Fréttablaðið - 04.03.2015, Side 28
FÓLK|FERÐIR
gönguleiðir standast þessa staðla.
Það eru Laugavegurinn frá Land-
mannalaugum yfir í Þórsmörk,
Fimmvörðuháls frá Skógum yfir
í Þórsmörk og Víknaslóðir frá
Borgar firði eystri yfir í Mjóafjörð.
LÉTTA ÁLAGI AF LAUGAVEGINUM
Eitt af markmiðum verkefnisins
var að varpa ljósi á fleiri göngu-
leiðir á Íslandi þannig að hægt sé
að létta álaginu á vinsælar leiðir á
borð við Laugaveginn. Gísli Rafn
segir nokkrar leiðir áhugaverðar.
„Þar má nefna Kerlingarfjalla-
hringinn. Þar eru gistimöguleikar
góðir, þar er tenging við almenn-
ingssamgöngur og leiðin er vel
merkt. Þá er Pílagrímaleiðin einnig
langt á veg komin en hún liggur
frá Bæ í Borgarfirði 95 km leið að
Skálholti. Þar er búið að merkja
leiðina, gistimöguleikar eru góðir
og salerni á leiðinni,“ lýsir Gísli
Rafn og bendir á að í raun þurfi
lítið til viðbótar til þess að þessar
leiðir standist sömu staðla og
Laugavegurinn.
Vonir standa til að verkefnið
nýtist stjórnvöldum til stefnu-
mótunar og lagasetningar sem
miðar að því að koma á vönduðu
gönguleiðakerfi á Íslandi. „Hug-
myndin að verkefninu var að finna
hugmyndir að lausnum enda eru
löndin í kringum okkur og víðar,
til dæmis Nýja-Sjáland, öll með
kerfi og ákveðna staðla um sínar
gönguleiðir.“
Verkefni Gísla Rafns, Þjóð-stígar á Íslandi, var þriggja mánaða rannsóknarverk-
efni sem hann vann í samvinnu við
Ferðamálastofu og Nýsköpunar-
sjóð námsmanna síðastliðið sum-
ar. Í ritinu eru lögð drög að þróun
gönguleiðakerfis fyrir Ísland. Verk-
efnið var tilnefnt til Nýsköpunar-
verðlauna forseta Íslands 2015.
„Í verkefninu var lagt mat á
fimmtán gönguleiðir og þróaður
gæðastaðall þannig að göngufólk
geti vitað að hverju það gengur,“
segir Gísli Rafn og telur upp
nokkra staðla sem lengri göngu-
leið þarf að búa yfir. „Gerð er krafa
um gistingu eða tjaldstæði, salerni
í hverjum náttstað, tengingu við
almenningssamgöngur, að leiðin
sé merkt með stikum eða vörðum
til að tryggja öryggi, að upplýs-
ingaskilti séu við upphaf og endi
hverrar dagsleiðar, að öll stærri
fallvötn séu brúuð, að leiðin sé
á aðalskipulagi, að ábyrgðaraðili
sé skilgreindur yfir leiðinni og að
opnunartímabil sé skilgreint.“
Gísli Rafn segir aðeins þrjár
ÞRJÁR GÖNGULEIÐIR
UPPFYLLA STAÐLA
RÁÐSTEFNA Ferðamálastofa, Ferðafélag Íslands og Útivist standa fyrir ráð-
stefnu um ferðagönguleiðir á fimmtudaginn undir yfirskriftinni „Stikum af
stað“. Fjallað verður um framtíðarskipulag og -þróun lengri gönguleiða. Gísli
Rafn Guðmundsson mun kynna verkefnið Þjóðstígar á Íslandi.
GÍSLI RAFN GUÐMUNDSSON
Ræðir verkefni sitt, Þjóðstígar á Íslandi, á
ráðstefnu á morgun. MYND/GVA
BORGARFJÖRÐUR EYSTRI Víknaslóðir á Austurlandi, sem liggja frá Borgarfirði eystri
til Mjóafjarðar, er ein af þeim leiðum sem uppfylla þá staðla sem settir eru í ritinu: Þjóð-
stígar á Íslandi. MYND/GVA
LANDMANNALAUGAR Laugavegurinn, frá Landmannalaugum til Þórsmerkur, er afar
fjölfarinn og því nauðsynlegt að finna fleiri áhugaverðar gönguleiðir til þess að minnka
álagið á hann. MYND/VILHELM
Ráðstefnan Stikum af stað fer fram í sal Ferðafélags Ís-
lands, Mörkinni 6, þann 5. mars frá klukkan 13 til 17.
Ekkert þátttökugjald er en nauðsynlegt að skrá
þátttöku. Sjá nánar á www.ferdamalastofa.is.
DAGSKRÁ
STIKAÐ AF STAÐ
13.00 Ferðamálastjóri setur ráð-
stefnuna
13.10 Lukas Stadtherr frá
Swiss Mobility. Sú stofn-
un hefur það hlutverk að
þróa landsnet ferðaleiða í
Sviss. Verkefnið hófst 1993
og nú er í Sviss vel þróað
net göngu-, hjóla-, línu-
skauta- og kanóleiða.
14.00 Stefnumótun og upp-
bygging þjóðstígakerfis
á Íslandi – Gísli Rafn Guð-
mundsson
14.30 Kaffi
15.00 Laugavegurinn – 35 ára
uppbygging – Páll Guð-
mundsson
15.15 Reykjavegur á Reykja-
nesi – Gunnar Hólm Hjálm-
arsson
15.30 Þingvellir og þjóðgarðar
– erlendar fyrirmyndir –
Ólafur Örn Haraldsson
15.45 Dalakofinn – uppbygg-
ing á nýju svæði – Linda
Udengaard
16.00 Stutt hlé
16.15 Pílagrímaleiðin Bær –
Skálholt – Hulda K. Guð-
mundsdóttir
16.30 Hornstrandir og Víkna-
slóðir – Páll Ásgeir Ás-
geirsson
16.45 Lokaorð
17.00 Ráðstefnu slitið
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Igennus Pharmepa endurstillir
hlutfallið af Omega 3 EPA og
Omega 6 og dregur úr
bólgumyndun í líkamanum
sem er undirliggjandi þáttur
varðandi þróun á mörgum
lífsstílssjúkdómum.
Ég er allt annar maður eftir að ég fór
að taka inn Pharmepa Omega 3 EPA
frá Igennus og er miklu fljótari að jafna
mig eftir æfingar og lengri sund.
Auk þess finn ég fyrir mun meiri
orku og einbeitingin er betri.
Árni Þór Árnason, 44 ára
afreksmaður og sjósundkappi
Pharmepa
Fæst í Heilsuhúsinu, Lyfjaveri, Heilsuveri, Lyfsalanum, Árbæjarapóteki,
Urðarapóteki, Heilsutorginu Blómavali, Lyfjavali ogApóteki Suðurnesja
Þvílíkur árangur!
“
”
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
F
F
-E
D
5
8
1
3
F
F
-E
C
1
C
1
3
F
F
-E
A
E
0
1
3
F
F
-E
9
A
4
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K