Fréttablaðið - 04.03.2015, Qupperneq 24
| 6 4. mars 2015 | miðvikudagur
Það er ekki víst að allir kannist
við nafn fjölskyldufyrirtækisins
FoodCo sem var stofnað árið 2002.
Fleiri þekkja til þeirra veitingastaða
sem fyrirtækið rekur. Vörumerkin
eru alls sex og eru veitingastaðirn-
ir nítján á höfuðborgarsvæðinu og
á Akureyri, þar sem meira en 400
starfsmenn vinna í heild.
Á höfuðborgarsvæðinu eru rekin
American Style, Eldsmiðjan, Saffr-
an, Aktu Taktu og Pítan. Á Akur-
eyri er það svo Greifi nn. Ævintýrið
byrjaði allt með því að blaðamað-
ur Morgunblaðsins og fyrrverandi
íþróttakempan Þórarinn Ragnars-
son ákvað að segja starfi sínu lausu
og opna veitingastaðinn og sölu-
turninn Staldrið í Stekkjarbakka
í Reykjavík árið 1984. Eftir þrjá-
tíu ára sögu er rekstur Þórarins og
fjölskyldu hans orðinn að viðskipta-
veldinu FoodCo. Fyrirtæki sem
selur skyndibita fyrir þrjá millj-
arða á hverju ári. Samanlögð velta
á fi mm ára tímabili frá árinu 2009
til og með ársins 2013 nemur 14,5
milljörðum króna.
Ársreikningur FoodCo fyrir árið
2014 liggur ekki fyrir. En sam-
kvæmt ársreikningi fyrir árið 2013
sem birtur var í október síðastliðn-
um var hagnaður fyrirtækisins
403 milljónir króna. Það er liðlega
tvöfaldur hagnaður miðað við árið
á undan. Hagnaðurinn var þó að
miklu leyti til kominn vegna endur-
útreiknings lána á árinu 2013 sem
voru niðurfærð um 376,5 milljónir
króna. Veltufé frá rekstri nemur
hins vegar tæplega 111 milljónum
króna en var tæplega 260 milljónir
króna árið á undan. Afkoma af hefð-
bundinni starfsemi var því lakari á
árinu 2013 en hún var á árinu 2012.
Helstu eigendur FoodCo eru, auk
Þórarins Ragnarssonar, Jóhann
Örn Þórarinsson í gegnum félag sitt
Jöklaborg. Þeir feðgar eiga samtals
80 prósenta hlut til jafns við hvor
annan. Þá á Óttar Þórarinsson 10
prósenta hlut og félagið Eldheimar,
sem er í eigu Bjarna Stefáns Gunn-
arssonar, á tíu prósenta hlut.
Hlédrægir menn
Feðgarnir Þórarinn og Jóhann
Örn sækja ekki mikið í athygli. Til
marks um það baðst Jóhann Örn,
sem er framkvæmdastjóri FoodCo,
undan viðtali þegar Markaðurinn
hafði samband við hann vegna þess-
arar greinar. Í viðtali við Helgar-
póstinn árið 1995 rakti Þórarinn
aftur á móti upphaf viðskiptasögu
sinnar. Þar kemur fram að Þórarinn
hafði staðið í umfangsmiklum bygg-
ingaframkvæmdum og umsýslu
fasteigna, yfi rleitt í félagi við Gunn-
ar Hjaltalín endurskoðanda. Þórar-
inn sagði í samtali við blaðið að sá
rekstur hefði gengið mjög vel.
Eitt þeirra húsa sem þeir félag-
arnir reistu saman var stórhýsið
að Stórhöfða 15 við Gullinbrú. Það
byggðu þeir sjálfir, leigðu verk-
fræðistofunni Streng efstu tvær
hæðirnar, seldu miðhæðina undir
verslunarrekstur en ráku sjálfir
íþróttasali á neðstu hæðinni. Hús-
næðið að Stórhöfða er ekki lengur
í eigu Þórarins, þótt Þórarinn og
fjölskylda fáist enn við fasteigna-
umsýslu. Á meðal eigna FoodCo
er fasteignafélagið Þorp. Þar undir
eru fasteignir sem hýsa veitinga-
staði FoodCo. Bókfært verð þeirra
eigna er rúmir 1,3 milljarðar króna
og fasteignamatið rétt tæplega
850 milljónir króna. Eignir Þorps
námu í árslok 2013 tæplega 1,4
milljörðum króna en eigið fé var
neikvætt um 254 milljónir króna.
Stofnun FoodCo
Fyrirtækið er stofnað árið 2002 og
voru eigendurnir á næstu tíu árum
umsvifamiklir við kaup á veitinga-
stöðum sem þegar höfðu skapað sér
nafn. Byrjað var árið 2004 á því að
kaupa hamborgarastaðinn Amer-
ican Style og Aktu Taktu. Fyrr-
nefndi staðurinn hafði verið rekinn
um árabil og var í eigu Helga Páls-
sonar. Aktu Taktu var aftur á móti
stofnað árið 1993 og var í eigu systk-
ina Helga og keypti hann fyrirtæk-
ið af Sveini bróður sínum árið 1999.
Helgi sagði við Morgunblaðið í til-
efni þeirra viðskipta að aldrei hefði
staðið neitt annað til en að reka fyr-
irtækin undir sitthvoru nafninu.
Árið 2006 var svo bætt um betur
þegar FoodCo keypti veitingastað-
inn Pítuna í Skipholti 50C. Sá veit-
ingastaður var stofnaður árið 1982
og var því 24 ára gamall þegar hann
rann inn í FoodCo-samstæðuna.
Í ágúst það sama ár tilkynnti
FoodCo svo Samkeppniseftirlitinu
að félagið hefði keypt Greifann á
Akureyri, einn vinsælasta veit-
ingastað bæjarins sem jafnframt
býður veisluþjónustu og sal til leigu
fyrir veislur. Í tilkynningu til Sam-
keppnis eftirlitsins kom fram að
yfi rtaka FoodCo á Greifanum gerði
félaginu kleift að koma að veit-
ingarekstri á Akureyri án þess að
taka þá áhættu sem felst í því að
opna nýjan veitingastað frá grunni.
Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins
varð að athuganir þess gæfu ekki
til kynna að samruninn myndi hafa
skaðleg samkeppnisleg áhrif.
FoodCo eignast Eldsmiðjuna
Árið 2007 keypti FoodCo svo
eignar haldsfélagið Kamus. Það
var þá nýstofnað félag sem hélt
utan um rekstur veitingastað-
anna Eldsmiðjunnar og Reykja-
vík Pizza Company. Í tilkynningu
sem FoodCo sendi Samkeppnis-
eftirlitinu vegna kaupanna kom
fram „að starfsemi Kamus væri í
samræmi við rekstur félagsins og
myndi falla vel inn í heildarrekst-
ur og fyrri fjárfestingar félagsins.
FoodCo hefur ekki starfrækt veit-
ingastað á höfuðborgar svæðinu
sem selur pitsur og því var Kamus
talinn góður fjárfestingarkost-
ur í því skyni að efl a og auka fjöl-
breytni í veitingarekstri félagsins.“
Þá sagði enn fremur að kaup-
in gerðu Foodco kleift að dreifa
áhættu í rekstrinum. Samkeppn-
iseftirlitið taldi ekki að samruni
félaganna myndi koma í veg fyrir
eðlilega samkeppni og heimilaði
því samrunann.
Á haustmánuðum 2007 gekk
FoodCo svo einnig frá kaupum á
veitingastaðnum Sjávarkjallar-
anum; þriggja ára gömlum veit-
ingastað sem var til húsa við Aðal-
stræti 2. Sá rekstur gekk ekki upp
og hófu aðrir aðilar rekstur í hús-
næðinu. Greint var frá því á vefsíð-
unni Veitingageirinn í apríl í fyrra
að þau Tómas Kristjánsson, Sigrún
Guðmundsdóttir, Níels Hafsteins-
son og Eyjólfur Gestur Ingólfsson
hefðu hafi ð rekstur veitingastaðar-
ins Kjallarans í því húsnæði.
FoodCo kaupir Saffran
Árið 2011 keypti FoodCo svo Shi-
raz, sem rekur Saffran-veitinga-
staðina. Jóhann Örn sagði í samtali
við Viðskiptablaðið, þegar gefi ð
var út sérblað um 462 stærstu
fyrirtækin í febrúar 2014, að
landslagið í veitingahúsarekstri
hefði breyst töluvert á síðastliðn-
um árum. Breyttar matarvenjur
og aukinn fjöldi ferðamanna hefði
greitt götuna fyrir fl eiri veitinga-
staði og fjölbreyttari rétti. Hann
sagðist finna sérstaklega fyrir
mikilli ásókn fólks í hollari skyndi-
bita.
„Við höfum verið að einbeita
okkur að innri vexti upp síðkast-
ið. Við opnuðum nýjan Saffran-
stað í Bæjarhrauni í Hafnarfi rði
í fyrra og stefnum að því að opna
annan Saffran-stað á Bíldshöfða á
næstunni. Þetta er liður í ákveð-
inni stefnu okkar með frekari vöxt
inn í framtíðina og stefnan er að
fjölga enn frekar stöðum,“ sagði
Jóhann. Veitingastaðurinn á Bílds-
höfða hefur nú þegar verið opnað-
ur. Jóhann sagði líka við Viðskipta-
blaðið að Saffran hefði notið mjög
mikilla vinsælda allt frá því að
fyrstu staðirnir voru opnaðir árið
2009. Þrátt fyrir auknar vinsæld-
ir hollari valkosta á veitingamark-
aði sagðist hann þó ekki fi nna fyrir
því að sá vöxtur sé á kostnað ann-
arra vörumerkja FoodCo.
ÚTTEKT
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
Skyndibiti fyrir þrjá milljarða á ári
Sögu fjölskyldufyrirtækisins FoodCo má rekja til Staldursins í Stekkjarbakka, sem var opnað 2002. Fyrirtækið er
nú orðið mikið verslunarveldi sem veltir tæpum þremur milljörðum á ári og veitir meira en 400 manns atvinnu.
SVONA VARÐ VIÐSKIPTAVELDIÐ FOODCO TIL
1982
Pítan
stofnuð
1986
Eldsmiðjan
stofnuð
2007
FoodCo eignast
Eldsmiðjuna
2009
Saffran
opnað
1984
Staldrið
stofnað
1993
Aktu Taktu
stofnað
2002
FoodCo
stofnað
2006
FoodCo kaupir
Pítuna
2007
FoodCo eignast
Greifann
2011
FoodCo eignast
Saffran
1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010
2004
FoodCo kaupir American
Style og Aktu Taktu
SAFFRAN Í GLÆSIBÆ Árið 2011 keypti FoodCo Saffran-veitingastaðina sem þá voru tveggja ára gamlir. Jóhann Örn Þórarinsson, framkvæmdastjóri FoodCo, segir að landslagið í veitingahúsarekstri hafi breyst töluvert á síðastliðnum árum.
Breyttar matarvenjur og aukinn fjöldi ferðamanna hefði greitt götuna fyrir fl eiri veitingastaði og fjölbreyttari rétti. Fréttablaðið/Valli
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
0
-1
4
D
8
1
4
0
0
-1
3
9
C
1
4
0
0
-1
2
6
0
1
4
0
0
-1
1
2
4
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K