Fréttablaðið - 04.03.2015, Síða 4
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
1.367 krónur kostaði kíló af lambalæri
í febrúar. Fyrir tíu árum kostaði
kílóið 967 krónur. Verðið hefur
hækkað um 41 prósent.
Á sama tíma hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 76 prósent.
HEILBRIGÐISMÁL „Þetta getur verið skaðlegt
fyrir fólk á þann hátt að það mögulega hafni
hefðbundinni meðferð. Það eru dæmi um
þetta sem hafa leitt til skaða fyrir sjúklinga,“
segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlækn-
ir lyflækninga krabbameina á Landspítala
og formaður Félags krabbameinslækna, um
mögulega skaðsemi óhefðbundinna lækn-
inga.
Gunnar segir þá meðferð sem krabba-
meinslæknar veita í dag vera gagnreynda,
það er, hana er búið að meta með klínískum
rannsóknum, vega og meta aukaverkanir
gagnvart ávinningi.
Slíkar rannsóknir séu mjög langt ferli en
óhefðbundin meðöl þurfi ekki að undirgang-
ast sambærilegt ferli.
„Þetta getur haft milliverkanir fyrir með-
ferð sjúklinga, aukið aukaverkanir og minnk-
að virkni krabbameinslyfjanna.“
Það þekkist einnig að fólk vilji frekar
reynar óhefðbundnar lækningar en hefð-
bundnar og afþakki jafnvel hinar hefð-
bundnu.
„Það eru örfá tilvik þar sem fólk hafnar
hefðbundinni læknismeðferð við læknanleg-
um sjúkdómum sem urðu síðan ólæknanleg-
ir fyrir vikið. Þetta er sjaldgæft en þekkist
alveg.“
Gunnar segir að fólk haldi yfirleitt að það
hafi engu að tapa.
„Ég myndi hiklaust hvetja sjúklinga til
að ræða svona hluti við læknana sína. Bara
ræða almennt við þá um óhefðbundnar lækn-
ingar,“ segir Gunnar.
Þar að auki geta ýmsar óhefðbundnar með-
ferðir verið mjög dýrar.
„Við þekkjum dæmi um að fólk sé að greiða
yfir 100 þúsund krónur á mánuði fyrir óhefð-
bundnar læknismeðferðir sem er náttúrulega
brjálæðislegt. Fólk er oft að eyða milljónum í
eitthvað sem er síðan tilgangslaust.“
Gunnar segir þetta einnig vera áreiti fyrir
sjúklingana.
„Fólk verður oft fyrir miklu áreiti, margir
að hringja til að segja frá hinu og þessu og
rökstyðja með reynslusögum sem er allt-
af hæpið. Þetta truflar oft sjúklinga mikið.
Þeim er gefin von um einhver fyrirheit sem
ekki er hægt að standa við.“
Gunnar segist hafa rætt svona aðferðir við
sjúklinga sína sem eru að hugsa á þessum
nótum.
„Sumir spyrja út í þetta og hætta við eftir
slíkt samtal. Aðrir ekki. Það þarf að ná til
fólks með rökum, að þetta geti haft milli-
verkanir en síðan veit maður ekki nóg um
það af því engar rannsóknir hafa farið fram
á þessu.“
Auk alls þessa geta óhefðbundnar læknis-
meðferðir einfaldlega raskað lífsgæðum
fólks á viðkvæmu stigi í þeirra lífi.
„Þau eru að drekka einhverja ólyfjan sem
er vond á bragðið og mögulega hætta að borða
mat sem þeim finnst góður af engri ástæðu.“
Gunnar segist aldrei banna sjúklingum
sínum að fylgja óhefðbundnum læknismeð-
ferðum.
„En ég mæli gegn því af því að það er ekki
búið að sanna að neitt af þessu virki,“ segir
Gunnar að lokum. fanney@frettabladid.is
Óhefðbundnar lækningar
geta minnkað virkni lyfja
Krabbameinslæknir segir óhefðbundnar lækningar geta haft milliverkanir fyrir læknismeðferðir og ófyrirsjá-
anlegar aukaverkanir. Dæmi eru um að skaði hafi hlotist af fyrir sjúklinga, bæði líkamlegur og fjárhagslegur.
VEKUR FALSKAR
VONIR Gunnar
Bjarni Ragnarsson
krabbameinslæknir
hvetur fólk til að
ræða óhefðbundn-
ar lækningar við
lækna sína. Sumar
slíkar meðferðir
geti vakið falskar
vonir en verið til-
gangslausar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Við þekkjum dæmi
um að fólk sé að greiða
yfir 100 þúsund krónur
á mánuði fyrir óhefð-
bundnar læknismeð-
ferðir sem er náttúru-
lega brjálæðislegt. Fólk
er oft að eyða milljónum í eitthvað
sem er síðan tilgangslaust.
Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga
krabbameina á Landspítala.
LANDBÚNAÐUR „Maður hélt að
riðan væri farin að tilheyra hinum
forna fjanda þegar hún stingur
skyndilega upp kollinum,“ segir
Birgir Hauksson, bóndi í Valagerði
í Skagafirði. Riðuveiki greindist
í síðustu viku á búi hans og þarf
hann að farga öllu sínu fé. Aðeins
er um mánuður síðan riða greind-
ist á Vatnsnesi. Matvælastofnun
vinnur nú að öflun upplýsinga og
undirbúningi aðgerða.
Fyrir skömmu kviknaði hjá Birgi
grunur um riðuveiki í þremur ám
og hafði hann samband við dýra-
lækni. Kindunum var lógað og sýni
send til Tilraunastöðvar Háskóla
Íslands á Keldum, sem staðfesti
nokkrum dögum síðar að um hefð-
bundna riðuveiki væri að ræða.
Búið er í Skagahólfi en þar hefur
riðuveiki komið upp á átta búum á
undanförnum 15 árum en á þessu
búi hefur veikin ekki greinst áður.
Nú þarf að meta umfang aðgerða
við förgun fjár, þrif og sótthreins-
un. Birgir segist varla átta sig á
því hversu miklar aðgerðir eru í
vændum og áfallið mikið. Þetta
er í annað skipti á árinu sem upp
kemur riðusmit en það hefur ekki
greinst riða á landinu frá árinu
2010 og segir í tilkynningu frá
Matvælastofnun að þessi nýju til-
felli sýni að baráttunni við riðu-
veiki sé langt frá því lokið en á
níunda áratug síðustu aldar var
skorið niður á tugum búa á hverju
ári en mjög hefur dregið úr tíðni
veikinnar og á undanförnum árum
hefur hún aðeins greinst á stöku
búum. - kbg
Riðuveiki hefur komið upp á átta búum á undanförnum 15 árum í Skagahólfi:
Bóndi þarf að farga þremur hundruðum fjár
ÁTTUNDA SMITIÐ Riðusmit í Valagerði
í Skagafirði er það áttunda á 15 árum í
Skagahólfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu greinir frá auk-
inni slysatíðni í febrúarmánuði.
Fjór tán veg far end ur slösuðust
í átta umferðarslys um á höfuð-
borgar svæðinu. Tvö um ferðarslys
voru til kynnt sunnu dag inn 22.
febrú ar og tvö þriðju dag inn 24.
fe brú ar. Miðviku dag inn 25. febrú-
ar slösuðust þrír og fimmtu-
daginn 26. febrúar slösuðust
tveir. Laug ar dag inn 28. fe brú ar
slösuðust einnig tveir í umferðar-
slysi vegna slæmrar færðar. - kbg
Umferðarslys tóku toll:
Umferðarslys-
um fjölgar
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Kanarí
Frá kr. 166.900
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr. 166.900 á Sevatur Waikiki m.v. 2 í herbergi.
10. mars í 14 nætur
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ENN EIN LÆGÐIN Það hvessir af suðaustri í dag og búast má við stormi eða roki
um tíma, einkum á Snæfellsnesi og hálendinu. Hlýnar í veðri og horfur á talsverðri
rigningu suðaustanlands síðdegis. Dregur lítillega úr vindi til morguns.
-1°
11
m/s
0°
17
m/s
1°
16
m/s
5°
18
m/s
Strekk-
ingur eða
allhvasst,
einkum S-
og V-til.
SV-átt í
fyrstu en
snýst í
SA-átt og
kólnar.
Gildistími korta er um hádegi
5°
29°
0°
9°
16°
3°
5°
5°
5°
21°
9°
14°
22°
16°
12°
6°
6°
7°
2°
12
m/s
1°
5
m/s
0°
8
m/s
-1°
7
m/s
0°
8
m/s
1°
10
m/s
-4°
16
m/s
1°
3°
1°
2°
1°
4°
0°
1°
-1°
1°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN
SELFOSS Sérsveit ríkislögreglu-
stjóra var kölluð út í gær vegna
konu sem miðaði byssu á gang-
andi vegfaranda á Selfossi. „Sonur
minn var á leiðinni í leikfimitíma
þegar bíll stöðvar fyrir framan
hann og kona dregur fram byssu
og öskrar á hann bamm, bamm,“
sagði faðir átján ára nemanda við
Fjölbrautaskóla Suðurlands í sam-
tali við Vísi í gærmorgun.
Konan var leidd út úr íbúð
sinni í handjárnum um klukkan
eitt í gær samkvæmt sjónarvotti.
Konan er fædd 1963 og því á sex-
tugsaldri. Hún hefur áður komið
við sögu hjá lögreglu en síðasta
sumar mun hún hafa otað hnífi
að fólki á Selfossi. Ekki var um
alvöru skotvopn að ræða. - kbg
Kona ógnaði vegfaranda:
Sérsveit kölluð
út á Selfossi
SÉRSVEITIN KÖLLUÐ TIL Konan reynd-
ist ekki vopnuð.
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
F
F
-E
8
6
8
1
3
F
F
-E
7
2
C
1
3
F
F
-E
5
F
0
1
3
F
F
-E
4
B
4
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K