Fréttablaðið - 04.03.2015, Síða 22
| 4 4. mars 2015 | miðvikudagur
Hugmyndin að dönsku húsgagna-
verslunin NORR11 varð til í árs-
lok 2010 og fyrsti sýningarsalurinn
var opnaður í Danmörku í nóvember
2011. Frá þeim tíma hefur verslunin
vaxið hratt, enda er aðalhvatamað-
urinn að baki henni, Jesper Sjølund,
vanur maður þegar kemur að hús-
gagnaframleiðslu. „Ég hafði verið í
húsgagnabransanum áður, að fram-
leiða húsgögn í Kína og selja þau á
internetinu. Ég sá möguleikana á
því hversu góð húsgögn væri hægt
að búa til í Kína og ræddi þetta við
félaga minn hvort við ættum að búa
til okkar eigin hönnun,“ segir Sjø-
lund í samtali við Markaðinn.
Hugmyndin hafi verið að fram-
leiða hágæðahúsgögn en líka á við-
ráðanlegu verði. „Síðan fórum við
til Kína og ég fór til þeirra framleið-
enda sem ég þekkti til þess að sjá
hvaða möguleikar væru í stöðunni.
Og þannig settum við saman lista
yfi r það hvaða húsgögn við vildum
framleiða. Eftir það fundum við tvo
unga hönnuði í Danmörku sem voru
að ljúka námi og kynntum fyrir
þeim hugmyndir okkar,“ segir Sjø-
lund.
Hann segir að það hafi gengið vel
að markaðssetja vörur NORR11.
„Fólk hefur áhuga á vörunum í
Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar. Í
september 2014 var byrjað að semja
við samstarfsaðila um að þeir seldu
húsgögnin okkar. Við höfum fengið
mjög góða samstarfsmenn og það er
víða í heiminum verið að opna sýn-
ingarsali,“ segir Sjølund.
Síðastliðið sumar höfðu Magn-
ús Berg Magnússon og Júlíana Sól
Sigurbjörnsdóttir svo samband
við Sjølund og vildu opna verslun í
New York og á Íslandi. Sjølund seg-
ist strax hafa lýst yfi r gagnkvæm-
um áhuga og komið hingað ásamt
félaga sínum. Það var ákveðið að
byrja á því að opna á Íslandi og
stefna síðar að opnun í New York.
Úr varð að opnaður var sýningarsal-
ur á Hverfi s götu, beint á móti Þjóð-
leikhúsinu. Ísland var þó ekki fyrsti
staðurinn þar sem NORR11 opnaði
verslun utan Danmerkur heldur
Eistland.
„Við erum með tvo sýningarsali
í Danmörku, við erum með sam-
starfsaðila í Eistlandi, við erum með
samstarfsmann í Belgíu, Þýskalandi
og Svíþjóð. Það er víða fólk sem
vill gerast samstarfsaðilar okkar.
En við verðum að fara varlega og
gæta þess að við getum annað eftir-
spurn,“ segir Sjølund. Það þurfi að
sjá fyrir hversu hratt fyrirtækið
geti vaxið. Það séu ekki bara ein-
staklingar sem séu að kaupa heldur
einnig hótel og byggingaverktak-
ar þannig að eftirspurnin sé orðin
nokkuð mikil. „Verkefnið okkar
núna er því að gera lítið fyrirtæki að
stóru fyrirtæki. Það er skrefi ð sem
er fram undan. En ekki of hratt,“
segir Sjølund.
Vörur NORR11 eru hannaðar í
Danmörku en framleiddar í Kína,
á Englandi og víðar. „Margt sem
framleitt er úr viði er gert í Indó-
nesíu vegna þess að þeir eru með
besta viðinn. Við framleiðum bara
þar sem við fi nnum rétt gæði fyrir
rétt verð,“ segir Sjølund. Kínverjar
séu til dæmis bestir í að framleiða
allt með rafmagni, til dæmis lampa
og slíka fl ókna vöru. „Þeir eru með
bestu vélarnar og tæknina í að
framleiða slíkt,“ segir hann. Annað
sé réttast að framleiða í Austur-Evr-
ópu, Eistlandi, Litháen og Póllandi.
En núna sé mestallt framleitt í Indó-
nesíu.
NORR11 á fjóra sýningarsali og
hugmyndin er ekki að fjölga þeim,
heldur fjölga samstarfsaðilum sem
geti selt vörurnar hver í sínu landi.
„Það eru mikil sóknarfæri í Evrópu
en það þýðir ekki að við getum ekki
líka byrjað í Bandaríkjunum. Ég
held því að það séu mikil sóknarfæri
fyrir okkur. Það er mikil eftirspurn
eftir skandinavískum húsgögnum
og skandinavískum hugmyndum. Þú
sérð það alls staðar, á öllum svölustu
stöðunum í New York, Lundúnum
og líka í Berlín. Ég held að það sé
möguleiki fyrir okkur til þess að
stækka ört í Bandaríkjunum líka,“
segir hann. jonhakon@frettabladid.is
Stefna á að opna verslun í New York
Húsgagnaverslunin NORR11 hefur vaxið hratt frá því að fyrsta verslunin var opnuð í Danmörku árið 2011. Stofn-
andinn, Jesper Sjølund, segir tækifæri felast í Bandaríkjunum. Hins vegar megi fyrirtækið ekki stækka of ört.
Á HVERFISGÖTU Magnús Berg og Sól sömdu við Jesper um að opna sýningarsal á Íslandi. Svo er stefnt að því að fara til New York. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eignir slitabús Glitnis banka nema
tæplega 963 milljörðum íslenskra
króna en kröfurnar nema 2.271
milljarði króna. Búið á því um það
bil 42 prósent upp í kröfur. Við það
bætast um 80 milljarðar króna
sem forgangskröfuhafar hafa
þegar fengið greiddar. Neikvætt
eigið fé hefur farið úr 1.417 millj-
örðum króna í lok árs 2013 í 1.322
milljarða í lok síðasta árs.
Þetta kom fram á kynningu á
kröfuhafafundi í gær, en glær-
ur frá kynningunni voru birtar á
vef bankans í gær. Stærstur hluti
eigna bankans er handbært fé og
samsvarar það 660,5 milljörðum
í íslenskum krónum. Næststærsti
hlutinn er eign í Íslandsbanka
sem nemur tæplega 175 milljörð-
um króna.
Samtals nema krónueignir
313,6 milljörðum króna. Að frá-
dregnum eignarhlutnum í Íslands-
banka nema krónueignir því um
138 milljörðum króna. Eignir í
evrum samsvara tæplega 232
milljörðum króna og eignir í doll-
urum samsvara 163 milljörðum
króna. Eignir í norskum krónum
samsvara rúmum 99 milljörðum
og eignir í breskum pundum 98
milljörðum.
„Þessir 313 milljarðar eru okkar
hluti í snjóhengjunni,“ segir Krist-
ján Óskarsson, framkvæmdastjóri
Glitnis. Ef Íslandsbanki yrði seld-
ur fyrir erlent fé þá stæðu eftir
138 milljarðar í íslenskum krón-
um sem þyrfti þá að leysa með
einhverjum öðrum hætti. „Þess
vegna skiptir afar miklu máli að
geta selt Íslandsbanka fyrir erlent
fé,“ segir Kristján.
Kristján segir jafnframt að
það sé mikilvægt að átta sig á því
að það fé sem er erlendis hefur
aldrei komið til Íslands og hefur
ekkert með íslenskt efnahagskerfi
að gera. Þó það yrði borgað út þá
myndi það ekki hafa nein áhrif á
Íslandi. - jhh
Krónueignir Íslandsbanka nema rúmum 313 milljörðum:
Glitnir á 963 milljarða upp í eignir
Allir stjórnarmenn í BankNordik
hyggjast segja af sér og verður
ný stjórn því kjörin á næsta aðal-
fundi bankans sem fer fram þann
25. mars næstkomandi á Hótel
Færeyjum í Þórshöfn. Bankinn
var skráður tvíhliða í Kauphöll
Íslands og Kauphöllina í Kaup-
mannahöfn árið 2007 og hefur
verið skráður þar síðan.
Bankinn er með fi mm útibú í
Færeyjum, nítján í Danmörku
og eitt á Grænlandi. Við starfi
stjórnarformanns tekur Stine
Boss, sem hefur setið í fram-
kvæmdastjórn Nordea, stærsta
banka á Norðurlöndunum, og
Allianz.
Ársreikningur BankNordik
var birtur á þriðjudag í síðustu
viku. Þar kom fram að rekstr-
arhagnaður bankans hefði auk-
ist um 47 prósent frá fyrra ári
og næmi 157 milljónum danskra
króna, eða um 3100 milljónum
íslenskra króna. Bættan rekst-
ur mátti fyrst og fremst rekja
til starfseminnar í Danmörku.
Þá var gert ráð fyrir að bank-
inn greiddi 20 milljónir danskra
króna (um 400 milljónir íslenskra
króna) í arð. Rekstrartekjur
bankans minnkuðu aftur á móti á
síðasta ári, námu 789 milljónum
danskra króna, eða tæplega sext-
án milljörðum íslenskra króna,
sem er sex prósentum minna en
árið áður. Starfsmenn bankans
eru 506 og hefur þeim fækkað
um 106 á þremur árum.
„Það kemur alltaf að því, fyrr
eða síðar, að það þarf að gera
breytingar á stjórn,“ segir Klaus
Rasmussen, fráfarandi stjórnar-
formaður bankans, í yfi rlýsingu.
Hann segir að stjórn bankans
hafi setið í nokkuð mörg ár og
leitt bankann í gegnum erfi ða
fjármálakreppu. Bankinn hafi
þróast mikið og náð góðri stöðu á
markaði og tvöfaldað stærð sína
á sjö árum.
- jhh
Nýr stjórnarformaður BankNordik með mikla reynslu úr atvinnulífi:
Allir stjórnarmenn sögðu af sér
Í KAUPHÖLL ÍSLANDS Jan Petersen hefur verið forstjóri bankans um árabil.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS Hlutur bankans
í snjóhengjunni er 313 milljarðar íslenskra
króna.
Það kemur
alltaf að því,
fyrr eða síðar, að það
þarf að gera breyt-
ingar á stjórn.
Hagnaður verslunarinnar Nínu
á Akranesi var 13,5 milljónir
króna á síðasta ári og nam salan
um 100 milljónum, samkvæmt
nýlega birtum ársreikningi. Nína
er fataverslun og selur einnig skó
og fylgihluti. Hagnaðurinn er
um 900 þúsund krónum meiri en
hann var árið áður. Eignir fyrir-
tækisins námu 63 milljónum um
síðustu mánaðamót og jukust um
tæpar fjórar milljónir frá árinu
áður.
Nína Áslaug Stefánsdóttir rak
áður verslunina ásamt Daníel
Daníelssyni eiginmanni sínum.
Árið 2007 tók dóttir þeirra, Helga
Dís Daníelsdóttir, við rekstrinum
ásamt Heimi Jónassyni eigin-
manni sínum. - jhh
100 milljóna velta á Akranesi:
Nína skilar
14 milljónum
Arion banki hefur gefi ð út skulda-
bréf að upphæð 300 milljónir evra
eða sem nemur um 45 milljörðum
íslenskra króna.
Tilboð bárust frá um 100 fjár-
festum fyrir rúmlega 675 milljón-
ir evra. Umframeftirspurn var því
rífl ega tvöföld. Skuldabréfi n eru til
þriggja ára og bera fasta 3,125%
vexti, og voru seld á kjörum sem
jafngilda 3,10% álagi yfi r milli-
bankavexti.
„Skuldabréfaútgáfan nú er ekki
aðeins mikilvæg fyrir okkur og
viðskiptavini okkar heldur einn-
ig fyrir efnahagslífi ð hér á landi,
þar sem aðgengi að erlendu lánsfé
á hagstæðum kjörum skiptir miklu
fyrir áframhaldandi uppbygg-
ingu,“ segir Höskuldur Ólafsson.
Tvöföld umframeftirspurn:
45 milljarða
skuldabréf
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
0
-1
9
C
8
1
4
0
0
-1
8
8
C
1
4
0
0
-1
7
5
0
1
4
0
0
-1
6
1
4
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K