Fréttablaðið - 04.03.2015, Qupperneq 18
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 18
Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína
á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta.
Í aðdraganda kjarasamninga und-
anfarna mánuði hefur töluvert verið
rætt um að nauðsyn sé á miklum
almennum hækkunum og verka-
lýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verk-
fallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða
ekki samþykktar undanbragðalaust.
Margir þeirra hafa haldið því fram
að kjarasamningar ríkisins við
kennara og lækna hafi hleypt loft-
inu úr blöðru samstöðu um áherslu
á kaupmáttarhækkun sem réði för
við síðustu kjarasamninga.
Í þessari umræðu er rétt að skoða
nokkuð víðara samhengi hlutanna
og spyrja sig að því hvað getur
talist raunveruleg kjarabót fyrir
launafólk? Nú er til dæmis ljóst að
árangur síðustu kjarasamninga er
ótvírætt sá að kaupmáttur hefur
aukist, jafnvel meira en marg-
ir þorðu að vona. Sú skynsamlega
nálgun að ríkið og aðilar vinnu-
markaðarins vinni saman að því
að auka ráðstöfunartekjur og bæta
kaupmátt hefur því skilað því sem
vonast var til og jafnvel gott betur.
Margir hnussa þó yfir slíkum
boðskap. En þá er á það að líta að
kaupmáttur mælir einfaldlega hvað
hægt er að kaupa fyrir innihaldið
í launaumslaginu. Ef kaupmáttur
eykst um 5,3%, eins og hann hefur
gert undanfarið ár, þýðir það að
hægt er að bæta 5,3% meiri vörum
í innkaupakerruna en áður fyrir
sömu krónurnar. Slík búbót fyrir
launamenn hefur sannarlega ekki
verið á hverju strái undanfarin ár.
Þessi nálgun ríkis og aðila vinnu-
markaðarins hefur skilað því að
kaupmáttur launa á Íslandi hefur
aldrei mælst hærri en nú.
Kaupmáttur
launa aldrei hærri
Við getum ábyggilega
flest verið sammála um
að NPA (notendastýrð
persónuleg aðstoð) sé
afar vel til þess fallin að
mæta þörfum fatlaðra
einstaklinga. Sú þjónusta
miðar að því að hinn fatl-
aði ræður til sín starfsfólk
sem sinnir hans þörfum
þegar hann þarf á þeim
að halda og á þann hátt
sem er ákjósanlegastur
fyrir viðkomandi. Hann
fær svo mánaðarlegan
styrk frá sveitarfélaginu
til að greiða starfsfólki sínu laun
og hluta af öðrum kostnaði.
Best væri auðvitað ef allir aldr-
aðir, fatlaðir eða langveikir gætu
nýtt sér notendastýrða þjónustu
en hún hæfir ekki öllum þar sem
hún byggir á því að fólk skipu-
leggi sjálft það sem gera þarf,
eins og að setja upp vinnuplan og
greiða laun. Þá er þjónusta sem
þessi talin vera kostnaðarsöm og
aðeins fáir njóta hennar. Þó sýnir
bresk könnun að kostnaður er oft
svipaður við persónulega aðstoð
og hefðbundna umönnun. Í Noregi
er notendastýrð þjónusta meira að
segja talin hagkvæmari en önnur
hugsanleg þjónusta fyrir sama
hóp notenda hennar. En kerfið er
því miður byggt upp á þann hátt
að það vinnur ætíð gegn þeim sem
þurfa mest á því að halda. Þegar
fólk skortir þrek, áræði eða getu
til að ganga á eftir réttindum
sínum verður það að sætta sig við
þá litlu flís sem er eftir af bráð-
inni þegar ljónin eru búin að gæða
sér á henni.
Fósturpabbi minn er eitt af
þessum banhungruðu kerfisljón-
um. Fyrir tólf árum hálsbrotnaði
hann í slysi og hefur verið bund-
inn við hjólastól síðan. Hann er
ákveðinn, harður af sér og fær
sínu framgengt. Nær daglegt þras
í fjölda ára og stöðug barátta við
kerfið, þrátt fyrir ein-
lægan vilja starfsfólksins
innan þess til að hjálpa,
hefur loks skilað honum
mánaðarlegum styrkjum
frá NPA. Hann lætur eins
og argasta frekja til þess
eins að bjarga sér. Til þess
eins að halda sér virkum,
starfa áfram sem verk-
fræðingur og gefa af sér
til samfélagsins.
Frelsi til sjálfstæðs lífs
Fjölskylduna mína hafði í
rúman áratug dreymt um
að fara saman til Nýja-Sjálands.
Fyrir tilstilli NPA gátum við loks-
ins látið verða af því að fara núna
um jólin. Við vorum í fimm vikur
á ferðalagi og eyddum dýrmæt-
um tíma saman sem við höfum
ekki gert í fjölda ára þar sem ég
bý ekki lengur á heimilinu. En ég
fór þó ekki eingöngu með í þessa
ferð sem dóttir, heldur einnig sem
aðstoðarmanneskja á vegum NPA
og sem hjúkrunarnemi. Ég gegndi
afar ólíkum hlutverkum í ferðinni
sem voru langt frá því að vera
klippt og skorin.
Í þau skipti sem ég vaknaði á
nóttunni eða skildi við ilmandi,
nýlagaða kaffið til að aðstoða
hann, eða gera hluti fyrir hann
sem ég mundi ekki einu sinni
eftir að gera fyrir sjálfa mig, var
ég aðstoðarmanneskjan hans.
Þegar ég lét opna neyðarkassann
í flugvélinni, bjó um sárin hans,
ráðlagði honum varðandi lyfja-
skammta, dreifði huga hans frá
verkjum eða reddaði hjúkrunar-
vörum fyrir hann var ég hjúkrun-
arfræðingurinn hans. Þess á milli
gat ég verið dóttir hans.
Eins og gefur að skilja var
vinnutíminn minn og álagið úti
mjög ólíkt því sem gerist þegar
fólk mætir í vinnu og fer síðan
heim. En vegna þess að ég leit
svo á að ég væri þarna á vegum
NPA gat ég aðskilið þessi hlutverk
upp að ákveðnu marki. Ég upp-
lifði massívan hlutverka rugling
á þessu fimm vikna ferðalagi en
ég þakka fyrir á hverjum degi að
þurfa ekki að upplifa hann í dag-
legu lífi.
NPA veitir fólki sem býr við
einhverja fötlun frelsi til að lifa
sjálfstæðu lífi. Lífi, sem við sem
þurfum ekki á slíkri þjónustu að
halda, tökum sem gefnu á hverj-
um degi. Tökum fósturpabba
minn sem dæmi: í stað þess að
draga fjölskyldumeðlimi inn í öll
horn veikinda sinna og vera sjúk-
lingur gagnvart öllum þiggur
hann utanaðkomandi aðstoð fyrir
slíkt og getur í staðinn haldið
áfram að vera maki, faðir og fyr-
irvinna á heimilinu. Honum vegn-
ar svo vel í lífi og starfi að ég á til
að gleyma því hversu mikið lam-
aður hann er.
NPA ætti að standa öllum til
boða sem þurfa á slíkri þjónustu
að halda en er þó aðeins veitt af
skornum skammti. Stöðug óvissa,
ár frá ári, um hvort þjónustan
skuli veitt áfram eða ekki hefur
skaðleg áhrif á neytendur henn-
ar. Þjónustan er mikilvæg og þörf
og hún leysir margan vanda sem
önnur sambærileg umönnunar-
þjónusta á ekki séns í.
Þakklát dóttir kerfi sljóns
Mér finnst algerlega
komin tími á að endur-
skoða frá grunni trygg-
ingarmál er varða bíla-
tryggingar og þar á ég
við það óréttlæti sem eig-
endur bifreiða þurfa að
búa við varðandi ábyrgð-
artryggingu bíla sinna,
ég tala nú ekki um ef þeir
eiga fleiri en einn bíl, t.d.
fornbílasafnari, húsbíla-
eigendur eða bara bíla-
dellufólk. Er einhver möguleiki
á því að einn og sami maðurinn
geti ekið tveimur eða fleiri bílum
í einu, ég held ekki.
Tillaga mín í þessum málum
er einföld og snýst um að Alþingi
beiti sér fyrir því að menn þurfi
ekki að kaupa sér sérstaka
ábyrgðar tryggingu á bíla sína,
heldur sé lögum breytt í þá veru
að, um leið og þú öðlast ökurétt-
indi beri þér að tryggja þig fyrir
óhöppum sem þú hugsanlega
gætir valdið í órétti gagnvart gild-
andi umferðarlögum, með því fyr-
irkomulagi skipti engu máli hvort
þú værir á þínum eigin bíl eða
annarra, þú ert tryggður gagn-
vart bótakröfu tjónþola. Eins og
gefur að skilja þá er það þannig,
að það er skírteinishafinn (öku-
maður) sem veldur tjóni en ekki
bíllinn.
Ökuskírteinistrygging „eins
og ég kýs að kalla þessa trygg-
ingavernd“ gæti verið gjaldfærð
með stofngjaldi sem t.d. inni-
héldi 100 punkta eftir töku bíl-
prófs og þyrfti ekki að vera svo
dýr vegna alls þess fjölda
sem hana tæki, en síðan
virkaði kerfið þannig að
skírteinis hafi öðlaðist
fleiri punkta eftir hvert
tjónlaust ár til lækkun-
ar á skírteinistrygginga-
gjaldi (hvatning til ábyrg-
ari aksturs).
Að sama skapi fækk-
aði punktunum við hvert
tjón og yrði það orsök til
hækkunar á árlegu skír-
teinistryggingagjaldi viðkomandi
ökumanns og ef um það yrði að
ræða að viðkomandi kláraði sína
punktaeign, þá myndu leggjast á
hann mínuspunktar til hækkun-
ar á ökuskírteinistryggingu við-
komandi.
Enginn ótryggður
Með þessu fyrirkomulagi yrði
í raun enginn ótryggður bíll í
umferðinni og ef réttinda- eða
tryggingalausir ökumenn myndu
valda tjóni í umferðinni þá gilti
endurkröfuréttur á viðkomandi
aðila nákvæmlega eins og það er í
dag, enda ákaflega ósanngjarnt að
eigandi bíls sé ábyrgur fyrir tjóni
sem hann ekki veldur sjálfur.
Sjálfsagt þyrftu trygginga-
félögin að vera áfram með sér-
stakan bótasjóð til að brúa það
bil sem kynni að skapast við upp-
gjör slíkra tjóna þar til dæmt yrði
í slíkum málum.
Síðan gætu menn keypt sér
sérstaka Kaskó-tryggingavernd
gagnvart réttlausu tjóni og gæti
þar verið um nokkra flokka að
ræða eftir óskum hvers og eins,
dæmi: Stök trygging á ákveðinn
bíl (bílnúmer) með viðbót s.s.
bruna- og innbrotstryggingu,
eða Altrygging sem gilti þá alltaf
á öllum þeim bílum sem viðkom-
andi ekur hverju sinni.
En öðru máli gegndi hvern-
ig tryggja ætti atvinnubifreið-
ar, en þar tel ég að rekstraraðili
(eigandi) slíkra bifreiða eigi að
tryggja þær og sig sérstaklega
fyrir bótakröfum ef bifreiðar
þeirra lentu í óhöppum sem væru
bótaskyld (Sérlög fyrir bílaleigur
vegna útlendinga).
Þetta eru aðeins hugmyndir að
breyttu tryggingafyrirkomulagi
og vegna ósanngjarnra trygg-
ingar skilmála eins og þeir eru
í dag. Kannski er hér nothæfur
grunnur til að lagfæra þessa hluti
til sanngjarnari og betri vegar?
Eflaust þykir mörgum sem
hafa bílpróf en eiga engan bíl
þetta vera íþyngjandi, en það
eru mörg réttindi sem kosta pen-
inga þó svo viðkomandi réttinda-
hafi nýti sér það aldrei eða sjald-
an, þá væri það ávísun á lækkun
iðgjalda þeirra vegna punktasöfn-
unar (m.v. tjónlaus).
Eru bifreiðatryggingar í
núverandi mynd tímaskekkja?
Hér drýpur smjör af
hverju strái – í bönkunum,
hér býr fullt af fólki sem
lifir á smálánum, hér ríf-
ast stjórnarflokkarnir um
það hver eigi að ráða yfir
fiskveiðiauðlindinni, sem
okkur almenningi er talin
trú um að sé í okkar eigu.
Annað eins bull er varla
til í íslensku samfélagi og
er þó af nógu að taka. Hér
bíða verktakar í röðum,
eftir að geta grafið landið
í sundur, lagt háspennulín-
ur út um allt og hér er beðið eftir
því að hægt sé að selja rafmagnið
á undirverði til erlendra stórfyrir-
tækja, sem flytja svo allt sem þau
framleiða úr landi. Hér nota stór-
fyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf
til þess að koma sér undan sköttum
og það sama á við í grunnþjónustu,
þar sem einkaaðilar hagnast um
og eignast hundruð milljóna króna
með því sem kallast „skattalegt
hagræði“. Þetta minnir á nýlendu-
væðingu Afríku á 19. og 20.öld
þegar nýlenduveldin skiptu upp á
milli sín álfunni og mergsugu hana
inn að beini. Mörg af helstu vanda-
málum Afríku eru einmitt til komin
vegna þessa. Og í umræðunni um
heilbrigðiskerfið eru menn komnir
svo langt að ræða sölu á ríkiseign-
um, þar með talið orkuauðlindum,
Landsvirkjun og hlut í Landsbank-
anum til þess að byggja sjúkra-
hús. En réttlátara skattkerfi, þar
sem þeir sem vaða í peningum láta
meira af hendi rakna, það
má ekki minnast á.
Í frétt á RÚV frá því
í febrúar segir: „Fátækt
barna hefur aukist mest
á Íslandi á árunum 2008
til 2012 af ríkjum OECD.
Ísland er í neðsta sæti af
fjörutíu og einu ríki og er næst á
eftir Grikklandi. Mest fátækt er
hjá börnum innflytjenda á Íslandi
eða um 38 prósent … Fram kemur
að fátækt barna á Íslandi jókst um
rúm 20 prósentustig frá árinu 2008
til 2012 eða frá 11,2 prósentum í
31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri
börn hér á landi hafa fallið undir
lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er
fengið úr nýrri skýrslu UNICEF,
þar sem borin eru saman gögn frá
yfir 40 ríkjum OECD og Evrópu-
sambandsins.
Hvað er til ráða? Jú, það þarf að
skipta þessari margumtöluðu köku
með réttlátari hætti. Nei, bíddu
við, segja frjálshyggjumenn, það
þarf að stækka kökuna! Þá fá allir
nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega
þannig að sumir eru með svo stórar
kökur að þeim dugar varla lífið til,
til þess að troða þeim ofan í sig. Þá
geta þeir bara leyft öðrum að njóta
með sér.
Kökur og smjör
130
120
110
100
90
80
70
19
89
19
90
19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
20
14
ÞRÓUN KAUPMÁTTAR FRÁ 1989
Heimild: Hagstofa Íslands
120,2 120,5
SAMFÉLAG
Inga María
Árnadóttir
formaður Curators,
nemendafélags
hjúkrunarnema
við HÍ
SAMFÉLAG
Gunnar
Hólmsteinn
Ársælsson
stjórnmálafræð-
ingur og kennari
➜ Hvað er til ráða?
Jú, það þarf að skipta
þessari margumtöl-
uðu köku með rétt-
látari hætti.
TRYGGINGAR
Úlfar Hillers
ósáttur
tryggingataki
➜ Eins og gefur að skilja
þá er það þannig, að það er
skírteinishafi nn (ökumaður)
sem veldur tjóni en ekki
bíllinn.
KJARAMÁL
Willum Þór
Þórsson
alþingismaður
Þórunn
Egilsdóttir
alþingismaður
➜ Best væri auðvitað ef
allir aldraðir, fatlaðir eða
langveikir gætu nýtt sér
notendastýrða þjónustu en
hún hæfi r ekki öllum þar
sem hún byggir á því að fólk
skipuleggi sjálft það sem
gera þarf, eins og að setja
upp vinnuplan og greiða
laun.
Líklega er þó enn mikilvægari
staðreynd fyrir allt almennt launa-
fólk og heimili í landinu, að verð-
bólga mælist nú undir 1% og hér
ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki
sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta
að verðbólga hefur ekki verið minni
síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir
kjarasamningar og ábyrg fjármála-
stjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt
sinn þátt í því að ná þessum árangri
stöðugleika og aukins kaupmáttar.
Það er augljóst að það er ekki
launafólki í hag að ríflegar launa-
hækkanir 90% vinnumarkaðarins
leiði til verðlagsþrýstings. Íslend-
ingar hafa því miður alltof mikla
reynslu af víxláhrifum launa og
verðlags og þekkja hin skaðlegu
áhrif sem raungerast í hækkun
vaxtabyrði og höfuðstóls verð-
tryggðra lána heimilanna. Því þarf
að nálgast kjarasamninga með það í
huga að verja stöðugleikann og auka
kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er
líklegast til heilla fyrir þjóðfélag-
ið. Í því samtali sem framundan er
væri því skynsamlegast að horfa til
krónutöluhækkana lægstu launa og
mildari hækkana upp launastigann.
Vísitala kaupmáttar
Á
r
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
F
F
-F
2
4
8
1
3
F
F
-F
1
0
C
1
3
F
F
-E
F
D
0
1
3
F
F
-E
E
9
4
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K