörn.
ODDBERGUR EIRÍKSSON
skipasmiður,
Ytri-Njarðvík,
lést þann 27. febrúar sl. á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Hann verður jarðsunginn frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 6. mars
kl. 14.00.
Kolbrún Oddbergsdóttir
Guðmundur Oddbergsson
og aðrir aðstandendur.
Okkar ástkæri maður, faðir,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
BALDVIN BERNDSEN
Lautasmára 51, Kópavogi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 24. febrúar.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 5. mars kl. 15.
Henný Hermannsdóttir
Baldvin Örn Berndsen Berglind Helgadóttir
Jóhanna Sigríður Berndsen
Ragnar Baldvin Berndsen Jennifer Berndsen
Margrét Lára Berndsen
Evald Berndsen
Unnur Berglind Guðmundsdóttir Niel Jeppe
Árni Henry Gunnarsson Anna L. Sigurðardóttir
og afabörn.
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
F
F
-E
D
5
8
1
3
F
F
-E
C
1
C
1
3
F
F
-E
A
E
0
1
3
F
F
-E
9
A
4
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K