Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 20
| 2 4. mars 2015 | miðvikudagur
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS
Þjóðskrá – Fasteignamarkaðurinn
í mánuðum eftir landshlutum
Marel - Aðalfundur
FIMMTUDAGUR 5. MARS
Hagstofan – Vöruskipti við útlönd
í febrúar
Þjóðskrá – Fjöldi útgefinna
vegabréfa
MÁNUDAGUR 9. MARS
Lánamál ríkisins – Mánaðarlegar
markaðsupplýsingar
ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS
Hagstofan – Landsframleiðslan á
4. ársfjórðungi 2014
Þjóðskrá – Fjöldi þinglýstra leigu-
samninga eftir landshlutum
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS
Icelandair Group – Aðalfundur
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
Rekstrarvörur
Við erum mjög
spennt fyrir
þessari þróun.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Sk
jó
ða
n ARION BANKI vill „bestu hluta“ lána-safns Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að því er
kom fram í frétt á Bloomberg í síð-
ustu viku. Væntanlega verður þreif-
ingum Arion banka hafnað og fremur
efnt til útboðs á eignum sjóðsins ef til
sölu kemur. Þess má vænta að bankar
og aðrir fjárfestar séu tilbúnir til að
greiða yfi rverð fyrir þessa bestu bita
sem eru verðtryggðir og á fyrsta veð-
rétti í íbúðum landsmanna.
HÖSKULDUR Ólafsson, bankastjóri
Arion banka, lýsti enn fremur þeirri
skoðun sinni að rétt væri að sameina
félagslega starfsemi ÍLS og LÍN
undir hatti Landsbankans á meðan
bankinn er enn í ríkiseigu. Að
mati bankastjórans ber ríkinu
að sinna þeim hluta húsnæðis-
markaðarins sem einkaað-
ilum þykir ekki fýsilegur – þá vænt-
anlega í gegnum Landsbankann, sem
breytt verður í allsherjar félagsmála-
sjóð gangi hugmyndir bankastjórans
eftir. Stóru bankarnir þrír högnuðust
um rífl ega 80 milljarða á síðasta ári
og Landsbankinn einn um næstum 30
milljarða. Varla ætlast bankastjóri
Arion banka til þess að Landsbankinn
starfi áfram sem hefðbundinn banki
eftir að búið er að fl ytja þangað veik-
ustu lánasöfn ÍLS og námslán.
ÍSLENSKAR fjármálastofnanir sýna
litla samfélagslega ábyrgð og enn
minni samfélagslega sýn. Kapp er
lagt á að hámarka verðmæti eigna og
tekjur án þess að huga að hagkerfi nu
í heild eða samfélaginu. Hundraða
milljarða hagnaður bankanna þriggja
frá því þeir voru endurreistir byggir
á stærstu eignatilfærslu lýðveldistím-
ans og gífurgjaldtöku. Vaxtamunur er
óheyrilegur.
BANKARNIR birta fallegar ímyndar-
auglýsingar og styrkja margvíslegt
málefnið en þeir seilast æ dýpra ofan
í vasa viðskiptavina sína og tilgang-
urinn virðist helga meðalið. Nýjasta
nýtt er að Landsbankinn er farinn að
auglýsa sérstaklega endurfjármögnun
húsnæðislána eins og vinsælt var fyrir
hrun eftir að bankarnir fóru inn á íbú-
ðalánamarkað.
ÞAÐ SKYLDI þó ekki vera að bankarnir
séu nú að reyna að þrýsta þeim, sem
tekið hafa óverðtryggð lán, yfi r í verð-
tryggð lán að nýju? Vextir á óverð-
tryggðum lánum eru í kringum 7%,
þó að verðbólga um þessar mundir
sé næstum engin, eða nær tvöfaldir
á við verðtryggða vexti. Í byrjun er
því greiðslubyrði verðtryggðra lána
lægri en óverðtryggðra en eftir u.þ.b.
5 ára lánstíma snýst dæmið við miðað
við meðalverðbólgu liðinna áratuga.
Höfuðstóll verðtryggðra lána hækkar
framan af lánstíma öfugt við óverð-
tryggð lán og hækkun höfuðstóls geta
bankar fært til tekna.
EN HVER á að borga þennan ofurhagn-
að íslenskra banka inn í framtíðina?
Hvernig samfélag er það sem leyfi r
bönkum að soga til sín allar ráðstöf-
unartekjur almennings og gott betur?
Er þar fagurt mannlíf? Er gott að búa
þar?
Engin samfélagsleg ábyrgð – engin samfélagsleg sýn
Avis hyggst opna bílaleigu fyrir
styttri ferðir, svokallaða Snattbíla,
í bílakjallaranum í Höfðatorgi í
kringum næstu mánaðamót.
Starfsfólk Höfðatorgs mun geta
leigt bílana út. Það verða tíu bílar
til að byrja með en í framhald-
inu verður verkefnið hugsanlega
útvíkkað að sögn Ingigerðar Einars-
dóttur, markaðs- og þjónustustjóra
Avis. Bílum verði þá fjölgað og þeir
leigðir út fyrir aðra en starfsfólk
hússins.
Nú er unnið að því að leggja loka-
hönd á pantanakerfi fyrir þessa
leigu. „Fólk þarf að vera skráð inn
sem notandi hjá okkur. Þá getur það
séð hvenær bíll er laus og bókar svo
eftir því hvað þarf, klukkustund,
tvær klukkustundir eða heilan dag.
Síðan þarf það að skila bílnum aftur
á sama stað og hann er tekinn,“
segir Ingigerður en viðskiptavin-
ir munu opna og loka bílunum með
snjallsímum.
Reykjavíkurborg er fjölmennasti
vinnustaðurinn í Höfðatorgi en um
400 manns starfa í byggingunni.
Reykjavíkurborg hefur sjálf verið
með tilraunverkefni með bílaleigu
fyrir starfsmenn Reykjavíkurborg-
ar í Höfðatorgi og í Ráðhúsinu.
„Við erum mjög spennt fyrir þess-
ari þróun,“ segir Dagur B. Egg-
ertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Þetta mun auðvelda fólki að koma
til vinnu með öðruvísi ferðamáta
en eigin bíl,“ segir Dagur og bætir
við að með þessu verði hægt að nýta
betur bílakjallarann við Höfðatorg
Bílaleiga fyrir stuttar
ferðir í Höfðatorgi
Avis mun opna bílaleigu í kjallara Höfðatorgs fyrir styttri ferðir
starfsfólks byggingarinnar. Reykjavíkurborg er með til skoðunar
hvernig útvíkka megi verkefnið og fjölga slíkum bílaleigum.
HÖFÐATORG Ingveldur Einarsdóttir segir að verkefnið verði hugsanlega útvíkkað með fleiri
bílum sem leigðir verði út fyrir aðra en starfsfólk Höfðatorgs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
og aðra staði þar sem lítið er af laus-
um bílastæðum.
Reykjavíkurborg er með til skoð-
unar hvernig koma megi á fót fl eiri
slíkum bílaleigum en starfshópur
hjá Reykjavíkurborg mun skila til-
lögum þess efnis á næstu vikum.
ingvar@frettabladid.is
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
STÓÐU Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
MESTA HÆKKUN
NÝHERJI
39,8% frá áramótum
SJÓVÁ
5,3% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
BANK NORDIC
-3,8% frá áramótum
HB GRANDI
-2,9% í síðustu viku
9
4
1
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 100,00 -3,8% 0,0%
Eimskipafélag Íslands 234,00 -1,3% -0,2%
Fjarskipti (Vodafone) 40,10 14,6% 2,4%
Hagar 44,50 10,0% 4,0%
HB Grandi 37,45 10,8% -2,9%
Icelandair Group 21,70 1,4% 2,1%
Marel 149,00 8,0% 1,7%
N1 27,35 1,4% 2,1%
Nýherji 7,24 39,8% 4,9%
Reginn 14,60 7,7% 2,1%
Sjóvá 13,00 8,8% 5,3%
Tryggingamiðstöðin 27,95 6,3% 0,4%
Vátryggingafélag Íslands 9,40 3,9% -1,5%
Össur 425,00 17,7% -1,2%
Úrvalsvísitalan OMXI8 1.387,31 5,8% 1,6%
First North Iceland
Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0%
Hampiðjan 25,90 14,6% 3,6%
Sláturfélag Suðurlands 1,85 0,0% 0,0%
SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem
lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
0
-0
6
0
8
1
4
0
0
-0
4
C
C
1
4
0
0
-0
3
9
0
1
4
0
0
-0
2
5
4
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K