Fréttablaðið - 04.03.2015, Page 38
USD 133,53
GBP 205,27
DKK 20,43
EUR 149,35
NOK 17,32
SEK 16,14
CHF 139,12
JPY 1,12
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla FTSE 100
6899,85 -40,79
(0,59%)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
STJÓRNAR -
MAÐURINN
@stjornarmadur
Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta
árið 2014 nam 228 milljónum króna
í fyrra samanborið við 299 milljónir
árið 2013. Hreinar rekstrartekjur námu
1.408 milljónum króna samanborið við
1.354 milljónir árið áður. Rekstrargjöld
námu 1.123 milljónum samanborið við
980 milljónir árið áður. Í lok desember
voru 18 sjóðir í rekstri og slitum og nam
hrein eign þeirra 114 milljörðum.
228 MILLJÓNIR
Íslandssjóðir með 18 sjóði
Mest viðskipti voru með bréf í Marel í febrúar og námu þau 11,1
milljarði króna. Viðskipti með bréf í Icelandair Group námu 5,4
milljörðum, 3,8 milljarða viðskipti voru með bréf í N1 og viðskipti
með bréf í HB Granda námu 3,4 milljörðum. Úrvalsvísitalan lækk-
aði um 0,3% á milli mánaða og stóð í 1.377 stigum í fyrradag. Á
Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Landsbankinn með mestu hlut-
deildina og nam hún 32,5 prósentum, Arion banki með 20,7%
og Íslandsbanki með 20,5%. Í lok febrúar voru hlutabréf 17
félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi og
nemur heildarmarkaðsvirði þeirra 736 milljörðum króna.
11,1 MILLJARÐA VELTA
Marel á toppnum
Stjórnarmaðurinn fylgdist forviða
með fjaðrafoki kringum skip-
an framkvæmdahóps um afnám
gjaldeyrishaftanna.
LÍKT OG STUNDUM virðist loða við
á Íslandi má segja að aðalatriðum
hafi lítill gaumur verið gefinn.
Einkum virðist fólki hafa verið
umhugað um þá staðreynd að þrír
meðlima hópsins hafi starfað hjá
MP banka.
Ekki var að finna sérstök rök
fyrir áhyggjunum í fréttum af
málinu, önnur en þau að skipan
sérfræðingana hefði valdið „titr-
ingi“ hjá öðrum fjármálastofn-
unum og haft var eftir þingmanni
að mikilvægt væri að „eyða öllum
efasemdum sem tengjast hinum
mikil vægu verkefnum nefndar-
innar“.
Á ENSKRI BLOGGSÍÐU Sigrúnar
Davíðsdóttur var þó gengið lengra.
Rakin voru ættartengsl forstjóra
MP banka og forsætisráðherra,
og fundið að því að enginn þriggja
lögfræðinga í nefndinni hefði
alþjóðlega reynslu.
Stjórnarmaðurinn klóraði sér í
höfðinu yfir þessum umkvörtun-
um, enda fær hann ekki séð að MP
banki og starfsmenn hans hafi sér-
staka hagsmuni aðra en almennar
fjármálastofnanir og landsmenn
allir af afnámi haftanna.
LANGSÓTT ÆTTARTENGSL manns
sem ekki situr í nefndinni og for-
sætisráðherra, teljast heldur vart
tíðindi í litlu landi. Einkum í ljósi
þess að skipan nefndarinnar var á
vegum fjármálaráðherra en ekki
forsætisráðuneytisins.
Loks leiðir stutt Google-leit í
ljós að a.m.k. einn lögfræðinganna
sem um ræðir hefur starfað við
lögmennsku í London um skeið, en
slík starfsreynsla er nokkuð fátíð
á Íslandi í ljósi staðbundins eðlis
lögfræðinnar. Við það má bæta að
formaður hópsins er Glenn nokkur
Kim, sem hefur áratugareynslu
af alþjóðafjármálamörkuðum og
hefur m.a. ráðlagt þýska fjármála-
ráðuneytinu í tengslum við krísuna
á evrusvæðinu.
UMRÆÐA um þetta mál hefur
einkennst af því sem kalla mætti
tortryggni fyrir tortryggni sakir.
Það er lágmarkskrafa þegar rætt
er um jafn mikilvæg málefni að
menn sái ekki efasemdafræjum að
óþörfu, og beiti boðlegum rökum.
Annars dæmir fólk sig úr leik í
opinberri umræðu.
AÐ HRÓSA ÞVÍ SEM VEL ER GERT
Stjórnarmaðurinn hefur í fyrri
pistlum kallað eftir því að innleidd-
ir verði, að breskri fyrirmynd,
skattafslættir fyrir einstaklinga
vegna fjárfestinga í nýsköpun.
Fjármálaráðherra hefur nú til-
kynnt að frumvarp um slíkt sé í
smíðum.
Stjórnarmaðurinn hrósar ráð-
herra og hlakkar til að kynna sér
afraksturinn. Vel gert Bjarni.
Tortryggni fyrir
tortryggni sakir
02.03.2015 Mér hugnast ekki skotgrafir og ég vil ekki
vera þar og ég tel að hagsmunir bænda og hagsmunir
verslunarinnar eigi að vera algjörlega þeir sömu. Það
eru neytendur sem skipta máli og við eigum að vera
þar. Það sem við þurfum að átta okkur á er að
það verða alltaf einhverjir verndartollar. Það er
alls staðar verið að styðja við landbúnað, eða
allavega í okkar samkeppnisríkjum þannig að
það verður áfram.
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
0
3
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
0
-0
1
1
8
1
3
F
F
-F
F
D
C
1
3
F
F
-F
E
A
0
1
3
F
F
-F
D
6
4
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K