Fréttablaðið - 04.03.2015, Blaðsíða 34
| 8 4. mars 2015 | miðvikudagur
Við töldum að
kostnaður félags-
ins væri of hár. Við
höfðum keypt fimm félög
árin þar á undan og
töldum að það væri hægt
að ná meiri samþætt-
ingu í rekstri og aðlaga
rekstur betur að stefnu.
Ég byrjaði á verð-
bréfamarkaði
og var einn af verð-
bréfaguttnum í byrjun og
helgaði mig því en það
varð ákveðin breyting
árin 2001 og 2002 hjá
mér.
Ég er ekkert
meira hrifinn af
evrusamstarfi en dollara-
samstarfi en meirihluti af
okkar nærviðskiptum er í
viðskiptum með evrur.
Ég held að það sé klárlega meiri fókus
á kjarnareksturinn. Sem er hefðbund-
ið íslenskt olíufélag.
Eggert Þór Kristófersson, fjármála-
stjóri N1, var í síðustu viku ráðinn
forstjóri félagsins. Hann tekur við
af Eggerti Benedikt Guðmundssyni
sem sinnti starfi nu í tæp þrjú ár.
Eggert Þór starfaði hjá Íslands-
banka og Glitni fram til ársins
2008. Þá gekk hann til liðs við
Sjávar sýn, sem er eignarhaldsfélag
Bjarna Ármannssonar, og starfaði
þar við fjárfestingar og ráðgjöf.
Eggert vann að endurskipulagningu
N1 eftir bankahrun og tók við sem
fjármálastjóri að því loknu.
Eggert segir að miklar breyting-
ar hafi verið gerðar á rekstri N1 á
liðnum árum. „Ég held að það sé
klárlega meiri fókus á kjarnarekst-
urinn. Sem er hefðbundið íslenskt
olíufélag sem er að reka stöðvar um
allt land og þjónusta sjávarútveg,
verktaka, iðnað og bændur. Þetta
er svolítið svona „back to basics“,“
segir Eggert.
Aðspurður segir hann að hefð-
bundnar bensínstöðvar séu líka
að verða meira eins og þæginda-
vöruverslanir. „Svipað og 7-11 sem
maður sér erlendis,“ segir hann.
Bensínstöðvar séu því orðnar að
verslunum sem fólk geti komið við
í þegar vantar örfáa nauðsynjahluti
og þarf ekki að fara langa leið til að
sækja þá.
Eggert Þór býst ekki við að hann
muni eiga minni tíma afl ögu núna
þegar hann er orðinn forstjóri. „Það
held ég ekki. Fjármálastjórastarfi ð
Fer vikulega í bolta með Svíkingunum
Eggert Þór Kristófersson er nýr forstjóri olíufélagsins N1. Hann á að baki langan starfsferil úr bankakerfinu,
en söðlaði svo um og hóf störf hjá N1. Eggert er mikill íþróttamaður og spilar fótbolta með félögum úr Ólafsvík.
Eddi er mjög metnaðargjarn og hefur alltaf verið mjög
vinnusamur. Hann er mikill fjölskyldumaður sem full-
orðnaðist snemma, þar sem fyrsta barn þeirra hjóna
kom í heiminn þegar Eddi var enn hálfgerður krakki
sjálfur, á átjánda ári. Við kynntumst í menntaskóla og
vorum síðar saman í viðskiptafræði við Hí. Það er aldrei
nein lognmolla í kringum Edda, hann er félagslyndur,
skemmtilegur og hress í umgengni. Hann er mikill
áhugamaður um íþróttir og þá sérstaklega fótbolta,
hans helsti galli er að hann heldur ekki með réttu liðunum. Hann hefði til
dæmis getað orðið fyrirmyndar Þróttari en kaus að vera Valsari.
Steinar Helgason
Hann er hress og skemmtilegur náungi. Alltaf gaman
að vera í kringum hann. Hann er vel kvæntur. Hann er
aldrei feiminn við að segja sína skoðun og stendur á
sínu en að sama skapi kemur hann til dyranna eins og
hann er klæddur. Hann er klár og duglegur við að fók-
usera á atriðin. Helsti galli hans er sá að hann á mjög
erfitt með að mæta á réttum tíma, frekar óstundvís.
Hann er mikill fótboltaáhugamaður, Valsari sem er
kostur og Manchester-maður sem er ókostur.
Helgi Þór Logason
VALSARI OG MANCHESTER-MAÐUR
er mjög erilsamt. Það er eiginlega
jafn erilsamt og forstjórastarfi ð,“
segir Eggert, en tekur þó fram að
það sé ný upplifun fyrir sig að vera
forstjóri.
Eggert Þór er mikill íþrótta-
áhugamaður og þó sér í lagi knatt-
spyrnuáhugamaður. „Ég er uppal-
inn í Ólafsvík og við spilum alltaf
saman einu sinni í viku, gamlir
Ólsarar. Félagið Víkingur í Ólafs-
vík er knattspyrnufélag bæjarins
en við köllum okkur Svíkinga, suð-
urhluti Víkinganna,“ segir hann.
Hann segir að þeir félagarnir hafi
spilað saman síðan 1988. „Það er
kannski aðeins farið að hægja á
okkur en við erum mjög góðir í
huganum,“ segir Eggert og bætir
við að þeir hittist líka reglulega til
að horfa á fótbolta.
„Svo á ég fjögur börn og konu
þannig að það er nóg að gera í því,“
segir Eggert en hann er giftur
Ágústu Dröfn Kristleifsdóttur leik-
skólakennara. jonhakon@frettabladid.is
MAREL
ÁRNI ODDUR ÞÓRÐARSON
FORSTJÓRI:
Marel er eitt fremsta þekking-
ar- og tæknifyrirtæki landsins.
Marel fæddist sem hugmynd í HÍ
árið 1983 til að auka framleiðni í
sjávarútvegi. Í dag er fyrirtæk-
ið leiðandi á heimsvísu í þróun
og framleiðslu á tækjabúnaði til
vinnslu á kjúklingi, fi ski og kjöti.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri
Marel, tók við starfi nu í nóvember
2013 eftir að hafa verið stjórnar-
formaður fyrirtækisins í átta ár
þar á undan. Bakgrunnur Árna er
í fjármálageiranum en hann stofn-
aði síðar Eyri Invest fjárfestingar-
félag ásamt föður sínum. Fyrir-
tækið breytti um stefnu árið 2005
og seldi öll hlutabréf sín í bönkun-
um og fór að einbeita sér að fram-
leiðslu- og þekkingarfyrirtækjum
eins og Marel, Össuri, Fokker og
Stork. Árni Oddur er gestur í nýj-
asta Klinkinu.
Hvers vegna hættir þú sem
stjórnarformaður og tókst við
sem forstjóri Marel árið 2013?
„Við töldum að kostnaður félags-
ins væri of hár. Við höfðum keypt
fi mm félög árin þar á undan og
töldum að það væri hægt að ná
meiri samþættingu í rekstri og
aðlaga rekstur betur að stefnu.
Stjórnin bað mig um að taka þetta
að mér og ég ákvað að láta slag
standa.“
Var Theo Hoen ekki að nýta
tækifæri til lækkunar kostnaðar?
„Ef við horfum á forvera mína þá
voru þeir báðir að gera góða hluti.
Hörður (Arnarson) sá til þess að
við fórum í yfi rtöku á laxaeining-
um. Theo sá til þess að við fórum
úr óstöðluðum vörum í staðlað-
ar vörur. Við töldum að það væri
hægt að ná meiri samlegð í sölu og
rekstrarkostnaði.“
Þú ert í grunninn fjármálagaur.
Hvernig var að fara í hátækniþekk-
ingarfyrirtæki? „Ég byrjaði á verð-
bréfamarkaði og var einn af verð-
bréfaguttunum í byrjun og helgaði
mig því en það varð ákveðin breyt-
ing árin 2001 og 2002 hjá mér. Ég
fór að hugsa þetta upp á nýtt og fór
í framhaldsnám til Sviss. Fljótlega
eftir það breyttum við stefnunni
í Eyrir Invest og fórum frekar að
horfa á framleiðslufyrirtæki og
nýsköpun.“
Er ekki algengt að forstjórar séu
bara fjögur til sex ár við stjórnvöl-
inn? „Það er einföld staðreynd að
meðallífaldur forstjóra er fi mm
til sex ár en það helgast af því að
meðallífaldur er 8-10 ár og svo eru
margir sem stoppa stutt við. Mið-
gildið er kannski 8-10 ár en meðal-
talið fi mm til sex ár. Það er öllum
fyrirtækjum hollt að breyta.“
Hvað á Ísland að gera í gjald-
miðils- og peningamálum eftir höft?
„Ég er ekkert meira hrifi nn af evr-
usamstarfi en dollarasamstarfi . En
meirihluti af okkar nærviðskiptum
er í viðskiptum með evru.“
„Verðbréfagutti“ sem sneri sér
að alvöru verðmætasköpun
Marel var stofnað árið 1983 til að auka framleiðni í sjávarútvegi. Nú er það eitt stærsta fyrirtækið í Kauphöll.
FORSTJÓRINN Í lok árs 2013 var ákveðið að Árni Oddur Þórðarson tæki við forstjórastólnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@365.is
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
0
-1
9
C
8
1
4
0
0
-1
8
8
C
1
4
0
0
-1
7
5
0
1
4
0
0
-1
6
1
4
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K