Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.03.2015, Qupperneq 6
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvar er fyrirhugað að reisa mosku í Reykjavík? 2. Hjá hvaða framhaldsskólakennurum mætti nýtt vinnumat mestri andstöðu? 3. Hvað hafa laun forstjóra Orkuveitunn- ar hækkað mikið á fjórum árum? SVÖR: 1. Við Sogamýri. 2. Hjá kennurum iðngreina. 3. Úr 1.340 þúsundum króna á mánuði í 2,4 milljónir. DÓMSTÓLAR Nefnd sem innanríkis- ráðherra skipaði í ágúst 2013 til að semja reglur um skipan og starf- semi dómstóla, upptöku millidóm- stigs og fyrirkomulag við skipan dómara hefur skilað Ólöfu Nor- dal innanríkisráðherra tillögum sínum. Nefndin hefur samið drög að lagafrumvörpum sem lúta að upptöku millidómstigs. Í bréfi nefndarinnar til ráðherra kemur fram að upptaka millidómstigs sé umfangsmikið verkefni sem krefj- ist víðtækra breytinga á lögum, einkum lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Í frumvörpunum er millidóm- stigið kallað Landsréttur, þar sem fimmtán dómarar munu eiga sæti en þrír þeirra munu dæma í hverju máli. Þannig verða litlar breyt- ingar á starfsemi héraðsdómstól- anna og verður dómum þeirra og úrskurðum þannig almennt skotið til Landsréttar í stað Hæstaréttar. Landsrétti verður skipað á milli héraðsdómstólanna og Hæsta- réttar sem verður eftir sem áður æðsti dómstóll Íslands. Landsrétt- ur verður í Reykjavík og mun taka til landsins alls. Hæstaréttardómurum verður fækkað úr níu í sex. Fimm dóm- arar munu hverju sinni taka þátt í meðferð máls fyrir dómi. Starfandi dómarar við Hæsta- rétt munu þó halda stöðu sinni og því munu fleiri dómarar væntan- lega starfa við réttinn fyrstu árin til bráðabirgða. Í greinargerð með frumvarpinu segir að þetta gæti reynst heppilegt enda ljóst að tölu- verð vinna muni fara í það fyrstu starfsárin að taka afstöðu til áfrýj- Frumvarpi um Landsrétt skilað til innanríkisráðherra Nefnd um millidómstig hefur skilað frumvarpsdrögum til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Héraðsdómum verður almennt áfrýjað til Landsréttar en Hæstiréttur sinni aðeins veigamiklum og fordæmisgefandi málum. ÞRJÚ DÓMSTIG Með tilkomu hins nýja dómstigs, Landsréttar, mun hæstaréttardómurum fækka um þrjá. Þar verða aðeins tekin fyrir veigamikil og fordæmisgefandi mál. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN unarbeiðna og móta fordæmi til framtíðar í þeim efnum. Þeir sem þegar hafa verið skip- aðir hæstaréttardómarar hafa for- gang til skipunar í embætti dóm- ara við Landsrétt kjósi þeir það. Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir að ráðherra afli samþykk- is Alþingis fyrir skipun í dóm- araembætti ætli hann sér ekki að skipa þann umsækjanda sem dómnefnd hefur talið hæfastan. Með frumvarpinu er þetta fyrir- komulag afnumið en þó áskilið að Alþingi samþykki tillögu ráð- herra um skipun dómara í Hæsta- rétt Íslands. Markmið þessara breytinga er annars vegar að koma til móts við alþjóðlegar kröfur um milli- liðalausa sönnunarfærslu á áfrýj- unarstigi. Eins og staðan er í dag eru til að mynda engar vitna- leiðslur í Hæstarétti nema í undan tekningartilvikum. Þannig er gert ráð fyrir milliliðalausri sönnunarfærslu í Landsrétti, þar sem skýrslutökur verða teknar upp í hljóði og mynd í héraði og ekki endurteknar fyrir Lands- rétti nema þörf sé á. Hins vegar er markmið breytinganna að létta álagi af Hæstarétti Íslands og gera honum kleift að starfa sameinað- ur í einni deild svo að honum verði betur fært að sinna hlutverki sínu sem fordæmisgefandi dómstóll. Reglur um áfrýjun mála frá héraðsdómi til Landsréttar verða svipaðar reglum sem nú gilda um áfrýjun mála til Hæstaréttar. Áfram verður unnt að áfrýja hér- aðsdómum beint til Hæstaréttar, en þó aðeins með leyfi réttarins sjálfs. Að endingu er gert ráð fyrir að allir dómarar Hæstaréttar geri grein fyrir atkvæði sínu ólíkt því sem nú er, með því að rita sín eigin dómsatkvæði eða skrifa undir atkvæði annarra. fanney@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR „Sumir af þeim sem nú eru aldraðir hirtu ekki um að greiða í lífeyrissjóði en geta samt nú verið vellríkir. Er sann- gjarnt að fella að fullu niður fast- eignagjöld þeirra?“ spyr stærð- fræðingurinn Þorkell Helgason, sem fjallar um jaðarskatta í bréfi til bæjaryfirvalda í Garðabæ. Þorkell segir furðulegt að ekki sé hámark á afslætti af fasteigna- gjöldum og spyr hvort það sé sann- gjarnt að þeir sem eigi 200 millj- óna króna eign fái fullan afslátt. Þá gagnrýnir Þorkell þá aðferð sem notuð er í Garðabæ til að reikna út afslátt ellilífeyris- og örorkuþega á fasteigna- og hol- ræsagjöldum. Bæti einstaklingur, sem eigi 50 milljóna króna fasteign og hafi 4,5 milljónir í árstekjur, við sig 300 þúsund króna tekjum þá sé viðbótin öll gerð upptæk með tekjuskatti, útsvari og fasteigna- gjöldum. „Sé eign hans meiri en þetta þarf hann meira að segja að borga með hverri krónu sem hann kann að hafa aflað,“ segir Þorkell. Stærðfræðingurinn segist hafa gert lauslega athugun á stöðu þess- ara mála í fleiri sveitarfélögum. Í sumum þeirra leiði þrepaskiptur afsláttur til himinhárra jaðar- áhrifa. „Þannig getur ein króna í viðbótartekjur kostað fórnar- lambið hundruð þúsunda króna og í þeim efnum er útfærsla Reykja- víkurborgar verst.“ - gar Þorkell Helgason stærðfræðingur gagnrýnir útfærslu fasteignaafsláttar og jaðarskatta í Garðabæ og víðar: Ein króna getur kostað hundruð þúsunda ÞORKELL HELGASON Segir afsláttar- reglur í Garðabæ dæmi um að vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri geri. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR REYKJAVÍK „Staðan er sorgleg, alls ekki í lagi,“ sagði Áslaug Frið- riksdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, á borgarráðs- fundi í gær um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Áslaug telur að ekki sé nóg að gert til þess að sporna við ofbeldi gegn þessum hópi en nýverið kom út skýrsla sem gerði grein fyrir umfangi og eðli slíks ofbeldis á Íslandi. Í skýrslunni kom fram að full ástæða er til að huga mun betur að stöðu fatlaðra kvenna og fatl- aðs fólks. Brot gegn fötluðum eru framin innan veggja heimilis eða á öðrum stað þar sem þeir dvelja eða hitta aðila sem þeir ættu að geta treyst í daglegu lífi á heimili sínu. Ofbeldið getur falið í sér vanrækslu varðandi lyfjagjöf og líkamlega umönnun, fjárhags- lega og efnislega misnotkun, kyn- ferðis legt ofbeldi, líkamlegt og andlegt ofbeldi. - kbg Áslaug vill aðgerðir: Sorgleg staða ÁSLAUG MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR ALÞINGI Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, sagði á þingi í gær að hann vilji láta athuga rekstur hjá opin- berum stofnunum og félögum. Hann spurði meðal annars um 16 milljóna króna árshátíð Isavia þar sem miklu fé var varið í tón- listaratriði. „Nú er það fjarri mér að sjá eftir peningum sem fara til íslenskra tónlistarmanna, en ég veit ekki hvað réttlætir það að fyrirtæki í almannaeigu fari svona með fé sem því er treyst fyrir,“ sagði Þorsteinn. - ngy Árshátíð til umræðu á þingi: Vill láta kanna meðferð fjár VEISTU SVARIÐ? 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 F F -F C 2 8 1 3 F F -F A E C 1 3 F F -F 9 B 0 1 3 F F -F 8 7 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.